Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 36
FERÐALÖG
36 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR ánægður hópur KR-inga
sem lenti heilu og höldnu á Keflavík-
urflugvelli sunnudaginn 1. febrúar
eftir vikudvöl á skíðum í Tékklandi,
sem teljast má harla nýstárlegan
skíðakost fyrir Íslendinga. Hópurinn,
sem var samtals 55 manns og skiptist
nánast jafnt í börn og fullorðna, var
mjög ánægður með dvölina og alla
aðstöðu. Miðað við svo stóran hóp,
breitt aldursbil og mismunandi getu-
stig þátttakenda í fjölskylduferðinni,
hafi ferðin svo sannarlega staðið und-
ir væntingum allra, að sögn Elísabet-
ar Jónu Sólbergsdóttur lyfjafræðings
sem sá um skipulagningu ferðarinnar
ásamt Halldóri Hreinssyni, formanni
skíðadeildar KR.
Skíðadeild KR fór í fyrsta skipti í
fjölskyldu-, ævintýra- og æfingaferð
til útlanda með yngstu börnin fyrir
tveimur árum og varð skíða-
skólabærinn Geilo í Noregi þá fyrir
valinu. Noregsferðin þótti takast með
afbrigðum vel og því hefur verið
ákveðið að stefna á utanlandsferðir
með skíðaiðkendur úr KR á aldrinum
5–13 ára á tveggja ára fresti og að
sjálfsögðu slást þeir foreldrar í hóp-
inn sem sjá sér fært að fara með
hverju sinni. Tékkland varð nú fyrir
valinu þar sem Halldór formaður
þekkti þar til, en
hann rekur fyr-
irtækið Iceland
Explorer eða Íslands-
vini og fór í fyrsta
skipti með hóp af Ís-
lendingum á skíði til
Tékklands í febrúar í
fyrra. Hann áformar þang-
að aðra ferð í febrúar og
stefnir jafnvel að þriðju ferð-
inni í mars vegna mikillar eft-
irspurnar.
Glæsilegar veitingar
KR-ingarnir fóru hins vegar
ekki í gegnum ferðaskrifstofu
heldur kusu að vera á eigin vegum
og sjá sjálfir um skipulagninguna. „Í
stuttu máli má segja að flugið hafi
verið dýrt, en annað mjög ódýrt enda
er verðlag í Tékklandi afar hagstætt.
Hvað varðar frí þá kom ferðin líka vel
út fyrir okkur sem erum vinnandi því
við náðum sjö skíðadögum þrátt fyrir
aðeins fimm frídaga,“ segir Elísabet.
„Hópurinn flaug með Flugleiðum
til Lundúna að morgni laugardagsins
24. janúar. Þar var beðið í þrjá tíma
eftir flugi British Airways til Prag
þar sem rúta beið hópsins og ók síðan
sem leið lá 160 km norður af höf-
uðborginni, til skíðabæjarins
Spindleruv Mlyn, sem er við landa-
mæri Tékklands og Póllands. Þegar
komið var á fjögurra stjörnu hót-
elið, Harmony Club þar sem mein-
ingin var að halda til næstu dag-
ana, um kvöldmatarleytið beið
Íslendinganna eitt það flottasta
kvöldverðarhlaðborð, sem
menn höfðu upplifað um
dagana,“ segir Elísabet.
Svo komust menn að því
að þessi flottheit áttu ekki
bara við á laugardags-
kvöldum heldur öll
kvöld.
„Aldrei sáum við
tvisvar sinnum sama
réttinn í hlað-
borðinu þau sjö
kvöld sem við
stoppuðum, en
yfirleitt voru
tvenns konar
súpur, fimm til
tíu litlir for-
réttir, fimm
tegundir af
heitum mat
og fimm eft-
irréttir auk
fjölbreytts
úrvals ferskra ávaxta. Morgunverð-
arhlaðborðin voru að sama skapi
glæsileg og þar hægt að finna flest
það sem hugurinn girntist áður en
haldið var út í skíðabrekkurnar. Hót-
elið býður bæði upp á íbúðir og mis-
stór herbergi, sem eru svolítið hrá að
innan, en sameiginleg aðstaða, svo
sem veitingastaðir og barir, eru til
fyrirmyndar. Hótelið býður jafn-
framt upp á alla hugsanlega afþrey-
ingu til dægrastyttingar og heilsu-
ræktar, en greiða þarf sérstaklega
fyrir hana að sundaðstöðu barna und-
anskilinni. Læstir skápar eru fyrir
skíðabútbúnað gestanna. Salerni eru
þrifleg og böð inni á öllum her-
bergjum auk síma og sjónvarps með
erlendum stöðvum.“
Góðar snjóaðstæður
Hótelið er í miðju skíðasvæðinu,
sem er besta skíðasvæði Tékklands,
en þangað sækja um 700 þúsund
gestir ár hvert. Staðurinn er sér-
staklega vinsæll meðal danskra
skíðaáhugamanna. Þar er m.a. að
finna 25 km af skíðabrekkum, 70 km
af gönguskíðabrautum, fjórar stóla-
lyftur auk ellefu toglyftna af ýmsu
tagi, en samanlagt eru lyfturnar
sagðar geta flutt allt að 18 þúsund
skíðamenn á klukkutíma. Sérstakt
skíðasvæði er fyrir næturhrafna og
önnur svæði fyrir snjóbrettaiðk-
endur. Inniaðstaða í skálum er oft lít-
il sem engin og var því vinsælla að
borða utan dyra í fjallinu, en þrátt
fyrir stillur gat verið kalt. Skíða-
skólar eru reknir á svæðinu, en KR-
ingarnir ákváðu að taka með sér tvo
skíðaþjálfara að heiman sem fengu
Flugleiðalegginn til London frían og
þeir fengu sömuleiðis fría bæði gist-
ingu og skíðapassa. Spurð út í kostn-
aðartölur, svarar Elísabet því til að
flugið hafi kostað frá 37.300–44.500
fyrir manninn. Hins vegar hafi gist-
ing í sjö nætur á fjögurra stjörnu hót-
eli með morgunverðarhlaðborðinu
inniföldu kostað 16 þúsund krónur að
jafnaði á manninn. Til að ná fram
hagstæðasta gistimöguleika, var not-
ast við aukarúm fyrir börnin, eins og
hægt var inn í herbergi og íbúðir.
Kvöldverðarhlaðborð í jafnmarga
daga hafi hljóðað upp á 3.600 kr. fyrir
börn yngri en 13 ára og 7.250 kr. fyrir
aðra.
„Við fjölskyldan pöntuðum okkur
síðan yfirleitt mat í hádeginu í fjall-
inu. Við hjónin fengum okkur gjarn-
an snitsel og heitt rauðvín eða bjór og
börnin fjögur hamborgara, franskar
og gos. Þetta kostaði að meðaltali
1.500 kr.“
Lokakvöld í Prag
Þegar mannskapurinn hafði notið
útiverunnar og lystisemda hótelsins í
vikutíma og skoðað litla skíðabæinn
þar sem er m.a. að finna skíðabúðir,
kaupfélag og krystalbúð, flutti rúta
hópinn á hótel Ibis Praha Karlin ná-
lægt miðborg Prag seinnipart laug-
ardagsins 31. janúar og notuðu marg-
ir tækifærið til að skoða sig um í
miðborginni um kvöldið. Hægt var að
komast á fimm mínútum með neð-
anjarðarlest niður í miðborgina. El-
ísabet segist hafa farið ásamt eig-
inmanni sínum og börnum á
aldrinum 10–13 ára á pitsuveit-
ingastað í nágrenninu, pantað sjö eld-
bakaðar pitsur, sem hver hafi verið
nálægt 16 tommum að stærð, auk
rauðvínsflösku, vatns og fimm kók-
flaskna og hafi reikningurinn fyrir
allt saman hljóðað upp á sem svarar
um þremur þúsundum króna.
SKÍÐASVÆÐI| KR-ingar æfðu sig í Tékklandi
Frábær aðstaða
og ódýrt að lifa
Íslendingar eru farnir að
líta til austurs eftir skíða-
paradísum og hafa uppgötv-
að Tékkland í því sambandi.
Elísabet Jóna Sólbergsdóttir
er ánægð með aðstöðuna þar.
Á skíðum: Hópur 5–13 ára krakka úr KR í Tékklandi ásamt skíðaþjálfurunum Maríu og Helga Steinari.
Slakað á: Elísabet Jóna Sólbergsdóttir ásamt börnun sínum Sólrúnu, Að-
alheiði, Hjörleifi og Vilborgu Guðjónsbörnum og Atla Guðjónssyni, sem
fékk að fljóta með fjölskyldunni
join@mbl.is
Hótelið Harmony Club ul. 28.
rijna 170,
Ostrava Marianske Hory
Tékklandi
www.czechhotels.cz
www.skiarealspindl.cz
www.hotelibis.cz
www.motylek.com/pardubice/
harmony_club/default.asp
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar.
(Afgr. gjöld á flugvöllum).
Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna,
minibus og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
Norðurlönd og Mið - Evrópa.
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,-
www.gisting.dk
sími: 0045 32552044
Kynningarfundur
um gönguferðir erlendis
Sími 585 4140
og 585 4100
verður haldinn sunnudaginn 8. febrúar
kl. 15.00 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal
Myndasýning og ferðalýsingar
•Gönguferðir í „hefðbundnum takti“
•Gönguferðir í „léttari takti“
•Gönguferð fyrir matgæðinga
Áfangastaðir: Mallorca, Pyreneafjöll, Krít, Toscana,
Dolomitafjöll, Tatrafjöll í Slóvakíu
og Türingen í Þýskalandi
Aðgangur,
kaffi og kökur kr. 600