Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert góður mannþekkjari
og býrð yfir meðfæddu sjálf-
öryggi sem gerir þig að
sjálfskipuðum leiðtoga. Ein-
beittu þér að ástarsambandi
þínu og öðrum nánum sam-
böndum þínum á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú munt eiga mikilvægar sam-
ræður við yfirmenn þína eða
foreldra í dag. Þú ert stað-
ráðin/n í að koma skoðunum
þínum á framfæri og krefst
þess að á þig sé hlustað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur sterka löngun til að
bæta við þekkingu þína. Þetta
er góður tími til hvers konar
lærdóms.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú munt líklega taka þátt í
samningaviðræðum um sam-
eiginlegar eignir eða ábyrgð í
dag. Reyndu að ná sam-
komulagi með því að sýna
sanngirni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þetta er góður tími til að skýra
línurnar í mikilvægu máli. Þú
átt auðvelt með að koma skoð-
unum þínum á framfæri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér gengur vel að leysa flókin
vandamál í dag. Þú átt auðvelt
með að einbeita þér að smáat-
riðunum og leggur þig fram
um að láta allt ganga sem best .
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er leikur í þér í dag. Þú
hefur gaman af því að reyna
þig við þrautir, leiki og kross-
gátur. Það er ekkert at-
hugavert við það að þjálfa hug-
ann með þessum hætti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er góður tími til að end-
urskoða líf þitt og samband þitt
við þína nánustu. Leitaðu leiða
til að bæta samsamskiptin án
þess að reyna að breyta fólki.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er ekki rétti tíminn til að
setjast niður og taka það ró-
lega. Þú þarft á því að halda að
fara út á meðal fólks.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur hugann við fjármálin
þessa dagana. Þú þarft að taka
ákvarðanir varðandi mik-
ilvægar fjárfestingar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Merkúr er nýkominn inn í
steingeitina og því hleypur
hugur þinn úr einu í annað.
Þetta gerir þér einnig fært að
horfa gagnrýnum augum á
sjálfa/n þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur það á tilfinningunni
að einhver sé að leyna þig ein-
hverju. Þú hefur sennilega rétt
fyrir þér en ættir að athuga að
þú hefur stundum þörf fyrir að
halda hlutunum fyrir þig.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður tími til að ræða
framtíðaráform þín við aðra.
Maður sér oft hlutina í skýrara
ljósi við það eitt að segja þá
upphátt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17.
janúar, er áttræður Þorkell
Árnason, Bauganesi 39,
Reykjavík.
„Ég gat unnið spilið.“
„Aldrei, þú þolir ekki
styttinginn.“
„Víst, ég hendi tígli í öðr-
um slag.“
Norður
♠K632
♥652
♦Á1072
♣K4
Vestur Austur
♠7 ♠Á984
♥ÁK10983 ♥G74
♦K96 ♦D853
♣G96 ♣107
Suður
♠DG105
♥D
♦G4
♣ÁD8532
Umræða sem þessi er
býsna algeng á milli umferða
í bridsmótum. Spjallið sem
vitnað er til átti sér stað á
þriðjudagskvöldið og það var
síðasta spil elleftu umferðar
Reykjavíkurmótsins sem var
undir smásjánni. Víða hafði
suður spilað fjóra spaða eftir
sagnir af þessum toga:
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 lauf
1 hjarta Dobl * 2 hjörtu 2 spaðar
3 hjörtu 4 spaðar Allir pass
Vestur byrjar vörnina með
ÁK í hjarta (og austur lætur
gosann undir). Ef suður
trompar hjartakónginn lend-
ir hann í vandræðum með
trompið. Austur gefur spað-
ann tvisvar og hefur þá töglin
og hagldirnar með Á9 í spaða
og þriðja hjartað í loftinu.
Það er á þessum punkti
sem við komum inn í sam-
ræðuna. Ef suður hendir tígli
í hjartakónginn virðist hann
ráða auðveldlega við leguna í
trompi. Hann trompar þriðja
hjartað og sækir trompásinn.
En nú á austur ekki fleiri
hjörtu til og nær ekki að
halda styttingnum áfram.
„Ég skipti yfir í lauf í
þriðja slag,“ sagði Jón Bald-
ursson, sem hafði fylgst með
umræðunni.
„Dugir það?“
Norður
♠K
♥6
♦Á1072
♣--
Vestur Austur
♠-- ♠9
♥109 ♥7
♦K96 ♦D853
♣G ♣--
Suður
♠5
♥--
♦G
♣D853
Það er stórfurðulegt, en
lauf í þriðja slag rústar sam-
gangi sagnhafa og tryggir
vörninni tvo trompslagi.
Sagnhafi tekur með laufkóng
og spilar trompi. Austur
dúkkar tvisvar, tekur svo á
spaðaás og spilar aftur laufi!
Þá er komin upp staðan að
ofan. Og eins og sjá má, hlýt-
ur austur að fá slag á spað-
aníuna.
Síðustu fjórar umferðir
Reykjavíkurmótsins verða
spilaðar í dag, en eftir 13 um-
ferðir er sveit Orkuveitu
Reykjavíkur efst með 255
stig, en sveitir Eyktar og
Esso eru jafnar í 2.–3. sæti
með 248.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3 6. Dxc3
b6 7. e3 Bb7 8. Be2 d6 9. O-O
Rbd7 10. b4 e5 11. Bb2 a5 12.
d4 Re4 13. Dc2 De7 14. c5
bxc5 15. bxc5 dxc5 16. dxe5
Kh8 17. Hab1 Bd5 18. Hfd1
c6 19. Bc4 De6 20. Dxe4 Bxe4
21. Bxe6 fxe6 22. Hbc1 Rb6
23. Rd2 Bg6 24. Rb3 Ra4 25.
Ba1 Hfb8 26. Rxc5 Rxc5 27.
Hxc5 Ha6 28. Bc3 a4 29. Bb4
Be4 30. f3 Bd5 31. e4 Bb3 32.
Hd6 Hc8 33. Kf2 h6 34. h4
Hb6 35. Ke3 Kh7 36. h5 Ha6
37. f4 Kg8 38. f5 He8 39. Hd7
exf5 40. exf5 Bd5 41.
e6 Hea8
Staðan kom upp í
Meistaraflokki Hast-
ings mótsins sem
lauk fyrir skömmu.
Danski ofurst-
órmeistarinn Peter
Heine Nielsen (2626)
hafði hvítt gegn hinni
13 ára skákprinsessu
Katerynu Lahno
(2486) frá Úkraínu.
42. Hcxd5! cxd5 43.
Bc5! Kemur í veg fyr-
ir að svartur geti var-
ist með H6a7 og við
það reynist ómögulegt að
verja g7 punktinn með góðu
móti. 43...Kh8 44. Bd4 Hg8
45. He7 Haa8 46. f6 og svart-
ur gafst upp enda taflið tapað
eftir 46...Hge8 47. Hxe8
Hxe8 48. f7. Lokastaða móts-
ins varð þessi: 1.–2. Jonathan
Rowson (2541) og Vasilios
Kotronias (2626) 6 vinninga
af 9 mögulegum. 3. Vladimir
Epishin (2658) 5½ v. 4. Abhi-
jit Kunte (2535) 5 v. 5. Peter
Heine Nielsen (2626) 4½ v.
6.–7. Mark Hebden (2560) og
Kateryna Lahno (2486) 4 v.
8.–9. Stuart Conquest (2545)
og Alexander Cherniaev
(2476) 3½ v. 10. Daniel Gor-
mally (2471) 3 v.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. ágúst sl. í Dartmo-
uth þau Catherine Martin
og Sigurður Þór Jónsson.
Heimili þeirra er í 1. Cathy
Cross Dr., Dartmouth N.S.,
BW2. 2R5, Kanada.
70ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. jan-
úar, er sjötugur Brynjólfur
Sveinbergsson á Hvamms-
tanga. Hann var mjólkurbús-
stjóri á Hvammstanga um
áratuga skeið. Hann starfaði
að sveitarstjórnarmálumog
var oddviti Hvamms-
tangahrepps um árabil. Kona
hans er Brynja Bjarnadóttir.
Skugginn/ Barbara Birgis.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 4. október sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Pálma Matt-
híassyni þau Áslaug Gunn-
laugsdóttir og Ágúst
Sæmundsson.
KVÆÐIÐ UM SÁLINA
Ég blygðast mín fyrir að setja þann sannleik á blað,
en svo var mér þungt í huga á stundum, að
ég fórnaði höndum til himins í angist og bað:
Frelsaðu sál mína, Faðir!
En Faðirinn þagði.
Þar til í morgun, við sólris, hann sagði:
Sál þína. – Hvað er það?
Kristján frá Djúpalæk
LJÓÐABROT
Ég má ekki vera að
þessu slúðri, verð að
snúa mér að tölvu-
leiknum ...
FRÉTTIR
B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S
Ú T S A L A
M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R
O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8
o g s u n n u d a g f r á k l . 1 3 - 1 7
M I K I L L A F S L Á T T U R
B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s
O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8
1
0
1
0
.5
MUNIÐ
ÆGISKLÚBBFÉLAGAR, munið þorrablótið
á Gullöldinni 31. janúar. Miðaverð aðeins kr. 2.900.
Tryggið ykkur miða fyrir 22. janúar á netfanginu
gullold@islandia.is eða í síma 822 5299 og 822 2158.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Nánari upplýsingar á http://www.seglagerdin.is
Guðfinna
Svavarsdóttir
S. 562 0037
og 869 9293
aldan@internet.is
Byrjendanámskeið í Yoga 21. jan - 11. feb. Áhersla á
orkustöðvar og tilfinningar. Mán. og mið. kl. 18.30-20.30
Ölduvinnunámskeið helgina 23 - 25 jan.
Þú lærir að vinna úr tilfinningum þínum til að öðlast andlegt
og líkamlegt jafnvægi með djúpri og þróaðri aðferð.
Einkatímar í Ölduvinnu.
Hómópatar og heilsulausnir Ármúla 17. 2. hæð
Aðalfundur verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu laugar-
daginn 31. janúar næstkomandi kl. 13.15.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar.
Vörður – Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Stjórnin.
Sjálfstyrkingarnámskeið Sál-
fræðistöðvarinnar Sjálfstyrking-
arnámskeið eru að hefjast á vegum
Sálfræðistöðvarinnar Þórsgötu 24.
Markmið námskeiðsins er að auka
sjálfstyrk einstaklinga bæði í
einkalífi og starfi. Meðal efnis sem
tekið er fyrir er persónuleg fram-
koma, greining á sínum jákvæðum
og neikvæðum hliðum, ásamt því
hvernig byggja megi upp góð sam-
skipti, minnka ágreining og deilu-
mál.
Höfundar námskeiðs og leiðbein-
endur eru sálfræðingarnir Álfheið-
ur Steinþórsdóttir og Guðfinna
Eydal.
Námskeið um fjármögnun verk-
efna hefjast 21. janúar hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands þar sem
þátttakendum er miðlað grunn-
þekkingu í helstu undirstöðuþátt-
um í fjármögnun á verkefnum.
Námskeiðið skiptist í fjóra hluta
þar sem mismunandi þættir í fjár-
mögnun verkefna eru skoðaðir.
Kennarar á námskeiðinu eru Helgi
Þór Ingason, véla- og iðnaðarverk-
fræðingur, og Páll Kr. Pálsson,
framkvæmdastjóri Vaðs ehf. Frek-
ari upplýsingar er að finna á vef
Endurmenntunar www.end-
urmenntun.is. Þar og í síma er
hægt að skrá sig á námskeið.
Á NÆSTUNNI
ALÞJÓÐASAMTÖKIN Save the
Children hafa dreift þúsund vetr-
artjöldum sem henta stórum fjöl-
skyldum í Íran eftir jarðskjálftann í
Bam. Einnig hefur tíu þúsund tepp-
um verið útdeilt til fjölskyldna, sem
verst urðu úti, ásamt barnafötum
og eldunaráhöldum að því er fram
kemur í frétt frá Barnaheill. Þau
samtök starfa í umboði Save the
Children á Íslandi. Sjúkragögnum
hefur verið dreift á sjúkrahús og
sérfræðingar alþjóðasamtakanna í
heilsuvernd, barnavernd og upp-
byggingu hafa hafið störf á ham-
farasvæðinu.
Save the Children hefur hafið al-
þjóðlega söfnun með það að mark-
miði að safna um 122 milljónum
króna til að útvega skýli yfir heilsu-
verndarstaf, koma skólastarfi aftur
í gagn og vernda varnarlaus börn.
Þeir sem vilja styðja starf Barna-
heilla er bent í fréttatilkynningunni
á reikning samtakanna 1150-26-
4521 og kennitölu 521089-1059.
Einnig er hægt að hringja í síma-
númerið 5610545.
Barnaheill hjálpa
fjölskyldum í Íran