Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 51 ✝ Guðni ÞórarinnSigurðsson frá Ási í Vopnafirði fæddist 6. október 1926. Hann lést 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorbjörn Sveinsson, f. 16 júlí 1892 á Hákonar- stöðum í Jökuldal, d. 2 september 1978, símamaður og bóndi, og Katrín Ingibjörg Pálsdótt- ir, f. 2. júní 1891 í Víðidal á Fjöllum, d. 28 apríl 1978, ljósmóðir og hús- freyja. Einnig lærði Ingibjörg karlmannafatasaum. Guðni Þór- arinn var alltaf kallaður Tóti. Hann átti fjögur systkini. Þau eru: Pála Margrét, f. 14. jan. 1921, d. 21. jan. 1994, gift Ás- mundi Jakobssyni skipstjóra frá Neskaupstað, f. 25. des. 1914, d. 14 nóv. 1974; Svava, f. 22. des. 1921, gift Valtý Þórólfssyni frystihús- og sláturhússtjóra hjá K.H.B. á Reyðarfirði, f. 19. ág. 1919, d. 31. des. 1983; Sveinn, f. 12. júní 1925, d. 24. nóv. 1997, Haukur Mýrdal. 2) Einar, f. 4. júní 1959, sambýliskona Sigríður Ró- bertsdóttir, f. 21. febr. 1958. Son- ur þeirra er Leó Aðalsteinn, f. 11. febr. 1991. Synir Siddýjar er Skarphéðinn, Róbert Jóhannes og Sigmundur Viktor. 3) Alla Sig- urbjörg, f. 18 sept. 1960. Sam- býlismaður hennar Jón Svansson, f. 13. okt. 1958, sjómaður og meindýraeyðir. Börn þeirra eru Guðbjörg Lilja, f. 7. mars. 1986, Guðni Þór, f. 8. jan. 1988, Sindri, f. 18. jan. 1995, og Mikael, f. 29. des. 2001. 4) Friðrikka Guðný, f. 25. jan. 1964. Sambýlismaður hennar er Peter Fared, f. 18. jan. 1968. Synir Friðrikku eru: Auð- unn Þórarinn, f. 23. sept. 1987, og Hjörtur, f. 29. des 1992. Börn Pet- ers eru Tina og Jymmi. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Tóti og Lilja í Ási ásamt bræðrum Tóta og fjölskyldum þeirra. Her- bergjunum var skipt niður og höfðu þau tvö herbergi. Annað var innréttað sem eldhús og hitt var svefnherbergið þeirra. Tóti og Lilja voru í Vestmannaeyjum þegar Karólína fæddist. Þau voru svo í Reykjavík eftir áramót næsta vetur og bjuggu þau hjá Pálu og Ása á Nesvegi 66. Árið 1960 fluttu þau í Miðtún. Útför Tóta verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kvæntur Steindóru Sigurðardóttur frá Miðhúsum í Eiða- þinghá, f. 13. mars 1932; Stefán Aðal- steinn, f. 12. júní 1925, kvæntur Stef- aníu Sigurðardóttir frá Galtarhrygg í Mjóafirði við Ísa- fjarðardjúp, f. 22. júlí 1925, d. 13. ág.1968. Tóti kvæntist Lilju Aðalsteinsdóttir frá Svalbarði á Djúpa- vogi 2. júní 1957. For- eldrar Lilju voru: Að- alsteinn Stefán Pálsson, f. 5. mars 1888 á Mel í Tunguheiði, d. 18. des. 1961, og Karólína Auðuns- dóttir f. 24. júlí 1893 á Eiríksstöð- um í Fossárdal, d. 12. des. 1978. Tóti og Lilja eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Karólína, f. 26. jan. 1958. Sambýlismaður hennar er Sigursteinn Mýrdal, f. 6. jan. 1956, skrifstofumaður. Dóttir Karólínu er Ellen, f. 3. sept. 1983. Sambýlismaður hennar Örvar Snær Óskarsson, f. 25. maí 1981. Barn þeirra er Breki, f. 12. jan. 2003. Sonur Sigursteins er Óli Tóti föðurbróðir minn fæddist í Ási, sem þá stóð í Framtíðarvík. Húsið var fært vegna ágangs sjávar utar í kauptúnið. Tóti var þá á fyrsta ári. Það var ekki langt niður að sjónum þar sem Ás var eftir að húsið var flutt, þannig að frá móð- urkviði ólst Tóti upp í nálægð við hafið. Tóta fannst gott að fara í búrið hjá mömmu sinni að fá sér kökur og fékk hann viðurnefnið „Búri“ hjá fjölskyldunni. Eitt sinn þegar við pabbi komum í heimsókn til Tóta inn á Sundabúð rifjuðum við upp þessa skemmtilegu minningu við starfsstúlkurnar og okkur var svar- að að Tóta þætti kökurnar ennþá mjög góðar. Margar skemmtilegar minningar eru um Tóta frá því hann var strák- ur. Hann var svo fljótfær þegar eitthvað var að gerast og lýsingar hans á atburðunum voru hreint ótrúlegar. Alli rifjar upp gamlar minningar um Tóta og þeim er lýst hér: „Þegar við vorum strákar þá eitt sinn fórum við niður í fjöru og ætl- uðum að fara inn í bæ að sjá skip sem var inni á skipalegunni. Við gengum inn með bökkunum og þá sáum við svo mikið af burnirótum að ég fór að klifra upp bakkann. Þegar ég var kominn efst upp í bakkann steyptist ég á hausinn og datt niður í grjótið. Þegar ég reis upp eftir fallið sagði Tóti: „Það sést inn í hausinn á Alla bróður.“ Auga- brúnin var sprungin og lafði niður. Ég svaraði: „Já, þetta er nú ekki mikið, læknirinn getur ábyggilega læknað þetta.“ Tóti, Sveinn og ég fórum heim og Sigurður pabbi okk- ar bar mig inn til læknisins. Eitt sinn vorum við inni í Fram- tíðarvík og Sveinn var að klifra upp bakkann og það datt stór steinn í höfuðið á honum. Þá hljóp Tóti af stað heim, mætti mömmu sinni og Pálu og sagði við þær: „Hausinn fór af Sveini bróður.“ Þetta var nú bara smákúla sem kom á höfuðið á honum og Þorgeir Lúðvíksson nuddaði bólguna niður með fimm- eyringi. Eitt sinn var verið að setja upp bát í Búðarmöl (þar sem frystihúsið stendur í dag). Það var fjöldi manns sem studdi bátinn og hann var hífð- ur upp á land. Þá vildi svo illa til að menn misstu bátinn á hliðina og Ás- mundur Jakobsson varð undir hon- um. Þá hljóp Tóti af stað heim, mætti mömmu sinni og Pálu, sem var nýtrúlofuð Ásmundi. Tóti sagði við þær: „Ási lagðist saman.“ Ási meiddist en sem betur var þetta ekkert alvarlegt. Tóti var snemma gefinn fyrir veiðiskap. Honum datt í hug að smíða nýtt veiðarfæri. Hann rak saman tvær til þrjár spýtur og rétti upp stóran handfærakrók með blýi á og negldi hann á spýtuna. Tóti lagði svo af stað með þetta frum- stæða veiðarfæri sitt og fór inn að Vesturdalsá. Þar kom hann auga á stóran lax. Hann stakk laxinn og hélt honum niðri þangað til laxinn hætti að hreyfa sig. Hann fór glað- ur heim með laxinn. Þessi frum- stæða veiðiferð var í minnum manna til fjölda ára. Tóti var mjög snöggur að beita. Eitt sinn var hann á haustvertíð í Reykjavík. Báturinn sem hann beitti fyrir reri í þeim tilgangi að selja fisksölum aflann. Tóti sá að mestu leyti einn um að beita fyrir bátinn og var í akkorði. Báturinn fiskaði frekar lítið. Þegar gert var upp í vertíðarlok bar Tóti mest úr býtum. Fyrsti báturinn hans Tóta hét Hafbjörg og var eins tonns bátur. Tóti og Elli í Ásgarði fóru með línu út að Strandhöfn og lögðu hana þar. Svo þegar þeir fóru að draga þá allt í einu fór báturinn á fleygi- ferð og þeir skildu ekki hvað var að gerast. Hraðinn jókst og jókst og þá vissu þeir að það var stærðar hvalur sem var á línunni. Til að losna við hvalinn skáru þeir á lín- una. Elli var seinna í Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum og hann átti að gera prófverkefni. Hann sagði svo vel frá þessu atviki að hann fékk hæstu einkunn fyrir verkefnið. Á yngri árum var Tóti á vertíðum á Hornafirði, í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Tóti var háseti á togbát frá Norðfirði. Eftir það stundaði hann sjómennsku á Vopnafirði, fyrst á Hafbjörginni. Eftir það eignaðist hann Fluguna NS 36, Guðborgina NS 36 og síðast Haf- borgina NS 48. Hann var heppinn veiðimaður. Hann stundaði þorsk- veiði, grásleppuveiði og hákarla- veiði. Hákarlaveiði hans var kvik- mynduð af Ríkissjónvarpinu. Minnisstætt var þegar hann fór með Þjóðverjum á hákarlaveiðar.“ Hér lýkur frásögn Alla um Tóta. Ég man eftir Flugunni sem lá á bóli rétt fyrir utan „Vogabryggju“. Magnea, sem var hjá fjölskyldu minni í Ási, horfði oft út um eldhús- gluggann og sá Fluguna. Dag einn var svolítil gola og Maja var að horfa á Fluguna. Þá varð þessi vísa til: Ef ég væri orðin lítil Fluga og léki mér á öldutoppunum, þótt ég ei til annars mætti duga að hoppa í skarðið á hafnargarðinum. Tóti fór í Héraðsskólann á Laug- um 1944–46. Það var eina fram- haldsskólaganga hans. Tóti gekk í Hvítasunnukirkjuna 1950 og tók niðurdýfingarskírn hér á Vopnafirði fyrir norðan Tangann í Lónunum. Sagt er að hann hafi séð kola í stað dúfu. Tóti fékk við- urnefnið „Tóti prestur“. Þegar yngsta dóttir Tóta vann á Horna- firði var hún spurð hvort hún þekkti Tóta prest! Tóti var frábær söngmaður og oft vorum við Tóti bara tvö í kirkjunni sem sungum. Það var virkilega ánægjulegt að syngja með Tóta. Þegar Tóti var búsettur í Reykja- vík sungu hann og Hulda Sigurð- ardóttir oft saman og var fólk sam- mála um að söngur þeirra væri frábær. Tóti átti uppáhaldssálm: Vort líf það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker. En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er. Kór: Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta. Því aldrei vor Frelsari stýrir af leið. Sé báturinn lakur, oss ber ekki að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð. Þótt dimmt sé og kalt úti á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta Orð varpar ljósi á sæ. Það léttir af ótta- og angistarhríðum og umbreytir stormi í hæglátan blæ. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð. Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð. Á sínum yngri árum átti Tóti vörubíl. Þegar Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði var byggð vann hann ásamt Antoníusi Jónssyni við að koma með grjót og möl í grunninn. Tóti var duglegur að útvega menn í steypuvinnu fyrir kirkjuna. Nú þeg- ar Tóti er dáinn var flett upp í bók- haldi kirkjunnar og aðeins 100 kr. voru greiddar fyrir möl og grjót. Tóti átti lítinn bát sem hét Blueboy. Pétur í Borg hafði smíðað bátinn. Krakkarnir hans Tóta fóru oft á sjó á bátnum. Eitt sinn voru þau systkinin ásamt Erlu, Sveini og Valtý frændsystkinum okkar úti á sjó og voru að sleppa rauðmaga- seiði og fóru öll út í sömu hliðina á bátnum. Báturinn hallaðist þá svo mikið að sjór rann inn í hann. Þau héldu þessu leyndu fyrir Tóta og Lilju svo þau gætu haldið áfram að fara á sjó því það var eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum. Það var rigning þennan dag svo það afsakaði hvað þau voru blaut þegar þau komu heim. Guði sé lof að bátn- um hvolfdi ekki. Ég man eftir að eitt sinn var ég hjá Tóta og Lilju og fjölskyldan fór á rúntinn ásamt mér. Ég var svo bílveik að ég fékk að vera í Hvammsgerði á meðan þau fóru upp á Sandvíkurheiði. Þegar Palli bróðir minn var lítill drengur sagði hann að vörubíllinn hans Tóta væri „hallegur“. Þessari setningu gleymdi Tóti ekki á meðan hann var frískur. Mér er minnisstætt eitt kvöld, þá komu Sveinn, Steindóra, Tóti og Lilja í heimsókn til okkar pabba. Við fengum okkur kaffi og kökur. Þegar Tóti var að sprauta rjóma á kökuna sprautaðist óvart á Svein. Hann var nú ekkert hrifinn. En ég man að við hlógum og hlógum. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að Tóti var byrjaður að gleyma. Því miður hrjáði heilabilun hann og nú síðustu ár bjó hann á Sundabúð, sem er legudeild fyrir aldraða. Ég var að vinna þarna eitt sumar og þá hafði Tóti oft mikið að gera. Hann bað mig oft að taka stampana með sér. Eitt sinn heim- sótti Alla hann og þá sagði hann henni að fara heim því hann hefði svo mikið að gera. Stundum heim- sótti ég Tóta inn á Sundabúð og fékk Enok Örn, bróðurson minn, lánaðan til að koma með. Tóti hafði svo gaman af börnum og hann kunni vel að meta þegar Enok Örn heimsótti hann. Eftir að Tóti veiktist í janúar sát- um við Alla hjá honum og vorum að rifja upp skemmtilegar minningar um læknisleiki hans þegar við vor- um börn og unglingar. Þá sáum við að hann var með í samtalinu. Þessi stund var mér dýrmæt. Kvöldið sem Tóti dó vorum við pabbi nýbúin að vera hjá honum. Við áttum nokkrar góðar stundir með Tóta þar sem við töluðum við hann um Jesú og báðum fyrir hon- um. Morguninn eftir að Tóti dó sagði Enok Örn: „Ég er alltaf að hugsa um hann Tóta. Hann má ekki deyja.“ Þegar honum var sagt að Tóti væri dáinn grét hann. Hann fór til afa síns, sem bað með Enoki sem var svo hryggur. Enok Örn sagði frá því að hann hefði þá feng- ið tár í augun. Að lokum: Lilja, Lína, Einar, Alla og Rikka. Ég veit að það er erfitt fyrir ykkur að kveðja Tóta. Þið eig- ið margar skemmtilegar minningar sem þið skuluð endilega rifja upp þegar þið eruð beygð. Ég hef verið með ykkur undanfarna daga og þið eruð búin að vera virkilega dugleg að takast á við þann missi sem orð- inn er. Tóti minn, þakka þér fyrir allan kærleika þinn til mín. Ég trúi því að þú sért núna í himnesku Jerúsalem. Drottinn blessi minn- ingu Tóta föðurbróður míns. Rósa Aðalsteinsdóttir, Ási, Vopnafirði. GUÐNI ÞÓRARINN SIGURÐSSON ✝ Dóra GuðríðurSvavarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 12. maí 1942 og ólst þar upp. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 3. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Svavar Þórðar- son, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og Þórunn A. Sigjónsdóttir, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998. Dóra var næstelst systra sinna. Þær eru: 1) Edda Sigrún, gift Garðari Gísla- syni, búsett í Vestmannaeyjum. 2) Dóra, sem hér er minnst. 3) Frið- rikka, í sambúð með Hrafni Oddssyni, búsett í Vestmannaeyj- um. 4) Áslaug, gift Ingvari Vig- fússyni, búsett í Reykjavík. 5) Svava, í sambúð með Agli Ás- grímssyni, búsett í Reykjavík. 6) Sif, gift Stefáni Sævari Guðjónssyni, búsett í Vestmanna- eyjum. Hinn 3. febrúar 1962 giftist Dóra Halldóri Pálssyni, f. 10. apríl 1939. Dóra og Dóri eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Aðalheiður, f. 16. október 1957, í sam- búð með Ævari Þór- issyni. Börn þeirra eru Davíð Þór, í sambúð með Önnu Huldu Ingadóttir; Þórey Svava, í sambúð með Frið- riki Sæbjörnssyni, barn þeirra er Felix Örn. 2) Hafþór, f. 3. apríl 1967, í sambúð með Sigríði Vig- dísi Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Nicolai, Fáfnir, Alma Lísa og Hafrún Dóra. Útför Dóru fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég ætla aðeins að minnast elskulegrar mágkonu minnar hennar Dóru. Það er erfitt á þess- ari stundu að setjast niður og skrifa um mágkonu sína og vin, sem rétt sextug að aldri þurfti að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi sem hún hafði barist við síðasta ár. En gott er að vita að þú ert laus við þennan sársaukafulla sjúkdóm og komin á betri stað. Það er erfitt að sætta sig við að eiga aldrei eftir að hitta þig aftur í þessum heimi, en við hittumst örugglega aftur hjá hinum hæsta höfuðsmið himins og jarðar. Hugurinn leitar aftur til ársins 1974 þegar ég var að kynnast kon- unni minni henni Sif, litlu systur þinni. Það var þjóðhátíð og við Ævar, sem síðar átti eftir að verða tengdasonur þinn, báðir með hár niður á herðar, kannski ekki beint flottir. Komum í heimsókn á Brekkugötuna til ykkar Dóra, ný- búnir að ná okkur í skvísur. Ég gleymi aldrei svipnum á honum Dóra þegar hann sá okkur. Hann hefur ábyggilega hugsað sem svo: Hvaða hippabjána eru þær nú komnar með stelpurnar? En þú fórst bara að hlæja og bauðst okk- ur upp á lunda o.fl. góðgæti. En hann Dóri átti eftir að jafna sig á okkur eftir nokkur ár og höfum við Dóri verið miklir vinir upp frá því. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til ykkar í kaffi, þú alltaf með svo flott með kaffinu og ekki má gleyma jólunum og áramótunum. Við Sif og Hlynur áttum því láni að fagna að upplifa þá stemmningu sem þau höfðu upp á að bjóða Kaja, Ævar, Hafþór, Sigga og allir krakkarnir komnir saman, borðað og spilað fram á nótt á jólunum og áramótunum. Það var sko eitthvað sem maður getur ekki gleymt. Þú alltaf svo kát og glöð, söngst og spilaðir á gítarinn þótt þú kynnir svo sem ekki mikið að spila á gítar, en það skipti ekki máli, þetta var svo gaman! Ég gæti svo sem haldið áfram að rifja upp ótal margar góðar sam- verustundir okkar bæði á sólar- ströndum og hér heima en allar verða þær vel varðveittar í minn- ingunni um þig í hjarta mínu um aldur og ævi. Elsku Dóra mín, þakka þér fyrir allt og allt og far þú í friði. Elsku Dóri minn, Kaja, Hafþór og aðrir aðstandendur. Tár okkar eru lít- ilfjörleg þegar hugsað er um sorgir ykkar. Megi góður Guð vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Vaktu minn Jesú,vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kveðja. Sævar, Sif og Hlynur. DÓRA G. SVAVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.