Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 48
MESSUR Á MORGUN
48 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg bænavika
2004
ALÞJÓÐLEG, samkirkjuleg bæna-
vika verður haldin dagana 18.–24.
janúar nk. Bænavikan er haldin ár-
lega um þetta leyti og er þá beðið
fyrir einingu kristinna manna um
heim allan. Það er Alkirkjuráðið
(World Council of Churches) í sam-
vinnu við kaþólsku kirkjuna sem
stendur að baki vikunnar um allan
heim og bænarefni vikunnar kemur
jafnan frá einhverjum aðild-
arkirkna. Yfirskrift bænavikunnar
í ár er „Minn frið gef ég yður“ (Jóh.
14:27) og kemur hugmynd að bæn-
um og ritningartexta að þessu sinni
frá Mið-Austurlöndum, frá borginni
Aleppo í Norður-Sýrlandi, þar sem
fólk úr sýrlensku rétttrún-
aðarkirkjunni, kaþólsku kirkjunni
og mótmælendakirkjum undirbjó
efnið. Frá landsvæði sem lengi hef-
ur glímt við afleiðinga átaka og
stríðs berst nú bæn um frið og ein-
ingu út um heiminn.
Á Íslandi hefst bænavikan með
útvarpsmessu í Dómkirkjunni
sunnudaginn 18. janúar. Þar pre-
dikar Anne Marie Reinholdtsen,
forstöðukona Hjálpræðishersins á
Íslandi og fulltrúar annarra kirkna
lesa ritningarlestur. Á mánudag
verður bænasamkoma kl. 12 í Fíla-
delfíu og um kvöldið kl. 20 í Kar-
melklaustri í Hafnarfirði. Þriðju-
dag verður bænasamkoma kl. 12 í
fríkirkjunni Veginum, á miðviku-
dag verður kvöldsamkoma kl. 20 í
Kristskirkju í Landakoti, á fimmtu-
dag verður kvöldsamkoma hjá
Hjálpræðishernum og á laugardag
kvöldsamkoma kl. 20 í Íslensku
Kristskirkjunni. Allar verða þessar
samkomur með þátttöku fólks úr
öðrum kristnum samfélögum.
Á Akureyri verður samkoma á
föstudagskvöldinu 23. janúar á
Hjálpræðishernum. Fulltrúar frá
aðventistum, Hjálpræðishernum,
Hvítasunnukirkjunni, Kaþólsku
kirkjunni og Þjóðkirkjunni á Ak-
ureyri taka þátt í stundinni með
ritningarlestri, bæn og söng. Ræðu-
maður verður sr. Guðmundur Guð-
mundsson, héraðsprestur. Bæna-
vikunnar verður einnig minnst á
kyrrðar- og bænastundum safn-
aðanna í vikunni og eru allir hvattir
til að taka þátt í bænagjörð fyrir
friði saman og í einrúmi þessa
daga. Allir eru hjartanlega vel-
komnir á samkomur bænavik-
unnar.
Bænavikan hefur verið haldin ár-
lega hér á landi frá árinu 1968.
Undirbúningur bænavikunnar hér-
lendis er í höndum samstarfs-
nefndar kristinna trúfélaga. Aðild
að nefndinni eiga: Aðventistar, Frí-
kirkjan Vegurinn, Hvítasunnu-
kirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska
Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan,
Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.
Formaður nefndarinnar er séra
María Ágústsdóttir, héraðsprestur.
Auk auglýstrar dagskrár bæna-
vikunnar eru prestar og for-
stöðumenn safnaða hvattir til að
minnast hennar á bænastundum
safnaða og biðja fyrir friði og ein-
ingu kristinna manna.
Grafarvogskirkja
– Að búa einn
HINN 20. janúar nk. hefst nám-
skeið í Grafarvogskirkju, sem nefn-
ist „Að búa einn/ein.“
Námskeiðið er ætlað þeim sem
gengið hafa í gegnum skilnað ný-
lega og er markmið þess að koma
til móts við þessa einstaklinga, gefa
þeim vettvang og tækifæri til að
vinna úr erfiðum tilfinningum sem
upp koma við skilnað.
Námskeiðið stendur yfir í átta
vikur. Í upphafi er fluttur fyr-
irlestur um skilnaðarferlið og af-
leiðingar skilnaðar á tilfinningar,
félagslega stöðu þeirra sem skilja
og síðast en ekki síst nauðsyn þess
að endurmeta og byggja upp líf sitt
og tilfinningar að nýju. Næstu viku
á eftir er myndaður hópur þar sem
þátttakendur deila reynslu sinni,
styrk og vonum, styðja hvert annað
í því að tjá erfiðar tilfinningar og
byggja upp líf sitt. Hópurinn hittist
einu sinni í viku í átta vikur.
Við lítum svo á að námskeiðið sé
leið sálgæslu fyrir þennan hóp
fólks, því ljóst er að skilnaður hefur
afleiðingar sem geta sett mark sitt
á sálir þeirra sem ganga í gegnum
þá sáru reynslu.
Allar nánari upplýsingar veittar í
Grafarvogskirkju, sími 587 9070
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir.
Samkirkjuleg
guðsþjónusta í
Dómkirkjunni
Á MORGUN; sunnudaginn 18. jan-
úar, verður samkirkjuleg guðsþjón-
usta í Dómkirkjunni. Hún er liður í
dagskrá árlegrar bænaviku sem
helguð er einingu kristinna manna
um víða veröld.
Í guðsþjónustunni mun Major
Anne Marie Reinholdtsen frá Hjálp-
ræðishernum predika en bænir og
ritningarorð flytja fulltrúar ýmissa
kirkjudeilda. Fyrir altari þjóna
María Ágústsdóttir héraðsprestur
og sr. Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur.
Verið velkomin.
Dómkirkjan.
Fermingarbörn
aðstoða í
Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 18. janúar verður
messa og barnastarf kl. 11. Prestar
safnaðarins sr. Sigurður Pálsson og
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast
þjónustuna ásamt ferming-
arbörnum, sem lesa ritningarorð og
bænir, en einnig munu nokkrir pilt-
ar leika á hljóðfæri. Hörður Áskels-
son, kantor, leikur á orgel kirkj-
unnar og stjórnar söng félaga úr
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Fermingarfræðslan hefst með
fullum krafti um þessa helgi eftir
jólahlé. Öll fermingarbörnin eiga
að koma í dag laugardag kl. 10.30
og upplifa það sem við köllum
„langan laugardag“ við leik og
fræðslu, en í sunnudagsmessuna
koma svo fermingarbörnin og fjöl-
skyldur þeirra sem við hvetjum ein-
dregið til að koma.
Þá verður barnastarfið á sínum
stað undir stjórn Magneu Sverr-
isdóttur, djákna.
Kvöldmessa í
Grensáskirkju
ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið
18. janúar, verður kvöldmessa í
Grensáskirkju og hefst að venju kl.
20.
Áhersla er lögð á kyrrlátt en
óþvingað andrúmsloft. Form mess-
unnar er einfalt og sungið við pí-
anóundirleik Árna Arinbjarn-
arsonar organista en félagar úr
kirkjukórnum leiða sönginn.
Töluðu máli er stillt í hóf en
áhersla lögð á bæn og lofgjörð. Alt-
arisganga er í kvöldmessunni.
Slíkar kvöldmessur eru í Grens-
áskirkju þriðja sunnudag hvers
mánaðar yfir vetrartímann.
Færeyskur
drengjakór og
Alfa III í Neskirkju
DREINGJAKÓRIÐ undir Brúnni er
heiti á færeyskum kór sem syngja
mun við messu í Neskirkju, sunnu-
daginn 18. janúar kl. 11. Kórinn
heimsækir eina drengjakór Íslands,
Drengjakór Neskirkju og verður
þeim vel fagnað við messu, en fé-
lagar beggja kóra blanda geði að
messu lokinni yfir veitingum og
söng.
Ennfremur verður sagt frá nýju
námskeiði, Alfa III, sem haldið
verður í fyrsta sinn í Neskirkju á
vormisseri. Alfa III er um Fjallræð-
una sem er kjarninn í kenningu
Jesú. Þátttakendur af fyrri Alfa-
námskeiðum munu segja frá
reynslu sinni í stuttu máli.
Kór Neskirkju leiðir safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur
Þórhallsson. Prestur séra Örn
Bárður Jónsson.
kirkjustarf
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Organisti Kári Þormar, gítarleikari Að-
alheiður Margrét Gunnarsdóttir, prestur
sr. Þórhildur Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Kári Þormar, Prestur sr. Þórhild-
ur Ólafs.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.
Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera
fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.
14. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja.
Organisti Guðmundur Sigurðsson. Heitt á
könnunni eftir messu. Pálmi Matthías-
son.
DÓMKIRKJAN: Samkirkjuleg guðsþjón-
usta kl. 11 í tilefni árlegrar bænaviku sem
helguð er einingu kristinna manna um
víða veröld. Í guðsþjónustunni mun major
Anne Marie Reinholdtsen frá Hjálpræð-
ishernum prédika en bænir og ritning-
arorð flytja fulltrúar hinna ýmsu kirkju-
deilda. Fyrir altari þjóna sr. María
Ágústsdóttir héraðsprestur og sr. Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur. Dómkórinn
syngur, organisti er Marteinn H. Frið-
riksson. Eftir guðsþjónustuna er fundur í
safnaðarfélagi Dómkirkjunnar þar sem
María Ágústsdóttir ræðir um samstarf
kristinna trúfélaga á Íslandi. Æðruleys-
ismessa kl. 20. Sr. Hjálmar Jónsson pré-
dikar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir
stundina og sr. Karl Matthíasson leiðir fyr-
irbænir. Bræðrabandið og Anna S. Helga-
dóttir sjá um tónlistina.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í
umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl.
Messa kl. 11. Samskot til kirkjustarfsins.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Kvöldmessa kl. 20.
Einfalt form, kyrrð og hlýja. Ólafur Jó-
hannsson.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Ágúst Sigurðsson. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna-
starf kl. 11. Prestar safnaðarins sr. Sig-
urður Pálsson og sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son annast þjónustuna ásamt
fermingarbörnum, sem lesa ritningarorð
og bænir. Einnig leika nokkrir piltar á
hljóðfæri. Félagar úr Mótettukór syngja.
Organisti Hörður Áskelsson. Barnastarfið
er í umsjón Magneu Sverrisdóttur.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti
Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins-
son. Barnaguðsþjónusta kl. 13.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr.
Birgir Ásgeirsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Gra-
duale Nobili syngur undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar organista. Prestur sr. Jón Helgi
Þórarinsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni
en síðan fara börnin í safnaðarheimilið
með Ágústu og Þóru. Öll börn velkomin og
eru foreldrar, ömmur og afar og eldri
systkini hvött til að koma með börnunum.
Kaffisopi eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA: Ljósamessa kl. 11.
Að þessu sinni eiga börnin kirkjuna og við
hin fullorðnu komum með. Kór Laugarnes-
kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar organista. Hildur Eir Bolladóttir,
Heimir Haraldsson og Þorvaldur Þorvalds-
son stýra samverunni ásamt Bjarna Karls-
syni sóknarpresti og Sigurbirni Þorkels-
syni meðhjálpara. Messukaffi.
Guðsþjónusta kl. 13 í Þjónustumiðstöð
Sjálfsbjargar. Bjarni Karlsson þjónar
ásamt Gunnari Gunnarssyni, Þorvaldi
Halldórssyni og hópi sjálfboðaliða.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Færeyski
drengjakórinn Undir Brúnni syngur. Kirkju-
kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Org-
anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Barnastarf á sama
tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá
kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og
spjall í safnaðarheimilinu eftir messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.
Stundin sniðin að þeim yngri, sérstaklega
fermingarbörnum. Þorvaldur Halldórsson
leikur lofgjörðartónlist. Organisti Pavel
Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar
Helgason. Sunnudagaskólinn á sama
tíma. Minnum á æskulýðsfélagið kl. 20.
Stofnfundur Listvinafélags verður haldinn
í kirkjunni/safnaðarheimili nk. miðviku-
dag 21. janúar kl. 20.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Laugardagur
17. jan: Fermingarstarf kl. 10 í safn-
aðarheimilinu. Eftir fræðslu verður farið á
skautasvellið í Egilshöll kl. 13. Fjölskyldur
fermingarbarna hvattar til að koma með á
skautasvellið. Sunnudagur 18. jan: Al-
menn guðsþjónusta klukkan 11. Börn bor-
in til skírnar. Fermingarbörn og fjölskyldur
þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Allir
velkomnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Brúðuleikritið Steinn Bollason
og fjaðrirnar fimm verður sýnt. Minnum á
að nýjar möppur eru komnar og límmyndir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti:
Peter Maté. Léttar veitingar í safn-
aðarheimilinu að lokinni messu.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti:
Bjarni Þ. Jónatansson. Kór Digra-
neskirkju, A-hópur. Léttar veitingar í safn-
aðarsal að messu lokinni (500 kr.).
Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á
neðri hæð. (Sjá:nánar:www.digra-
neskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur: Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová.
Kór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón
Elfu Sifjar Jónsdóttur. Boðið upp á kaffi og
svaladrykk í safnaðarheimilinu eftir guðs-
þjónustu. Rúta ekur um hverfið í lokin.
GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 í
Grafarvogskirkju. Séra Sigurður Arnarson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra
Önnu Sigríði Pálsdóttur. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Fiðla: Hjörleifur Valsson.
Organisti: Hörður Bragason. Eftir guðs-
þjónustuna verður fundur með foreldrum
og fermingarbörnum í Folda-, Hamra- og
Húsaskóla, þar sem verður meðal annars
rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna
sjálfa og því sem henni tengist. Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju.
Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón:
Bryndís. Organisti: Gróa Hreinsdóttir.
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholts-
skóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason.
Umsjón: Signý og Siffi. Undirleikari er
Guðlaugur Viktorsson.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.
Félagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða
safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við
minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju-
dag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla-
kirkja.is). Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11 í umsjón
Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar.
Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur pre-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs-
kirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Julians Hewlett organista. Kaffi í
Borgum eftir messu. Sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi: Guðsþjónusta í
Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer
fram í kennslustofum á meðan á guðs-
þjónustu stendur. Félagar úr kór Linda-
kirkju syngja. Organisti Hannes Bald-
ursson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
sóknarprestur þjónar.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason
prédikar. Kirkjukór Seljakirkju leiðir söng.
Organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta
kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. Alt-
arisganga.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð-
sþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og
fullorðna. Unnar Erlingsson kennir full-
orðnum, og tekið verður í notkun nýtt
fræðsluefni fyrir börnin. Samkoma kl. 20
með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik
Schram predikar og Oddur C. Thor-
arensen syngur einsöng. Þáttur kirkjunnar
„Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á
Ómega kl. 13.30.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð-
un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma á morgun kl. 16.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur:
Bænastund kl. 19.30. Kl. 20 hjálpræð-
issamkoma. Umsjón Fanney Sigurð-
ardóttir og Guðmundur Guðjónsson.
Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband.
Elsabet Daníelsdóttir talar. Allar konur vel-
komnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Samkoma sunnudag kl. 14. Helga
R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyr-
irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára
og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og
samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir.
Alfa-námskeiðið hefst 22. janúar kl. 19.
Um er að ræða tíu vikna námskeið, einu
sinni í viku, þar sem á einfaldan og þægi-
legan hátt er fjallað um kristna trú.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
kl. 17. „Viltu fyrirgefa mér?“ Ræðumaður
Kjartan Jónsson, Missionsfarar segja frá.
Fræðsla fyrir börnin í aldurskiptum hóp-
um. Matur á fjölskylduvænu verði eftir
samkomuna. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Almenn
samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Snorri
Óskarsson. Mikil lofgjörð í umsjón Gosp-
elkórs Fíladelfíu. Fyrirbænir. Allir hjart-
anlega velkomnir. Bænastundir alla virka
morgna kl. 6. www.gospel.is
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka
daga: Messa kl. 18. Á laugardögum:
Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni.
Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8 til
18.30. Miðvikudaginn 21. janúar kl. 20:
Bænastund í tilefni alþjóðlegrar bænaviku
fyrir sameiningu kristinna manna.
Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel.
Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga:
Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga:
Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi. Sunnudaga: Messa kl. 16.
Miðvikudaga kl. 20.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl.
18.30.
Karmelklaustur. Sunnudaga: Messa kl.
8.30. Virka daga: Messa kl. 8.
Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14. Alla fimmtu-
daga: Rósakransbæn kl. 20.
Akranes, kapella sjúkrahúss Akraness:
Sunnudaginn 18. janúar: Messa kl. 15.
Stykkishólmur, Austurgötu 7. Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10.
Ísafjörður. Sunnud: Messa kl. 11.
Flateyri. Laugard: Messa kl. 18.
Bolungarvík. Sunnudaga kl. 16.
Suðureyri. Sunnud: Messa kl. 19.
Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja,
Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa
kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 fh. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
11: Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill
söngur og mikil lofgjörð. Biblíusaga, bibl-
íukerti og brúðuheimsókn. Sr. Fjölnir Ás-
björnsson og barnafræðararnir. Kl. 14:
Messa í Landakirkju. Kór Landakirkju
syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð-
jónssonar. Fermingarbörn lesa ritning-
arlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Aðalfundur safnarins í Safnaðarheimilinu
að messu lokinni. Kl. 20.30: Æskulýðs-
fundur í safnaðarheimili Landakirkju hjá
Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K.
Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr.
Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jón-
as Þórir. Sunnudagaskóli í safnaðarheim-
ilinu kl. 13.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Antonia Hevesi.
Kór: Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju.
Prestur sr. Gunnþór Ingason, sókn-
arprestur. Sunnudagaskólar í kirkju,
Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama
tíma.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Ljósa-
messa sunnudag kl. 11. Barnastarfið er
hafið aftur eftir jólafrí. Börnin fá nýjar
bækur og nýjar myndir. Skemmtileg stund
fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.
14. Kór Víðistaðasóknar syngur létta
söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar.
www.vidistadakirkja.is
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Örn
og Hera. Góð stund fyrir alla fjölskylduna.
Guðsþjónusta kl. 13. Kór Fríkirkjunnar
leiðir söng. Kórstjóri er Örn Arnarson og
organisti er Skarphéðinn Hjartarson.
Prestar: Einar Eyjólfsson og Sigríður Krist-
ín Helgadóttir.
ÁSTJARNARSÓKN: Barnaguðsþjónusta
sem vera átti á sunnudag í samkomusal
Hauka á Ásvöllum fellur niður. Jafnrétt-
isguðsþjónusta sunnudag kl. 20. Prestur
sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Ponzý, ung-
lingastarf, á mánudögum kl. 20–22.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnu-
dagaskólinn á sama tíma. Kirkjukórinn
leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti
Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar
og Nanna Guðrún, djákni, þjóna. Boðið
upp á léttan málsverð sem Lionsmenn
annast að messu lokinni. Við minnum á
skráningu á Alfa-námskeið sem hefst á
miðvikudag. Kirkjuganga er hvetjandi. Allir
velkomnir. Prestarnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í
sal Álftanesskóla kl. 11. Ásgeir Páll og
Kristjana stjórna. Nú er komið nýtt og
spennandi efni. Foreldrarnir eru velkomnir
með börnunum, en allir eru hvattir til að
mæta. Prestarnir.
Guðspjall dagsins:
Brúðkaupið í Kana.
(Jóh. 2).
Morgunblaðið/Kristinn
Bessastaðakirkja.
KIRKJUSTARF