Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 65 STÓRDANSLEIKUR Harmonikufélags Reykjavíkur „Komdu í kvöld.........“ Dúndrandi harmonikuball í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík laugardagskvöldið 17. jan. frá kl. 22. Fyrir dansi leika 5 hljómsveitir: Suðurnesjamenn, Stormurinn og hljómsveitir Corina Cubid, Hildar Friðriksdóttur og Ulrics Falkner. Fjölbreytt dansmúsik við allra hæfi. Góður vettvangur fyrir dansáhugafólk. Aðgangseyrir kr. 1.200. ÚRSLITAVIÐUREIGNIN íIdol-Stjörnuleit fór framí Vetrargarðinum íSmáralind í gærkvöld frammi fyrir fullu húsi með rífandi stemmningu. Idol-samkvæmi voru haldin um allt land, þau stærstu á heimavígstöðvum keppendanna. Aðdáendur sjómannsins Kalla Bjarna skemmtu sér og studdu sinn mann í félagsheimilinu Festi í Grind- vík, Norðlendingar hvöttu Önnu Katrínu í Sjallanum á Akureyri og aðdáendur Jóns Sigurðssonar komu saman á NASA á Austurvelli. Það var sama hvar ljósmyndari Morg- unblaðsins bar niður, alls staðar var rífandi stemmning og tilfinningahit- inn ætlaði allt um koll að keyra. Það fór ekki fram hjá neinum sem kom inn á NASA við Austurvöll í gærkvöld með hverjum fólkið þar hélt. „Jón, þú ert stjarna“ og „Jón, við fílum þig“ stóð m.a. á vegg- spjöldum sem aðdáendur héldu á lofti. Jón söng lagið „Words“ eftir BeeGees-bræður og þótti standa sig með mikilli prýði. Varla sála á ferli á Akureyri Varla var sála á ferli á Akureyri meðan á keppninni stóð. Bæjarbúar virtust annaðhvort límdir við sjón- varpið eða staddir í Sjallanum þar sem aðdáendur Önnu Katrínar komu saman. Var greinilegt að Anna Katrín, sem og söng lagið „Imagine“ eftir John Lennon, átti hug og hjörtu norðanmanna. Var stemmningin gríðarleg og þótti hún hafa staðið sig vel þrátt fyrir um- ræðu um erfiðleika í röddinni und- anfarna daga. Vakti þó athygli ein- hverra að Kalli Bjarni átti aðdáendur á tveimur borðum í hús- inu. Úlfar í sauðargæru myndu kannski sumir segja en ungu menn- irnir sögðust taka hæfileikana fram yfir landshlutann. Vissu ekki að svo margir Grind- víkingar væru til Það var brjáluð stemmning í fé- lagsheimilinu Festi í Grindavík þar sem Grindvíkingurinn Kalli Bjarna var hvattur áfram. Höfðu menn orð á því að þeir vissu ekki að það væru til svo margir Grindvíkingar, en keppnin var sýnd á tveimur tjöldum í húsinu. Mikið var um fjöl- skyldufólk og var greinilegt að jafnt ungir sem aldnir studdu Kalla Bjarna sem söng lagið „Mustang Sally“. Hörðustu stuðningsmennirnir, sjálfur bæjarstjórinn Ólafur Örn Ólafsson þar með talinn, klæddu sig í sjógalla til að styðja sinn mann. Ætlunin var að Kalli Bjarni kæmi í partíið þar sem átti að veita honum peningaverðlaun frá Grindavík- urbæ, en í gærkvöld var óljóst hvort Grindvíkingurinn kæmist heim þar sem veður var mjög vont á suðvest- urhorninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það var hörkustemmning í Vetrargarðinum í Smáralind þar sem keppnin fór fram í gærkvöld. Uppselt var á keppnina fyrir löngu og fengu færri miða en vildu Rífandi stemmning á Stjörnuleit Morgunblaðið/Garðar Gríðarleg stemmning var í félagsheimilinu Festi í Grindavík þar sem hörðustu stuðnings- mennirnir klæddust sjógöllum. Að lokinni var slegið uppi balli í Festi. Morgunblaðið/Kristján Akureyringar fjölmenntu í Sjallann á Akureyri í gærkvöld til að fylgjast með úrslitakvöldinu í Idol stjörnuleit og eins vænta mátti var það Anna Katrín Guðbrandsdóttir sem átti stuðning þeirra. Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Árný, María Ósk og Íris Anna horfðu á Idol-Stjörnuleit á NASA og voru ekki í neinum vafa um hvern þær studdu. Fjölmargir voru mætti á NASA til þess að styðja Jón Sigurðson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.