Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 67

Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 67 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hlýju og ein- lægni og ert blátt áfram. Fólk kann að meta jarð- bundið skopskyn þitt, en um leið hefur þú sterkar hug- sjónir. Þú þarft meira frelsi og ný sambönd gætu mynd- ast á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er rétt að huga að markmiðum og væntingum. Ert þú að uppfylla eigin væntingar, eða væntingar annarra? Naut (20. apríl - 20. maí)  Tímabært er að gera áætlanir um framtíð þína í starfi. Þú skalt velta fyrir þér hvort mál hafi tekið þá stefnu, sem þú ætlaðir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Á næstu vikum væri upplagt að ferðast. Forvitni þín um umheiminn er vakin og nú gæti komið tækifæri til að leggja land undir fót. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Búast má við að ræða þurfi fjármál og fasteignir. Sam- eiginlegar eignir verða líkast til á döfinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að fá málin á hreint gagnvart félaga eða nánum vini. Ekki forðast erfið mál, sem valda þér áhyggjum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn til að beita huganum. Þú vandar þig mjög um þessar mundir og lætur fátt fram hjá þér fara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft ekki að réttlæta all- ar þínar gerðir. Stundum er ánægja næg ástæða til að gera eitthvað. Ekki láta stjórnast af væntingum ann- arra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er rétt að eiga samskipti við foreldri, meðal annars vegna þess að þú átt um þess- ar mundir auðvelt með að færa innstu hugsanir þínar í orð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú munu hlutirnir gerast hratt í lífi þínu. Ekki berjast á móti heldur láttu berast með straumnum með bros á vör. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur meiri áhyggjur af viðskiptum þessa dagana en endranær, en nærð líklega takmarki þínu vegna þess að þú skipuleggur hlutina vand- lega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur fyrir þörf til að ræða við aðra og koma skoð- unum þínum á framfæri. Þú finnur einnig fyrir ferðalöng- un og vilt kanna heiminn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Erfitt er að losna við dag- draumana um þessar mundir. Ekki láta segjast þótt þú eigir erfitt með einbeitinguna. Þú ert einfaldlega annars hugar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VOR BORG Ó, byggið traust! svo borg vor fái staðið í blárri fjarlægð tímans, endalaust, og risavaxna hallarmúra hlaðið á hellubjargsins grunni. – Byggið traust! og kastið burtu efnum einskisnýtum, svo öll vor borg sé risin, sterk og hrein, úr gráum steini, gulum eða hvítum, og greypið vora list í þennan stein. Í múrsins óði bjarg við bjarg skal ríma, svo börn vor kynnist hruni voru og sorg, og gruni vora gleði, – einhvern tíma, er grafa þau úr jörðu vora borg. Guðmundur Böðvarsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 10. febrúar nk. verður Pálmi Hann- esson bifvélavirkjameistari fimmtugur, af því tilefni munu hann og kona hans Sara K. Olsen taka á móti ættingjum og vinum í KK- húsinu, Vesturbraut 17–19, Keflavík, í dag, laugardag- inn 7. febrúar, frá kl. 20 til kl. 23. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst 2003 í Garðakirkju þau Ragnheiður Arngrímsdóttir og Árni Már Haraldsson. Sagnir eru svo lélegar að það tekur því ekki að nefna þær. En eitt af því skemmti- lega við bridsspilið er ein- mitt það að stundum græðir maður á því að spila vonda samninga. En þá þarf tvennt að koma til: Vönduð spilamennska og góð lega. Þraut fjögur: Norður ♠10842 ♥KG975 ♦– ♣G984 Suður ♠ÁK3 ♥ÁD10 ♦Á ♣ÁD6532 Þú ert í suður og spilar sjö lauf. Útspil vesturs er tíguldrottning. Hver er áætlunin? – – – Norður ♠10842 ♥KG975 ♦– ♣G984 Vestur Austur ♠D5 ♠G976 ♥8643 ♥2 ♦DG96542 ♦K10873 ♣– ♣K107 Suður ♠ÁK3 ♥ÁD10 ♦Á ♣ÁD6532 Lausn: Þetta spil snýst auðvitað bara um tromp- kónginn. Þegar þrjú spil eru úti er rétt að svína, enda lík- legra að kóngurinn sé eitt af tveimur (eða þremur) spil- um í austur en blankur í vestur. En ef austur á öll þrjú trompin (K107) verður að fara af stað með gosann fyrst. Í því tilfelli gæti þurft tvær innkomur í borð og það er óþarfi að treysta á þær báðar í hjarta. Því er best að trompa tígulásinn og fara af stað með laufgosa. Ef aust- ur leggur á (sem hann gerir væntanlega), er síðan nóg að fara einu sinni inn í borð á hjarta til að svína aftur fyrir lauftíu. Stig: Þú tekur 10 stig fyr- ir að trompa fyrsta slaginn og spila laufgosa. Ef þú tókst slaginn heima á tíg- ulás og spilaðir hjarta á borðið og laufgosa þaðan: 6 stig. Ef þú svínaðir strax drottningunni: 4 stig. Og ef þú lagðir niður laufás: 1 stig (það er aldrei að vita!). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Rf3 d6 2. d4 Rf6 3. c4 g6 4. Rc3 Bg7 5. e3 c6 6. Bd3 Dc7 7. O-O O-O 8. b3 Rbd7 9. Bb2 e5 10. Dc2 exd4 11. exd4 Rb6 12. Ba3 He8 13. Hae1 Bg4 14. Rd2 d5 15. c5 Rbd7 16. h3 Be6 17. Rf3 Rf8 18. b4 a6 19. Bc1 h6 20. a4 Dd7 21. Re5 Dc8 22. b5 axb5 23. axb5 R6d7 24. f4 Rxe5 25. fxe5 Bxh3 26. gxh3 Dxh3 27. Be3 Ha3 28. Hf2 Bxe5 29. dxe5 Hxe5 30. Rb1 Staðan kom upp í Skák- þingi Reykjavík- ur sem lauk fyrir skömmu. Krist- ján Örn Elíasson (1730), svart, hafði í þessari skák gegn Gísla Jóhannessyni (1935) fórnað tveimur mönnum fyrir fjögur peð. Það dugði til að rugla andstæð- inginn í ríminu enda sókn svarts ekki auðveld við- ureignar. Í stað síðasta leik hvíts SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik hefði 30. Dc1! getað valdið svörtum töluverðum erf- iðleikum. 30... Hxd3! Eftir þetta er staða hvíts töpuð enda fær svartur of mörg peð fyrir manninn sem hann verður undir. 31. Dxd3 Hg5+! 32. Bxg5 Dxd3 33. Bf6 Re6 34. bxc6 bxc6 35. Rc3 g5 36. Be5 f5 37. Ha2 Kf7 38. Ha7+ Kg6 39. He2 f4 40. Bh8 Dg3+ 41. Kf1 Rxc5 42. Hg7+ Kh5 43. Hg2 Dd3+ 44. Kg1 De3+ 45. Kh1 De1+ 46. Kh2 f3 47. Hg3 Df2+ 48. Kh3 Re6 49. Hf7 Rf4+ 50. Hxf4 gxf4 51. Hg8 Dh4# Framvegis áttu að sleppa "voru daglega brauði".        KONAN TÍSKUVÖRUVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 – SÍMI 544 4035 Verðhrun Ótrúlegt verð Frá 500 kr. Stærðir 34 - 56 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán. - fös. kl. 11-18 & lau. kl. 12-16 Útsölulok Útsölulok Útsölulok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.