Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 61
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 61
UNDANFARIN ár hefur stundum
komið fram sú hugmynd að sameina
Glímufélagið Ármann og Knatt-
spyrnufélagið Þrótt en ekkert hefur
orðið af því. Á síðustu misserum
hafa raddir innan þessara félaga
orðið háværari um að rétt væri að
sameina félögin enda hafa þau verið
í góðu samstarfi undanfarin ár.
Nokkrar þreifingar hafa átt sér
stað að undanförnu um sameiningu,
en of snemmt er að segja til um
hvort af henni verður og þá hve-
nær.
Formenn félaganna sögðu í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að sam-
starfið væri gott og félögin væru
með ólíkar íþróttagreinar auk þess
sem skrifstofa Ármanns væri í
Þróttarheimilinu.
Snorri Þorvaldsson, nýkjörinn
formaður Ármanns, sagði við Morg-
unblaðið að það lægi ljóst fyrir að
Ármann yrði að fara úr Sóltúninu
með aðstöðu sína vegna skipulags-
mála borgarinnar.
„Það er alveg ljóst hvert við vilj-
um fara,“ sagði Snorri og vísaði til
hugmynda innan félagsins um að
flytja í Laugardalinn.
Rætt um sameiningu
Ármanns og Þróttar
KR-ingar eru sem stendur íþriðja sæti 1. deildar kvenna,
tveimur stigum á eftir ÍS og Kefla-
vík, en Haukastúlk-
ur eru í efsta sæti 2.
deildar og hafa ekki
tapað leik í deildinni
það sem af er vetri.
„Ef við skoðum í hvaða deildum lið-
in leika á KR að hafa betur, en
staðreyndin er einfaldlega sú að
Haukar eru með eitt besta liðið á
landinu. Ég er því nokkuð viss um
að leikurinn verður KR-stúlkum
ekki eins auðveldur og margir virð-
ast halda,“ sagði Hlynur Skúli og
bætti við að KR-liðið væri trúlega
sterkara og ætti að hafa betur, en
sagðist viss um að Haukar myndu
standa sig vel.
„Liðin léku í hinni bikarkeppn-
inni og þar vann hvort lið um sig
einn leik þannig að þau standa jöfn
eftir leiki vetrarins. Haukar eru
með gríðarlega skemmtilegt lið.
Þetta eru ungar stelpur sem eru
orðnar mjög góðar og það verður
gaman að fylgjast með þeim í fram-
tíðinni. Liðið leikur fína vörn og
leikskilningur þess er mikill. Það
stafar meðal annars af því að Hel-
ena [Sverrisdóttir] kemur með bolt-
ann í sóknina og hún er hávaxinn
og sér því völlinn betur en margir
smærri bakverðir sem koma með
boltann fram. Hún er yfirveguð og
finnur alltaf einhvern lausan sam-
herja og svo lendir hún sjaldan í
vandræðum með boltann þó svo
leikið sé undir pressu.
Hún er þó alls ekki ein í liðinu,
það er hægt að nefna margar góð-
ar, til dæmis Pálínu [Gunnlaugs-
dóttur], en þessar tvær eru í lands-
liðshópnum sem valinn var á
dögunum.
KR-stúlkur eru leikreyndari og
það hjálpar í svona leikjum. Mér
hefur líka fundist leikur liðsins
smella saman að undanförnu. Er-
lenda stúlkan virðist falla vel að leik
liðsins og það háir Haukum núna að
vera ekki með erlendan leikmann.
KR-ingar hafa einnig þær Hildi
[Sigurðardóttur] og Georgiu
[Kristiansen] sem er einn besti
varnarmaður landsins. Raunar er
Pálína í Haukum einnig mjög góður
varnarmaður og það verður frjóð-
legt að sjá hvorri tekst betur upp á
móti sínum manni í þessum leik. Ef
liðin leika maður á mann væri gam-
an að sjá Georgiu leika á móti Hel-
enu og Pálínu á móti Hildi.
Hins vegar eru KR-ingar veik-
astir fyrir á móti svæðisvörn þannig
að ég á von á að Haukar beiti slíkri
vörn talsvert,“ sagði Hlynur Skúli.
Meira býr í Keflavíkurliðinu
„Þarna mætast tvö efstu liðin í
deildinni og því verður vonandi um
spennandi og skemmtilegan leik að
ræða. Keflvíkingar eru að mínu
mati sterkara liðið á pappírnum, en
um það er auðvitað ekki spurt þeg-
ar leikurinn hefst. Mér hefur fund-
ist Keflavíkurliðið leika verr í vetur
en búast hefði mátt við af því, það
býr meira í Keflavíkurliðinu. Á
sama tíma hefur ÍS leikið nær sinni
getu. Liðin hafa mæst tvívegis í
deildinni og ÍS haft betur í báðum
leikjunum og ef liðið á góðan dag á
sunnudaginn getur allt gerst, en ég
held að Keflavík hafi betur,“ segir
Hlynur Skúli.
Hann segir Keflvíkinga vera með
breiðari hóp og trúlega besta vara-
mannabekkinn á landinu. „Ef Kefl-
víkingar spila jafnt á öllum hópn-
um, eins og þeir hafa gert mikið í
vetur, er aldrei að vita hvernig fer.
Ef það verður hins vegar frekar
leikið á þeim sem eiga góðan dag þá
vinna þær. Stúdínur eru hins vegar
með skemmtilegt og reynt lið. Bæði
lið munu væntanlega reyna bæði
maður á mann vörn og svæðisvörn
en það sem ég held að geti ráðið úr-
slitum er hvernig Erla Þorsteins-
dóttir spilar hjá Keflavík. Það hefur
mikið að segja fyrir liðið að hún nái
sér á strik undir körfunni. Stúdínur
eru reyndar eitt af fáum liðum í
deildinni sem hefur þokkalega hæð
þannig að þetta verður spennandi,“
segir Hlynur Skúli.
Hlynur Skúli Auðunsson á von á
spennandi undanúrslitaleikjum
Morgunblaðið/Þorkell
Bryndís Guðmundsdóttir, 15 ára Keflavíkurmær, á fullri ferð í
leik á móti KR. Keflavík mætir ÍS í bikarleik annað kvöld.
Hefur trú
á KR og
Keflavík
„ÞETTA verða bráðfjörugir leikir þar sem KR og Keflavík eiga að
fara með sigur ef mark er tekið á leikmannahópunum. Það getur
hins vegar allt gerst og hvorugur leikurinn er unninn fyrirfram,“
sagði Hlynur Skúli Auðunsson, þjálfari ÍR-stúlkna, um undan-
úrslitaleiki kvenna í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fara fram um
helgina. Þar mætast KR og Haukar í dag og Keflavík og ÍS á morgun.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar,
undanúrslit kvenna:
DHL-höll: KR - Haukar .......................17.30
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar,
undanúrslit karla:
Grindavík: UMFG - Keflavík....................16
Stykkishólmur: Snæfell - UMFN.............16
1. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur - Þór A. ......................15
Grindavík: ÍG - Fjölnir ..............................18
Sunnudagur:
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar,
undanúrslit kvenna:
Keflavík : Keflavík - ÍS .........................19.15
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll - KFÍ ..........19.15
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Áskorendakeppni Evrópu, konur:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Etar ...............16.30
1. deild kvenna:
Ásgarður: Stjarnan - Víkingur .................16
Kaplakriki: FH - Grótta/KR.....................16
KA-heimilið: KA/Þór - Valur ....................16
Sunnudagur:
Áskorendakeppni Evrópu, konur:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Etar ....................14
BLAK
Bikarkeppni kvenna, úrslitaleikur:
Grindavík: Þróttur R. - KA.......................14
GLÍMA
Íslandsmótið, Leppinmótaröðin, 2. umferð,
fer fram í Reynihlíð við Mývatn í dag, laug-
ardag, kl. 14.
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Norðurlandsmótið, Powerademótið:
Boginn: Hvöt - KA ................................12.15
Boginn: Völsungur - Leiftur/Dalvík....15.15
Sunnudagur:
Boginn: Tindastóll - KS ........................16.16
Boginn: KA - Þór...................................20.15
Reykjavíkurmót karla, A-riðill:
Egilshöll: KR - ÍR......................................19
Egilshöll: Valur - Leiknir ..........................21
SUND
Sundmót SH og KB banka fer fram í Sund-
höll Hafnarfjarðar. Úrslitasund verða í dag
kl. 16.50 og á morgun, sunnudag, kl. 15.45.
BORÐTENNIS
Stigamót í borðtennis fer fram í Íþrótta-
húsi TBR á morgun. Reiknað er með að úr-
slitaleikir í karla- og kvennaflokki hefjist
um kl. 15.
UM HELGINA
Staffan Johansson landsliðsþjálf-ari skipuleggur æfingabúðirnar
og með honum verða golfkennararn-
ir Hörður Arnarson, Derrick Moore,
Úlfar Jónsson og Ingi Rúnar Gísla-
son auk Gauta Grétarssonar sjúkra-
þjálfara sem sjá mun um þrek- og
styrkleikaþjálfun.
Þeir kylfingar sem teljast framtíð-
arkylfingar og fara í þessa æfinga-
ferð eru:
Alfreð Kristinsson GR, Arna Rún
Oddsdóttir GH, Axel Ásgeirsson
GR, Axel Bóasson GK, Ásta Birna
Magnúsdóttir GK, Björgvin Sigur-
bergsson GK, Birgir Leifur Haf-
þórsson GKG, Birgir Már Vigfússon
GR, Björn Guðmundsson GA, Björn
Þór Hilmarsson GR, Elfar Halldórs-
son GA, Guðni B. Ólafsson GKj, Guð-
jón Henning Hilmarsson GKG, Guð-
mundur Ingvi Einarsson GR,
Gunnar Þór Gunnarsson GKG,
Haukur Már Ólafsson GKG, Heiðar
Davíð Bragason GKj, Helena Árna-
dóttir GA, Helga Rut Svanbergs-
dóttir GKj, Kristín Rós Kristjáns-
dóttir GR, Kristján Þór Einarsson
GKj, Kristján V. Þórarinsson GK,
Magnús Lárusson GKj, María Ósk
Jónsdóttir GA, Nína Björk Geirs-
dóttir GKj, Ólafur Björn Loftsson
NK, Ólafur Már Sigurðsson GK,
Ólöf María Jónsdóttir GK, Pétur
Óskar Sigurðsson GR, Pétur F. Pét-
ursson GR, Rúnar Óli Einarsson GS,
Sigmundur Einar Másson GKG, Sig-
urbergur Sveinsson GK, Sigurður
Jónsson GS, Sigurður P. Oddsson
GR, Snorri Páll Ólafsson GR, Stefán
Orri Ólafsson GL, Stefán Már Stef-
ánsson GR, Sunna Sævarsdóttir GA,
Tinna Jóhannsdóttir GK, Tómas Sal-
mon GR, Vera Einarsdóttir Vajö
Svíþjóð, Þórður Gissurarson GR og
Örn Ævar Hjartarson GS.
Kylfingar
til æfinga
í Flórída
FRAMTÍÐARKYLFINGAR Íslands, alls 44 að tölu, halda á mánudag-
inn til Flórída í Bandaríkjunum þar sem þeir munu dvelja við æfing-
ar í tíu daga. Ferðin er farin í samvinnu við Icelandair og dvalið
verður á Orange County National þar sem eru tveir 18 holu golf-
vellir auk 9 holu æfingavallar og gott æfingasvæði.
Morgunblaðið/Arnaldur
Björgvin Sigurbergsson
ANDRI Steinn Birgisson, knatt-
spyrnumaður úr Fylki, er genginn
til liðs við Fram og hefur samið til
þriggja ára við Safamýrarliðið.
Andri Steinn er tvítugur og lék
með Fjölni þar til í fyrra, þegar
hann fór til Fylkis, en þaðan var
hann lánaður um sumarið til Aftur-
eldingar og spilaði með Mosfell-
ingum í 1. deildinni.
ÓMAR Jóhannsson, markvörður
Keflvíkinga og 21-árs landsliðsins
undanfarin tvö ár, hefur gengið frá
félagaskiptum yfir í sænska 2.
deildar liðið Bunkeflo frá Malmö,
en hann hafði áður samið við félag-
ið. Ómar var í nokkur ár í röðum
Malmö FF og var þá lánaður eitt
tímabil til Bunkeflo, svo hann kann-
ast við sig þar.
THEODÓR Elmar Bjarnason,
fyrirliði drengjalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur gengið frá félagskipt-
um yfir í KR en hann hefur dvalið í
Noregi í nokkur ár og spilað með
unglingaliðum Molde.
SARA Jónsdóttir og Ragna Ing-
ólfsdóttir féllu úr leik í 1. umferð í
einliðaleik á alþjóðlega sænska
meistaramótinu í badminton í
Stokkhólmi í gær. Sara tapaði fyrir
Önnu Rice frá Kanada 11:6 og 11:2
og Ragna fyrir Elisabeth Cann frá
Englandi 11:6 og 11:0.
WEST Ham fékk í gær sænska
markvörðinn Rami Shaaban lánað-
ann frá Arsenal í einn mánuð.
Hann verður varamarkvörður í leik
liðsins gegn Sheffield United í dag,
þar sem Stephen Bywater verður í
markinu.
FÓLK