Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 30
LANDIÐ
30 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fjarðabyggð | Fjarðabyggð hefur sent til
athugunar Skipulagsstofnunar mats-
skýrslu um snjóflóðavarnir á svonefndu
Tröllagiljasvæði í Norðfirði.
Tillaga að framkvæmdinni og skýrsla um
mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 4. febrúar til 17.
mars 2004 á bæjarskrifstofu Fjarðabyggð-
ar í Neskaupstað, á bókasafni Neskaup-
staðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu-
lagsstofnun. Matsskýrslan er einnig
aðgengileg á vefnum www. honnun.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér fram-
kvæmdina og leggja fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og ber-
ast eigi síðar en 17. mars 2004 til Skipulags-
stofnunar.
Þriðji áfangi af sex
til varnar byggðinni
Í matsskýrslunni segir að þéttbýlið á
Norðfirði sé að mestu leyti staðsett á snjó-
flóðahættusvæði, þó að hættan sé mismikil
eftir staðsetningu.
Nú þegar er búið að verja byggðina neð-
an Drangagils með keilum, þvergarði og
upptakastoðvirkjum.
vel að landslaginu og verði ekki áberandi
frá þéttbýlinu séð.
Varnirnar munu verða meira áberandi
séð frá innkeyrslunni í bæinn, ofan þeirra
og frá sjó. Þessi neikvæðu sjónrænu áhrif
eru einna neikvæðustu áhrif framkvæmd-
arinnar.
Tillögur landslagsarkitekta um frágang
svæðisins eru á þann veg að skapa útivist-
arsvæði á garða- og keilusvæði, sem mun
breyta nýtingu svæðisins í nokkurs konar
manngert útivistarsvæði í skjóli tröllslegra
mannvirkja, eins og segir í skýrslunni.
Fyrirhugað er að verkið hefjist sumarið
2004 og gera má ráð fyrir að verktími sé allt
að 4 ár. Kostnaður við snjóflóðavarnir,
færslu stofnæðar vatnsveitu og uppkaup á
íbúðarhúsnæði hefur verið áætlaður 1.135
milljónir króna á verðlagi í byrjun ársins
2003.
Á framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að
þörf fyrir vinnuafl aukist. Öryggi fólks og
fasteigna mun aukast með uppsetningu
snjóflóðavarnanna. Til lengri tíma litið er
samkvæmt skýrslunni áætlað að fram-
kvæmdin hafi jákvæð áhrif á samfélagið og
íbúaþróun í Norðfirði.
Í þessum áfanga er fyrirhugað að koma
upp snjóflóðavörnum fyrir svokallað
Tröllagiljasvæði í Norðfirði. Framkvæmd-
araðili er Fjarðabyggð. Varnir á Trölla-
giljasvæðinu eru þriðji áfangi af sex í því að
verja byggðina í Norðfirði gegn snjóflóð-
um. Í frumathugun snjóflóðavarna fyrir
Tröllagiljasvæðið er lagt til að byggja stoð-
virki á hluta upptakasvæða snjóflóða til að
takmarka stærð flóða, keilur til að hægja á
flóðum og þvergarð til að stöðva snjóflóð,
ásamt leiðigarði til að beina flóðum frá vest-
asta hluta byggðarinnar.
Tilgangur með byggingu varnarvirkj-
anna er að verja byggð neðan þeirra gegn
snjóflóðum, þannig að öryggi byggðarinnar
verði viðunandi. Markmiðið er að draga úr
snjóflóðahættu þannig að öryggi íbúanna
gagnvart ofanflóðum verði tryggt.
Breytir yfirbragði bæjarins
Varnarvirkin eru umfangsmikil og munu
breyta yfirbragði bæjarins og útsýni til
fjalls. Áhrif á landslag eru einna helst sjón-
ræns eðlis og ásýnd landsins mun breytast
vegna efnistöku, skeringa og varnarmann-
virkja. Segja má að varnirnar falli nokkuð
Skipulagsstofnun send matsskýrsla um snjóflóðavarnir
Þriðji áfangi af sex til
varnar byggð í Norðfirði
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Keilur til varnar: Hluti af núverandi snjóflóðavarnamannvirkjum fyrir ofan Neskaupstað, en þau setja sterkan svip á Norðfjörð.
Hornafjörður | Fundist hefur 50 gráða heitt vatn í
tveimur u.þ.b. 420 metra djúpum holum við Miðfell í
Hornafirði en þar hefur að undanförnu verið leitað að
heitu vatni í nægilegu magni til húsahitunar á Höfn.
Borunum er nú lokið í bili og verða holurnar nú
„hvíldar“ sögn Ómars Bjarka Smárasonar, jarðfræð-
ings hjá jarðfræðistofunni Stapa.
Hitastigið í holunum verður mælt eftir tvær vikur
en verið getur að hitinn muni hækka á þeim tíma.
Ómar Bjarki segir að margt geti truflað vatnskerfið á
svæðinu og meðal annars renni vatn úr holu sem bor-
uð var fyrir áratug.
„Við erum ekki komnir á beinu brautina ennþá og
ég vil taka eitt skref í einu í þessu,“ segir Ómar
Bjarki. Jarðboranir ehf. hafa séð um borun en verkið
er er á vegum Stapa. Bor Jarðborana er væntanlegur
austur eftir tvær vikur og þá verður borunum haldið
áfram. Markmiðið með þessum áfanga að staðsetja
vinnsluholuna.
„Það bendir allt til þess að þarna sé nægjanlegt
heitt vatn en menn geta samt sem áður aldrei verið
vissir fyrr en vatnið er komið upp úr holunni,“ segir
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur. Ef nægilegt
magn af heitu vatni finnst við Miðfell verður það leitt
um 20 km leið til Hafnar. Þar verður því veitt á
dreifikerfi Rarik, sem langflest íbúðarhús í bænum
tengjast. Kostnaður við að koma upp hitaveitu á Höfn
er því einungis fólginn í borun vinnsluholu og lagn-
ingu 20 km. hitaveitulagnar. Talið er að kostnaður við
þær framkvæmdir nemi u.þ.b. 300 milljónum króna.
Þar við bætist kostnaður við jarðhitaleit en í þessum
áfanga er áætlað að verja 6-8 milljónum til verkefn-
isins.
Jarðhitaleit í Hornafirði
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Borað: Holurnar verða „hvíldar næstu vikurnar“.
50 °C heitt vatn
í tveimur holum
ALLIR kennarar grunnskólanna fjögurra í Húnaþingi eru að
vinna þróunarstarf til að þróa og bæta starfshætti skólanna nem-
endum til hagsbóta.
Verkefnið heitir: Læsi til framtíðar og hefur það að meg-
inmarkmiði að auka lestrarfærni nemenda, einkum lesskilning.
Nemendur læra að beita misjöfnum aðferðum við lestur og nám,
allt eftir því sem best hentar hverjum og einum. Kenna þarf nem-
endum aðferðir sem eru í senn einfaldar en áhrifaríkar.
Nú eru kennarar að læra hvernig kenna má nemendum að nota
hugtakakort. ugtakakort auðveldar hugsun og skilning, er
myndrænt, skráir og flokkar upplýsingar o.fl. Þá auðveldar hug-
takakortið skilning, tileinkun nýrra hugtaka, skipulagningu hug-
taka, yfirsýn yfir nám o.fl.
Skipulag og framkvæmd þróunarstarfsins er í höndum Rósu
Eggertsdóttur, sérfræðings á Skólaþróunarsviði Kennaradeildar
Háskólans á Akureyri.
Hópurinn: Kennarar skólanna ásamt leiðbeinanda á fyrsta fræðslufundi ársins sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi.
Kennarar í Húnaþingi þróa
og bæta starfshætti skólanna
Bolungarvík | Að frumkvæði atvinnumálaráðs Bol-
ungarvíkur og með stuðningi Svæðismiðlunar Vest-
fjarða, er um þesssar mundir verið að hleypa af
stokkunum átaki til atvinnusköpunar í Bolungarvík.
Þau verkefni sem ráðist verður í nú eru ann-
arsvegar aukið aðgengi og sérstök þjónusta við fjar-
námsnemendur í Bókasafni Bolungarvíkur og hins-
vegar uppsetning og þróun listasmiðju fyrir
almenning.
Atvinnuleysistryggingarsjóður styrkir þessi verk-
efni næstu sex mánuði og er gert ráð fyrir því að
verkefnin skapi þrjú stöðugildi fyrst til að byrja með,
eitt í Bókasafninu og tvö við listasmiðjuna.
Í húsnæði því sem Bolungarvíkurkaupstaður legg-
ur til undir starfsemi listasmiðjunar voru þær Ragna
J. Magnúsdóttir formaður atvinnumálaráðs og Guðný
Eva Birgisdóttir starfsmaður listasmiðjunar að kanna
aðstæður og leggja á ráðin með undirbúning starf-
seminnar, en bráðlega verða í boði námskeið fyrir al-
menning í gerð listmuna.
Listasmiðjan verður formlega opnuð laugardaginn
14. febrúar kl. 11 þá er öllum sem áhuga hafa á verk-
efninu boðið að skoða aðstöðuna og þiggja kaffi og
með því en þann sama dag kl. 12 verður haldið nám-
skeið í keramikmálun.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Lagt á ráðin: Guðný Eva Birgisdóttir listasmiðju og
Ragna J. Magnúsdóttir formaður atvinnumálaráðs.
Átak til atvinnusköpunar