Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ AÐ minnsta kosti 39 manns týndu lífi og á annað hundrað slasaðist er mikil sprenging varð í neðanjarðar- lest í Moskvu í gærmorgun. Bendir flest til, að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og hefur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kennt að- skilnaðarsinnum í Tétsníu um hryðjuverkið. Fimm vikur eru í þing- og forsetakosningar í Rúss- landi og víst talið, að Pútín verði þá endurkjörinn. Interfax-fréttastofan hafði það eftir heimildum innan lögreglunnar, að kona hefði framið árásina og hefði lögreglan undir höndum myndir af henni og samstarfsmanni hennar á einum brautarpallanna. Þá sagði útvarpsstöðin Echo, að lög- reglan myndi fljótlega birta myndir af tveimur konum og einum karl- manni í tengslum við rannsóknina. Sprengingin átti sér stað í öðrum vagni neðanjarðarlestar, sem hafði nýlega farið frá Avtozavodskaja- stöðinni og stefndi í átt til Pavelet- skaja-stöðvarinnar. Er sprengi- krafturinn talinn samsvara fimm kílóum af TNT-sprengiefni. „Við hötum þá og eigum að drepa þá“ Mikil skelfing greip um sig á Av- tozavodskaja-stöðinni eftir spreng- inguna. „Dóttir mín er með lestinni,“ hrópaði kona nokkur hágrátandi og önnur kona, Lena, sem vinnur í verslun við stöðina, kvaðst hafa séð lík borin út úr lestinni og alblóðugt fólk. Inn í búðina til hennar hafði líka komið maður, blóði drifinn, og beðið um einn vodka. Hafði hann verið farþegi í lestinni. „Hann sagði, að blóðbaðið hefði verið skelfilegt, sundurtætt lík, handleggir og fætur um allan vagn- inn,“ sagði Lena og bætti við, að hún vissi að Tétsenar hefðu verið að verki. „Við hötum þá og eigum að drepa þá,“ sagði hún. Anna Kolmíkova hafði verið í ein- um lestarvagnanna. „Allt í einu varð mikil sprenging og síðan hvarf allt í reyk,“ sagði hún. „Lestardyrnar opnuðust og fólk fór að ganga í átt til stöðvarinnar. Við sáum vagninn, sem sprengingin varð í, illa leikin lík og samanvafinn og sundursprengd- an málminn.“ Auknar öryggisráðstafanir Mikið umferðaröngþveiti varð fyrir utan lestarstöðina og í ná- grenni hennar eftir sprenginguna en meira en 100 sjúkrabílar og slökkvi- liðsbílar voru sendir á vettvang. Var strax gripið til mikilla öryggisráð- stafana á öðrum lestarstöðvum í Moskvu og í Sankti Pétursborg en í Moskvu eru þær meira en 160 tals- ins. Er neðanjarðarlestakerfið þar það mesta í heimi hvað varðar fjölda farþega en þeir eru upp undir 8,5 milljónir dag hvern. Mikill viðbúnaður hefur verið í Moskvu vegna hryðjuverka, sem öll hafa verið kennd tétsneskum að- skilnaðarsinnum. Í desember fórust fimm í sjálfsmorðsárás rétt við Rauða torgið og tveir menn urðu 14 að bana er þeir sprengdu sig upp á rokktónleikum í borginni í júlí sl. Fimm dögum síðar fórst einn maður er hann var að gera sprengju óvirka. Kona, sem hafði komið með hana, var handtekin. Fimm önnur hryðju- verk hafa verið framin í borginni frá 1996 og það mesta haustið 1999 þeg- ar meira en 150 manns fórust í sprengingum, sem jöfnuðu tvö fjöl- býlishús við jörðu. Plága 21. aldar Pútín forseti kenndi í gær leiðtog- um Tétsena um hryðjuverkið og ítrekaði, að aldrei yrði samið við þá um neitt. Sagði hann, að hryðju- verkastarfsemi væri plága 21. ald- arinnar og kvað ekki ólíklegt, að andstæðingar hans í forsetakosning- unum myndu reyna að nota blóðbað- ið í gær gegn honum. Leiðtogar í Evrópu og víðar for- dæmdu í gær hryðjuverkið í Moskvu og í símasamtali þeirra Pútíns og George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, ítrekuðu þeir fyrri yfirlýsing- ar um samstarf í baráttunni við hryðjuverkasamtök. Tugir manna fórust í sjálfsmorðsárás í neðanjarðarlestinni í Moskvu                                                ! "          #$%&! Sundurtætt lík um allan lestarvagninn Pútín, forseti Rússlands, kennir tétsneskum aðskilnaðarsinnum um óhæfuverkið Moskvu. AP, AFP. AP Rannsóknarmenn sjást hér við vinnu sína í flaki lestarvagnsins í Moskvu þar sem sprengjan sprakk. Talið er lík- legt að sprengikrafturinn hafi samsvarað um fimm kílóum af sprengiefninu TNT. Reuters Læknir hlynnir að konu, sem særð- ist nokkuð í sprengingunni. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, skýrði í gær frá því að hann hefði afráðið að segja af sér formennsku í þýska Jafnaðar- mannaflokknum (SPD). Schröder verður á hinn bóginn áfram kansl- ari en því embætti hefur hann gegnt frá árinu 1998. Schröder sagði á blaðamanna- fundi, sem boðað var til með skömmum fyrirvara, að sérstakt flokksþing yrði haldið í lok mars- mánaðar. Þar hygðist hann leggja til við flokksmenn að Franz Münte- fering tæki við starfi formanns. Müntefering, sem er 64 ára, er for- maður þingflokks jafnaðarmanna og einn nánasti bandamaður kansl- arans. „Ég hyggst einbeita mér að starfi kanslara og ríkisstjórnarforystu,“ sagði Schröder er hann kunngjörði þessa ákvörðun sína. Í máli hans kom fram að honum þætti erfitt að segja af sér formannsembættinu en hann teldi sýnt að fullt starf væri að koma stefnu flokksins til skila hjá þjóðinni. Kvað hann Þýskaland í miðju ferli „umbóta og endurnýjun- ar.“ Schröder hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Stjórn hans hefur knúið fram margvísleg- ar breytingar sem túlkaðar hafa verið sem aðför að þýska velferð- arkerfinu. Þá þykir kanslaranum hafa tekist illa upp við að kynna breytingar þessar og verja rétt- mæti þeirra. Sérstaka óánægju hef- ur vakið að menn þurfa nú að greiða komugjald, rúmar 800 krónur, í hvert skipti sem þeir leita til læknis en áður var þessi þjónusta ókeypis. Vaxandi óánægju hefur einnig gætt innan Jafnaðarmannaflokks- ins. Schröder hefur verið vændur um klaufaskap og því haldið fram að hann skorti forustuhæfileika. Tugir þúsunda manna hafa sagt sig úr flokknum. Fylgi hans mælist um 24% í skoðanakönnunum og gengið í kosningum í sambandslöndunum var afleitt í fyrra. Framkvæmdastjórinn hættir einnig Franz Müntefering skýrði frá því að Olaf Scholz, framkvæmdastjóri flokksins, hefði einnig ákveðið segja af sér. Í máli Schröders kom fram að hann hygðist efna til fundar með stjórn Jafnaðarmannaflokksins í dag, laugardag. Þar myndi hann fara fram á stuðning við ákvörðun sína til að unnt yrði að bera hana upp til samþykktar á flokksþinginu í næsta mánuði. Schröder, sem er 59 ára, tók við embætti formanns Jafnaðarmanna- flokksins árið 1999 af Oscar Lafon- taine eftir harða baráttu um völdin. Wolfgang Jüttner, leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins í Neðra-Sax- landi kvaðst þeirrar hyggju að Schröder hefði tekið skynsamlega ákvörðun og hún væri „skref í rétta átt.“ Hann taldi það sérstakt fagn- aðarefni að Müntefering myndi taka við leiðtogastarfinu. Niels Annan, leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins, tók í sama streng og sagði að Müntefering kæmi til með að „gefa flokknum tækifæri til að öðlast á ný það traust sem hann hef- ur glatað meðal þjóðarinnar og fá til baka þá 40.000 félaga sem sagt hafa skilið við hann.“ „Upphaf endalokanna“ Angela Merkel, formaður Kristi- lega demókrataflokksins, gat tæp- ast frekar en aðrir stjórnarand- stöðuleiðtogar, leynt gleði sinni er fregnin barst. Sagði hún að ákvörð- un kanslarans væri til marks um að hann hefði misst öll tök á flokki sín- um og ríkisstjórn. „Þetta er upphaf endalokanna fyrir kanslarann og upphaf endalokanna fyrir ríkis- stjórn hans,“ sagði hún. Götublaðið Bild sagði „neyðar- ástand“ ríkja í herbúðum kanslar- ans. Schröder hættir sem flokksformaður Jafnaðarmannaflokkurinn rúinn trausti og erfiðar breytingar mælast illa fyrir REUTERS Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Franz Müntefering, sem lík- lega tekur við sem formaður, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.