Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„AUÐVITAÐ kvíða hjúkrunarfræðingar því
að með auknum sparnaði aukist vinnuálagið
sem er nógu mikið fyrir,“ segir Fríða Björg
Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og trún-
aðarmaður á slysa- og bráðadeild LSH í
Fossvogi. „Það er ætlast til að við hlaupum
hraðar og sinnum fleiri sjúklingum. Rann-
sóknir hafa sýnt að það er við öryggismörk
að hjúkrunarfræðingur sinni fjórum sjúk-
lingum sem eru mjög veikir, eins og nýlega
komnir úr aðgerð. Um leið og hjúkr-
unarfræðingur er búinn að bæta við sig
fimmta sjúklingnum aukast líkurnar á mis-
tökum og að sjúklingur deyi um 7%. Ef bætt
ervið einum í viðbót eru líkurnar 14% og
þannig heldur þetta áfram. Hjúkrunarfræð-
ingar hérna á spítalanum eru kannski eina
næturvakt með 20–30 sjúklinga. Þetta skap-
ar mikla hættu fyrir sjúklingana,“ segir
Dagbjört H. Kristinsdóttir, aðaltrún-
aðarmaður hjúkrunarfræðinga hjá LSH.
Þær segja að rætt sé um að sjúklingar
eigi að dvelja skemur á bráðamóttökunni, í
staðinn eigi að flytja þá fyrr á aðrar deildir.
„En deildirnar eru þegar sprungnar. Það
eru sjúklingar á göngunum, gangar eru ekki
gerðir til að sjúklingar liggi á þeim. Þá
verður að útskrifa sjúklingana fyrr heim,
þeir eru sendir veikir heim og koma svo
strax inn á spítalann aftur því að þeir eru
ekki nógu hraustir til að vera heima,“ segir
Dagbjört.
Kjósendum gefið langt nef
Aðspurðar segja þær að þeim finnist
stjórnvöld vanta skilning á því starfi sem fer
fram innan sjúkrahúsanna. „Mér finnst rík-
isstjórnin vera að gefa kjósendum langt nef
með þessu. Kjósendur eru sjúklingarnir
okkar,“ segir Dagbjört. „Fólk hættir bara
ekki að verða veikt, það er málið. Ég veit
ekki alveg hvað yfirvöld hafa haldið, að við
séum að rölta um gangana og gera ekki
neitt. Allt þetta fólk á spítölunum er að
vinna vegna þess að sjúklingarnir þurfa á
því að halda. Þegar maður sér að rík-
isstjórnin eyðir formúu í sendiráð spyr mað-
ur sig af hverju við skírum spítalann ekki
bara upp á nýtt: „Sendiráð sjúklinga“. Mér
finnst svo blóðugt hvað peningar mega
endalaust fara í einhverja pappíra en ekki í
fólkið, því það er fólkið í landinu sem skiptir
máli,“ segir Dagbjört.
Aðspurðar hvernig andinn sé meðal
starfsfólksins nú á þessum samdrátt-
artímum segir Fríða að fólk sé orðið mjög
þreytt á þessu óöryggi. „Þú veist ekki hverj-
ar breytingarnar verða og hvernig þær
koma til með að hafa áhrif á þig, hvort þú
verður einn af þeim sem missa vinnuna eða
verður fyrir einhverri skerðingu. Þessi
óvissa sem liggur í loftinu núna er mjög erf-
ið fyrir starfsfólk,“ segir hún og bætir við að
einhverjir séu eflaust farnir að hugsa sér til
hreyfings. Þannig hafi hjúkrunarfræðingar
haft það í flimtingum þegar Flugleiðir aug-
lýstu eftir flugfreyjum að kannski væri
tímabært að skipta um starfsvettvang.
„Við hjúkrunarfræðingar segjum stundum
bara við sjálfa okkur að best sé að sinna
sjúklingunum og hætta að hugsa um þetta.
En við þurfum frið til að vinna okkar vinnu.
Það endar með því að við hættum þessu, að
við bara nennum þessu ekki,“ segir Dag-
björt. Hún segir að hjúkrunarfræðingar séu
hundfúlir með að þeir þurfi nú að taka á sig
kjaraskerðingu, en t.d. verður vöktum
breytt þannig að hjúkrunarfræðingar missa
vaktaálag. „Svo segja yfirvöld að ef við
sættum okkur ekki við kjaraskerðingu verði
að segja okkur eða hjúkrunarfræðingnum
við hliðina á okkur upp. Þetta eru þving-
unaraðgerðir. Ég hef talað við nokkra
hjúkrunarfræðinga sem ætla ekki að sætta
sig við kjaraskerðingu og munu frekar
ganga út en sætta sig við hana,“ segir Dag-
björt.
Báðar segja þær hjúkrunarfræðinga við
sjúkrahúsið hafa miklar áhyggjur af sparn-
aðaraðgerðum við spítalann. „Það á enn eft-
ir að koma í ljós hvaða áhrif niðurskurð-
urinn hefur. Hjúkrunarfræðingar hafa verið
í prósentuvinnu við ákveðin verkefni og
rannsóknarvinnu sem er til hagsbóta fyrir
sjúklinga. Það er verið að segja miklu af því
upp og þá er verið að færa störf hjúkr-
unarfræðinga aftur í fornaldir,“ segir Dag-
björt. „Hvernig á hjúkrun að þróast áfram
sem vísindagrein til að finna hvað er best
fyrir sjúklinginn ef það eru engar rann-
sóknir gerðar?“ spyr Fríða.
Í Morgunblaðinu í fyrradag var haft eftir
Einari Oddssyni, formanni starfsmannaráðs
Landspítalans, að hann óttaðist að aðhalds-
aðgerðir á næsta ári yrðu enn sársaukafyllri
fyrir starfsmenn og að hætta væri á meiri
uppsögnum. Dagbjört segir að það myndi
þýða að það þyrfti að loka deildum. „Nú
þegar hefur það sýnt sig að það eru ekki
nógu margar deildir á sjúkrahúsunum fyrir
sjúklingana. Á Hringbraut er deild sem er
bara opin á daginn, en það hefur þurft að
opna hana að nóttu til því að það hefur verið
svo mikið af sjúklingum á bráðamóttökunni.
Það var ekki pláss á spítalanum, það þurfti
að opna deildina, kalla út hjúkrunarfræð-
inga og sjúkraliða til að geta opnað deildina
og tekið við þessum sjúklingum,“ sagði hún.
Hjúkrunarfræðingar á LSH hafa áhyggjur af áhrifum sparnaðaraðgerða á öryggi sjúklinga
„Ætlast til að við hlaupum hraðar
og sinnum fleiri sjúklingum“
Morgunblaðið/Ásdís
Hjúkrunarfræðingarnir Fríða Björg Leifsdóttir og Dagbjört H. Kristinsdóttir eru trúnaðar-
menn á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þær segja óvissuna um hvernig staðið verði að nið-
urskurði á sjúkrahúsinu mjög erfiða fyrir starfsmenn. „Þú veist ekki hverjar breytingarnar
verða og hvernig þær koma til með að hafa áhrif á þig, hvort þú verðir einn af þeim sem missir
vinnuna eða verður fyrir einhverri skerðingu,“ segir Fríða Björg.
UM ÞRIÐJUNGUR fyrirtækja í
Evrópu notast við hugbúnað án til-
skilinna leyfa, að því er Graham M.
Arthur, lögmaður Business Softw-
are Alliance (BSA), samtaka fram-
leiðenda tölvuhugbúnaðar fyrir fyr-
irtæki, segir. Graham var staddur
hér á landi á dögunum til að kynna
íslenskum stjórnvöldum sjónarmið
samtakanna og miðla af reynslu
sinni við að hafa uppi á tölvuþrjót-
um.
Graham segir einkum tvær
ástæður fyrir því að fyrirtæki nota
hugbúnað ólöglega: mörg fyrirtæki
séu ekki meðvituð um skyldur sínar
og haldi að þegar hugbúnaður sé
keyptur megi nota hann í fleiri tölv-
um. Þá noti önnur fyrirtæki hug-
búnað án þess að borga fyrir hann
því þau telji að þau komist upp með
það. „Við viljum vekja fyrirtæki til
vitundar um þessi mál. Við viljum
m.a. sýna fram á kosti þess að hug-
búnaður sé notaður á réttan hátt,
einkum þannig að tölvukerfi við-
komandi fyrirtækja verða öruggari
og minni hætta á að utanaðkomandi
aðilar geti brotist inn í þau.“
Að sögn Grahams verður æ al-
gengara að fólk treysti síður á ör-
yggi Netsins, m.a. með tilliti til þess
hve tölvuvírusar eru algengir og
fjöldapóstsendingar verða sífellt
fleiri. „Það sem við erum að gera er
að vinna með stjórnvöldum og lög-
reglu í ólíkum löndum við að gera
Netið öruggara með því að góma
tölvuþrjóta og fólk sem dreifir
tölvuvírusum, ruslpósti og reyna
endurreisa traust fólks á Netinu.
[...] Stjórnvöld og lögregla gegna
hér mikilvægu hlutverki. Það sem
við getum aðstoðað stjórnvöld á Ís-
landi og lögreglu við er að miðla af
reynslu okkar og þekkingu á þess-
um málefnum og vonandi fræðumst
við um leið um stöðu mála hér á
landi.“
Graham segir að Ísland, eins og
hin Norðurlöndin, séu sérstaklega
áhugaverð í augum samtakanna
vegna þess hve tiltölulega margir
séu með breiðbandstengingu við
Netið og mikið sé hlaðið af gögnum
þaðan borið saman við meginland
Evrópu. Í Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð hafa samtök hugbúnaðar-
framleiðenda farið þá leið að fá
dómsúrskurð þar sem grunur leikur
á að hugbúnaður sé notaður í heim-
ildaleysi til að kanna hugbúnað í
tölvunum og krefja fyrirtækin um
tilskilin leyfi. Séu þau ekki fyrir
hendi höfða samtökin mál á hendur
viðkomandi fyrirtæki. Slík laga-
heimild er ekki fyrir hendi í Noregi
né Íslandi en norsk stjórnvöld ráð-
gera að bæta úr þessu. Að sögn
Grahams er nú einnig til athugunar
hjá íslenskum stjórnvöldum hvort
breytinga á lögum sé þörf. Ráðgera
samtökin að senda fullrúa sinn
hingað aftur í apríl á þessu ári til að
fylgja málinu eftir.
Ólöglegu efni eytt út jafnóðum
Talsverð umræða hefur átt sér
stað hér á landi að undanförnu um
ærumeiðingar á spjallsíðum á Net-
inu. Grahams segir að erfitt sé að
draga einn aðila til ábyrgðar þegar
upp komi mál þar sem ólöglegu efni
sé dreift á Netinu og sá sem það
gerði finnst ekki. Sú leið sé yfirleitt
farin að forsvarsmenn viðkomandi
Netsíða í samvinnu við lögreglu-
yfirvöld eyði út efni jafnóðum og
þeir fá vitneskju um það. Bendir
hann á að tilhneigingin sé sú að
ólöglegt efni sé fært frá einni síðu
yfir á aðra og jafnvel að heimasíða
með ólöglegu efni sé opin í tiltekinn
tíma áður en henni sé eytt og ekki
sé hægt að rekja uppruna hennar.
Þriðjungur fyrirtækja
notar hugbúnað án leyfis
Morgunblaðið/Árni Torfason
Mörg fyrirtæki halda að þegar hug-
búnaður er keyptur megi nota hann
í fleiri tölvum en svo er ekki.
INGIBJÖRG Sara Benedikts-
dóttir tannlæknir varði doktors-
ritgerð sína við Tannlæknaskól-
ann í Árósum
12. desember sl.
Titill verkefn-
isins var Digital
panoramic ra-
diography for
assessment of
mandibular
third molars.
Markmið
verkefnisins var
fjórþætt. Í
fyrsta lagi að
meta myndgæði kjálkabreið-
mynda frá 5 mismunandi stafræn-
um kjálkabreiðmyndakerfum. Í
öðru lagi að meta greiningarhæfni
stafrænna mynda frá þessum
fimm kerfum og bera saman við
hefðbundar röntgenmyndir. Í
þriðja lagi að meta greining-
arhæfni stafrænna mynda frá
tveimur kerfum með þremur að-
ferðum, á skjá, og síðan tveimur
tegundum af útprentunum. Fjórða
og síðasta markmið rannsókn-
arinnar var að einangra áhættu-
þætti fyrir löngum aðgerðartíma
og eftirköstum eftir endajaxla-
töku í neðri góm.
Niðurstöður rannsóknanna
sýndu að tvö af stafrænu kerf-
unum hlutu marktækt lægri
myndgæðaskor en hin þrjú. Hins
vegar fannst ekki munur á grein-
ingarhæfni kerfanna hvorki þegar
þau voru borin saman við hefð-
bundar filmur eða útprentanir.
Varðandi greiningu áhættuþátt-
anna við endajaxlatöku var sýnt
fram á að langur aðgerðartími var
líklegri hjá eldri sjúklingum með
þvert liggjandi jöxlum og eins ef
opnað var inn á taugagang við að-
gerðina. Áhættuþættir fyrir sárs-
auka eftir aðgerðina voru ein-
angraðir og kom í ljós að konur
voru í meiri áhættu á að finna fyr-
ir miklum sársauka og eins ef
opnað var inn á taugagang í að-
gerðinni. Áhættuþættir fyrir sýk-
ingu eftir aðgerð voru einangraðir
og kom þá í ljós að konur voru í
meiri hættu fyrir að fá sýkingu en
karlmenn, eins eldri sjúklingar.
Ef opnað var inn á taugagang í
aðgerð var einnig meiri líkur á
sýkingu. Skýring á því hvers
vegna konur voru í meiri áhættu
fyrir að fá sýkingu en karlmenn
er talin vera sú staðreynd að allar
konurnar í rannsókninni tóku inn
getnaðarvarnarpillu, en talið er
sannað að hormónaáhrif hennar
valdi því að blóðkökkur í úrdrátt-
arsári eyðist fyrr upp en ella.
Ingibjörg er fædd á Húsavík
árið 1965 og er dóttir hjónanna
Benedikts Helgasonar, fyrrver-
andi tónlistarkennara og Ástu
Ottesen, sem nú er látin. Hún
varð stúdent frá MR 1985 og lauk
tannlæknanámi frá Tann-
læknadeild Háskóla Íslands 1993.
Hún er gift Helga Njálssyni
rekstrarhagfræðingi og eiga þau
fjórar dætur.
Ingibjörg starfar á tann-
læknastofu í Reykjavík en er auk
þess rannsóknarfélagi við Tann-
læknadeild Háskóla Íslands
Varði doktorsritgerð
um tannlækningar
Ingibjörg Sara
Benediktsdóttir
NIÐURSKURÐURINN á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi mun hafa áhrif á
launakjör 260 hjúkrunarfræðinga, en
alls mun ársverkum hjúkrunarfræðinga
fækka um 23.
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri sjúkrahússins, segir að það séu
fyrst og fremst einstaklingar sem séu að
fara á eftirlaun og sem hafi verið með
tímabundna ráðningu sem muni hætta
störfum við spítalann.
Hefur áhrif á launa-
kjör 260 hjúkrunar-
fræðinga