Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 53

Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 53 Vorið 1945 fór ég fyrst austur fyrir Mýrdalssand. Tilgangur ferðarinnar var að vinna í vegavinnu austur í Landbroti. Þar átti að fara að laga gamlar götur frá Skaftárbrú suður eftir Landbroti, götur eftir búsmala, vagna og einnig bíla – voru þetta allt saman bara brautir ofan í jarðveg- inn. Var vegagerð ekki komin lengra á þessum árum þótt Landbrot væri eitthvert allra fyrsta svæði er ekið var um á bíl í Vestur-Skaftafells- sýslu. Við þessa vinnu voru nokkrir menn af nærliggjandi bæjum er unnu við þetta en verkstjóri var Sig- geir Björnsson í Holti. Var ég þarna sem hver annar óþroskaður ungling- ur innan um marga reynda og ráð- setta menn. Færði ég mér því margt í nyt af því sem ég sá og heyrði við þessar framandi aðstæður því áður hafði ég aldrei farið út fyrir mína heimasveit til vinnu. Það fór líka svo að við flesta þessa vinnufélaga hélt ég góðum kunnings- skap meðan þeir lifðu og nær allir hafa þeir nú kvatt þennan heim. Engum þessara manna kynntist ég þó eins mikið og Siggeiri þar sem leiðir okkar áttu eftir að liggja oftar saman til vinnu við vegagerð undir hans stjórn. Ég held að mér hafi orð- ið minnisstæðast við Siggeir sem verkstjóra hvað hann var fljótur að koma með uppgjör að verki loknu er sýnir að bókhald hefur honum verið létt og ánægjulegt að skila sem fyrst, sem var heldur óvenjulegt í fyrri daga. Saman höfðum við mikið og gott samband vegna verslunarfélags- skapar innan sýslu um árabil. Reyndist hann þar öðrum traustari er verulega reyndi á í þeim fé- lagsskap gegnum erfiða tíma. Skoð- anir okkar fóru líka oft vel saman í þjóðmálapólitíkinni er var með ein- dæmum hörð hér í okkar sýslu og varð snar þáttur í öllum verslunar- rekstri á löngu tímabili. Ræddum við því oft saman þessi mál sem eðlilegt var. Það kom því margt upp í hugann er Anna Siggeirsdóttir hringdi í mig að morgni 29. janúar og tilkynnti mér lát föður síns. Ég fann mig fljótt knúinn til að taka saman nokkrar línur í minningu og þakklætisskyni. Siggeir var fædd- ur í Holti og ólst þar upp. Má í raun segja að hann væri þar allt sitt líf, þó hann væri allra síðustu árin að mestu í Reykjavík. Vitjaði hann alltaf heimahaganna að sumrinu meðan þess var nokkur möguleiki. Skólagöngu naut Siggeir ekki í neinu skólahúsi eða í farkennslu heldur fékk tilsögn heima hjá föður sínum sem og öll hans systkini er voru fjögur. Mun sú uppfræðsla hafa verið haldgóð þar sem sum systkinin komu altalandi á enska tungu úr því námi og mun slíkt fátítt. Í Holti var mikið menningarheim- ili, heimilisfaðirinn tók virkan þátt í félagsmálum innan sveitar og sýslu og fylgdist vel með allri framvindu í landsmálum. Á heimilinu var gott bókasafn, margt fágætra bóka er höfðu að geyma mikinn fróðleik fyrir bókaunnendur. Nú er þetta safn í eigu bókasafnsins á Kirkjubæjar- klaustri. Við þessar heimilisaðstæður mót- aðist Siggeir í sínum uppvexti, hasl- aði sér snemma völl með ákveðnar skoðanir út frá sínu sjálfsnámi, var ódeigur að taka til máls á mannfund- um og fylgdi skoðunum sínum fast eftir enda skarpgreindur. Óvenjulegt mun það hafa verið, minnsta kosti til sveita, en í Holti voru keypt blöð allra stjórnmála- flokka sem jók auðvitað á víðsýni um það sem var að gerast í landsmálum á hverjum tíma. Á þessum fyrri árum létu langflest heimili sér yfirleitt nægja annaðhvort Tímann eða Ísa- fold til lestrar til að fylgjast með allri þróun eftir því hvort blaðið stóð þeim nær í skoðunum. Faðir Siggeirs var víða framarlega í sínu sveitarfélagi og tók Siggeir við mörgum af þeim störfum er faðir hans lét af þeim. Einnig tók Siggeir við búsforráðum í Holti og var þar bóndi í áratugi. Aldrei gat mér fund- ist að búskapur höfðaði neitt veru- lega til hans og yfirleitt fannst mér honum tamara að tala um margt annað fremur. Hann var þó með gott fjárbú og fékk af því góðar afurðir sem ég held að hafi mikið stafað af því að hann fékk alltaf einhverja mestu fjármenn í hreppnum til að velja ásetningarlömbin. Slíkt held ég hafi verið, þá minnsta kosti, afar óvenjulegt og sýnir allt öðruvísi góða fjármennsku og viturlega en yfirleitt talað er um. Það var Siggeiri eflaust mesta happ á lífsleiðinni er hann gekk að eiga Margréti Jónsdóttur frá Litla – Langadal í Snæfellsnessýslu. Eign- uðust þau saman tvær mannvænleg- ar dætur, þær Kristínu Marínu og Önnu Björgu. Siggeir tók þátt í mjög mörgum fé- lagsstörfum á ævinni með fram bú- skap og oftar en ekki þar framarlega. Átti hann gott með að koma fyrir sig orði og gat orðið nokkuð hvass í ræðuflutningi ef skoðanir voru mjög skiptar. Hann lenti í þeirri aðstöðu sem harður sjálfstæðismaður að yf- irgnæfandi meirihluti hreppsbúa varákveðnir framsóknarmenn, stóðu því oft mörg vopn gegn honum í orð- ræðum. Urðu átök því oft á tíðum snörp og féllu stundum þung orð er þurfti fimi til að verjast. Eitt sinn eft- ir slíka sennu var haft eftir Siggeiri að það væri aumur maður sem ekki væri einu sinni talað illa um. Af störfum þeim er Siggeir hélt hvað lengst voru vegaverkstjóri, sláturhússtjóri og hreppstjóri, auk fjölda annara félagsmála svo sem í hreppsnefnd og skólanefnd er allt krafðist mikils tíma og vinnu. Alls staðar lagði hann verulega til mála, lá aldrei á skoðunum sínum. Alla tíð var Siggeir sami harði sjálfstæðis- maðurinn, tók ævinlega þátt í um- ræðum á framboðsfundum, sat stutt- an tíma á Alþingi sem varamaður. Einhverjar mínar eftirminnilegustu stundir voru að sækja hann heim. Var hann gestrisinn og ákaflega vel heima um allt sitt umhverfi frá fyrri tíð – hefur hann þar mikið notið sinna fróðu foreldra. Kunni hann sögu síns heimahéraðs í blíðu og stríðu allt frá móðuharðindunum er léku hans heimabyggð öllum sveitum harðara. Holt á Síðu er fornt höfuðból með fagra landkosti móti suðri, þar að auki kostamikil heimalönd. Í Holti mun líklega lengstur sólargangur á byggðu bóli á Íslandi í okkar dimm- asta skammdegi, bærinn stendur hátt. Mun Siggeir oft hafa notið skammdegis sólaruppkomu úr hafi og séð hana síðan setjast í haf lengur en aðrir sökum hæðar heimahellu yf- ir sjó. Nú grær orðið gatan heim að Holti, ævafornt býli er farið í eyði eins og nú er orðið nokkuð algengt því miður. Ég er þakklátur í mínum huga að hafa fengið að njóta þar gestrisni og stórbrotinnar fegurðar staðarins við heimsóknir og við mín störf á árum áður. Vil ég að síðustu þakka Siggeiri Björnssyni kynni gegnum árin.Við hjónin sendum Margréti, dætrum og þeirra fjölskyldum samúðarkveðjur. Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvammi. Hún þynnist óðum fylking þeirra manna, karla og kvenna, sem höfðu forystu í Vestur-Skaftafellssýslu um miðja 20. öld, þegar ég byrjaði að skyggnast þar um bekki og draga gamlar menningarminjar í bú Byggðasafnsins í Skógum. Straumur tímans stöðvast ekki. Enn er mér of- arlega í huga dagurinn 1953 er ég í fyrsta sinn ók á bíl mínum upp að höfðingsheimilinu gamla, Holti á Síðu. Fagurt var þá um að litast þar af heimahlaði og vel var mér fagnað af húsbændum. Gamli bóndinn, Björn Runólfsson, og kona hans, Marín Þórarinsdóttir, heilsuðu mér með hýru brosi og söm var hún hlýj- an, sem mætti mér síðar í Holti, þeg- ar ungu hjónin, Siggeir Björnsson og Margrét Jónsdóttir, höfðu tekið þar við búi 1955. Björn í Holti hafði víða komið við sögu á langri ævi, forystumaður í sveitarmálum og hreppstjóri og gekk embættið í ætt. Marín kona hans var góð móðir og húsfreyja og hún sló flestum Síðumönnum við í því að gjörþekkja hverja sauðkind af svip og oft til hennar leitað er greina þurfti ættarbragð í fjárhjörð. Dýr- mætt er mér að hafa þekkt þær syst- urnar báðar, hana og Þórönnu á Núpsstað. Vegsemd ættarinnar sem að þeim stóð varð mér efni í bók, sem bíður útgáfu. Fjölskyldan í Holti bjó, ef svo má að orði komast, í réttnefndum, merk- um safngrip, fyrsta íbúðarhúsi úr timbri sem reist var í Vestur-Skafta- fellssýslu. Árni Gíslason sýslumaður sat með vegsemd á Kirkjubæjar- klaustri árin 1858–80 og hafði stórt selbú í Holti. Þar lét hann reisa húsið árið 1878, svonefnt þverhús með kjallara og hlöðnum grjótveggjum á þrjá vegu, reisulegt hús á undurfögr- um stað sunnan undir Holtsborg. Enginn skildi fljótræðið er Árni tók sig upp frá Klaustri og Holti og flutti suður í Krísuvík með sína fögru fjár- breiðu, líklega þá stærstu á landinu. Holt seldi hann merkisbóndanum Runólfi Jónssyni frá Búlandi, afa Siggeirs. Í tímans rás var tímamóta- húsið fært út á þrjá vegu en kjarninn hélt sér og safnarinn sem heimsótti Holt 1953 varð hugfanginn af honum. Flutt var síðast úr húsinu 1976. Byggðu nýjan, bjartan hlýjan/ brjóttu tóftir hins, orti þjóðskáldið um aldamótin 1900. Siggeir og Mar- grét byggðu sér bjartan og hlýjan bæ árið 1962 en sá gamli var ekki að bragði brotinn niður. Upp úr 1976 voru tveir kostir fyrir höndum, að taka húsinu rækilegt tak til dýrra endurbóta þar á staðnum eða brjóta það niður. Að ráði varð að gefa Byggðasafninu í Skógum húsið til of- antöku og flutnings á safnsvæðið í Skógum. Ég vann með handtakagóð- um mönnum að fyrsta áfanganum, niðurrifi, á sumardögum 1979 og tók aðeins gamla kjarnann, frá 1878. Við sátum að veislukosti hjá Margréti í Holti meðan verkið var unnið og reikninginn vegna allrar fyrir- greiðslu hef ég enn ekki séð. Þannig var viðhorf þeirra Holtshjóna, henn- ar og Siggeirs, til Skógasafns. Stað- reynd er að hefði þessi leið ekki verið valin þá væri ekkert eftir af Holts- húsi í dag. Hátt í brekku á safnsvæð- inu í Skógum stendur það nú með reisn og laðar að sér fjölda gesta dag hvern, sumarlangt. Oft finnst mér þá sem Björn og Marín, Siggeir og Mar- grét séu í för með mér til að fagna gestum og bjóða þá velkomna eins og áður var austur í Holti. Samfélagið á þeim mikið að þakka. Mörgu þurfti að bæta í húsið við endurgerð því fúaskemmdir voru orðnar miklar en burðarviðir héldu sér vel, svo og hluti af veggklæðn- ingu og risið er búið allri sinni gömlu, vönduðu smíði, styrkum sperrum og skarsúð lagðri breiðum, vel hefluð- um borðum og viðurinn er allur af rekafjörum í Meðallandi. Þarna uppi á lofti gátu framan af árum einir tveir tugir manna í öndverðu haft tryggt og gott hæli því sængurstaðir voru alls 9 og oft voru tveir í rúmi. Gólfflötur er þó innan við 40 fermetr- ar, samsvarar góðri stofu hjá nú- tímafólki. Það er mikil hamingja fyr- ir Byggðasafnið í Skógum að eiga í sama túni húsakost frá hinum gömlu og merku nágrannabýlum Holti og Skál á Síðu, þar sem annars vegar er elsta timburhúsið og hins vegar gamla, skaftfellska fjósbaðstofan. Byggðasafnið í Skógum stendur í stórri þakkarskuld við Holtsverja og þá öllum fremur Siggeir og Mar- gréti. Því hef ég ekki gleymt þótt samfundir hafi verið strjálir í kröfu- harðri dagsins önn. Vel man ég síð- ustu komu mína að Holti. Úrsvalan haustdag, 19. október 1985 ók ég heiman frá Skógum, einn míns liðs austur í Holtsdal á Síðu, skildi við bíl minn í dalsmynni, lagði svo á langan og seinan í tveggja tíma göngu inn að Hervararstöðum til að líta á bæjar- rústir frá fornöld og frá aldamótun- um 1900. Ég undraðist alla þá víðáttu af búsældarlegu og fögru landi sem þarna er að sjá og lét mér skiljast að löngum var þetta undirstaðan að góðri búsæld á höfuðbólinu Holti samfara dáð fólksins sem sat að búi. Þau voru mörg sporin sem bændur og búaliðar áttu um þetta víðlendi og margir svitadropar féllu í jörðu. Nú er hér orðið fátt um lagðprúðar hjarðir og mannlíf í sveitum á allt of víða undir högg að sækja með að halda velli. Holt á Síðu er nú ekki sú sveit- arstoð sem áður var og nú er Siggeir horfinn, hann sem unni þessu landi og gaf því líf sitt og starf eins og for- feður hans og formæður langt aftur í aldir. Það var orðið rökkvað er ég renndi bíl mínum í hlað í Holti og in- dælt var mér að setjast enn einu sinni að góðum veitingum og viðræð- um hjá Siggeiri og Margréti. Að leiðarlokum Siggeirs sendir Byggðasafnið í Skógum Margréti og fjölskyldu hennar, svo og Sigurlaugu frá Holti, samúðarkveðjur. Minning hans lifir áfram hér í Skógum og ekki gleymist stuðningurinn sem hann veitti mér í starfi. Þórður Tómasson. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, mosaik@mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS A. SIGURGEIRSSONAR fyrrverandi kennara og skólastjóra. Detel Aurand, Hrafnhildur Jónsdóttir, Jóhann Pálsson, Hallgrímur Jónsson, Guðríður Þórhallsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS ÓSMANN SIGURÐSSONAR, Bárugötu 2, Dalvíkurbyggð. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA og heimahlynningar Akureyri, Hestamannafélagsins Hrings, vina og vandamanna. Erna Hallgrímsdóttir, Halla K. Sverrisdóttir, Emilía K. Sverrisdóttir, Sigurbjörn Benediktsson, Hafdís Sverrisdóttir, Stefán Björnsson, Baldvina S. Sverrisdóttir, Sveinn Valþór Sigþórsson, Sigfús Sverrisson, Ingi Birgir Sverrisson, Margrét Adolfsdóttir, Valgeir S. Sverrisson, Elísabet J. Sverrisdóttir, Guðjón Oddsson, Sigurður R. Sverrisson, Halldóra Gísladóttir, Ása Sverrisdóttir, Stefán Már Stefánsson, Inga Hrönn Sverrisdóttir, Rúnar Óskarsson, Halldór Sverrisson, Inga Rós Eiríksdóttir, Arnar Sverrisson, Helga M. Arnardóttir, Hallgrímur M Matthíasson, Sigrún Ásgrímsdóttir, Anna Lísa Sigfúsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, ARNÞÓR FLOSI ÞÓRÐARSON, Selbraut 42, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. febrúar. Inger Andersdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.