Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR, sem titlar sig blaða- mann sér ástæðu til að upplýsa undirritaða um að traust í fréttum sé ekki hægt að kaupa. Tilefnið er að ég dró fram þau alkunnu sann- indi að velgengni fjölmiðla, vel- gengni fréttastofa, byggist á trausti milli hlustenda, áhorfenda og þeirra sem segja fréttir. Til- skrifin hefði hann getað sparað sér. Í hartnær þrjá áratugi naut ég góðrar kennslu hjá frétta- mönnum, sem ég gat tekið mér til fyrirmyndar. Þess vegna sagði ég fréttir hjá Fréttastofu Útvarpsins og á fræðslunni sem ég naut þar byggi ég starf mitt hjá Stöð 2 og Bylgjunni. Eitt af því sem þeir kenndu mér, gömlu fréttamenn- irnir á Fréttastofu Útvarpsins, var að bera virðingu fyrir hlust- endum, fólki og fyrir því sem satt er og rétt. Í því ljósi er ekki hægt að taka mark á orðum blaða- mannsins um að fjölmiðillinn, sem ég starfa á nú, sé „þekktur fyrir að setja viðskiptahagsmuni eig- enda sinna í öndvegi og þá einatt á kostnað faglegra sjónarmiða og almannahagsmuna.“ Nýjum fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgj- unnar mislíkar að Páll Vilhjálms- son skuli reyna að gera lítið úr sjálfstæði og vinnubrögðum sam- starfsmanna minna og fréttastof- unnar. Hér leggja sig allir fram, beita faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum og almannahags- munir svo sannarlega í heiðri hafðir. Ég er sannfærð um að hlustendur og áhorfendur eiga eftir að sjá að Páll er einn í heim- inum að þessu leyti. Einn í heimi Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sigríður Árnadóttir NÝR sæstrengur sem tengir Ís- land við Evrópu hefur verið tekinn í notkun. Strengurinn nefnist Fa- rIce og með tilkomu hans hefur ör- yggi í tengingu Ís- lands við umheiminn stóraukist og flutn- ingsgeta tals og gagna til útlanda þús- undfaldast. Hámarks- flutningsgeta FA- RICE verður 720 gígabæt á sekúndu, sem myndi duga til að anna 11 milljón sím- tölum til eða frá land- inu samtímis. FarIce er algjör bylting í samskiptum Íslands við umheim- inn. Hingað til hefur sæstrengurinn CANTAT-3 verið lífæðin okkar og varasamband verið um gervihnött. Nú eru hins vegar til staðar tvær sjálfstæðar ljósleiðaratengingar út úr landinu, þannig að ef annar strengurinn slitnar eða bilar getur hinn strengurinn tekið við. Auk þess er nýi strengurinn af nýrri gerð ljósleiðara og því talsvert öruggari tenging. Fyrir fáeinum árum hefði það ekki þótt koma að sök þó netsam- band lægi niðri í örfáar klukku- stundir. Í dag er Ísland hins vegar orðið netvætt þjóðfélag. Fjar- skiptaumferð Íslendinga við útlönd hefur tvöfaldast á hverju ári und- anfarin ár og stórir hlutar þjóðlífsins eru háðir greiðum netsam- skiptum við umheim- inn. Millilanda- viðskipti, kauphöll verðbréfa, flugumferð- arstjórn og ótal aðrir aðilar treysta á þessa tengingu. Ráðist var í skipu- lega undirbúnings- vinnu við gerð sæ- strengsins í kjölfar skýrslunnar „Stafrænt Ísland“ sem fjallaði um framtíðarþarfir Íslands á band- breidd. Var sú skýrsla unnin í árs- byrjun 2000 á vegum samgöngu- ráðuneytisins og Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið. Þar kom fram að helsti hemillinn á aukna internetnotkun heimila og fyr- irtækja væri kostnaður og að ör- yggið með einum sæstreng væri ekki fullnægjandi. Kröfur um ör- yggi voru að aukast og ný þjónusta Nýr þjóðvegur yfir Atlantshafið Sturla Böðvarsson skrifar um nýjan sæstreng Sturla Böðvarsson DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn nr. 77/ 1998. Geymir það reglur sem nauðsyn- legt er vegna EES- samningsins að setja um störf lögmanna og viðbrögð við því að Háskóli Íslands er ekki lengur eini há- skólinn sem kennir lögfræði til lokaprófs. Í frumvarpinu eru og lagðar til breytingar á skilyrðum þess að hljóta leyfi til mál- flutnings í héraði og fyrir Hæstarétti. Frumvarpið hefur verið í smíðum frá árinu 2001. Um það má margt segja. Á fé- lagsfundi í Lög- mannafélagi Íslands í liðnum mánuði kom fram að félag- ið styður frumvarpið ekki óbreytt, eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins sl. fimmtudag. Fund- urinn skoraði á ráðherra að beita sér fyrir því að frumvarpinu verði breytt og felld úr því mikilvæg efnisákvæði. Stjórn félagsins var falið að skipa nefnd til að huga að nauðsynlegri heildarendurskoðun á lögmannalögum, einkum um fé- lagsaðild og handhöfn lögmanns- réttinda. Lögmannafélag Íslands er skylduaðildarfélag. Í félaginu eru bæði sjálfstætt starfandi lögmenn með skrifstofu opna almenningi, eins og lögskylt er, fulltrúar þeirra og svo vaxandi hlutfall lögmanna sem eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana og fá undanþágu frá skyldunni til að hafa opna skrif- stofu. Miklar breytingar hafa orðið bæði á samsetningu félagsins að þessu leyti og störfum lögmanna undanfarinn áratug eða svo. Oft er vísað til mikilvægis þess að í land- inu starfi sjálfstæð og óháð lög- mannastétt, líkt og hér séu sjálf- stæðir og óháðir dómstólar. Breytingar kalla á að endurskoða þarf lögin um lögmenn, einkum um skylduaðildina, lögmannsréttindin og um eftirlitshlutverkið. Sam- ræma þarf löggjöf okkar því hvernig lögmannsréttinda er aflað í öðrum Evrópulöndum, þannig að lágmarkskröfur séu tryggðar. Félög laganema hafa gert athugasemd- ir við það að frum- varpið gerir ráð fyrir að 6–12 mánaða starfs- reynsla verði skilyrði þess að fá lögmanns- réttindi. Gengið hefur verið svo langt að segja að þessu sé ein- ungis ætlað að tak- marka aðgang að lög- mannastéttinni, og það séu hagsmunir lög- manna. Ég sé ekki hvernig það má vera. Það eru ekki hags- munir lögmanna að þeir séu fáir. Það eru hins vegar hagsmunir almennings að lög- menn, sem hafa leyfi til að flytja mál fyrir dómstólum, hafi tiltekna lágmarksþekkingu og reynslu á sínu sviði. Þetta þykir svo sjálfsagt að í öllum öðrum Evrópulöndum en Íslandi og að hluta til á Spáni er starfsreynsla eftir lagapróf, talin í árum, skilyrði þess að fá lögmannsréttindi, oftast 2 eða 3 ár á lögmannsstofu. Þessi samanburður er okkur því veru- lega í óhag ef við teljum að á bak við lögmannstitilinn eigi að vera einhver lágmarksreynsla. Í frumvarpinu er þetta fyrirhug- aða starfsreynsluskilyrði ekki rök- stutt á annan hátt en að reynslan hafi sýnt að þetta sé nauðsynlegt. Hvorki í ályktunum félaga laga- nemanna né í frumvarpi ráð- herrans er vísað til þess með hvaða hætti lögfræðingar öðlist lögmannsréttindi í nágrannalönd- um okkar, hvað þá af hverju starfsreynsla sé eða sé ekki nauð- synleg íslenskum lögmönnum. Ljóst er að frumvarp ráðherrans kallar á verulegar umræður. Þær eru væntanlega rétt að hefjast. Hagsmunir lögmanna? Sif Konráðsdóttir fjallar um lögmannafrumvarpið Sif Konráðsdóttir ’Ljóst er aðfrumvarp ráð- herrans kallar á verulegar um- ræður.‘ Höfundur er lögmaður. UNDANFARNA daga hefur einn bjórframleiðandi birt auglýsingar í prentmiðlum þar sem sagt er að teg- undin sem auglýst er innihaldi ekki sykur – að einungis lélegur bjór sé framleiddur með sykri. Umræddur bjór- framleiðandi bætir því við að auglýsta teg- undin sé brugguð sam- kvæmt þýska hrein- leikaboðorðinu Reinheitsgebot, en Reinheitsgebot eru lög sem sett voru í Bæjara- landi árið 1516. Allur bjór er búinn til með gerjun kol- vetna. Kolvetnin koma yfirleitt að mestu eða öllu leyti úr möltuðu byggi en einnig eru oft notaðar aðr- ar korntegundir, s.s. maís, hveiti hrísgrjón, rúgur eða sykur. Við gerj- unina tekur gerið upp kolvetnin eða sykrurnar og breytir þeim í kolsýru og alkóhól auk annarra efna, án til- lits til hvaðan kolvetnin komu upp- haflega. Eftir gerjunina innheldur bjórinn því tiltölulega lítið magn af kolvetnum; allar einfaldari sykrur s.s. súkrósi hverfa alveg en flóknari ógerjanlegar sykrur verða eftir. Svo fremi að öll hráefnin séu valin af kostgæfni og þau séu af bestu fáan- legu gæðum breytir það engu fyrir gæði bjórsins hvort í hann er ein- göngu notað byggmalt eða ekki. Það er misskilningur að Rein- heitsgebot hafi eingöngu verið kom- ið á til þess að tryggja gæði bjórs. Í raun voru lögin hluti af skattlöggjöf um bjór („Biersteuergesetz“). Bæ- verska konungsfjölskyldan, sem kom Reinheitsgebot á, hafði einka- rétt á sölu á byggi og vildi tryggja að hagnaður af þeirri sölu héldist. Einnig var hagsmunamál að tryggja að ekki yrði skortur á kornteg- undum eins og hveiti til baksturs. Reyndar var lögunum seinna breytt á þann veg að leyfilegt væri að nota hveiti og einnig sykur í yfirgerjaðan bjór. Þá gilti Reinheitsgebot ekki heldur fyrir bjór framleiddan til út- flutnings. Í dag framfylgja flestir þýskir bjórframleiðendur Rein- heitsgebot sjálfviljugir til að við- halda hefð og skapa bjórum sínum sérstöðu á hörðum samkeppn- ismarkaði. Reinheitsgebotmenn brugga bjórinn sinn aðeins úr byggi, malti og humlum og nota ekki an- doxunarefni. Enginn ætti því að stæra sig af því að brugga sam- kvæmt Reinheitsgebot, nema sú fullyrðing eigi við rök að styðjast. Ef allir bjór- framleiðendur brugg- uðu samkvæmt Rein- heitsgebot væri bjórflóra heimsins mun fátæklegri en hún er í dag. Við gerð margra rómuðustu bjórtegunda heims er Reinheitsgebot ekki fylgt – í raun er ein- ungis lítill hluti bjórs í heiminum bruggaður samkvæmt þessari fornu bæversku hefð. Sé kunnátta og fyrsta flokks hráefni til staðar er hægt að brugga fyrsta flokks bjór og þarf ekki Reinheitsgebot til. Sykur og gerjun Notkun á sykri í bjórgerð hefur tíðk- ast frá aldaöðli og fáránlegt að halda því fram að hún byggist ekki á langri hefð. Hvort sem sykur er notaður eða ekki, tekur framleiðsluferlið jafnlangan tíma. Bjór sem í er not- aður sykur er jafnlengi í framleiðslu og annar bjór. Aðrir þættir, s.s. gerj- unarhitastig, ráða mestu um hversu langan tíma tekur að framleiða bjór. Mjög algengt er að ferlið taki um þrjár vikur, en ýmsa sérbjóra tekur mun lengri tíma að framleiða. Til dæmis er Víking jólabjór tæpar fimm vikur í framleiðslu þar sem hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig sem er einmitt aldagömul þýsk aðferð. Kunnátta og gæði hráefnis eru lykilatriði í framleiðslu bjórs. Sé hvort tveggja til staðar verður af- urðin góð. Allt frá árinu 1937 hafa framleiðendur Viking glatt bjórunn- endur með bragði sem enginn leikur eftir – hvað sem öllu tali um þýskar hefðir og sykurnotkun líður. Satt og logið um bjór Baldur Kárason skrifar um bjórgerð ’Kunnátta og gæði hrá-efnis eru lykilatriði í framleiðslu bjórs.‘ Baldur Kárason Höfundur er bruggmeistari Vífilfells. STÚDENTASTJÓRNMÁLIN, það eru skrýtin stjórnmál. Þau eru í grundvallaratriðum orðræða og gjörðir sem fjalla um að vernda hags- muni nemenda og kjör þeirra. Þessi orðræða hefur orðið til þess að námslán hafa verið tek- in upp og Stúd- entagarðarnir reistir. Hún hefur gert það að verkum að þrýstingur frá stúdentum er met- inn í þjóðfélaginu sem öflugt tæki til að ná fram hinum ýmsu hags- munamálum stúdenta. Þessi þrýstingur hefur af mörgum verið kall- aður slagkraftur og vilja nokkrir þakka baráttu tveggja risa fyrir þennan slagkraft. Röskva og Vaka hafa verið erkifjendur í Há- skóla Íslands í hartnær sextán ár. Oft hafa öflin verið kennd við vinstri eða hægri arma landsmálastjórnmálanna, þó aldrei hafi neitt sannast í því efni. Tímarnir breytast En tímarnir breytast og fylkingar með. Nú má ekki kalla Vöku hægri- sinnaða og Röskvu vinstri og gefnar eru út stefnuskrár sem virðast skrif- aðar af sama fólkinu. Greinarmun- urinn gamli er fokinn út í veður og vind og eftir standa stúdentastjórn- mál sem eru meira kýtingur en sú orðræða sem olli umskiptum í ís- lensku háskólasamfélagi. Sú staða sem stúdentar standa frammi fyrir í dag er alvarleg. Skólagjöld hafa ekki verið útilokuð af nýskipuðum menntamálaráðherra. Inntökutak- markanir í greinar líklegar og aukin samkeppni hefur skapast á markaði háskóla á Íslandi. Samstöðu er þörf, hana hafa gömlu fylkingarnar ekki sýnt í verki. Ný hugsun í skipulagn- ingu og uppsetningu hagsmunabar- áttu stúdenta. Þá hugsun og vilja til samstöðu er að finna í Háskólalist- anum. Sú hugsun, að kannski væri betra að leyfa stúdentum að bjóða fram krafta sína án þess að bindast þeim fylkingum er fyrir voru, þótti stofnendum Háskólalistans fýsilegur valkostur við hin úr sér gengnu fylk- ingaframboð. Einnig er vilji til sam- stöðu mikill innan þessa framboðs. Ein rödd, eitt Stúdentaráð Það er álit okkar sem stöndum að Há- skólalistanum að Stúdentaráð sé vett- vangur sem eigi að tala einni röddu út á við og að í nafni þess sé barist fyrir bættum réttindum og hagsmunum stúdenta, ekki að ákveðnar fylkingar geri slíkt hið sama án samþykkis Stúdentaráðs. Slíkt leiðir til ósam- stöðu og klofnings innan raða stúd- enta. Enginn raunverulegur munur er á milli þessara þriggja framboða til Stúdentaráðs annar en sá að við í Há- skólalistanum viðurkennum áhrifa- mátt einstaklinganna í Háskólanum. Við vitum að með aukinni samstöðu þá munum við hafa meiri áhrifamátt og að með auknum áhrifamætti þá vonandi batnar aðstaða stúdenta til muna. Vinsamlegast standið saman þegar þið kjósið Háskólalistann til áframhaldandi veru í Stúdentaráði. Týndi slagkrafturinn Bragi Skaftason og Drífa Bald- ursdóttir skrifa um stúd- entaráðskosningar ’Sú staða sem stúd-entar standa frammi fyrir í dag er alvarleg.‘ Drífa Baldursdóttir Bragi er heimspekinemi í fyrsta sæti Háskólalistans til Háskólaráðs. Drífa er uppeldis- og menntunarfræðinemi í þriðja sæti Háskólalistans til Há- skólaráðs. Bragi Skaftason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.