Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... UMFERÐARSTJÓRI! ... ÞETTA ER HRÆÐILEGT ... ÉG SÉ AÐ HANN ER AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR .... OGGGG .... ÉG GET EKKI EINU SINNI SEKTAÐ HANN FYRIR OF HRAÐAN AKSTUR © DARGAUD © DARGAUD VIÐ GERUM OKK- AR BESTA! HVAÐ ERU MARGIR ÞARNA INNI? ÞRÍR EFTIR ÞVÍ SEM ÉG BEST VEIT ... OG TVEIR GÍSLAR ... KOMUM OKKUR FÉLAGAR! SÓLIN ER Að KOMA UPP, ALLIR Á SINN STAÐ! ÉG GET TAFIÐ FIMM MÍN- ÚTUR Í VIÐBÓT ... EKKI MEIRA ... EF ÞÚ HITTIR ÁKAFA UNGA KONU, EKKI SKJÓTA HANA ... HÚN TILHEYRIR BRESKU LEYNIÞJÓNUSTUNNI ... SKILIÐ! ÓLIVER KEMST EKKI EINN ÚT ... HVAÐ VARÐAR HAR- ALD, ÞÁ VONA ÉG BARA AÐ ÞAÐ SÉ EKKI OF SEINT! ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITUÐ samtök skora á heilbrigðisráðherra að hann verndi starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgana sérstaklega og komi í veg fyrir það stórslys gagnvart konum sem skert þjónusta við fórnarlömb nauðgana er. Guðmundur Bjarna- son, þáverandi heilbrigðisráðherra, lét hefja undirbúning að stofnun Neyðarmóttöku þegar á árinu 1990 og Sighvatur Björgvinsson gerði hana að sérstöku tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins frá 8. mars árið 1993. Þessi framsýn hefur sannar- lega skilað sér til mikilla hagsbóta fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það fólk, að stærstum hluta konur eða 94%, sem þurfa að leita til Neyð- armóttökunnar er þögull hópur en sú hjálp sem þeim hefur staðið til boða undanfarin ellefu ár engu að síður ómetanleg og nauðsynleg. Því má heldur ekki gleyma að 6% not- enda þjónustunnar eru karlar, allt að 80 ára gömlum einstaklingum. Það hefur verið aðalsmerki Neyð- armóttökunnar að þar hafa hags- munir skjólstæðinganna verið hafðir að leiðarljósi og þeir hafa fengið þá þverfaglegu þjónustu sem þeir hafa þurft, þvert á hefðbundna þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þar hefur staðið til boða samþætt læknisfræðileg, lögfræðileg og sálfræðileg áfalla- hjálp, sniðin að þörfum þeirra sem orðið hafa fyrir grófum mannrétt- indabrotum. Í þann rúma áratug sem Neyðar- móttaka vegna nauðgana hefur verið starfandi hefur myndast gríðarleg þekking og reynsla sem býr í því fólki sem þar hefur unnið, enda er Neyðarmóttakan orðin þekkingar- miðstöð fyrir þau sem leita sér upp- lýsinga um þessi mál. Að taka á móti fórnarlömbum nauðgana er mjög krefjandi starf sem er ekki á færi eða áhugasviði allra. Að raska starfsem- inni og breyta verklaginu, án sam- ráðs við þá sem þar vinna, bendir til skilnings- og virðingarleysis við þessa mikilvægu grunnþætti auk þess sem fjárhagslegur ávinningur virðist ekki mikill og hefur ekki verið kynntur. Þvert á móti ber það mik- inn kostnað í för með sér að þjálfa upp nýtt fólk til að sinna þessu vandasama starfi. Kvennahreyfingin á Íslandi skor- ar á heilbrigðisráðherra og ríkis- stjórnina alla að sýna ábyrgð gagn- vart afleiðingum kynbundins of- beldis og hverfa frá því að skerða starfsemi Neyðarmóttökunnar, en efla í stað það góða starf sem þar er unnið og hefur notið viðurkenningar bæði hér á landi sem erlendis. Þær stórfelldu skattalækkanir sem boð- aðar hafa verið á sama tíma og þjón- usta við fórnarlömb ofbeldis er skert, lýsir forgangsröðun sem er ekki ásættanleg. Við ítrekum þá ósk okkar að fá fund með heilbrigðisráð- herra og skýra frekar okkar mál. Bríet – félag ungra femínista, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, Tímaritið Vera, V-dagssamtökin, Vefritið Tíkin. Fórnarlömb nauðgana og ábyrgð yfirvalda – opið bréf til heilbrigðisráðherra frá kvennahreyfingum Í DAG, 26.01. 2004, fékk ég bréf frá borginni um gjöld sem ég á að greiða næstu 6 mánuði. Þetta er eins og verið hefur og þarf ekki að fara mörgum orðum um það, en í nóvember skrifaði ég borgarstjóra smá grein í blaðið og benti honum á það að gott væri fyrir borgarbúa að borga þetta á 9 mánuðum í stað 6. Ég hefði haldið að það kæmi í sama stað niður fyrir borgina en væri til hagræðis fyrir borgarana. Við gamla fólkið vöðum ekki upp í klof í seðlum, ekki er nú svo ríflega skammtað og þar á ofan fer stór hluti af því sem við fáum í meðul til að halda í okkur líftórunni. Ekki hefur borgin verið okkur mjög hjálpleg til að létta okkur lífið, t.d. hækkuðu þeir hjá borginni bæði raf- magn og þá sérstaklega hitaveitu upp úr öllu valdi síðasta sumar þeg- ar borgina vantaði peninga og það var vegna þess að veðrið var svo gott að fólk sá ekki ástæðu til að kynda. (Það var eins og hjá kall- inum, þú nýtur þess guð að ég næ ekki til þín) og þessvegna hefndu þeir hjá borginni sín á okkur. Við þessi gömlu þurfum að hafa góðan hita þegar við erum inni, sem er oft- ast flesta daga og þessvegna munar okkur um heitavatnshækkanir. Við viljum að sjálfsögðu borga okkar gjöld en það mætti gera okkur það auðveldara með því að fá að borga þau á lengri tíma. Og ekki árar svo vel hjá unga fólkinu með allar skuld- irnar af húsnæðinu. Ég vona að borgarstjórinn breyti þessu þó seinna verði. Það væri til bóta fyrir þá sem þá lifa og þess njóta. Þeir öldruðu lifa ekki í eyðslu og glaum þó einhverjum þætti það gaman ellilaun eru svo andsvíti naum að endarnir ná ekki saman. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Rvk. Bréf til borgarstjóra Frá Guðmundi Bergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.