Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Netsalan ehf. • Alltaf með nýjungar!
Opið í dag frá kl. 11-16 • Sími 517 0220
Frá Weinsberg (Knaus Tabbert Group Gmbh)
Fyrir þá sem ferðast vilja um hálendið
Sýningarbíll á staðnum
Loksins!
COSMOS
4x4 húsbíll 2,8 l
„ÉG HELD að sé óhætt að segja að
það sé lítill stuðningur innan stjórn-
ar Landeigendafélagsins við það að
fara að byggja hér 12 metra stíflu.
Þetta er viðkvæmasta mál sem kom-
ið hefur upp í þessu héraði. Það stóð í
langan tíma og var öllum sem að því
komu ákaflega erfitt. Menn eru því
ekki spenntir fyrir því að fara að
rifja upp þessa deilu,“ segir Atli Vig-
fússon, formaður Landeigendafélags
Laxár og Mývatns, um frumvarp
umhverfisráðherra um að heimila
Umhverfisstofnun að hækka núver-
andi stíflu við Laxárvirkjun.
Umhverfisráðherra segir að með
frumvarpinu sé ekki verið að taka
ákvörðun um hækkun stíflunnar.
Það sé hins vegar verið að gera það
mögulegt ef samkomulag næst milli
Landeigendafélagsins og Lands-
virkjunar um málið og Umhverfis-
stofnun telji umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar viðunandi.
Atli sagði að innan Landeigend-
afélagsins væru mismunandi skoð-
anir á málinu. „Ef það yrði gerð
þarna 12 metra stífla leiddi það til
þess að ákveðið svæði í Laxárdal
skemmdist. Þarna eru mjög merki-
legar hraunmyndanir sem færu á
kaf. Það er alvarlegt mál að taka
ákvörðun um að skemma þetta
svæði.
Okkur er hins vegar ljóst að það
eru erfiðleikar við inntaksop Laxár-
virkjunar, bæði með krap og grjót.
Menn hafa fengið grjót inn á vélarn-
ar sem hefur leitt til skemmda á
þeim. Landeigendur eru tilbúnir til
viðræðna um hvernig er hægt að
leysa þessi vandamál svo að það
verði hægt að starfrækja vikjunina
áfram. Það liggur fyrir að ef ekkert
verður gert verður Laxárvirkjun
lögð niður. Við teljum hins vegar að
það megi með miklu minni aðgerð
laga þessi vandamál.“
Viljum vinna málið í sátt
Hugmyndir um byggingu 12
metra stíflu byggist á því að sandi,
sem berst með ánni, verði safnað fyr-
ir í lóni. Atli sagði að því hefði ekki
verið svarað hvað yrði gert þegar
lónið hefði fyllst af sandi. Atli sagði
að hafa yrði í huga að þetta svæði
væri alþjóðlegt verndarsvæði sam-
kvæmt Ramsarsáttmálanum. Auk
þess sköpuðu lögin um vernd Laxár
og Mývatns svæðinu vissa stöðu.
„Það kann hins vegar að vera að
menn verði sættast á einhverja lausn
til að tryggja að virkjunin verði rekin
áfram. Ef til þess kæmi að Laxár-
virkjun yrði lögð niður myndi það
hafa neikvæðar afleiðingar. Virkjun
skapar Aðaldælahreppi miklar
tekjur og virkjunin hefur tryggt
ákveðið orkuöryggi fyrir héraðið. Ég
legg því áherslu á að menn reyni að
vinna þetta í sátt.“ Atli sagði að
formlegar viðræður milli Lands-
virkjunar og Landeigendafélagsins
væru ekki hafnar. Þær áttu að hefj-
ast í þessari viku en hafa tafist vegna
veðurs og ófærðar. Atli sagði að
fundur yrði haldinn í félaginu fljót-
lega og þar yrði frumvarp ráðherra
rætt. Félagið væri umsagnaraðili og
myndi senda greinargerð um málið
til umhverfisnefndar Alþingis.
Stjórn Landeigendafélagsins sam-
þykkti ályktun í síðasta mánuði þar
sem segir að unnt sé að leysa vanda-
mál sem nú eru við starfrækslu Lax-
árvirkjunar án hækkunar á yfirborði
árinnar. Stjórnin telur ekki tilefni til
að víkja í neinu frá ákvæðum laga frá
árinu 1974 í því skyni að heimila
hækkun stíflunnar í Laxá „og telur
að með því væri vegið að forsendum
þess samkomulags um starfrækslu
Laxárvirkjunar sem gert var 1973.“
Formaður Landeigendafélags Laxár og Mývatns um tólf metra háa stíflu
Merkilegar hraunmyndan-
ir myndu fara á kaf í lónið
Félagið tilbúið í viðræður við Lands-
virkjun um að leysa vandamál við
inntaksop Laxárvirkjunar
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Ís-
lands gagnrýna framkomið frum-
varp umhverfisráðherra um breyt-
ingar á lögum um verndun Laxár
og Mývatns. Í fréttatilkynningu frá
samtökunum segir að með frum-
varpinu rjúfi ráðherra „þau grið
sem gerð voru með samningi árið
1973 um verndun Laxár og Mý-
vatns og löghelgaður var 1974“.
Náttúruverndarsamtökin benda
á að um sé að ræða einhverja feg-
urstu á landsins og eina bestu sil-
ungsveiðiá heims. „Fyrirhugað lón
Landsvirkjunar myndi eyðileggja
fordyrið að þessum fallega dal og
veiðiá. Það er því óábyrgt af um-
hverfisráðherra að opna fyrir
hækkun stíflu í Laxá án þess að
kannaðir hafi verið til hlítar mögu-
leikar til hagræðingar í rekstri
Laxárvirkjunar án stífluhækkunar.
Slíkir möguleikar eru fyrir hendi.
Laxárvirkjun er hrein rennsl-
isvirkjun sem nýtir vatnið beint úr
farvegi sínum og safnar því engum
framtíðarvandamálum öfugt við
það sem virkjanir með miðlunarlón
eða setlón gera. Verði hins vegar
gert setlón í Laxá þarf að tæma það
reglulega og miðað við þau áform
sem Landsvirkjun hefur kynnt yrði
um verulega sandflutninga og til-
heyrandi vegagerð að ræða.“
Samtökin minna á að Laxár- og
Mývatnssvæðið er verndað sam-
kvæmt Ramsarsamningnum um
verndun votlendis. Ekki hafi verið
gerð verndaráætlun fyrir svæðið í
samræmi við ákvæði hans og því
óskiljanlegt að umhverfisráðherra
taki hækkun Laxárstíflu í mál.
Saka ráð-
herra um
griðrof
FULL þörf er á sérþjálfaðri og vel
tækjum búinni sveit innan lögregl-
unnar til að taka á brotum gegn
börnum á Netinu, svo sem barna-
klámi, tælingu á börnum o.fl., en
brotum af því tagi fer sífellt fjölg-
andi.
Þetta er mat Kristjáns Inga
Kristjánssonar, rannsóknarlög-
reglumanns hjá ofbeldisbrotadeild
Lögreglunnar í Reykjavík, en hann
hefur rannsakað mörg mál af þessu
tagi. Kristján ræddi málefni barna
á Netinu á ráðstefnu um rétt barna
til öryggis á Netinu í Borgarleik-
húsinu í gær.
„Þetta er vaxandi brotaflokkur,
barnaklám og brot gegn börnum
tengd því. Það þarf verulega kunn-
áttu til að takast á við svona mál og
þeir menn sem það gera þurfa að
fá mikla þjálfun og búa yfir sér-
þekkingu. Nú tek ég það fram að
það er til talsverð sérþekking á
þessu sviði, en almennt séð, víðast
hvar um heiminn er verið að koma
upp deildum af þessu tagi,“ segir
Kristján í samtali við Morg-
unblaðið.
Í dag eru deildir hjá Ríkislög-
reglustjóra og Lögreglunni í
Reykjavík sem sjá um þessi mál, en
Kristján telur að ekki sé nægilegur
fjöldi lögreglumanna sem sinni
þessum verkefnum.
Áhyggjur af íslenskum vefjum
Í erindi sínu á ráðstefnunni um
öryggi barna á Netinu sagði Krist-
ján það aðeins tímaspursmál hve-
nær börn hér á landi lendi í vændi í
tengslum við hérlenda vefi, eins og
þekkt sé í tengslum við slíkar vefi
erlendis. Eins segist hann vita til
þess að áhugi sé hjá aðilum hér á
landi á því að finna stúlkur sem séu
tilbúnar að bera sig fyrir framan
vefmyndavélar á íslenskum vefjum.
Þörf á sérhæfðri deild lögreglu
UM 60 ábendingar um barnaklám á
Netinu berast til samtakanna Barna-
heill í hverjum mánuði, og við skoðun
reynist vera um barnaklám að ræða í
um þriðjungi tilvika, segir Kristín
Jónasdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla.
Barnaheill eru hluti af alþjóðleg-
um samtökum sem berjast gegn
barnaklámi, og er þessi barátta
hugsuð sem aðstoð við lögregluyfir-
völd og um leið þrýstingur á þau að
gera vel í þessum málum. Kristín
flutti erindi um stöðu mála á ráð-
stefnu um rétt barna til öryggis á
netinu í Borgarleikhúsinu í gær.
Árlega berast samtökunum um
720 ábendingar frá almenningi með
tölvupósti. Starfsmenn samtakanna
skoða allar ábendingar og athuga
hvort í raun sé um barnaklám að
reynast. Í um 240 tilvikum á ári, eða
þriðjungi tilvika, er um barnaklám
að ræða.
Íslenskar síður á gráu svæði
„Það sem við gerum er að taka á
móti ábendingum og skoða þær. Það
sem við teljum að sé barnaklám,
samkvæmt okkar skilgreiningu,
rekjum við, hvar það virðist vera
vistað. Ég segi virðist því það er ekki
100% öruggt. Mikið af þessu er vist-
að í Bandaríkjunum, og þá sendum
við slóðina, aldrei myndirnar, til
Cybertipline, sem er okkar sam-
starfsaðili í Bandaríkjunum,“ segir
Kristín. Þeir koma svo málunum til
þarlendra yfirvalda.
Kristín segir að ekki hafi komið
upp tilvik þar sem klárlega er um að
ræða barnaklám á íslenskri vefsíðu.
Hún segir þó að upp hafi komið tilvik
þar sem íslenskar vefsíður eru á
gráu svæði hvað þetta varðar.
Kristín segir að fjöldi barnakláms-
mála sem koma upp hér á landi
standi nokkurnveginn í stað, en segir
að áhyggjuefni sé að barnakláms-
málum fari fjölgandi í Bandaríkjun-
um. „Hver ástæðan er að baki því
veit kannski enginn alveg, hvort það
er aukin meðvitund eða hvort það er
raunveruleg aukning á framleiðslu.“
Kristín segir að fólk hafi tvo
möguleika til að láta vita ef það verð-
ur vart við barnaklám á Netinu. Fólk
getur sent upplýsingar um málið á
netfang Barnaheilla, abending-
@barnaheill.is, og á tolvubrot-
@rls.is.
Fjallað um rétt barna til öryggis á Netinu á fjölmennri ráðstefnu í Borgarleikhúsinu í gær
Fá tvær ábend-
ingar um barna-
klám á dag
Morgunblaðið/Jim Smart
Börn sögðu frá því hvað þau skoða á Netinu og lýstu skoðunum sínum á málefnum tengdum Netinu á ráðstefnunni.
TENGLAR
.....................................................
www.barnaheill.is