Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 35
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 35
DJASSLEIKARARNIR Björn
Thoroddsen gítarleikari, Richard
Gillis trompetleikari og Steve
Kirby bassaleikari fengu frábærar
móttökur í Gimli á fimmtudags-
kvöld og var mikil stemmning á
tónleikum þeirra í Johnson’s-sal
menningarmiðstöðvarinnar The
Waterfront Centre.
Félagarnir hafa haldið eina til
tvenna tónleika daglega í Mani-
toba síðan á þriðjudag, en á morg-
un lýkur þessu tónleikahaldi í
Winnipeg, þar sem Björn spilar
með djasshljómsveit Winnipeg.
Uppselt var á tónleikana í Gimli í
fyrrakvöld, sem voru á vegum Ís-
lendingadagsnefndar, en Björn, og
tríó hans Guitar Islancio, er vel
kynntur í Kanada og ekki síst í
Manitoba.
Björn Thoroddsen og Richard
Gillis, kennari við Manitobahá-
skóla og stjórnandi djasshljóm-
sveitar Winnipeg, hafa oft spilað
saman en Steve Kirby er þekktur
bassaleikari frá New York sem
flutti til Winnipeg í fyrra og er yf-
irmaður djassdeildar tónlistar-
skóla Manitobaháskóla.
Fyrir tónleikana í Gimli heim-
sóttu félagarnir unglingaskólann
og ræddu meðal annars við um 30
nemendur, sem eru í skólahljóm-
sveitum skólans, auk þess sem
þeir spiluðu nokkur lög fyrir
krakkana.
Ljósmynd/Grétar Axelsson
Steve Kirby sló í gegn með Birni Thoroddsen og Richard Gillis í Gimli í
fyrrakvöld. Hér er hann með aðdáendum í gagnfræðaskóla Gimli.
Fullt hús hjá
Birni og fé-
lögum í Gimli
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Meindl Island19.900kr.
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
35
88
02
/2
00
4
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
575 5100
Meindl
gönguskór
Meindl Island
Heil tunga og sérlega vandaður frágangur.
Frábærlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42).
Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex.
Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun.
Mjög góður stuðningur við ökkla.
Fáanlegir í herra- og dömustærðum.
Sérfræðingar í öllum verslunum okkar
leiðbeina um val á gönguskóm.
LANSINOH HJÁLPAR
100% náttúruafurð, inniheldur engin
rotvarnar- né aukaefni, vatnshreinsað.
Sölustaðir:
Apótek og lyfjaverslanir um land allt.
www.ymus.is
ÞURR OG
SPRUNGIN HÚÐ