Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ John Edwards, frambjóðandi íforkosningum demókrata,þykir undarlegur stjórn-málamaður. Hann er millj- ónamæringur sem ber reiði verka- manns í brjósti; er með klippingu auðmanns en ber ódýrt tölvuúr og gengur í slitnum skóm; á fjögur hús, hefur barnfóstru og ráðskonu en fer samt alltaf með konunni sinni á ódýran hamborgarastað þegar þau eiga brúðkaupsafmæli af því að þangað fóru þau fyrst eftir að þau giftust. Sumir segja að Edwards sé hinn nýi Bill Clinton. Hann þykir mynd- arlegur og hafa kjörþokka, hann er líka frá Suðurríkjunum sem ætti að teljast honum til tekna í ljósi sög- unnar því þaðan hafa allir forsetar úr Demókrataflokknum komið síð- ustu 40 árin. Honum hefur gengið nokkuð vel í kosningabaráttunni, í forkosning- unum á þriðjudag sigraði hann í einu ríki af sjö, Suður-Karólínu, varð í öðru sæti í tveimur ríkjum en í því fjórða í þremur ríkjum. Það sem helst er talið há honum er reynsluleysi, hann er nýliði í pólitík sem á eftir að sanna sig. Hann á enn möguleika á að verða forsetaefni demókrata í nóvember en verður að herða róðurinn, John Kerry virðist hafa talsvert forskot. Kominn af fátæku fólki Edwards er fylgjandi rétti kvenna til fóstureyðinga og styður jákvæða mismunun minnihlutahópa. Hann er fylgjandi dauðarefsingum en andvígur rétti samkynhneigðra til að gifta sig, eins og reyndar hinir þrír efstu frambjóðendurnir eru líka. Hann greiddi atkvæði með því að ráðast inn í Írak en gegn 6.000 milljarða króna fjárveitingu til upp- byggingar og hernaðar í landinu sem samþykkt var á þinginu í haust. Edwards er 51 árs og starfaði sem lögfræðingur áður en hann var kosinn á þing. Hann ólst upp í smá- bænum Piedmont í Norður- Karólínu þar sem faðir hans vann í myllu og móðir hans rak verslun og vann á pósthúsi. Hann var sá fyrsti í fjölskyldunni til að fara í háskóla og vann í sömu myllu og faðir hans til að borga skólagjöldin. Hann út- skrifaðist með lagagráðu 1977, starfaði sem lögmaður í tæplega tuttugu ár og hagnaðist gríðarlega. Eiginkonu sinni Elizabeth kynnt- ist hann í lagaskóla og giftu þau sig rétt eftir útskrift. Þau eignuðust fjögur börn en hið elsta lést í bíl- slysi 1996. Eftir þann atburð hætti Edwards að starfa sem lögmaður og hellti sér í stjórnmálin, var kjörinn á þing fyrir Norður-Karólínu 1998 og hóf af alvöru að vinna að því að verða forsetaefni. Elizabeth starfaði um árabil sem lögfræðingur á skrif- stofu saksóknara í Norður-Karólínu en síðar hjá einkafyrirtæki. Hún hefur unnið að góðgerðarmálum og þau hjónin stofnað styrktarsjóði og veitt fé til ýmissa verkefna. Milljónamæringur sem talar eins og verkalýðsleiðtogi Edwards er lifandi dæmi um am- eríska drauminn, maður kominn af fátæku fólki sem tekst að mennta sig, verða milljónamæringur og komast til efstu metorða í þjóðfélag- inu. Hann leggur mikla áherslu á þennan uppruna sinn í kosningabar- áttunni, og reynir að höfða til hinna tekjuminni. Hann setur sjálfan sig fram sem lítilmagnann, nokkurs konar Davíð sem þarf að berjast við Golíat. „Þetta er Ameríka sem trúir því enn að sonur manns sem vann í myllu geti unnið son forseta,“ segir hann í ræðum sínum. Hann þykir oft minna á verka- lýðsleiðtoga þegar hann heldur ræður en hann talar gjarnan um að bandarísku þjóðirnar séu tvær, „ein fyrir þá sem hafa allt sem þeir þurfa og önnur fyrir fólk sem þarf að strita dag hvern bara til að kom- ast af“. Sumir kunna að efast um að hann virki trúverðugur þegar hann talar með þessum hætti þar sem hann er vellauðugur sjálfur. Svo virðist þó ekki vera, þessi aðferð hefur gefist vel hingað til. Hann er enda alltaf fljótur að koma því að að hann sé kominn af fátæku fólki þegar hann kemur fram á fundum. Hin sterka hlið Edwards eru efnahagsmálin en hann þykir veik- ari fyrir þegar kemur að utanrík- ismálunum, málaflokki sem talið er að muni hafa mikið vægi í forseta- kosningunum í nóvember. Of myndarlegur? Kjósendur hrífast af bjartsýni Edwards og léttleika, hann þykir töfrandi og ljúfur. Hins vegar telja sumir hættu á að hann virðist ekki nógu alvarlegur. EJ Dionne hjá Brookings-stofnuninni, sem sérhæf- ir sig í rannsóknum og greiningu á sviði stjórnmála, segir að hann þjá- ist af því sem mætti kalla „heimska ljóskueinkennið“ í pólitík. „Edwards er ungur og gríðarlega mynd- arlegur, en það er notað gegn hon- um og sagt: Getur hann verið alvar- lega þenkjandi ef hann er svona ungur og myndarlegur?“ Heimildir: BBC, New York Tim- es, Newsweek, BusinessWeek og www.johnedwards2004.com. Reuters Edwards heldur ræðu í háskólanum í Norfolk í Virgíníu á miðvikudag. Auðmaður á slitnum skóm John Edwards er ameríski draumurinn holdi klæddur ’ Getur hann veriðalvarlega þenkjandi ef hann er svona ungur og mynd- arlegur? ‘ AÐ minnsta kosti nítján manns, sem voru að tína skelfisk á leirum í More- cambe-flóa á Norður-Englandi, létu lífið í fyrrakvöld þegar skyndilega flæddi að og fólkið komst ekki í land. Sextán manns var bjargað en leit að fólki var haldið áfram í gær. Fólkið, sem var að tína hjartaskel, verðmætan skelfisk sem finna má í flæðarmálinu rétt undir yfirborði sandsins, var hluti af stórum hópi kín- verskra innflytjenda. Grunur leikur á að þeir hafi verið fluttir ólöglega inn í landið, gagngert til að vinna við skel- fisktínsluna sem er hættulegt starf. Flestir voru þeir táningar eða á milli tvítugs og þrítugs. Sagði lögregla að sumir hefðu ekki viljað láta yfirvöld finna sig og það hafi gert leitina erf- iðari. Aðstoðarinnanríkisráðherra Bret- lands, Beverly Hughes, sagði að dauði fólksins undirstrikaði hversu fólki sem smyglað væri inn í landið af „þaulskipulögðum glæpahringjum“ gæti verið mikil hætta búin. Nakin í ísköldum sjónum Einn björgunarmannanna, Harry Roberts, sagði slysið hafa verið „versta harmleik sem hann hefði orð- ið vitni að“ í starfi sínu. „Þetta var mjög sársaukafullt á að horfa. Þau voru ekki með neinn ör- yggisbúnað og sum þeirra voru nakin af því þau höfðu farið úr fötunum til að auðveldara væri að synda.“ Hann segir hitastig vatnsins ekki hafa verið mikið yfir frostmarki og hvasst var á svæðinu. Þrír þeirra sem björguðust voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar en hinir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Lögregla sagði tungumálaörðugleika hafa valdið því að erfitt var að fá upp- lýsingar um fólkið auk þess sem það virtist hafa verið hrætt við yfirvöld. Svæði þetta þykir afar hættulegt vegna þess hve hratt flæðir að auk þess sem þarna myndast kviksyndi. Fyrir tveimur árum fórust þarna feðgar eftir að hafa villst í þoku og lent í aðfallinu. Þá hafði einn björg- unarmanna á orði að miklar rigningar síðustu daga hefðu líklega gert svæð- ið enn hættulegra. Mikil gróðavon Geraldine Smith, þingmaður svæð- isins, sagði slysið hafa verið harmleik sem hlyti að koma að. „Skelfiskurinn á ströndinni er afar verðmætur, en því miður býst ég við að þetta vesa- lings fólk sem lét lífið hafi ekki fengið mikið af gróðanum, og var líklega í nauðungarvinnu.“ Í ágúst á síðasta ári handtók lög- regla 37 Kínverja í Chatsworth á Morecambe-svæðinu en stjórnvöld höfðu áhyggjur af umfangi skelja- tínslunnar í flóanum. Það er ekki and- stætt lögum að tína skeljar á þessum slóðum, en heimamenn kvörtuðu yfir því að glæpahópar flykktust til More- cambe-flóa til að reyna að græða á skeljatínslunni. Skeljarnar eru aðal- lega seldar til útlanda. Nítján drukknuðu við skelfisktínslu Lundúnum. AP. AFP.      ! "#$"%& '()*(+%", %-''./01,"&' ("%/(". 2(/'-."(/%"3..0             $ '     !"# $%& !'% $ Innflytjendur sem unnu við stórhættulegar aðstæður AP Þyrla flýgur yfir poka, fulla af hjartaskeljum sem fólkið, sem fórst í gær, hafði tínt við Morecambe-flóa á Englandi. 09/03, ssk., grásans, ekinn 10 þús. km. 7 manna. Til sölu og sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur Til sölu einn með öllu Volvo XC 90 2,5 turbo Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 587 8888, www.bilasalarvk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.