Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 62
ÍÞRÓTTIR
62 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DANSKA dagblaðið Jyllandsposten gerði ekki mik-
ið úr ósigri Dana gegn Íslendingum í handbolta-
landsleiknum í Farum í fyrrakvöld. Í grein um leik-
inn er sagt að þetta hafi verið æfingaleikur sem
ekki skipti miklu máli. Danir hafi oft verið frægir
fyrir að vinna æfingaleikina en tapa mikilvægu
leikjunum, og það hefði því verið nánast léttir að
horfa á þá tapa fyrir Íslendingum. Ekkert hafi ver-
ið í húfi, Farum-höllin hafi aðeins verið setin að
hálfu og það hafi sagt sitt um þýðingu leiksins að
engin sjónvarpsstöð skyldi sýna beint frá honum.
Sigfús Sigurðsson er þó til umfjöllunar hjá Jyl-
landsposten eins og öðrum dönskum blöðum. „Þeg-
ar níu mínútur voru liðnar rakst litla skyttan
(Klavs Bruun Jörgensen) á risann Sigfús Sigurðs-
son. Það var álíka og ef árabátur rækist á Óslóar-
ferjuna,“ sagði meðal annars í grein blaðsins.
Eins og árabátur
rækist á
Óslóar-ferjuna „ÞETTA var verra en ég átti von á, viðsýndum bara 50 prósent af okkar getu.
Ég var að vonast eftir að fá fram 70–80
prósent gegn Íslendingum. En það var
ekki bara þreyta í liðinu, það vantaði
líka einbeitingu og ákveðni,“ sagði Tor-
ben Winther, danski landsliðsþjálfarinn.
„Fyrri hálfleikurinn var ágætur en ég
verð líklega að taka á mig sökina varð-
andi síðari hálfleikinn. Ég tók þá
ákvörðun að leggja áherslu á að ná upp
okkar rétta spili, í stað þess að halda
áfram á þeirri braut sem við vorum
komnir á seinni hluta fyrri hálfleiks. En
við megum ekki missa móðinn eftir
svona leik, það er þó þrátt fyrir allt ekki
fyrr en í næstu viku sem við eigum að
vera tilbúnir í slaginn,“ sagði Winther
við danska fjölmiðla.
„Verra en ég
átti von á“
BENGT Johansson, þjálfari Svía, var ekki ánægður
með Guðmund Þórð Guðmundsson, kollega sinn hjá
íslenska liðinu, eftir leikinn. „Ég er vonsvikinn yfir
því að hann skyldi ekki koma og þakka mér fyrir leik-
inn. Stundum vinnast leikir og stundum tapast þeir
og menn verða að geta tekið því,“ sagði þessi sig-
ursæli þjálfari við Morgunblaðið.
Íslenska liðið er mjög gott
„Þetta var hörkuleikur þar sem bæði liðin vildu
vinna, og hann var kannski einum of harður. Svona
vill þetta þó þróast þegar baráttan er mikil þó að um
æfingaleik sé að ræða. Íslenska liðið er mjög gott um
þessar mundir og nýi leikmaðurinn [Garcia] átti
virkilega gott kvöld. Það skipti miklu máli fyrir okk-
ur að halda Ólafi Stefánssyni niðri, hann er besti leik-
maður Íslands, og Sigfús Sigurðsson er líka alltaf erf-
iður viðureignar, stór og sterkur,“ sagði Bengt
Johansson.
Bengt óhress
með Guðmund
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Svíþjóð – Ísland
Baltiska Hallen í Malmö, Svíþjóð, alþjóðlegt
mót LK-bikarinn, föstudaginn 16. jan. 2004.
Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 4:3, 7:3, 7:5, 9:5,
10:9, 11:10, 12:11, 14:11, 14:14, 16:15, 17:18,
18:19, 20:20, 20:22, 21:23, 24:23, 24:26, 27:26,
27:27, 29:27, 29:28.
Mörk Svíþjóðar: Kim Andersson 7, Martin
Boquist 6/3, Jonas Källman 3, Robert Arrhe-
nius 3, Jonas Ernelind 3, Magnus Wislander
3, Staffan Olsson 2, Stefan Lövgren 2.
Varin skot: Tomas Svensson 12/2 (þar af 4
aftur til mótherja), Peter Gentzel 6 (þar af 2
aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9/3, Jal-
iesky Garcia 6, Sigfús Sigurðsson 4, Guðjón
Valur Sigurðsson 3, Einar Örn Jónsson 2,
Patrekur Jóhannesson 2, Róbert Sighvats-
son 1, Rúnar Sigtryggsson 1.
Einnig léku: Snorri Steinn Guðjónsson og
Ragnar Óskarsson. Gylfi Gylfason, Ásgeir
Örn Hallgrímsson, Gunnar Berg Viktorsson
og Róbert Gunnarsson komu aldrei inn á.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5,
Reynir Þór Reynisson 6 (þar af 1 aftur til
mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Jan Boye og Bjarne Munk Jensen
frá Danmörku. Svíar nutu nokkurra
vafaatriða sem vógu þungt.
Áhorfendur: 3.912.
Danmörk – Egyptaland .........................27:16
Mörk Dana: Boris Schnuchel 7, Claus Møll-
er Jakobsen 3, Christian Hjermind 3, Lars
Krogh Jeppesen 3, Morten Bjerre 2, Kasper
Nielsen 2, Jesper Jensen 2, Michael Knud-
sen 2, Søren Stryger 2, Torsten Laen 1.
Staðan í hálfleik var 12:8, Dönum í vil.
Mót í Ungverjalandi
Ungverjaland – Úkraína........................32:25
Mörk Ungverja: Mohacsi 7/6, Kertesz 5, Me-
zei 4, Pasztor 4, Mocsai 3, Nagy 3, Ivancsik
2, Diaz 2, Gal 1, Ilyes 1.
Ungverjar eru í sama riðli og Ísland á EM.
Undankeppni HM karla
1. riðill:
Búlgaría – Litháen...................................17:35
4. riðill:
Færeyjar – Rúmenía ...............................19:41
6. riðill:
Belgía – Makedónía .................................21:29
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla, B-riðíll:
Fylkir – Fjölnir.............................................4:0
Víkingur – Fram ..........................................3:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þór Þ. – Breiðablik Frestað
Stefnt er að því að leikurinn fari fram klukk-
an 16 á sunnudaginn.
1. deild karla:
Skallagrímur – Selfoss ............................86:81
Staðan:
Skallagrímur 12 11 1 1111:949 22
Fjölnir 11 9 2 1002:814 18
Valur 11 9 2 953:898 18
Ármann/Þróttur 12 7 5 996:915 14
Stjarnan 12 6 6 990:947 12
ÍS 12 5 7 948:1019 10
Þór A. 11 4 7 919:978 8
ÍG 11 3 8 883:997 6
Selfoss 12 2 10 964:1100 4
Höttur 10 1 9 706:855 2
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla
Björninn – SR...............................................6:6
SIGFÚS Sigurðsson skoraði sitt
200. mark með landsliðinu í hand-
knattleik gegn Svíum í Malmö í gær-
kvöldi. Sigfús hefur skorað 202 mörk
með landsliðinu frá því að hann skor-
aði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta
landsleik – gegn Ástralíu í Kuma-
moto í Japan 9. apríl 1996, 29:19.
DAGUR Sigurðsson var enn
geymdur utan leikmannahópsins í
gærkvöld þegar leikið var við Svía í
Malmö. Það þótti ekki rétt að etja
honum í þau átök en mögulegt er að
hann komi eitthvað við sögu gegn
Egyptum í dag. Björgvin Páll Gúst-
avsson var líka meðal áhorfenda í
Malmö.
SNORRI Steinn Guðjónsson fór af
velli um miðjan fyrri hálfleik þegar
meiðsli í nára gerðu vart við sig en
Snorri hefur glímt nokkuð við þau að
undanförnu. „Eftir að Elli (Elís Þór
Rafnsson sjúkraþjálfari) hafði teygt
vel á mér var ég aftur tilbúinn í slag-
inn í seinni hálfleik og ég óttast þessi
meiðsli ekkert,“ sagði Snorri Steinn.
SIGFÚS Sigurðsson fann ekkert
fyrir bakmeiðslunum eftir leikinn –
spilaði megnið af leiknum af fullum
krafti í sókn og vörn.
ÓLAFUR Stefánsson nýtur
greinilega mikillar virðingar í Sví-
þjóð eins og annars staðar. Þegar
landslið Íslands og Svíþjóðar voru
kynnt með glæsibrag fyrir leikinn í
Malmö í gærkvöld kynnti Íslands-
vinurinn Krister Bromann, sem var
þulur leiksins, Ólaf betur en aðra og
áhorfendur í Baltiska Hallen klöpp-
uðu duglega fyrir honum.
BROMANN lét líka áhorfendur
klappa fyrir Ólafi í leiknum sjálfum
þegar hann hafði sýnt sérstaklega
góð tilþrif, og undir það var tekið í
troðfullri höllinni, þar sem áhorfend-
ur voru tæplega fjögur þúsund.
JONAS Källman, félagi Ólafs hjá
Ciudad Real, lék í vinstra horninu
hjá Svíum, og fékk það hlutverk að
taka Ólaf úr umferð þegar Íslend-
ingar voru manni færri. Källman er
22 ára og tveggja metra hár.
:
;<=:
3>;??@;?
3:
A A
4
/
.#
.
*
-
$
#
)
#
)
.
+
#
4
/
,*
,*
/
%(
+-
(/
*B
+-
*!
"@
"@
,,
,/
6
+-
%(
(/
#)
+B
*B
%ACD&> 4
;
;
! 5! +!$ .-
FÓLK
Ég er ekki vanur að kvarta yfirdómgæslu en þeir skoruðu
mjög vafasöm mörk, eins og það
síðasta í fyrri hálf-
leik þegar leikmað-
urinn var lentur
fyrir innan Guð-
mund í markinu
þegar hann skoraði. Svona atvik
vega þungt þegar leikur tapast
með einu marki. En þó að við vær-
um þremur mörkum undir í hálf-
leik vorum við þá sterkari aðilinn.
Við sköpuðum okkur fullt af dauða-
færum en fórum afar illa með þau
framan af. Sóknarleikurinn gekk
vel upp allan tímann, virkilega vel
smurður og hraðaupphlaupin flott,
og mér finnst við vera á réttri leið.
Vörnin var reyndar ekki alveg
nógu góð en kom vel upp á köfl-
um.“
Var þetta ekki að sumu leyti
betri leikur en gegn Dönum? „Dan-
ir eru alls ekki mikið slakari en
Svíar en munurinn á leikjunum var
sá að gegn Dönum spiluðum við
svakalega vörn í 25 mínútur í
seinni hálfleiknum, og unnum á því.
Þessi leikur var miklu jafnari af
okkar hálfu og sárt að tapa honum
eins og þetta þróaðist. En við
leggjumst ekki í neitt volæði yfir
því, undirbúningurinn er mjög fínn
og getur í raun vart verið betri.
Þetta er frábær ferð, við höfum
verið í friði í viku, dvalið í róleg-
heitum á hóteli, æft og spilað gegn
mótherjum í hæsta gæðaflokki. Það
eru einmitt svona leikir sem bíða
okkar í Slóveníu, þar byrjum við á
að mæta mjög góðu liði Slóvena
fyrir fullu húsi, þar sem verða
miklu meiri læti en voru hér í
Malmö í kvöld. Við bíðum spenntir
eftir því, en fyrst eru það Egypt-
arnir á morgun,“ sagði Guðjón Val-
ur.
Féll ekki okkar megin
Með sigri gegn Egyptum stend-
ur íslenska liðið uppi sem sigurveg-
ari á mótinu, ef Danir vinna Svía
með eins til átta marka mun. Sví-
um nægir jafntefli til að vinna mót-
ið.
„Það var svo sannarlega tæki-
færi fyrir hendi til að vinna Svíana
í kvöld, og svekkjandi að tapa fyrir
þeim einu sinni enn. Við vorum
með undirtökin og með leikinn í
höndunum um tíma og það var ekki
gott að missa það frá sér. En í
kvöld réð úrslitum hvort boltinn fór
í stöngina inn eða stöngina út á
réttum augnablikum, og það féll
ekki okkar megin,“ sagði Patrekur
Jóhannesson, sem spilaði meira en
í undanförnum leikjum. Hann leysti
Snorra Stein af sem leikstjórnandi
talsverðan hluta leiksins.
„Ég var ánægður með minn hlut
í gær og aftur í dag og held að ég
sé að ná mér á strik á ný. Þetta er
mjög gott fyrir sjálfstraustið. Ég
geri mér grein fyrir því að ég kom
ekki vel út úr leikjunum við Sviss
og hefði viljað fá aðeins meira
traust en svona er þetta. Maður
verður að vinna sér það inn á ný og
ég ætla að berjast af krafti fyrir
sæti í liðinu.
En það sem skiptir höfuðmáli er
að liðið virkar vel þrátt fyrir þenn-
an ósigur. Við gerðum margt gott,
þetta var æfingaleikur og góður
undirbúningur fyrir Evrópukeppn-
ina. Liðið er í góðu líkamlegu
standi, andinn er frábær eins og
alltaf og allir stefna í sömu átt. Það
er aðalatriðið og ég er því bjart-
sýnn á framhaldið,“ sagði Patrekur
Jóhannesson.
Thommy Nyhln / SCANPIX
Svínn Kim Anderson hefur brotist framhjá Guðjóni Val Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni
og freistar þess að skora framhjá Reyni Þór Reynissyni í leiknum í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi.
Svíar eru ekkert
betri en Danir
„OKKUR tókst því miður ekki að vinna Svíana að þessu sinni þó að
við værum betri en þeir allan leikinn, á þeirra heimavelli fyrir fullu
húsi áhorfenda. Við höfum enga ástæðu til að bera virðingu fyrir
þessu sænska liði þó að það sé búið að vera mjög sigursælt, og get-
um vel unnið það. Þetta er aðeins spurning um að ná því einu sinni,
og þá er þetta komið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður
íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir ósigurinn nauma gegn
sænsku Evrópumeisturunum í Malmö í gærkvöld.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Malmö
KEPPNI í úrvalsdeild karla í hand-
knattleik hefst 6. febrúar, fimm
dögum eftir að Evrópukeppni
landsliða lýkur í Slóveníu. Þar leika
þau átta félög sem urðu í fjórum
efstu sætum hvors riðils í forkeppn-
inni fyrir áramótin.
Föstudagskvöldið 6. febrúar
verða fjórir leikir í deildinni.
Stjarnan – KA, Fram – ÍR, Haukar
– HK og Valur – Grótta/KR. Önnur
umferðin verður leikin strax á
sunnudeginum, 8. febrúar, en þá
mætast KA – Fram, HK – Stjarnan,
Grótta/KR – ÍR og Valur – Haukar.
Leikin er tvöföld umferð í deild-
inni en henni lýkur hinn 4. apríl og
þá tekur við úrslitakeppnin um Ís-
landsmeistaratitilinn. Í loka-
umferðinni mætast Stjarnan – ÍR,
Haukar – KA, Grótta/KR – Fram
og Valur – HK.
Hin sjö félögin leika í 1. deild og
þar hefst keppnin 5. febrúar og lýk-
ur 4. apríl.
Úrvalsdeild-
in hefst
6. febrúar