Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 57

Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 57 EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá OLÍS: „Olíuverzlun Íslands býður alltaf samkeppn- ishæft verð, góða þjónustu, gæðaeldsneyti og stöðugt vöruframboð. Hinn 8. janúar síðastliðinn hóf nýr aðili sölu á bensíni hér á landi á verði sem var lítillega undir gildandi listaverði félagsins á þeim tíma. Olíuverzlun Íslands hefur í 76 ára sögu sinni lagt áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum góða þjónustu, samkeppnishæft verð, gæða- eldsneyti og stöðugt framboð. Í samræmi við þessa stefnu, lækkaði félagið verð í sjálfsaf- greiðslu tímabundið, enda þótt verðið væri heldur lægra en eðlilegt mátti telja miðað við þróun heimsmarkaðsverðs, sem nú er í há- marki. Í umfjöllun undanfarinna daga hefur verið gefið í skyn að lækkun Olís til jafns við nýjan keppinaut hafi verið óeðlileg. Það er hins vegar staðreynd að í fjölda ára hefur verið hörð sam- keppni á eldsneytismarkaði og verðstríð hafa brotist reglulega út, ýmist á landsvísu, eða á af- mörkuðum svæðum. Lækkunin síðustu daga sker sig á engan hátt úr þeirri þróun sem verið hefur undanfarin ár. Það er því rangt að halda því fram að hinn nýi aðili hafi aukið samkeppni á eldsneytismarkaði. Umræddur aðili hefur nú stöðvað sölu á bensíni vegna eldsneytisskorts, en það verður að teljast ótrúverðugt að þessi nýi aðili hafi ekki getað áætlað þá sölu sem verið hefur á stöð hans undanfarna viku, enda aðeins um nokkur þúsund lítra að ræða. Miklu líklegra er að markmiðið hafi verið að vekja á sér athygli og þrýsta á um úthlutun lóða á Reykjavíkur- svæðinu, en viðkomandi aðili hefur haldið uppi óeðlilegum kröfum um að fá úthlutað tilteknum fjölda lóða á Reykjavíkursvæðinu. Það hefur tekið Olís 76 ár að fá þær lóðir sem félagið hef- ur yfir að ráða, en félagið hefur verið einn stærsti atvinnuveitandi og skattgreiðandi í Reykjavík í áratugi. Það vekur athygli að hinn nýi aðili virðist ekki hafa uppi neinar áætlanir um að þjónusta landsbyggðina, heldur hyggst fleyta rjómann með rekstri á stærsta markaðssvæðinu. Olís hefur á undanförnum árum lagt mikið uppúr að þjónusta landsbyggðina jafnt og höfuðborgar- svæðið og mun halda því áfram. Það liggur fyrir að stærstur hluti bensín- verðs er opinber innheimta, en ríkið tekur nú yfir 60% af verði hvers bensínlítra. Olíuverzlun Íslands hf. var fyrst félaga til að bjóða upp á 3 þjónustustig, sem eru verðlögð með mismun- andi hætti. Hægt er að velja á milli fullrar þjónustu og sjálfsafgreiðslu á hefðbundnum Olísstöðvum, auk þess sem félagið rekur mannlausar ÓB stöðvar. Félagið veitir við- skiptavinum sem greiða með vildarkorti Vísa og Icelandair um það bil 1,5 krónur á lítra í af- slátt í formi vildarpunkta, auk þess sem reglu- lega er boðið uppá margskonar tímabundin til- boð. Þá hefur félagið í áratugi styrkt góð málefni, svo sem íþrótta-, umhverfis- og mann- ræktarmál og er þar um verulegar fjárhæðir að ræða til þessara mikilvægu málaflokka. Félagið hefur ákveðið að hækka að nýju eldsneytisverð, enda er heimsmarkaðsverð í hámarki. Viðskiptavinir félagsins geta hins vegar treyst því að félagið mun halda áfram að bjóða upp á góða þjónustu, samkeppnishæft verð, gæðaeldsneyti og stöðugt vöruframboð á sínum þjónustustöðvum.“ Yfirlýsing frá Olíuverslun Íslands Um Álfheiði Ákadóttur Í minningargrein um Álfheiði Ákadóttur sem birtist í blaðinu 15. janúar féll niður orð. Rétt er setn- ingin þannig: Þær gengu hlæjandi, arm í arm – niður Hótelshæðina – í efnismiklum rauðum kápum, syst- urnar Álfheiður og Pálína og voru þá innan við tvítugt. Þetta er skýr- asta bernskumynd mín af henni mágkonu minni til fjölda ára. Henni Álfheiði sem er kvödd í dag. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Ljóð eftir Gunnar Dal Í minningargrein um Kristínu Þórðardóttur í blaðinu laugardag- inn 10. janúar misritaðist orð í upp- hafi síðasta erindis í ljóði Gunnars Dal. Rétt er erindið þannig: Úr lindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfir öll höf. Sál þín fyllist af friði sem færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt lótusinn hvíti sem opnast á ný í nótt. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Sýning Kjartans hófst í gær Rangt var farið með opnunardag sýningar Kjartans Guðjónssonar í Galleríi Vegg í blaðinu í gær. Rétt er að sýningin var opnuð í gær, föstudag, en ekki í dag, laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að umferðarslysi á gatnamótum Eiríksgötu og Barónsstíg að morgni hins 14. janúar kl. 7.25. Ekið var á gangandi vegfaranda af eldri konu á hvítri Nissan Micra-bif- reið. Vegfarandinn kastaðist upp á vélarhlíf hennar en bifreiðinni var ekið á brott án þess að öku- maðurinn hugaði að hinum slasaða eða gæfi frekari upp- lýsingar um sig. Ekki er vitað um skráning- arnúmer bifreiðarinnar. Á þessum tíma var mikil umferð um gatnamótin og því ljóst að einhver vitni hafa orðið að slys- inu Þá er lýst eftir vitnum að slysi við Maríubaug 13. janúar um kl. 13.50. Ekið var á stúlku og átti ökumaðurinn, ljóshærð kona, tal við hana en fór síðan af vettvangi. Bifreiðin var frek- ar lítil og dökkleitt, blá eða svört. Ökumaður svo og vitni eru beðin af hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum 76 130 151 163 174 182 288 292 345 349 423 425 488 547 566 631 783 948 1110 1130 1163 1206 1229 1269 1351 1425 1454 1551 1595 1660 1765 1829 1831 1848 1901 1914 1985 2002 2021 2050 2134 2357 2406 2433 2456 2490 2520 2560 2631 2635 2656 2675 2719 2758 2759 2763 2765 2782 2802 2853 2877 2961 2990 3075 3096 3190 3285 3287 3304 3367 3399 3439 3456 3519 3578 3657 3735 3925 4175 4243 4245 4250 4290 4306 4353 4393 4430 4488 4519 4611 4652 4827 4849 4854 4856 4876 4882 4900 4918 4951 4988 5106 5145 5161 5216 5247 5296 5322 5323 5470 5488 5539 5561 5627 5650 5779 5862 5964 6000 6001 6011 6113 6177 6183 6245 6254 6398 6403 6548 6556 6558 6610 6903 6911 6918 6949 6981 6992 6996 7014 7068 7072 7177 7300 7318 7342 7359 7470 7496 7511 7639 7658 7665 7724 7731 7792 7916 7930 7978 8011 8141 8220 8325 8353 8418 8433 8512 8523 8532 8560 8639 8674 8700 8780 8800 8852 8906 8952 8966 8995 9000 9078 9132 9173 9184 9261 9331 9378 9449 9479 9514 9532 9647 9708 9725 9726 9738 9745 9776 9802 9852 9885 9915 9920 9923 9949 9960 9967 10054 10064 10133 10232 10283 10413 10522 10612 10646 10788 10802 10834 10849 10886 10901 10935 10937 10984 11003 11036 11177 11238 11382 11436 11438 11520 11553 11611 11629 11635 11734 11767 11839 11913 12066 12075 12203 12214 12224 12261 12313 12322 12345 12352 12378 12399 12419 12426 12433 12451 12668 12700 12726 12731 12833 12886 12956 12962 12992 12998 13095 13258 13265 13310 13313 13326 13338 13356 13450 13456 13501 13550 13560 13601 13642 13672 13683 13756 13822 13871 13915 13967 13968 14025 14044 14045 14058 14071 14124 14144 14218 14321 14333 14561 14580 14606 14685 14717 14739 14774 14826 14887 14957 14973 15117 15142 15283 15285 15326 15377 15448 15512 15514 15542 15546 15591 15612 15653 15685 15895 15963 16002 16014 16027 16149 16161 16169 16253 16284 16363 16413 16485 16518 16540 16684 16785 16787 16808 16901 16940 16957 17126 17146 17232 17256 17310 17314 17375 17425 17438 17495 17500 17527 17561 17730 17847 17848 18027 18100 18161 18163 18318 18350 18386 18389 18485 18486 18569 18597 18628 18637 18657 18906 19027 19176 19216 19240 19316 19323 19381 19425 19426 19468 19472 19540 19583 19630 19640 19695 19736 19753 19754 19808 19815 19996 20001 20215 20226 20305 20429 20438 20489 20534 20545 20599 20670 20673 20726 20822 20940 21014 21316 21404 21446 21455 21492 21509 21534 21577 21735 21748 21749 21787 21816 21859 21876 21926 21947 22038 22054 22055 22149 22177 22259 22300 22309 22317 22425 22445 22509 22568 22582 22662 22696 22698 22753 22885 23051 23140 23150 23197 23259 23274 23373 23393 23431 23538 23661 23730 23747 23780 23815 23819 23893 23950 24020 24261 24276 24312 24317 24422 24431 24447 24448 24476 24478 24540 24670 24688 24691 24710 24770 24857 24968 24986 25009 25053 25072 25226 25268 25277 25384 25421 25501 25518 25537 25609 25639 25733 25753 25758 25915 26005 26091 26111 26114 26115 26170 26197 26219 26221 26317 26397 26421 26433 26445 26732 26763 26908 26969 26986 27020 27042 27058 27128 27134 27255 27266 27298 27420 27431 27488 27539 27566 27583 27608 27639 27666 27678 27685 27830 27882 27904 27960 27976 28002 28112 28139 28142 28158 28180 28216 28258 28333 28444 28497 28573 28599 28604 28672 28682 28683 28688 28740 28772 28822 28860 28864 28927 28935 29111 29225 29238 29292 29331 29345 29385 29476 29477 29567 29589 29597 29634 29659 29691 29715 29739 29740 29757 29871 29928 30036 30171 30236 30303 30377 30401 30416 30554 30648 30675 30698 30708 30825 30870 30892 30957 31013 31030 31033 31044 31097 31216 31268 31312 31315 31388 31406 31415 31600 31611 31670 31795 31952 31955 32055 32056 32071 32211 32283 32338 32372 32378 32441 32455 32461 32522 32545 32586 32603 32605 32738 32789 32815 32859 32894 33074 33101 33334 33350 33362 33419 33425 33561 33575 33588 33618 33640 33661 34017 34101 34145 34189 34194 34208 34252 34254 34312 34330 34366 34367 34386 34465 34539 34546 34611 34662 34674 34697 34702 34704 34870 35082 35103 35171 35213 35245 35291 35316 35592 35628 35670 35694 35695 35696 35781 35798 35808 35859 35935 36187 36194 36240 36338 36378 36385 36391 36472 36659 36791 36829 36833 36946 37020 37041 37130 37161 37226 37240 37322 37341 37369 37463 37530 37541 37547 37658 37692 37714 37725 37884 37904 37943 37990 38009 38231 38234 38257 38266 38375 38412 38437 38445 38471 38488 38503 38597 38603 38636 38841 38889 38909 38942 38943 38959 38975 39062 39068 39203 39216 39241 39293 39362 39438 39455 39604 39690 39881 39895 39915 39952 40174 40212 40224 40275 40305 40345 40434 40486 40537 40555 40712 40760 40816 40860 41073 41093 41095 41114 41195 41268 41315 41404 41462 41521 41542 41582 41588 41601 41671 41712 41720 41724 41759 41860 41899 41967 41975 41977 41978 42220 42250 42339 42347 42529 42582 42692 42740 42759 42814 42816 42868 42887 42897 42916 43164 43290 43346 43352 43380 43387 43392 43421 43566 43609 43748 43765 43771 43776 43796 43807 43828 43940 44007 44091 44130 44145 44152 44202 44217 44232 44391 44459 44616 44684 44715 44866 45038 45173 45529 45551 45610 45670 45706 45722 45802 45852 45916 45930 46026 46069 46179 46185 46358 46401 46407 46408 46412 46451 46489 46535 46579 46592 46607 46632 46684 46781 46855 46997 47046 47048 47056 47197 47268 47286 47409 47452 47461 47475 47478 47485 47513 47584 47804 47820 48076 48133 48134 48175 48202 48317 48365 48404 48490 48627 48649 48656 48670 48766 48839 48880 48896 48901 48935 48954 48955 49071 49089 49134 49141 49159 49165 49168 49250 49575 49587 49609 49751 49763 49768 49849 49855 49864 49902 50041 50135 50137 50139 50319 50372 50431 50489 50635 50649 50741 50788 50828 50857 50961 51033 51038 51069 51095 51263 51386 51406 51434 51553 51589 51838 51868 51945 52007 52009 52052 52054 52159 52196 52286 52560 52740 52779 52827 52961 53011 53150 53158 53174 53369 53432 53531 53586 53612 53676 53803 53894 53916 53982 54058 54109 54127 54270 54309 54374 54473 54574 54728 54745 54763 54766 54771 54812 54847 54885 55152 55178 55360 55516 55517 55540 55576 55600 55641 55660 55663 55674 55685 55701 55703 55717 55752 55811 55885 55895 55936 55979 55981 56026 56066 56102 56138 56261 56411 56414 56613 56633 56653 56676 56745 56847 56852 56873 56887 56899 57087 57123 57183 57215 57219 57289 57332 57386 57431 57554 57742 57837 57874 57957 58048 58117 58237 58314 58343 58416 58428 58616 58752 58789 58853 58938 59196 59470 59494 59496 59510 59683 59753 59797 59882 59902 59920 59957 Vinningaskrá Í hverjum aðalútdrætti er dregin út tveggja stafa tala og allir eigendur miða sem endar á þeirri tveggja stafa tölu fá vinning. Vinningurinn á einfalda miða er 4.000 kr. en 20.000 kr. á trompmiða. Til að spara pláss er tveggja stafa talan aðeins birt í stað þess að skrifa öll vinningsnúmerin í skrána. Allar tölur eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Kr. 4.000 Kr. 20.000 14 Ef tveir síðustu tölustafirnir í númerinu eru: 7010 7012 26535 28295 33170 39237 55836 Aðalútdráttur 1 flokks, 16. janúar 2004 Kr. 3.000.000 TROMP TROMP TROMP TROMP Kr. 15.000.000 Kr. 50.000 Kr. 250.000 Kr. 200.000 Kr. 1.000.000 Kr. 100.000 Kr. 500.000 7011 2959 13366 15801 30691 38013 43366 44045 55953 58765 59373 TROMP Kr. 15.000 Kr. 75.000 TROMP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.