Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 47 ✝ Solveig LilianThura Good- manson Thor fædd- ist í Kamsack í Sas- katchewan í Kanada 25. júní 1916. Hún lést á Stanford-spít- alanum í Kaliforníu 23. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Goodman- son, f. í Carberry í Manitoba 19. febr- úar 1890, d. 1963, og Arnbjörg Ástríður Bjarnadóttir, f. í Hólshúsum á Húsavík 26. maí 1893, d. 1970. Foreldrar Guð- mundar, föður Sólveigar, voru Ólafur Guðmundsson, f. að Þór- isstöðum í Borgarfirði 28. septem- ber 1856, d. 1928, og Margrét Kristjánsdóttir, f. að Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 1862, en þau fluttu til Kanada 1887. Systkini Sólveigar eru Margrét, d. 1985, Florence, sem býr í Victoria í British Columbia, Laurence, d. 1991, Harald, d. 1989, Violet, sem býr í Sunnyvale Kaliforníu. Thor (Corporate Comptroller), f. 23. febrúar 1950. Maður hennar er Dave Camp (Certified Public Accountant) og eiga þau þrjú börn, Cristina, f. 8. október 1982, Diana, f. 19. júní 1984, og Charles, f. 2. janúar 1987. 4) Lauren Dora Thor (Homemaker/Lawyer), f. 28. desember 1955. Maður hennar er Eric Rodli (Division President) og eiga þau þrjú börn, Annalise, f. 15. júní 1985, Mark, f. 28. mars 1988 og John, f. 23. desember 1991. Sólveig ólst upp í Íslendinga- byggð í Saskatchewan í Kanada þar sem hennar móðurmál var ís- lenska. 1936 flutti hún til Flin Flon þar sem hún kynntist Ruti, eiginmanni sínum. Sólveig og Rut- ur bjuggu um tíma í Victoria í British Columbia þar sem þau eignuðust tvær eldri dætur sínar, Ruth og Vicki, en síðan flutti fjöl- skyldan til Kaliforníu í desember 1949 þar sem dætur þeirra Chris og Laurie fæddust. Rutur byggði þeim hús í Los Altos 1951 þar sem þau bjuggu fram til hið síðasta. Sólveig var heilsuhraust alla sína ævi og lést eftir stutt veikindi (hjartabilun) í faðmi nánustu fjöl- skyldu á Þorláksmessu. Minningarathöfn um Solveigu verður í dag á heimili hennar í Los Altos í Kaliforníu. Bálför hennar fór fram laugardaginn 27. desember síðastliðinn. Sólveig kvæntist í Flin Flon, Manitoba 5. desember 1939 Ruti Thor (Thordarson) húsasmíðameistara, f. í Stony Hill í Manitoba 1. október 1910, d. 1969. Foreldrar Ruts voru Ármann Þórðar- son, f. á Fiskilæk 31. desember 1868, d. 1929, og Sólveig Bjarnadóttir, f. í Mýrasýslu 5. júní 1871, d. 1958. Sólveig og Rutur eignuðust fjórar dæt- ur: 1) Ruth Solveig Thor, (Retired Human Resource Specialist), f. 22. febrúar 1942. Maður hennar er Gerard Nelson, (Retired Mechani- cal Engineer), og eiga þau tvö börn, Erik, f. 15. maí 1973, og Kristiana, f. 2. október 1975. 2) Elizabeth Victoria Thor, (Ele- mentary School Teacher), f. 17. september 1948. Maður hennar er Ralph Kornahrens (Project Mana- ger) og eiga þau tvö börn, Bonnie, f. 1. október 1984, og Scott, f. 24. febrúar 1987. 3) Jane Christine Sólveig amma í Kaliforníu er lát- in 87 ára að aldri. Sólveig var í raun ekki amma okkar heldur frænka mín, en okkur þótti svo vænt um hana. Í ágúst 1981 flutt- umst við fjölskyldan til Chico, Kali- forníu í háskólanám. Ekki liðu margar vikur áður en Sólveig var búin að hafa uppi á okkur og vildi endilega fá okkur í heimsókn um þakkargjörðarhátíðina með fjöl- skyldu sinni í lok nóvember. Með okkur tókst mikill kærleikur og eft- ir þessa fyrstu heimsókn urðum við tíðir gestir á heimili hennar. Hún kom einnig til okkar bæði í Chico og svo í heimsókn með systur sinni Florence til Íslands. Sólveig reynd- ist okkur afskaplega vel og Jónu Möggu mágkonu minni og syni hennar Andra Hrafni, en þau bjuggu líka í Chico 1982–1986, fór svo að öll börnin kölluðu hana ömmu Sólveigu. Sólveig tengdist líka tengdaforeldrum mínum, Hreini og Önnu, sterkum vináttu- böndum og gisti hjá þeim í einni Ís- landsheimsókn sinni. Á árunum 1991–1995 bjuggum við í Los Ang- eles og höfðum við þá aftur tæki- færi til að hitta hana reglulega. Við héldum reglulegu símsam- bandi og bréfasambandi, að síðustu var hún farin að fá aðstoð til þess að senda okkur tölvupóst. Þó að hún væri orðin háöldruð hélt ekk- ert aftur af henni, hún var svo dug- leg. Hún ferðaðist um allt, keyrði bílinn, sá um sig sjálfa og heimilið þó svo hún væri farin að styðjast við göngugrind. „Ég er farin að nota svona göngugrind eins og hún amma þín Guðríður,“ sagði hún við mig, en hún mundi svo vel eftir henni. Sólveig unni dætrum sínum mjög og hafði einnig mikla unun af ferða- lögum. Hún var dugleg að heim- sækja dætur sínar og fjölskyldu í Kanada. Sólveig heimsótti líka Ís- land fjórum sinnum og var ákaflega hreykin af því að vera af íslensku bergi brotin. Hún talaði oft um það hversu ánægjulegt það hefði verið að kynnast og giftast alíslenskum manni. Sólveig elskaði allt sem ís- lenskt var og hélt mikið uppá alla minjagripi frá Íslandi sem hún skreytti heimili sitt með, heimili sem alltaf var í fullkomnu standi og með opnar dyr fyrir okkur. Við eigum eftir að sakna Sólveig- ar ömmu og sendum hennar nán- ustu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Ómar Sigurðsson, Ágústa Hreinsdóttir, Sandra Ósk, Íris Ann, Marinó og Hlynur. SOLVEIG THOR Ég man langömmu í steinhúsi á Berghyl, hrukkótta og glað- lynda gamla konu sem föndraði og fór með vísur. Húsið hennar á Berghyl er í minningunni fullt af gersemum og hlutum sem heilluðu litlar hendur. Á sumrin heimsótt- JÓNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóna KristínGuðmundsdóttir fæddist á Minni- Brekku í Austurfljót- um 29. desember 1899. Hún lést á öldr- unardeild sjúkra- húss Skagfirðinga 19. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Barðskirkju 3. jan- úar. um við systurnar hana á þangað, föndruðum úr garni, skeljum og perlum og spurðum hana út í myndirnar og munina sem prýddu heimilið henn- ar. En minningarnar um hana er ljúfar minningar barns og nú man ég fæstar sög- urnar sem hún sagði okkur, ég man bara síða hárið hennar og hvað ég undraðist ald- urinn og allan tímann sem hún lifði. Þrjár aldir, tvenn aldamót, tæp 104 ár. Þrátt fyrir allar heimsins breyt- ingar held ég að hún hafi sjálf lítið breyst, enda var hún ekki auðsveip kona né háð tískusveiflum. En langamma átti sér mörg hlutverk, hún var eiginkona og móðir, systir og vinkona, frænka, amma og langamma okkar sem nú höfum gert hana að enn lengri ömmu. Og hún átti sér speki sem var alveg einstök. Þegar hún var komin á sjúkradeildina á Sauðárkróki, heilsunni farið að hraka en skapið við það sama, gat hún enn gert grín og spjallað og vísurnar runnu upp úr henni viðstöðulaust, sumar endurtók hún en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Langamma átti vísu fyrir hvert tilefni, það var hennar íþrótt. Mig langar til þess að þakka þeim sem önnuðust langömmu okk- ar og sýndu henni ávallt þá hlýju og nálægð sem nauðsynleg er. Dætrum hennar þremur sem eðli- lega stóðu henni alltaf næst, Adda, starfsfólkinu á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og stúlkunum á deild- inni hennar og öllum hinum fjöl- mörgu ættingjum og vinum sem nú minnast hennar góðu daga. Kristrún Hauksdóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR fyrrum bónda í Fagradal, Sundabúð 2, Vopnafirði. Kristján Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir, Oddný Elín Magnúsdóttir, Halldór Valdimarsson, Árni H. Magnússon, Ásgerður Sigurðardóttir, barnabörn og fjölskyldur. Af innstu hjartans rótum sendum við kveðjur og þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem hjálpuðu okkur og styrktu á ýmsan hátt við frá- fall og jarðarför ástkærs unnusta og sonar okkar, ÁKA MÁS SIGURÐSSONAR. Sú vinátta og samhugur, sem við höfum fengið á þessum hræðilegu tímum, er ljós í myrkrinu. Guð blessi ykkur öll. Díana, Gróa, Sigurður og Arndís, Brúsastöðum. Elskulegur unnusti minn, sonur okkar og bróðir, HALLMAR ÓSKARSSON, Engjaseli 61 og Efstahjalla 21, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu- daginn 12. janúar sl., verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) njóta þess. Marta Guðmundsdóttir, Hallbjörg Thorarensen, Óskar Elvar Guðjónsson, Þórir Óskarsson, María Óskarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa og langalangafa, PÉTURS FRIÐRIKS JÓRAMSSONAR, Faxabraut 13, (Hlévangi), Keflavík, áður til heimilis á Ásabraut 13, Keflavík. Hilmar Pétursson, Guðrún Kristinsdóttir, Kristján Pétursson, María Bergmann, Dagmar Pétursdóttir Tutton, Ronald Tutton, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GYÐU HJÁLMARSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Hringbraut 136, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Erla Kristinsdóttir, Ágúst Sigurþórsson, Hjálmar Kristinsson, Halldóra Stefánsdóttir, Þórir Kristinsson, Álfheiður Eiríksdóttir, Hlöðver Kristinsson, Þórdís Símonardóttir, Högni Kristinsson, Ásdís Sigmundsdóttir, Guðjón Kristinsson, Hulda Kristinsdóttir, Hjálmar Fornason, Sæunn Kristinsdóttir, Einar Bjarnason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SR. GUÐMUNDAR ÓSKARS ÓLAFSSONAR, Fornuströnd 7, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni krabbameinslækni sem reyndist honum ein- stakur í veikindum hans og starfsfólki á dagdeild krabbameinslækninga 11-B (áður 11-F) færum við einnig okkar bestu þakkir svo og þeim sem starfa í heimahlynningu Karitasar. Síðast en alls ekki síst þökkum við öllu því yndislega starfsfólki á deild 13-G á Landspítala við Hringbraut sem hlúði að Guðmundi Óskari og okkur aðstandendum þegar hann lá þar á deildinni. Við munum aldrei gleyma þeirri hlýju og velvild sem þar mætti okkur. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Þ. Hannesdóttir, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.