Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 49
MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 49
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Gítarleikari Aðalheiður Margrét Gunn-
arsdóttir, organisti Kári Þormar, prestur sr.
Þórhildur Ólafs. Messa kl. 14 :00. Alt-
arisganga. Einsöngur Anna Hafberg. Kór
Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar.
Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kirkjubíllinn ek-
ur. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir
messu.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00.
Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyr-
ir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.
14:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju
syngja. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Heitt á
könnunni eftir messu.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór-
inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið-
riksson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í
umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna og
unglinga úr æskulýðsstarfi safnaðarins.
Guðsþjónusta kl. 11. Samskot til kirkju-
starfsins. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó-
hannsson.
GRUND, DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM-
ILI: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti
Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl.
10:00. Sr. Sigurður Pálsson ræðir um efn-
ið: Trúarbragðafræðsla í fjölmenning-
arsamfélögum í Evrópu. Messa og barna-
starf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson
þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hró-
bjartssyni. Barnakór Hallgrímskirkju syng-
ur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjóns-
dóttur. Organisti Hörður Áskelsson. Strax
að lokinni messu verður fræðslufundur í
kórkjallara á vegum áhugahóps innan Hall-
grímskirkju um kristniboð og hjálparstarf.
Einar Karl Haraldsson flytur erindi um
hjálparstarf Lútherska heimssambands-
ins í Mósambík. Tónleikar Listvinafélags
Hallgrímskirkju kl. 17:00 haldnir í sam-
vinnu við
Myrka músíkdaga.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta
kl. 13.00. Umsjón Ólafur Jóhann Borg-
þórsson.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
HRINGBRAUT: Guðsþjónusta kl. 10:30.
Sr. Ingileif Malmberg. FOSSVOGUR: Guðs-
þjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinnur Þorleifs-
son. LANDAKOT: Guðsþjónusta kl. 11:30.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa og barnastarf kl. 11.
Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Organisti Jón Stefánsson. Steinunn
Skjenstad syngur einsöng. Félagar úr Kór
Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið
hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með
Ágústu og Þóru Guðbjörgu í safnaðarheim-
ilið. Kaffisopi eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju
syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar
organista. Hildur Eir Bolladóttir, Heimir
Haraldsson og Þorvaldur Þorvaldsson
stýra sunnudagaskólanum, en sr. Bjarni
Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson með-
hjálpari þjóna að messunni ásamt fulltrú-
um frá Lesarahópi kirkjunnar og nokkrum
fermingarbörnum. Messukaffi. Kvöld-
messa kl. 20:30. Djasskvartett Gunnars
Gunnarssonar leikur, Kór Laugarneskirkju
syngur. Sr. Bjarni Karlsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Sigurbirni Þorkels-
syni meðhjálpara. Fyrirbænir við altarið að
messu lokinni og messukaffi í safn-
aðarheimlinu. Athugið að djassinn hefst í
húsinu kl. 20:00, svo að gott er að koma
snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Prestur sr. Frank M. Hall-
dórsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur,
brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina
og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safn-
aðarheimilinu eftir messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11:00. Sagan um Hans klaufa
eftir H.C. Andersen verður sýnd í leikgerð
Stoppleikhópsins. Leikarar eru þau Eggert
Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Barnakór
Seltjarnarness syngur undir stjórn Vieru
Manasek. Organisti er Pavel Manasek.
Leiðtogar barnastarfsins hafa umsjón
með stundinni. Sr. Arna Grétarsdóttir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Himnatónlist-
armessa kl. 14:00. Barnastarf á sama
tíma. Gísli Helgason flautuleikari, Herdís
Hallvarðsdóttir gítarleikari, Tómas Tóm-
asson bassaleikari og Sophe hörpuleikari
leika undir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Prestar og sunnudagaskóla-
kennarar sameina krafta sína í kirkjunni.
Sögur, brúður og mikill söngur, allt krefst
þetta virkrar þátttöku allra sem mæta.
Hvetjum börnin til að fjölmenna með for-
eldrum, frændum, frænkum, ömmum og
öfum. Kaffi, djús og kex í notalegu sam-
félagi í boði eftir stundina. Velkomin í Ár-
bæjarkirkju á sunnudaginn. Prestar og
sunnudagaskólakennarar.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00. Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar
Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Kaffi-
sopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju
B-hópur. Sunnudagaskóli á neðri hæð
kirkjunnar á sama tíma. Léttar veitingar í
safnaðarsal að messu lokinni. (500 kr.)
Kvöldsamkoma með Þorvaldi Halldórssyni
kl. 20.30. (Sjá:nánar:www.digra-
neskirkja.is.)
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11:00 í umsjón sr. Guð-
mundar Karls Ágústssonar og Elfu Sifjar
Jónsdóttur. Sunnudagaskólabörn verða í
kirkjunni alla guðsþjónustuna. Organisti:
Lenka Mátéová. Barnakórar kirkjunnar
syngja undir stjórn organista og Þórdísar
Þórhallsdóttur. Meðhjálpari: Jóhanna
Freyja Björnsdóttir. Kaffi og svaladrykkur í
safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.
Rúta ekur um hverfið í lokin.
GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00 í
Grafarvogskirkju. Séra Sigurður Arnarson
kveður söfnuðinn áður en hann heldur til
starfa 1. mars sem skipaður sendiráðs-
prestur í London. Séra Sigurður Arnarson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra
Vigfúsi Þór Árnasyni, séra Önnu Sigríði
Pálsdóttur og séra Bjarna Þór Bjarnasyni.
Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Ung-
lingakór og Krakkakór Grafarvogskirkju,
stjórnandi er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Org-
anisti er Hörður Bragason. Kaffiveitingar
eftir messu. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00
í Grafarvogskirkju. Umsjón Sigga Helga og
Bryndís. Organisti er Gróa Hreinsdóttir.
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borg-
arholtsskóla. Umsjón Kolla og Signý. Und-
irleikari er Guðlaugur Viktorsson.
HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor-
valdur Halldórsson tónlistarmaður leiðir
léttan og skemmtilegan söng. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13. Tóta trúður kemur í heim-
sókn og skemmtir börnunum. Org-
eltónleikar kl. 20. Marteinn H. Friðriksson
dómorganisti leikur verk eftir J.S. Bach.
Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag
kl. 12. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11.00. Börn úr barnastarfi kirkj-
unnar taka virkan þátt í guðsþjónustunni
og krakkar úr 6. og 7. bekk Kársnesskóla
syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur
kórstjóra. Hljóðfæraleik annast: Guðrún
Mist Sigfúsdóttir og Viktor Árnason sem
leika á fiðlur, Þorkell Helgi Sigfússon sem
leikur á selló og Örn Ýmir Arason sem spil-
ar á kontrabassa. Sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
LINDASÓKN Í KÓPAVOGI: Guðsþjónusta í
Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer
fram í kennslustofum meðan á guðsþjón-
ustu stendur. Kór Salaskóla syngur undir
stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur. Kór
Lindakirkju sér um safnaðarsöng. Sr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar.
Allir velkomnir.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Hressandi söngur, lifandi samfélag.
Barnakórinn syngur. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkjukór
Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón
Bjarnason.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn
verður í Álftanesskóla sunnudaginn 8.
febrúar kl. 11:00. Leiðbeinendur Kristjana
og Ásgeir Páll. Mætum vel. Fjölskylduguðs-
þjónusta í Bessastaðakirkju kl. 14:00. Kór
kirkjunnar, Álftaneskórinn, leiðir almennan
safnaðarsöng. Yngri barnakór Álftanes-
skóla kemur fram undir stjórn Svövu Mar-
íu. Barn borið til skírnar.
Organisti: Hrönn Helgadóttir.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött
til að mæta vel.
Við athöfnina þjóna sr. Hans Markús Haf-
steinsson og Gréta Konráðsdóttir djákni.
Þeim sem óska er boðið að hringja í Erlend
og Auði í síma 565-0952, til að fá keyrslu í
boði Bessastaðasóknar.
Prestarnir.
GARÐASÓKN:
Guðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudag-
inn 8. febrúar kl. 11:00.
Kór kirkjunnar leiðir almennan safn-
aðarsöng. Sunnudagaskólinn, yngri og
eldri deild, á sama tíma í kirkjunni.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött
til að mæta vel. Við athöfnina þjónar sr.
Hans Markús Hafsteinsson. Organisti: Jó-
hann Baldvinsson. Að lokinni guðsþjón-
ustu: „Erindi um biblíulega íhugun í Vídal-
ínskirkju.“ Kl. 12:15 mun sr. María
Ágústsdóttir héraðsprestur flytja stutt er-
indi um biblíulega íhugun í safnaðarheimili
kirkjunnar. Að loknum flutningi gefst tæki-
færi til spurninga og umræðna.
Við sama tækifæri mun Kvenfélag Garða-
bæjar vera með léttan málsverð fyrir kirkju-
gesti, í boði sóknarnefndar Garðasóknar.
Fræðslunefnd Vídalínskirkju stendur að
undirbúningi fræðsluerindis. Prestarnir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð-
sþjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og
fullorðna. Friðrik Schram kennir. Jóhanna
Brynja verður skírð og boðið til veislu á eft-
ir. Samkoma kl. 20.00. Fjölbreytt efni í
umsjá eins heimahóps kirkjunnar. Þáttur
kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýnd-
ur á Ómega kl. 13.30.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Bibl-
íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma á morgun kl. 16.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl.
19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð-
issamkoma.. Umsjón Elísabet Daníels-
dóttir. Mánudagur kl. 15 heimilasamband.
Fanney Sigurðardóttir talar. Allar konur vel-
komnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Samkoma kl. 14.00. Sigrún Ein-
arsdóttir talar. Lofgjörð og
fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára
og 7–12 ára á samkomutíma.
Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru
hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar
á www.kefas.is.
Fríkirkjan Kefas við Vatnsendaveg
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl.
17:00: „Undursamleg eru verk þín“ – nátt-
úrufræðisamkoma í umsjá Bjarna Guð-
leifssonar, rætt verður við Jarle Reiersen á
samkomunni. Undraland fyrir börnin með-
an á samkomunni stendur. Matur á fjöl-
skylduvænu verði eftir samkomuna. Verið
öll hjartanlega velkomin.
FÍLADELFÍA:
Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumað-
urSheila Fitzgerald. Mikil lofgjörð í umsjón
Gospelkórs Fíladelfíu. Fyrirbæn í lok sam-
komu. Barnakirkja á sama tíma.
Miðvikudaginn 11. febrúar kl. 18:00–
20:00 er fjölskyldusamvera með léttri mál-
tíð. Allir hjartanlega velkomnir.
Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00.
filadelfia@gospel.is www.gospel.is.
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA:
Laugardaginn 7. febrúar:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Lokað – Sameiginlegt í Loftsalnum
Hafnarfirði.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Sameiginleg guðsþjónusta hér í dag.
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla hefst kl.
11:00. Ræðumaður: Björgvin Snorrason.
Sameiginleg máltíð eftir guðsþjónustu og
biblíufræðsluna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40,
Selfossi. Lokað – Sameiginlegt í Loftsaln-
um, Hafnarfirði.
Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík. Lokað – Sameiginlegt í Loftsaln-
um, Hafnarfirði.
Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10:00.
Hlíðardalsskóli – Ölfusi. Æskulýðshelgi
frá föstudegi til sunnudags. Ræðumaður:
Harald Giesebrecht frá Noregi.
VEGURINN: Lækningadagar kl. 10:00 til
15:00, fullbókað. Fjölskyldusamkoman
fellur niður vegna lækningadaga en í henn-
ar stað er ferð á skíðasvæði Víkings. Lagt
verður af stað frá Veginum kl. 11:00. Allir
velkomnir, taka með skíði, bretti, snjóþot-
ur og nesti. Bænastund kl. 19:30.
Samkoma kl. 20:00, Högni Valsson pre-
dikar, gestir frá Gídeonfélaginu, lofgjörð,
fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í
kaffisalnum.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Messa á ensku kl. 18.00.
Alla virka daga: Messa kl. 18.00.
Á laugardögum: Barnamessa kl. 14.00 að
trúfræðslu lokinni. Kirkjan er öllum opin á
daginn frá kl. 8.00 til 18.30.
Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga kl. 20.00.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30.
Miðvikudaga: Messa kl. 18.30.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
8.30.Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.00.
Alla fimmtudaga: Rósakransbæn kl.
20.00.
Akranes, kapella Sjúkrahúss Akraness:
Messa sunnudaginn 8. febrúar kl. 15.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7:
Alla virka daga: Messa kl. 18.30.
Sunnudaga: Messa kl. 10.00.
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00.
Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja,
Hrafnagilsstræti 2:
Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu-
daga: Messa kl. 11.00.
REYNIVALLAKIRKJA Í KJÓS:
Guðsþjónusta kl. 14.
Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl.
11 f.h. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sér
um stundina.
Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
11:00 Biblíu-sunnudagaskóli í Landa-
kirkju. Við skoðum tölvubiblíuna í Safn-
aðarheimilinu ásamt gömlum útgáfum af
hinni helgu bók, en að vanda hefjum við
daginn í kirkjunni. Mikill söngur, bibl-
íusaga, biblíukerti og brúðuheimsókn.
Hvað segir rebbi refur í dag? Fjölmennum í
kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson
og barnafræðararnir. Kl. 14:00 Messa í
Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir
stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Ferm-
ingarbörn lesa ritningarlestra og við göng-
um að borði Drottins. Prestur sr. Þorvaldur
Víðisson. Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í
Safnaðarheimili Landakirkju hjá Æsku-
lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Esther
Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ás-
björnsson og leiðtogarnir.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11.00. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti: Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu kl. 13.00.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11.00. Barnakórinn kem-
ur í heimsókn og syngur undir stjórn Helgu
Loftsdóttur. Hljómsveit leiðtoga leikur. Far-
ið verður í leiki, sungið og sagðar sögur.
Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á
popp(korn) handa öllum kirkjugestum í
safnaðarheimilinu. Rúta fer frá Hvaleyr-
arskóla kl. 11.00 og heim aftur kl. 12.10.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna-
guðsþjónusta kl. 11:00. Skemmtileg
stund fyrir alla fjölskylduna. Tónlistarguðs-
þjónusta m. djassívafi kl. 14:00. Ómar
Guðjónsson (gítar), Óskar Guðjónsson
(saxófónn) og Davíð Þór Jónsson (orgel)
leika fjölbreytta og fallega djasstónlist.
www.vidistadakirkja.is.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma
kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera
og Skarphéðinn.
Kvöldvaka kl. 20. Guðmundur Pálssonar
skátaforingi flytur hugleiðingu sem hann
nefnir „Hver er ég?“ Örn Arnarson ásamt
hljómveit og kór Fríkirkjunnar leiðir tónlist
og söng. Kaffiveitingar í safnaðarheimili
að lokinni kvöldvöku.
ÁSTJARNARSÓKN: Í samkomusal Hauka
á Ásvöllum: Barnaguðsþjónusta á sunnu-
dögum kl. 11.00. Kaffi, djús og meðlæti á
eftir. Ponzý-unglingastarf á mánudögum kl.
20.00–22.00.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla alla laugardaga kl. 11.15–
12.00. Messa í Kálfatjarnarkirkju sunnu-
daginn 8. febrúar kl. 14.00. Altarisganga.
NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Börn sótt að safnaðarheimili kl. 10.45.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Natalíu Chow Hewlett organista. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón Ástríður Helga
Sigurðardóttir sóknarprestur og Natalía
Chow Hewlett.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta/sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ferming-
arbörn aðstoða og lesa lestra dagsins.
Foreldrar fermingarbarna eru hvattir til að
sækja guðsþjónustuna með þeim. 1.
sunnudagur í níuviknaföstu: (altarisganga)
Jer. 9.23–24, 1. Kor. 9.24–27, Matt.
20.1–16. Prestur: sr. Helga Helena Stur-
laugsdóttir. Kór Keflavíkurkirkju leiðir
söng. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifs-
son. Meðhjálpari Leifur Ísaksson. Kirkju-
kaffi eftir messu. Sjá Vefrit Keflavík-
urkirkju: keflavikurkirkja.is
BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.15. Messa kl. 14. Að lokinni messu
verður kaffi í safnaðarheimilinu. Nýr flygill
tekinn í notkun. Sóknarprestur.
HNÍFSDALSKAPELLA: Sunnudagaskóli kl.
13:00.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og kirkju-
skóli kl. 11:00. Kór Ísafjarðarkirkju syngur.
Sr. Stína Gísladóttir.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn
Steinar Sólbergsson.
Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í kirkju, svo í
Safnaðarheimili.
ÆFAK kl. 20.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera í safn-
aðarsal kl. 11, messað í Lögmannshlíð-
arkirkju kl. 14, sr. Arnaldur Bárðarson
þjónar. Félagar úr kór Glerárkirkju. Org-
anisti: Hjörtur Steinbergsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11
Fjölskyldusamkoma. Ánægjuleg stund fyrir
alla fjölskylduna. Allir velkomnir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl.
16:30 er vakningasamkoma. Söngur, líf-
leg þátttaka og frábært Guðsorð.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Börn sem verða fimm ára á árinu heið-
ursgestir. Barnakór kirkjunnar leiðir söng-
inn undir stjórn Torvalds Gjerde. 9. feb.
(mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. Sókn-
arprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
kl. 11.00. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, sunnu-
dagaskólinn á sama tíma, léttur hádeg-
isverður að messu lokinni. Morguntíð
sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffi-
sopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudag
kl. 11:00 til 12:00. Æskulýðsfundur mið-
vikudag kl. 20:00. Kirkjuskóli í Vallaskóla
útistofu no. 6 fimmtudag kl. 13:30.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00, guðsþjónusta kl. 14.00.
Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Orgelstund kl.
17:00 sunnudaginn 8. febrúar, Jörg E.
Sondermann leikur fjölbreytta orgeltónlist.
Prestur sr. Baldur Kristjánsson.
ÁSSÓKN Í FELLUM: Kvöldmessa í Kirkju-
selinu kl. 20:30, kaffi á eftir messu. Allir
velkomnir. Sunnudagaskólinn er í Kirkju-
selinu kl. 11:00 og verða fimm ára börn
boðin sérstaklega velkomin. Mömmu-
morgnar eru í Kirkjuselinu alla þriðjudaga
kl. 10–12 og Alfanámskeið á miðvikudags-
kvöldum kl. 19–22.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta verður fyrir allt prestakallið kl.
11:00. Skemmtilegir söngvar fyrir alla fjöl-
skylduna. Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarprestur.
Guðspjall dagsins:
Verkamenn í víngarði.
(Matt. 20)
Morgunblaðið/Ómar