Morgunblaðið - 07.02.2004, Side 48

Morgunblaðið - 07.02.2004, Side 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 8. febrúar kl. 14 verður himnatónlistarmessa í Óháða söfnuðinum, þar sem orgelið er farið burtu úr kirkjunni, en verið er að bæta röddum við það og stilla. Í messunni munu hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir spila á flautu og gítar auk Tómasar Tómassonar, bassaleikara Stuð- manna, og Sophie Schoonjans hörpuleikara. Í Biblíunni er talað um flautuleik, gígjuleik og hörpuleik, þannig að þeir, sem ætla sér að hverfa til himnaríkis að lokinni þessari dvöl hér á jörðunni, fá kærkomið tæki- færi til þess að heyra þess háttar jarðneska tónlist, vegna þess að þessi 3 hljóðfæri verða til staðar í himnatónlistarmessunni;) Að vanda er barnastarf á sama tíma og mess- an er, og síðan er endað niðri í safn- aðarheimili, þar sem er varavæting og maul að lokinni messu. Kveðjumessa séra Sigurðar Arnarsonar SÉRA Sigurður Arnarson kveður Grafarvogssöfnuð sunnudaginn 8. febrúar kl. 11 Séra Sigurður hefur þjónað í Grafarvogssöfnuði frá 1. júlí árið 1995 og var fyrsti prest- urinn sem vígður var til Graf- arvogssafnaðar til stafa með sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti sem er fyrsti prestur safnaðarins en hann hóf störf við söfnuðinn árið 1989. Sr. Sigurður heldur nú til Lond- on þar sem hann hefur verið skip- aður í starf sendiráðsprest frá 1. mars næstkomandi. Hann mun þjóna sem prestur Íslendinga í Bretlandi og jafnframt sinna prest- þjónustu meðal Íslendinga á meg- inlandi Evrópu, sem og annast mót- töku og sálgæslu við sjúklinga Tryggingastofnunar sem koma til London til lækninga og eins mun hann sinna störfum fyrir sendiráð Íslands í London og hafa þar starfs- aðstöðu. Í messunni á sunnudaginn mun séra Sigurður prédika og þjóna fyr- ir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni, séra Önnu Sigríði Páls- dóttur og séra Bjarna Þór Bjarna- syni. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Unglingakór og Krakkakór kirkjunnar. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti er Hörð- ur Bragason. Kaffiveitingar verða eftir mess- una og gaman væri að sjá sem flest sóknarbörn og velunnara safnaðar- ins á sunnudaginn klukkan 11. Prestar Grafarvogskirkju. Trúarbragðafræðsla í fjölmenningarsam- félögum Evrópu og hjálparstarf í Mósambík Í FLESTUM ríkjum Evrópu er löng hefð fyrir kennslu kristinna fræða í opinberum skólum. Vegna vaxandi fjölhyggju og fjölmenningar hafa verið uppi kröfur um breytta skip- an trúarbragðafræðslunnar. Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju nk. sunnudag kl. 10 f.h. mun séra Sigurður Pálsson flytja erindi sem hann nefnir: Trúarbragðafræðsla í fjölmenningarsamfélögum Evrópu. Þar verður rætt um ólíkar leiðir sem farnar hafa verið til að mæta umræddum kröfum. Að erindinu loknu verður gefið rúm fyrir fyr- irspurnir. Messa og barnastarf hefst síðan kl. 11. Strax að aflokinni messu verður stuttur fræðslufundur. Fræðslufundurinn er á vegum Áhugahóps innan Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf. Áhugahópurinn stendur fyrir fræðslufundum þrisvar á vetri, að- stoðar við fjáröflun og hvetur til fyrirbænar fyrir kristniboði og hjálparstarfi. Að þessu sinni mun Einar Karl Haraldsson flytja erindi um hjálparstarf Lútherska heims- sambandsins í Mósambík, en Hjálp- arstarf kirkjunnar á Íslandi hefur stutt starfið þar um árabil. Einar Karl er formaður stjórnar Hjálp- arstarfs kirkjunnar og hefur ný- lega kynnt sér starfið í Mósambík af eigin raun. Á fræðslufundinum verður boðið upp á kaffi og brauð, en fundurinn verður í kórkjallara kirkjunnar. Stoppleikhópurinn og Hans klaufi í Seltjarnarneskirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA sunnudaginn 8. febrúar kl. 11. „Hans klaufi“ eftir H. C. And- ersen verður sýndur í leikgerð Stoppleikhópsins. Eggert Kaaber leikari er vel kunnur fyrir frábær- an leik sinn í þeim barnaleikritum sem hann hefur sýnt hér í kirkjunni og enn á ný á hann góðan sprett ásamt Katrínu Þorkelsdóttur. Barnakór Seltjarnarness syngur undir stjórn Vieru Manasek. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði, annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. febrúar, kl. 20. Að þessu sinni mun Guðmundur Pálsson, sem hefur mikla reynslu af félagsmálastarfi með skátum, flytja hugleiðingu sem hann nefnir: Hver er ég? Einn mikilvægasti þátturinn í andlegu heilbrigði hvers ein- staklings er fólginn í því hvernig hann skilgreinir sjálfan sig sem persónu, hver hann er, hvað hann er og hvernig honum tekst að tak- ast á við þau hlutverk sem hann gegnir í daglegu lífi. Þess má geta að Guðmundur Pálsson hefur leikið á bassa með hljómsveit kirkjunnar um árabil. Að venju mun Örn Arn- arson ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar leiða söng. Að lokinni kvöldvöku verður svo boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Kvöldmessa í Laugarneskirkju ÞÆR ERU ólíkar flestu Kvöldmess- urnar í Laugarneskirkju, sem haldnar eru annan sunnudag hvers mánaðar kl. 20.30. Þar ómar djass- inn í bland við Guðsorð og bænir og kór Laugarneskirkju leiðir söfn- uðinn í gospelsöng. Djasskvartett- inn skipa að þessu sinni Gunnar Gunnarsson á píanó, Sigurður Flosason á saxófón, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Jón Rafns- son á kontrabassa. Í kvöld mun Laufey Geirlaugsdóttir syngja ein- söng, en sr. Bjarni Karlsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Að messu lokinni er boðið til fyr- irbæna við altarið og einnig bíður messukaffi heitt og ilmandi í safn- aðarheimilinu allra sem hafa lyst á meira samfélagi. Athugið að djass- inn hefst í húsinu kl. 20, svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Lofgjörð í Hjallakirkju Á SUNNUDAG kl. 11 verður lof- gjörðarguðsþjónusta með Þorvaldi Halldórssyni tónlistarmanni. Þor- valdur er söfnuðinum vel kunnur því einu sinni í mánuði heimsækir hann okkur í guðsþjónustu og leiðir léttan og skemmtilegan söng. Sr. Sigfús Kristjánsson leiðir stundina. Í barnaguðsþjónustu eftir hádegi kl. 13 kemur Tóta trúður í heimsókn og skemmtir börnunum. Þá verða orgeltónleikar kl. 20 með Marteini H. Friðrikssyni, dómorg- anista, en á tónleikunum verða að- eins leikin verk eftir J.S. Bach. Allir eru hjartanlega velkomnir. Náttúrufræðisamkoma í KFUM og KFUK DR. BJARNI Guðleifsson, nátt- úrufræðingur hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins á Möðruvöllum, verður gestur KFUM og KFUK á samkomunni 8. febrúar kl. 17. Hann mun halda fyrirlestur um moldina í máli og myndum og halda síðan hugvekju í tengslum við efn- ið. Bjarni hefur séð um samkomur með þessu sniði undanfarin ár við mjög góðan orðstír. Einnig verður viðtal við Jarle Reiersen dýralækni, sem er á meðal helstu sérfræðinga heimsins í baráttunni gegn kam- fýlóbakter-sýkingum. Allir eru hjartanlega velkomnir, ekki síst náttúruunnendur. Barnastarf í ald- ursskiptum deildum fer fram á meðan samkoman stendur yfir og hægt er að kaupa heitan mat á vægu verði að henni lokinni. Einnig verður fjölbreytt úrval kristilegra bóka á boðstólum. Himnatónlist- armessa í Óháða söfnuðinum Morgunblaðið/Ingó Á MERKUM tímamótum er gott að líta yfir farinn veg og þá er lag til þess að horfa til framtíðar og setja sér ný og göfug markmið. Í ár eru 100 ár liðin frá því að við Íslendingar fengum framkvæmd- arvaldið inn í landið og er það vissulega merk- ur áfangi. Þótt okkar stjórnskipulag sé um margt gott og lýðræð- islegt þá tel ég þó stöðu þjóðþingsins vera veik- ari en til stóð í upphafi og verðugt verkefni að huga að stöðu þess í til- efni af þeim tímamót- um sem við stöndum á í dag. Þessi veika staða hefur birst í því að eft- irlitshlutverk þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu er nánast óvirkt og ráðherraábyrgð varla nema orðin tóm. Slík staða er óæskileg fyrir lýðræðið og við henni þarf að bregðast. Ráðherraábyrgð og þingeftirlit Samkvæmt þingræðisreglunni ræður meirihluti Alþingis því í raun og veru hverjir gegna ráðherraembættum og má segja að þeir séu þannig trún- aðarmenn Alþingis. Ráðherrum ber skylda til að sækja þingfundi, þeir eiga að standa þinginu skil á gjörðum sínum með því að svara fyrirspurnum og gefa skýrslur. Þeir þurfa að gera þinginu grein fyrir stjórnarstefnunni ef eftir henni er innt og gera þannig skil á ráðsmennsku sinni. Njóti þeir ekki lengur stuðnings þingsins geta þeir átt á hættu aðfinnslur þess og jafnvel vantraust og missi ráðherra- dóms. Þessi ábyrgð gagnvart þinginu er pólitísks eðlis og ekki er kveðið beinlínis á um hana í lögum. Auk póli- tískrar ábyrgðar ráðherra er fjallað í sérstökum lögum um lagalega ábyrgð ráðherra (refsi- ábyrgð) en á þau lög hefur aldrei reynt síðan þau voru fyrst sett árið 1904. Í doktorsritgerð Jens Peter Christensens prófessors við Árósahá- skóla er fjallað um ráð- herraábyrgð sam- kvæmt dönskum rétti. Þótt framkvæmdin hafi verið með ólíkum hætti í Danmörku og á Ís- landi þá eru viðmiðin að miklu leyti hin sömu. Jens Peter segir í ritgerð sinni að grundvöllur hinnar pólitísku ábyrgð- ar hafi verið nokkuð skýrt afmark- aður í því hvernig þingið hefur í reynd látið á hana reyna og þá oft á grundvelli eftirlitsnefnda þingsins á borð við þær sem 39. gr. íslensku stjórnarskrárinnar heimilar. Slíkar nefndir hafa svo sent frá sér álit m.a. um innihald pólitískrar ráðherra- ábyrgðar og um þær og starfshætti þeirra hafa Danir nýlega sett sérstök lög. Slík rannsókn var til að mynda gerð í Tamílamálinu svokallaða, raunar þá unnin af rannsóknardóm- ara. Hún olli síðar afsögn Poul Schlu- ters forsætisráðherra vegna embætt- isfærslna Erik Ninn-Hansen dómsmálaráðherra. Reyndar hafði Ninn-Hansen hætt ráðherradómi þegar þingið tók málið til skoðunar en það aftraði ekki þinginu frá því að sinna skyldu sinni og láta fara ofan í saumana á því sem gerðist. Dómsmál voru að auki höfðuð gegn Ninn- Hansen og nokkrum embætt- ismönnum. Hér á landi hefur ekki verið starfandi eftirlitsnefnd á grund- velli 39. gr. stjórnarskrárinnar síðast- liðna hálfa öld. Ábyrgð einstaklinga – ábyrgð þjóðþingsins Meðferð Tamílamálsins í Danmörku og fleiri slíkra mála sýnir það svart á hvítu að eitt er hugsanleg refsi- ábyrgð ráðherra eða annarra ein- staklinga sem í hlut eiga og annað er það hver ábyrgð þjóðþinganna er á að sinna eftirlitshlutverki sínu gagn- vart framkvæmdarvaldinu. Það hefur nokkuð skort á það í umræðu hér á landi að þessir þættir séu aðgreindir, ábyrgð einstaklinganna sem í hlut eiga annars vegar og eftirlitshlutverk Alþingis hins vegar. Þegar umræða hefur hafist um það hvort rétt sé að setja á stofn eftirlitsnefnd á grund- velli 39. gr. stjórnarskrárinnar lýsa andstæðingar slíkra hugmynda jafn- an yfir furðu yfir því að setja eigi á stofn einhvers konar rannsóknarrétt þingmanna. Það hefur verið fullyrt að slíkar nefndir muni einungis vera pólitískur leðjuslagur og engum til gagns. Þetta er fráleitur málflutn- ingur og það er sorglegt að ekki skuli ríkja meiri skilningur á hlutverki eft- irlitsefnda en raun ber vitni á Alþingi Íslendinga. Hlutverk þeirra er ekki að kveða upp úr með sekt eða sak- leysi einstaklinga eða hugsanlega refsiábyrgð, það hlutverk er dóm- stólum að sjálfsögðu falið eða Lands- dómi. Eftirlitsnefndir eiga að skoða pólitísku ábyrgðina, að gæta góðra stjórnarhátta og gera úrbætur. Víða hefur vinna þeirra reynst nauðsyn- legur grundvöllur þess að hægt sé að átta sig á því hvar pólitísk ábyrgð liggur, hvað hafi brostið í kerfinu og hvernig megi úr bæta. Ólík stjórnarmynstur hafa áhrif Það hafa margir reynt að ráða í hvers vegna þessi þáttur lýðræðisskipulags okkar, eftirlitshlutverk þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu, hef- ur þróast með svo ólíkum hætti hér og á Norðurlöndum. Einkum er þetta áhugavert í ljósi þess að einmitt þangað höfum við Íslendingar sótt okkar fyrirmyndir. Líklegt er að ólík stjórnarmynstur ráði miklu um en á Norðurlöndum er löng hefð fyrir minnihlutastjórnum en hér á landi hafa meirihlutastjórnir verið allsráð- andi. Minnihlutastjórnir hafa alið af sér hefð fyrir samráði en hefðin hér á landi hefur leitt til þess að meirihlut- inn telur það helstu skyldu sína að tryggja framgang stjórnarfrum- varpa. Meirihlutinn sem situr hverju sinni hefur staðið vörð um sjálfan sig og þingið hefur ekki þróast sem öflug eftirlitsstofnun gagnvart fram- kvæmdarvaldinu. Forsetar þingsins sitja í skjóli meirihluta hverju sinni og hafa því miður ekki lagt á það áherslu að skapa þinginu aukið sjálf- stæði gagnvart ríkisstjórninni. Í Danmörku eru forsetar fyrst og síð- ast kjörnir sem trúnaðarmenn þings- ins sem stofnunar og þeir sitja gjarn- an áfram í embætti þótt flokkurinn þeirra fari í minnihluta. Staða þeirra til þess að standa vörð um sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmd- arvaldinu er þannig ólíkt sterkari en hér. Stöðu Alþingis þarf að styrkja Lýðræðið hér á landi er gott en við eigum stöðugt að vera vakandi fyrir þróun þess. Eitt af því sem brýnt er að skoða er staða Alþingis í stjórn- skipaninni og hana þarf að efla. Það væri til mikilla bóta að gera eftirlits- hlutverk þingsins virkara og ráð- herraábyrgðina sömuleiðis. Endur- skoða mætti frá grunni lagareglur um ráðherraábyrgð eins og lagt er til í skýrslu nefndar forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórnvalda. Sú nefnd skilaði af sér tillögum fyrir nokkrum árum. Að auki þyrfti að rýmka heimildir þingmanna til að krefjast þess að komið sé á fót rann- sóknarnefndum þingsins , t.d. með því að gera minnihluta Alþingis kleift að grípa til úrræðis 39. gr. stjórn- arskrárinnar þar um. Staða Alþingis myndi styrkjast verulega við slíkar breytingar og þinginu þannig betur tryggður hinn veglegi sess sem æðsta stofnun íslenska ríkisins. Hugleiðing um Alþingi á 100 ára heimastjórnarafmæli Bryndís Hlöðversdóttir fjallar um heimastjórnarafmælið ’Lýðræðið hér á landier gott en við eigum stöðugt að vera vakandi fyrir þróun þess. ‘ Bryndís Hlöðversdóttir Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.