Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 57
Skyndilega var burt
kvaddur vinur og
fyrrum samstarfs-
maður okkar í bæjar-
stjórn Garðabæjar,
Markús Sveinsson
tæknifræðingur. Okkur fannst
þetta ótímabært; en það tjáir ekki
að deila við dómarann.
Markús var ljúfur og þægilegur
maður við kynningu; ávallt stutt í
glaðlegt og oft glettnislegt bros
þótt undir byggi alvara og íhygli
þegar málin voru rædd frá mis-
munandi sjónarhornum. Það var
góð frétt þegar fyrirtæki fjöl-
skyldu hans flutti með hluta af
starfsemi Héðins í Garðabæ þar
sem var tiltölulega lítið fyrir af at-
vinnufyrirtækjum. Margir fengu
vinnu nær heimilum sínum þegar
Garðahéðinn hóf starfsemi sína
þar. Markús gaf þægilega nánd og
var skemmtilegur á góðri stund.
Hann var góður samstarfsmaður í
bæjarstjórn. Á tíma Markúsar í
bæjarstjórn 1978 til 1982 voru
MARKÚS
SVEINSSON
✝ Markús Sveins-son fæddist í
Reykjavík 22. mars
1943. Hann lést af
slysförum við heimili
sitt 28. janúar síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Garða-
kirkju í Garðabæ 4.
febrúar.
auðvitað mörg mikil-
væg og sum erfið mál
sem tókst að ljúka í
sátt og samlyndi. Má
þar nefna margra ára
ágreining um Hafnar-
fjarðarveg, aðal sam-
gönguæð gegnum bæ-
inn frá öndverðu.
Fyrir góða samstöðu í
bæjarstjórn, sem
Markús átti auðvitað
sinn þátt í, tókst að
leysa gamla deilu,
með ákvörðun um
flýti byggingar Bæj-
arbrautar og legu
Reykjanesbrautar þar sem hún er.
Hún létti mjög á vaxandi þunga-
flutningum af Hafnarfjarðarvegi
og hefur auðvitað sýnt sig að var í
alla staði rétt ákvörðun.
Með Markúsi vannst okkur góð
lausn fjölda annarra mála fyrir
okkar unga bæjarfélag. Þetta
mátti sjá á dómi bæjarbúa vorið
1982 þegar þeir kusu fimm sjálf-
stæðismenn í sjö manna bæjar-
stjórn.
Við fyrrum félagar Makúsar í
framannefndri bæjarstjórn erum
þakklátir fyrir að hafa átt samleið
með þessum góða dreng. Við send-
um börnum hans og öllum að-
standendum virðingar- og samúð-
arkveðjur.
Jón Sveinsson, fv. for-
seti bæjarstjórnar.
sínum kærleika og blessa þig.
Með þessum ljóðlínum kveð ég
elskulegan föður minn Atla Snæ-
björnsson:
Vertu ekki að gráta við gröfina mína,
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindinum
ég leiftra sem snjórinn á tindunum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt,
ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til
Gráttu ekki við gröfina hér
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
( Þýtt úr ensku)
Guð blessi minningu þína.
Þín dóttir
Birna Mjöll.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast tengdaföður míns, og fara
stuttlega yfir kynni okkar, sem ég
hefði viljað að hefðu getað orðið
lengri, en því ráða víst æðri mátt-
arvöld, sem við skiljum ekki alltaf.
Ég kynntist Atla fyrst er ég var
um fermingu og bar leiðir okkar
saman í fjárrekstri frá Sauðlauks-
dal heim í Kvígindisdal, þar sem
æskuheimili hans var. Við spjöll-
uðum um ýmislegt á leiðinni á eftir
fénu og man ég þar helst að hann
hafði orð á að nokkrum steinum
hefði hann velt niður sandhlíðina
enda hefði það verið sú besta tóm-
stundaiðja á unglingsárum að velta
grjóti niður freðna sandana og
hlusta á hvernig undirtók í hlíð-
inni.
Það var svo ekki fyrr en löngu
seinna að hann trúði mér fyrir því
að hann hefði geymt járnkarl undir
klettunum og væri hann sennilega
þar enn.
Það var svo ekki fyrr en nokkr-
um árum seinna að leiðir okkar
lágu saman á ný, þegar ég kvænt-
ist dóttur hans Birnu Mjöll.
Það mynduðust mjög fljótt sterk
vinabönd á milli mín og Atla sem
entust þar til yfir lauk. Við gátum
spjallað saman um alla hluti þegar
við vorum tveir og bar þar ým-
islegt á góma. Meðal annars æsku
okkar sem ekki var svo ólík þó svo
að Atli væri 40 árum eldri en ég.
Hann hafði mikinn áhuga á bú-
skap, og var ég þar á heimavelli að
fræða hann um alla þá þróun sem
þar hefur átt sér stað. Hann fylgd-
ist vel með öllum nýjungum í bú-
skap og kom það oft fyrir að hann
hringdi til að spyrja um eitthvað
sem hann var að lesa um í blöð-
unum. Hann sagðist geta hugsað
að vera bóndi í dag í allri þeirri
vélvæðingu sem nú væri í landbún-
aði, það væri annað en þegar hann
var að alast upp í sveitinni.
Alltaf var stutt í grínið hjá hon-
um og má minnast þar oft á tíðum
óvæginna athugasemda sem hann
gerði á ólíklegustu stundum, og
var þá engum hlíft, síst af öllu hon-
um sjálfum.
En auðvitað var sjórinn honum
allt enda má segja að lungann úr
ævinni var hann á sjó. Hann var
óþreytandi að fræða mig á öllu því
sem tilheyrði sjómennsku og leysti
hann þar úr mörgum, áreiðanlega
fáránlegum spurningum um sjó-
sókn, þó hann léti á engu bera,
hafði að vísu orð á að „þessum
landkröbbum“ væri ekki viðbjarg-
andi.
Það eru ógleymanlegar þær sjó-
ferðir sem við fórum út frá Stekkj-
areyri á Rauð litla, með sjóstangir
og upplifði ég þar þær stundir sem
aldrei gleymast. Að vísu hnussaði í
skipstjóranum þegar átti að fara
að flaka aflann og hásetinn kunni
ekki til verka, en það fyrirgafst
fljótt. Hásetanum var þó ekki alls
varnað, því skipstjórinn komst
fljótlega að því að hann hafði lag á
að láta hnífana bíta, tautaði þó eitt-
hvað um að „lyginn maður brýndi
best“.
Ávallt var Atli fyrstur manna að
hvetja mig til að láta ýmsar hug-
myndir og vangaveltur sem ég var
að velta fyrir mér og bar undir
hann rætast og á ég honum þar
mikið að þakka. Oft á tíðum þá
spurði hann mig hvernig eitthvað
gengi sem ég aðeins var að hugsa
um, en hann lét eins og ég væri
búinn að hrinda því í framkvæmd.
Þetta endaði oft með því að ég
byrjaði á þessu aðeins fyrir hans
áeggjan. Þar er hvergi nein eft-
irsjá nema síður væri. Ekki ætla
ég að tína upp alla þá hjálpsemi
sem Atli sýndi okkur hér í Breiða-
vík, það væri of langt mál upp að
telja, þar koma aðeins orð hans
upp í hugann, sem voru: ,,Get ég
eitthvað gert?“
Þessa setningu sagði hann alltaf
með fullri meiningu enda munaði
svo sannarlega um þar sem hann
kom að verki. Erfitt þótti mér að
mega aldrei endurgjalda nokkurn
greiða, nema með þakklæti sem þó
oft var snúið upp í góðlátlegt grín.
Atli minn, ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
okkur hér í Breiðavík. Allar þær
stundir sem við höfum átt saman.
Ég kveð þig með trega sem heið-
arlegan og traustan vin.
Far þú í friði.
Keran.
Elsku afi minn, það tekur mig
sárt að þú skulir vera farinn. Eitt
er það þó sem huggar mig en það
er að ég á svo góðar minningar um
þig. Eins og þegar við vorum í ól-
sen ólsen og vorum að keppa um
Breiðavíkurmeistarann, mér fannst
svo asnalegt að þú yrðir Breiðavík-
urmeistari, það var ég sem var
það, en þú áttir að vera Patró-
meistarinn. Þetta vorum við nú að
dunda okkur við á vorin á milli
þess sem við hlupum til skiptis út í
fjárhús í „tékk“ eins og við köll-
uðum það, þegar verið var að fylgj-
ast með rollunum um sauðburðinn.
Ég man einu sinni þá vorum við
búin að vera að hrekkja mömmu,
það var klukka í eldhúsinu hjá
henni sem við stilltum þannig að
hún hringdi eftir nokkrar mínútur,
þá brá henni svo og hún varð reið.
Þetta vorum við búin að gera
nokkrum sinnum og hún sagðist
henda okkur út ef við gerðum
þetta aftur. Þá hættum við, en þú
stilltir klukkuna aftur, og viti
menn, þegar klukkan hringdi aftur
þá hoppaði mamma hæð sína, en
þá gátum við sagt að afi hefði gert
þetta. Þá kom mamma aftur niður
á jörðina. Svona gastu stundum
verið stríðinn.
Ég vildir óska þess að þú og
amma væruð að koma heim í
Breiðavík og gista í græna kof-
anum. Ó, afi, það er svo skrítið að
þú skulir vera farinn. Það eru allir
svo duglegir, svo ég ætla að reyna
að vera það líka. Nú er amma ein,
en ég ætla að hætta á heimavist-
inni og vera hjá henni svo hún
verði ekki ein. Ég mun sakna þín,
afi minn.
Elsku besti afi, líttu stund til mín,
þú ert minn besti vinur
og ég er stelpan þín
Aldrei mun ég aldrei, aldrei gleyma þér,
ef þú elsku afi
ekki gleymir mér.
Guð geymi þig, elsku afi
Þín afastelpa
Maggý Hjördís.
uppfylltu væntingar hans. Það
vantaði fuglahundadómara og regl-
ur um veiðipróf. Erlendur fór því
til Noregs í umboði HRFÍ og hóf
menntun sína til veiðiprófsdómara
fyrir fuglahunda.
Á árunum 1995–96 tók við stórt
verkefni við að semja og staðhæfa
veiðiprófsreglur. Elli lét ekki held-
ur sitt eftir liggja í þeim efnum og
lagði ásamt öðrum mikla vinnu í
verkefnið. Síðar var þörf á fleiri
fuglahundadómurum og tók hann
að sér undirbúning og skipulag við
uppsetningu námsefnis.
Heimasíða veiðihundadeildar
varð líka að veruleika fyrir tilstilli
Erlendar þar sem meðal annars
efni og greinar í hans þýðingu svo
og skrif, um þjálfun fuglahunda,
hafa birst. Allt þetta og fleira sem
Erlendur tók að sér var ávallt gert
óaðfinnanlega. Bréf og skýrslur
voru ætíð unnar af mikilli fag-
mennsku og natni. Í veiðipróf-
sskýrslum undirrituðum af veiði-
prófsdómara nr. 509602 eins og
hann oft titlaði sig með réttu, voru
hverju smáatriði gert skil og voru
meðal annars nákvæmar lýsingar á
veðurfari, umhverfi og vinnu
hundanna, sem gerðu þær að
einkar skemmtilegri lesningu.
Skussarnir var hópur, sem hitt-
ist reglulega, þar voru fuglahunda-
rnir þjálfaðir undir leiðsögn Ella
og yfir vetrartímann hittust svo fé-
lagarnir í opnu húsi í Sólheimakoti.
Þá var setið yfir kaffibolla, farið yf-
ir veiðiþáttinn, þjálfun, reglur og
ekki síst sagðar góðar veiðisögur.
Með árunum fjölgaði hundunum
hjá þeim hjónum. Anna Jóna eign-
aðist sinn eigin hund hana Pílu.
Erlendur eignaðist Blues og síðar
Drífu. Tekin var sama stefna og
fyrr, hundarnir hlutu þjálfun sem
frábærum fuglahundum sæmir.
Elli hafði yndi af fugla- og stang-
veiði og skipaði náttúran sem hann
skynjaði af næmi, stóran sess í lífi
hans, jafnt vetur, sumar, vor sem
haust. Því gekk hann aldrei nærri
náttúrunni og við veiðar á rjúpu
notaði hann ávallt vel þjálfaða
hunda og felldi aldrei sitjandi fugl.
Að veiðidegi loknum var það ekki
magn veiddra fugla sem máli
skipti, heldur samveran með góð-
um veiðifélögum og það að fá
fuglavinnu, þó engin lægi rjúpan.
Að setjast niður með Ella úti í móa
og hlusta á útskýringar hans um
vinnu hundanna, verður okkur öll-
um ógleymanlegt. Galdurinn var að
gleðjast með öðrum og njóta
sportsins út í ystu æsar.
Auk alls annars sem Erlendur
tók sér fyrir hendur var hann einn
af forsprökkum rjúpnatalningar
með hundum á Íslandi og stóð
hann fyrir rjúpnatalningum í Úlf-
arsfelli og víðar.
Persónuleika hans verður
kannski einna best lýst með því að
þegar hann tók til máls á fé-
lagsfundum fangaði hann athygli
allra nærstaddra. Hann lá ekki á
skoðunum sínum og skaplaus var
hann ekki.
Það gustaði oft af honum en
hreinskilni og einlægni voru hans
aðalsmerki. Að missa mann eins og
hann Ella, er stórt skarð fyrir lít-
inn félagsskap eins og HRFÍ. Hans
verður sárt saknað af veiðifélög-
unum og öllum sem kynntumst
þessum trausta manni.
Með þessum orðum kveðjum við
með trega dugnaðarforkinn og
atorkumanninn Erlend okkar Jóns-
son. Við sendum eiginkonu hans,
Önnu Jónu Hauksdóttur, aðstand-
endum og vinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Stjórn Hundaræktarfélags
Íslands og félagar í
veiðihundadeild HRFÍ.
Kynni okkar Ella og Önnu Jónu
hófust sumarið 1992 þegar við og
þau eignuðumst okkar fyrstu
hunda. Þetta voru írskir setar, þau
Snæfur og Snegla. Fljótlega mynd-
aðist mikill vinskapur okkar á milli
og ófáir voru göngutúrarnir með
þau systkinin á fuglaslóð.
Þú varst glæsilegur maður á
velli, mikill fræðimaður og sterkur
persónuleiki. Ósjaldan var leitað
eftir aðstoð þinni við þjálfun á
fuglahundum.
Þú varst afskaplega skipulagður,
safnaðir saman upplýsingum um
veiðiárangur á veiðiprófum, hélst
þessu öllu fagmannlega til haga og
skildir þar eftir ómetanlegan visku-
brunn.
Ákveðinn varst þú í tilsvörum og
heiðarlegur. Þín mun verða sárt
saknað og mikið skarð hefur mynd-
ast í tíu manna veiðihópinn sem
hélt til fjalla í upphafi rjúpnaveiði-
tímabilsins og dvaldist saman á
Auðkúluheiðinni ár hvert í viku
tíma í senn.
Anna Jóna, Jón og aðrir að-
standendur. Við vottum ykkur öll-
um okkar dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur öllum.
Sigmundur, Guðrún,
Heiða Hrönn
og Hulda Hrund.
Elsku Dóra, um
daginn dreymdi mig
að hundurinn minn
væri haltur. Mér datt
í hug stóra góða
draumaráðningabókin
sem þú gafst mér einu
sinni og mér finnst
svo gaman að kíkja í. Þar stendur
að „dreymi menn að þeir séu haltir
fara þeir fótgangandi í langt ferða-
lag“. Þann sama dag fórst þú.
Þetta hefðu geta verið skilaboð
beint frá þér: Ég er farin, vertu
bless og ég ætla sko fótgangandi,
takk fyrir, engan stól. Góða ferð,
elsku Dóra mín, en ég mun aldrei
geta þakkað þér nógu vel fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
hvernig þú hafðir áhrif á líf mitt til
þess betra.
Þegar ég kynntist þér fyrst var
ég 18 ára, algjörlega búin að gefast
upp á skóla og sá að hann var ekki
fyrir mig, þangað ætti ág ekkert
erindi. Ég veit ekki hvaða ótrúlega
sannfæringarkraft þú hafðir, öll
þín hvatning og jákvæðni. „Nú
skaltu bara drífa þig að sækja um
skólann, þú getur þetta vel, ferð
létt með þetta.“ Allur sá áhugi sem
þú sýndir náminu hjá mér á meðan
ég var í skólanum fékk mig til að
halda mér við efnið og gefast ekki
upp. Ég man hvað ég var stolt
þegar ég útskrifaðist af sjúkraliða-
braut jólin ’99 að hringja í þig til
að þakka þér fyrir. Ég veit að
svona var þetta ekki bara með
mig, þú hafðir svona hvetjandi
áhrif á allt og alla í kringum þig.
Það er óhætt að segja að þú fékkst
fólk til að vilja vera betri mann-
eskjur en það var.
Þegar ég hugsa um þig ertu
annað hvort brosandi eða hlæjandi
og svo ótrúlega ljúf. Það var líka
sama hvaða vinkonu ég kynnti þig
fyrir, allar töluðu um það sem
hittu þig hvað þú værir yndisleg
og svo ég tali nú ekki um heitu
DÓRA
JÓHANNESDÓTTIR
✝ Dóra Jóhannes-dóttir fæddist 6.
febrúar 1938. Hún
lést 26. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 7. janúar.
brauðtertuna sem var
mjög vinsæl, þessi
með hangikjötinu. Ég
hef líka sjaldan
kynnst börnum sem
lögðu jafnhart að sér
við að reyna að hafa
matinn og kökurnar
nákvæmlega eins og
hjá henni mömmu. En
það var alltaf eitt-
hvert puttabragð sem
vantaði.
Þegar við kynnumst
voru sumir hlutir sem
þú varst hætt að geta
gert vegna sjúkdóms
þíns. Mér er það minnisstætt hvað
ég reyndi alltaf að vanda mig við
það sem þú baðst mig um að gera,
hvort sem það var að slá garðinn
eða þrífa á heimilinu. Ég veit
nefnilega að meðan þú gerðir
þessa hluti sjálf var það vel gert.
Ég veit það ekki vegna þess að
einhver sagði mér það heldur
barstu það bara með þér. Þeir
hlutir sem þú gerðir voru vel gerð-
ir.
Þó að ég hafi kannski ekki verið
sú duglegasta við heimilisstörfin
var alltaf svo gott að geta gert
eitthvað með þér eða fyrir þig.
Maður fékk alla litla greiða marg-
falda til baka með miklu þakklæti.
Þær ylja mér einnig sérstaklega
þær minningar sem við áttum sam-
an í eldhúsinu á Holtinu. Þegar við
vorum kannski einar heima og þú
sendir mig út í bakarí að kaupa
eitthvað rosa gott, svo sátum við
eins og verstu kjaftakerlingar og
töluðum um alla heima og geima.
Þó að við værum engar jafnöldrur
var alltaf hægt að segja þér allt og
það var líka bara svo gaman.
Núna sé ég þig fyrir mér í garði
fullum af fresíum, blómunum sem
þú elskaðir. Þú ferð mjög líklega í
eitthvert skemmtilegt nám og í frí-
tímanum býrðu til hin ótrúlegustu
listaverk, unnin úr íslenskri nátt-
úru á milli þess sem þú bakar og
gerir besta mat í heimi.
Englar ljóss og friðar séu með
þér alltaf og passi þig.
Elsku Valdi, Óli, Guðrún, Úlla
og Jói, Guð og góðir englar séu
með ykkur og fjölskyldum ykkar.
Barbara Ösp.