Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 45
Borgartúni 34,
sími 511 1515
www.gjtravel.is
Utanlandsferðir
í boði á næstunni:
Kynntar á Hótel Nordica
laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00-15:00
Skíðaferð til Crans-Montana í Sviss 2.-11. apríl
Ferð á Bauma-sýninguna í München 1.-5. apríl
Búdapest - Vínarborg 24. apríl 1. maí
Berlín 19.-26. maí
Berlín - Dresden - Prag 1.-7. ágúst
Flogið um Kaupmannahöfn til Zürich og heim frá Genf. Verð: 124.500.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvalla og Crans-Montana,
gisting í tveggja manna herbergi á 4ra stjörnu hóteli, morgunverður,
kvöldverður og íslensk fararstjórn. Fararstjóri William Þór Dison.
Bauma er stærsta sýning á sviði byggingariðnaðar í Evrópu og er haldin
3ja hvert ár. Flogið til Frankfurt og gist í Augsborg á Hotel Fischertor.
Verð: 63.800.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi,
morgunverður, akstur milli flugvallar og hótels og akstur á sýninguna
á hverjum morgni og til baka að kvöldi.
Flogið til Vínarborgar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo ekið til Búdapest
og gist þar 5 nætur. Verð: 92.900.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi,
morgunverður, akstur milli flugvallar og gististaða, akstur milli Búdapest og
Vínarborgar, skoðunarferðir um Vínarborg og Búdapest og íslensk fararstjórn.
Að auki verða í boði skoðunarferðir meðan dvalið er í Búdapest.
Fararstjóri Emil Örn Krisjánsson
Flogið til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til Berlínar. Í Berlín er gist í 6 nætur
en á 7. degi er ekið aftur til Kaupmannahafnar og gist þar síðustu nóttina.
Verð: 89.900.
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgun-
verður, akstur milli Kaupmannahafnar og Berlínar, skoðunarferð um Berlín,
skoðunarferð til Potsdam, skoðunarferð um Kaupmannahöfn og íslensk
fararstjórn. Auk þess verður í boði dagsferð til Dresden.
Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson
Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden og gist
eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur. Verð: 81.900.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi,
morgunverður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín,
skoðunarferð um Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín
með hádegisverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson.
EIN af aðaláherslum Röskvu er
mennta- og kennslumál Háskóla Ís-
lands. Gæði kennslu eru sameig-
inlegt hagsmunamál
allra stúdenta. Um-
hverfi og aðstæður
skólans hafa breyst
mikið á seinni árum
sem krefst ákveðinnar
endurskoðunar en gef-
ur spennandi tækifæri
að auki.
Aukið framboð
framhaldsnáms
Háskóli Íslands á í
harðri samkeppni við
aðra skóla á há-
skólastigi. Sérstaða
Háskóla Íslands markast einkum af
því að hann er rannsóknarháskóli
sem býður upp á nám á öllum fræða-
sviðum. Öflugt rannsóknarstarf er
forsenda framhaldsnáms á há-
skólastigi og því afar mikilvægt að
sinna því eins og kennslunni. Röskva
stendur með Háskólanum í þeirri
viðleitni sinni að auka framboð á
framhaldsnámi og efla þá rannsókn-
arvinnu sem unnin er við stofnunina
en til þess þarf aukin framlög til
rannsókna. Með hliðsjón af því sem
þekkist annars staðar telur Háskól-
inn æskilegt að framlag til rann-
sókna verði ein króna á móti hverri
krónu sem fer til kennslu. Því miður
hefur þróunin þó verið sú að þetta
hlutfall hefur lækkað. Í dag renna 43
aurar til rannsókna á móti hverri
krónu sem fer í kennslu, sem er 24
aurum lægra en fyrir tveimur árum.
Aukin samvinna skóla
á háskólastigi
Nú starfa margir skólar á há-
skólastigi hér á landi. Röskva telur
mikilvægt að koma á enn frekara
samstarfi meðal þessara stofnana.
Mjög eðlilegt er að hægt sé að sitja
einstaka námskeið í öðrum skólum
og fá þau metin. Þannig eykst náms-
framboðið til muna og hagræðing
næst. Einnig er áhugaverður kostur
að skólarnir sameinist um fram-
kvæmd námskeiða á fræðasviðum
sem oft skarast milli skóla. Þar að
auki eru kennara- og nemendaskipti
spennandi kostur.
Fjölbreyttari tilhögun
námskeiða
Núverandi námsskipulag við Há-
skóla Íslands byggist á því að flest
námskeið spanna eitt misseri og
þeim lýkur með prófi í misserislok.
Nú þegar þekkist þó í nokkrum
deildum að boðið sé upp á námskeið
sem taka skemmri tíma en heila önn.
Röskva vill að boðið verði upp á
þennan möguleika víðar. Með þessu
fyrirkomulagi er hægt að dreifa
álagi prófanna jafnar yfir skólaárið.
Menntun í takt við tímann
Hrafn Stefánsson og Grétar H.
Gunnarsson fjalla um stúd-
entaráðskosningar ’Núverandi náms-skipulag við Háskóla Ís-
lands byggist á því að
flest námskeið spanna
eitt misseri og þeimlýkur
með prófi í misserislok. ‘
Grétar H. Gunnarsson
Hrafn skipar 3. sæti á lista Röskvu til
Stúdentaráðs.
Grétar H. er fulltrúi Röskvu í Stúd-
entaráði.
Hrafn Stefánsson
TILEFNI þess að undirritaður
stingur niður penna eru skrif Sig-
urjóns Þórðarsonar alþingismanns
í Morgunblaðinu þann
30. janúar um úreld-
ingu sláturhúsa. Rétt
er að skýra nokkur
atriði sem koma fram
í máli þingmannsins.
Til þess að skilja for-
söguna að úreldingu
sláturhúsa þá hefur
lengi verið bent á það
að of mörg sauð-
fjársláturhús hafi ver-
ið rekin í landinu, en
samtals voru þau 19
fyrir þrem árum.
Þessum fjölda sláturhúsa hefur
fylgt verulegt óhagræði s.s. of hár
sláturkostnaður, lítið fé til við-
halds og lélegur rekstur fyrirtækj-
anna sem aftur hefur skilað sér í
skertri getu til að greiða fyrir af-
urðir og tíðum gjaldþrotum í
greininni með tilheyrandi tapi
bænda.
Stór sláturhús?
Ein leið til að lækka kostnað við
slátrun er að slátra fleira fé í
færri sláturhúsum. Bæði hefur
það þau áhrif að breytilegur
kostnaður lækkar þar sem slátrað
er lengur á hverju ári og starfs-
menn sem margir hafa ekki áður
tekist á við slátrun ná þannig
betri færni við störfin. Þá ekki
síður dreifist fastur kostnaður á
fleiri einingar, en meginvandamál
í íslenskum sauðfjársláturhúsum
hefur verið að nýtingartími
húsanna hefur einungis verið um
4-5 vikur, sem er auðvitað alltof
lítið. Þá er ótalið að aukin velta
auðveldar fyrirtækjunum að tak-
ast á við síauknar kröfur til gæða
sem íslenskur neytendamarkaður
gerir.
Þær breytingar sem náðust
fram í haust með fækkun slát-
urhúsa hafa aukið nýtingu þeirra
sláturhúsa sem eftir starfa veru-
lega. Þrátt fyrir þessar breytingar
þá eru í alþjóðlegum samanburði
engin stór sláturhús á Íslandi, þau
eru einungis mismunandi lítil.
Segja má að sú aðgerð að fækka
sláturhúsum hafi tekist vel í haust
með því að allir bændur fengu
sínu fé slátrað þrátt fyrir að hús-
um hafi fækkað. Ekki skal gert
lítið úr því að þessum breytingum
fylgja meiri flutningar á fé en á
það er rétt að benda að vegir hafa
stórbatnað á síðustu árum þannig
að þótt fé standi lengur á bílum í
einhverjum tilfellum þá þarf það
ekki að þýða það að
meðferð þess sé lak-
ari heldur en áður
var.
Útflutningskröfur
eru eðlilegar
Þær kröfur sem gerð-
ar eru til sláturhúsa
til þess að uppfylla
útflutningsstaðla eru
að flestu leyti eðlileg-
ar kröfur sem settar
eru til að tryggja ör-
yggi matvæla. Sú
krafa sem mestu skiptir og veldur
því að mörg sláturhús telja ekki
grunn fyrir frekari rekstri er að
innan fimm ára þurfa þau að koma
sér upp hangandi fláningu.
Ástæða þess að gerð er krafa um
hangandi fláningu er sú að sú að-
ferð tryggir betur en aðrar að
verkun kjötsins sé góð og laus við
óhreinindi. Með öðrum orðum þá
tryggir hún betur öryggi vörunnar
til neytenda, eitthvað sem þing-
maðurinn sem fyrrverandi heil-
brigðisfulltrúi ætti að hafa góðan
skilning á. Eðlilegt er að íslenskir
neytendur sitji ekki að vöru sem
gerðar eru lakari gæðakröfur til
en þeirrar vöru sem fer til útflutn-
ings.
Hver á sök á úreldingunni
Stjórn Landsamtaka sláturleyf-
ishafa fór fram á það við landbún-
aðarráðherra að hann beitti sér
fyrir því að fé fengist til úreld-
ingar. Ástæðan var sú að mörg
þeirra fyrirtækja sem voru í þess-
ari starfsemi voru með hæpin
rekstrargrundvöll. Með því að
mörg þeirra sláturhúsa sem áður
slátruðu, tóku þann kost að hætta
starfsemi og sækjast eftir úreld-
ingu þá kom mun fleira sláturfé til
slátrunar í þeim húsum sem eftir
voru. Það hefur styrkt rekstr-
argrundvöll þeirra sem eftir
starfa. Auðvelt er að gagnrýna
það að hið opinbera greiði fjár-
muni til aðila sem eru að hætta
rekstri. En tilgangur þess er með-
al annars sá að þau fyrirtæki geti
hætt og með því að fá úrelding-
arbætur gert upp við bændur, en
uppgjör við bændur er skilyrði
úreldingarstyrks. Þá er það trú
manna að með þessu aukist hag-
kvæmni þeirra fyrirtækja sem eft-
ir starfa í greininni þannig að þau
séu betur fær um að skila bænd-
um verði fyrir þeirra framleiðslu.
Ríkisstjórnin samþykkti þannig
úreldingarstyrki eftir beiðni grein-
arinnar með það að markmiði að
tryggja hag bænda.
Úrelding sláturhúsa
Jón Helgi Björnsson skrifar um
fækkun sláturhúsa ’Ríkisstjórnin sam-þykkti þannig úrelding-
arstyrki eftir beiðni
greinarinnar með það að
markmiði að tryggja
hag bænda.‘
Jón Helgi Björnsson
Höfundur er formaður
Landssambands sláturleyfishafa.
SÍÐASTLIÐIN ár hafa miklar
framfarir átt sér stað í menntamálum
á Íslandi. Með tilkomu sjálfstæðra há-
skóla hefur háskólaumhverfið á Ís-
landi gjörbreyst í einni
svipan. Samkeppni á
háskólamarkaði hefur
reynst vera af hinu
góða og reynsla síðustu
ára hefur sýnt fram á
að ýmsar deildir innan
Háskóla Íslands hafa
eflst mikið vegna þess
aðhalds sem sam-
keppnin skapar. Þessi
þróun er að sjálfsögðu
afar jákvæð en til þess
að hún geti haldið
áfram er mikilvægt að
samkeppnin sé háð á
jafnréttisgrundvelli.
Undanfarna daga
hefur umræða skapast í
þjóðfélaginu um meint-
an aðstöðumun milli
ríkisháskólanna annars
vegar og sjálfstæðra
háskóla hins vegar.
Þessi umræða snýst um
framlag til rannsókna
sem háskólum á Íslandi
er úthlutað. Eins og
staðan er í dag er Há-
skóli Íslands eini há-
skólinn sem hefur hvort
tveggja rannsóknar- og
kennslusamning við
ríkið meðan aðrir háskólar í landinu
eru eingöngu með kennslusamning. Í
fjárlögum hvers árs er háskólum út-
hlutað ákveðnu fjárframlagi til rann-
sókna sem á að taka mið af kostnaði
áætlaðra rannsókna í hverjum skóla
fyrir sig. Það er við úthlutun þessarra
rannsóknarframlaga sem sjálfstæðu
háskólunum, eins og Háskólanum í
Reykjavík, er gróflega mismunað.
Háskólinn í Reykjavík hefur frá
upphafi lagt mikla áherslu á rann-
sóknir í starfi sínu en öflugt rannsókn-
arstarf er forsenda fyrir alla háskóla
til að þróast og hljóta alþjóðlega við-
urkenningu sem virkar menntastofn-
anir. Með nýsköpun að leiðarljósi hef-
ur Háskólinn í Reykjavík sett á stofn
ýmsar rannsóknarstofnanir og kostað
miklu til að vera í fararbroddi í rann-
sóknum á sínu sviði.
Þrátt fyrir öflugt rannsóknarstarf í
Háskólanum í Reykjavík hafa framlög
til rannsókna frá ríkinu verið í hróp-
andi ósamræmi við umfang rannsókn-
arstarfsins og stærð
skólans. Það virðist vera
sem úthlutun rannsókn-
arframlaga ráðist af
duttlungum starfandi
ráðherra og sé í litlu
samræmi við raunveru-
leikann. Því til stuðnings
má bera saman aukn-
ingu á framlagi ríkisins
til rannsókna við Háskól-
ann á Akureyri annars
vegar og Háskólann í
Reykjavík hins vegar,
samkvæmt fjárlögum
2003 og 2004. Á lokaári
sínu sem mennta-
málaráðherra tókst
Tómasi Inga Olrich að
hækka rannsókn-
arframlag til Háskólans
á Akureyri um 87% með-
an framlag til Háskólans
í Reykjavík stóð í stað.
Eftir þá hækkun mun
Háskólinn á Akureyri
vera með rúmlega fjór-
falt hærra framlag til
rannsókna en Háskólinn
í Reykjavík þrátt fyrir að
Háskólinn í Reykjavík
hýsi fleiri nemendur.
Það er óásættanlegt
að stúdentum sem velja að stunda
nám við Háskólann í Reykjavík sé
mismunað svo stórlega af íslenska rík-
inu.
Undirritaður skorar hér með á ný-
skipaðan menntamálaráðherra Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdóttur að við-
urkenna og mæta þörf Háskólans í
Reykjavík fyrir aukið fjármagn til
rannsókna.
Það er nauðsynlegt að samkeppni á
háskólastigi sé á jafnréttisgrundvelli
til þess að tryggja áframhaldandi vöxt
og fjölbreytni í íslensku háskólalífi.
Jafn réttur til
rannsókna –
Áskorun til mennta-
málaráðherra
Þorsteinn Baldur Friðriksson
skrifar um samkeppni á há-
skólamarkaði
Þorsteinn Baldur
Friðriksson
’Það er óásætt-anlegt að stúd-
entum sem velja
að stunda nám
við Háskólann í
Reykjavík sé
mismunað svo
stórlega af ís-
lenska ríkinu.‘
Höfundur er formaður Visku, félags
stúdenta við Háskólann í Reykjavík.