Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 69

Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 69 ÍÞRÓTTIR ARSENAL, Manchester United og Chelsea hafa fengið aðvörun frá Knattspyrnusambandi Evr- ópu, UEFA, um að liðin komist ekki upp með það að gefa leik- menn sína ekki eftir í 100 ára af- mælisleik Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA – leik heimsmeistara Frakklands 1998 og Brasilíu 2002, sem á að fara fram í París 20. maí, eða tveimur dögum fyrir bikarúrslitaleikinn í Englandi, sem fer fram í Cardiff 22. maí. Ensku liðin þrjú, sem hafa í herbúðum sínum landsliðs- menn frá Frakklandi og Brasilíu, hafa látið í ljós furðu sína á vali á leikdegi. Liðin hafa marga Frakka og Brasilíumenn í herbúðum sínum og koma þeir til með að vera valdir til að leika í París – leik- menn eins og Thierry Henry, Patrick Vieira, Robert Pires og Gilberto Silva hjá Arsenal, Claude Makelele hjá Chelsea og Mikael Silvestre og Kleberson hjá Manchester United. Michael Platini, sem hefur séð um að skipuleggja leikinn fyrir FIFA, segir að leikdagurinn hafi verið ákveðinn fyrir fjórum árum og honum verði ekki breytt. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir að ef Arsenal eða hin liðin tvö leika til úrslita verða leikmenn sem valdi verða til að leika afmæl- isleikinn að semja við landsliðs- þjálfara að leika aðeins hluta af afmælisleiknum,“ sagði Platini. Arsenal, Man. Utd. og Chelsea fá aðvörun ARON Kristjánsson, handknattleiks- maður hjá danska úrvalsdeildarlið- inu Tvis/Holstebro, sem íslenska landsliðið saknaði sárt á Evrópumót- inu í Slóveníu á dögunum, hefur enn ekki jafnað sig á hnémeiðslum og óvíst er hvort hann geti nokkuð spila meira með á yfirstandandi leiktíð. Aron gekkst undir aðgerð í lok októ- ber en í ljós kom að brjósk í hné hans var skemmt og hnéskelin sködduð. „Það eru framfarir í æfingaferlinu en það er nokkuð langt þar til ég get farið að spila handbolta að nýju. Ég á erfitt með að beygja mig niður og taka hliðarskref. Það sem gerðist var að hnéskelin fór af stað og hún slóst utan í brjósk í utanverðu lærbeininu alveg við hnjáliðinn. Það getur farið svo að ég þurfi að fara í aðra aðgerð en auðvitað vona ég að þess gerist ekki þörf og að ég geti náð síðustu leikjunum með Tvis á tímabilinu,“ sagði Aron við Morgunblaðið í gær. Aron gerði tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Tvis/ Holstebro síðastliðið vor en þegar honum bauðst að koma til síns gamla félags aftur, Skjern, og taka við starfi aðstoðarþjálfara þá nýtti hann sér uppsagnarákvæði í samningnum og yfirgefur hann því Tvis/Holstebro eftir tímabilið. „Ég er mjög spenntur að fara aftur til Skjern. Þetta er frá- bær klúbbur og það verður gaman að vinna með Anders Dahl á nýjan leik. Hann byrjaði að þjálfa Skjern á sama tíma og ég byrjaði að spila með liðinu og þar er toppmaður á ferð,“ sagði Aron. Útlitið ekki gott hjá Aroni Kristjánssyni Aron Kristjánsson Það var aðeins jafnræði með lið-unum fyrstu tíu mínúturnar en eftir að norðanmenn náðu undirtök- unum um miðjan fyrri hálfleik slepptu þeir þeim aldrei. Þeir náðu mest sex marka forskoti fyrir hlé, staðan var 19:14 í hálfleik, og þrátt fyrir ágæta byrjun Stjörnunnar og fjögurra marka mun eftir nokkrar mínútur í síðari hálfleik, voru KA- menn fljótir í gírinn á ný. Þeir gerðu út um leikinn um miðjan síðari hálf- leik með fjórum mörkum í röð, kom- ust þá í 28:19 og eftirleikurinn var þeim auðveldur. KA lagði grunninn að sigrinum með sterkum varnarleik. Liðið spilaði 3-2-1 vörn á löngum köflum með góð- um árangri, hleypti hinum kraftmikla Vilhjálmi Halldórssyni aldrei inn í leikinn og fyrir aftan vörnina var Hafþór Einarsson mjög öruggur. Þar voru gæðin framar magninu, 12 skot varin þykir kannski ekki mikið en þau höfðu mun meiri þýðingu fyrir KA en þau 17 skot, sem Jacek Kowal í marki Stjörnunnar náði að stöðva, höfðu fyrir Garðbæinga. Í sóknarleik KA var Einar Logi Friðjónsson sérlega öflugur og Stjörnumenn réðu lítið við hann, auk þess sem Arnór Atlason skilaði sínu og var öruggur í vítaköstunum. And- rius Stelmokas greip flest sem hönd á festi á línunni og var sérstaklega drjúgur seinni part fyrri hálfleiks. Jónatan Magnússon er liðinu geysi- lega mikilvægur í sókn og vörn, dríf- ur það áfram og spilar samherja sína vel uppi. Það vakti þó athygli að þrátt fyrir örugga stöðu um miðjan síðari hálfleik keyrði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, á sömu sex mönnunum í sókninni þar til 3 mínútur voru eftir og þar gæti helsti veikleiki KA legið þegar á líður – í skorti á breidd. Stjarnan er þegar komin lengra en flestir spáðu. Garðabæjarliðið komst frekar óvænt inn í úrvalsdeildina og byrjar hana í ágætri stöðu, með 6 stig. Það er þó hætt við að róðurinn verði þungur því reynslan er lítil. En það býr mikið í þessu unga liði og Sig- urður Bjarnason er greinilega á réttri leið með það. Í þessum leik voru sérstaklega sóknarmistökin lið- inu dýrkeypt og fyrir þau var því refsað. Sigurður lék talsvert með sjálfur, sem hann gerði lítið af í for- keppninni, og þegar hann kemst sjálfur í betri leikæfingu styrkist lið- ið. Stjarnan þarf á því að halda í þess- ari úrvalsdeild að hann og Gústaf Bjarnason, þessir þrautreyndu fyrr- um atvinnu- og landsliðsmenn, dragi vagninn. Strákarnir valda því ekki einir, þó efnilegir séu. David Kekelia var frískastur Stjörnumanna að þessu sinni ásamt Kowal markverði, og margir yngri strákanna áttu ágæta spretti. Æfðum rosalega vel í fríinu „Það var vissulega erfitt að byrja aftur eftir svona langt hlé. Við vorum fyrstu tíu mínúturnar að ná áttum en síðan kom þetta. Við ætluðum okkur, eins og allir aðrir, að byrja á sigri og það var okkur afar mikilvægt að ná því, og það á svona sannfærandi hátt,“ sagði Jónatan Magnússon, fyr- irliði KA, við Morgunblaðið eftir leik- inn. Það var ekki annað að sjá á leik ykkar en að þið hafið nýtt fríið vel. „Já, við æfðum rosalega vel. Við héldum öllu liðinu saman, nema Stelmokas, og höfum ekki átt við nein meiðsli að stríða. Við spiluðum nokkra æfingaleiki við Þór og fórum einu sinni suður þar sem við náðum þremur leikjum. Síðan æfðum við af miklum krafti, oft tvisvar á dag. Okk- ur fannst við ekki vera í nægilega góðri æfingu fyrir áramótin og reyndum því að bæta vel við okkur. Miðað við fyrsta leik virðist það hafa tekist, allavega náðum við að keyra lengur en Stjörnumenn og úrslitin voru í raun ráðin um miðjan síðari hálfleik. Þó þeir minnkuðu muninn af og til höfðum við alltaf kraft til að gefa í á ný.“ Hver eru ykkar markmið í upphafi nýrrar úrvalsdeildar? „Við settumst niður í fríinu og sett- um okkur það takmark að ná einu af fjórum efstu sætunum og fá þannig heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Það er verðugt markmið í hörkudeild eins og hún verður. Það er nóg fram- undan, núna bíður okkar rútuferð og heimkoma í nótt, leikur við Fram á sunnudag, og síðan undanúrslitaleik- ur í bikarnum á þriðjudag, þar sem við ætlum okkur alla leið,“ sagði Jón- atan. KA-menn til alls líklegir Morgunblaðið/Golli Arnór Atlason leikmaður KA brýst framhjá Sigurði Bjarnasyni leikmanni og þjálfara Stjörnunnar. KA-MENN koma greinilega vel undirbúnir til leiks eftir vetr- arfríið í handboltanum. Þeir unnu mjög sannfærandi sigur á Stjörnunni, 34:26, í fyrstu um- ferð úrvalsdeildarinnar í Garða- bænum í gærkvöld og virðast til alls líklegir í seinni hluta Ís- landsmótsins. Stjörnunnar bíð- ur aftur á móti erfið barátta fyrir því að ná einu af sex efstu sæt- unum ef marka má þennan leik þar sem Garðbæingar voru allt- af skrefinu á eftir andstæð- ingum sínum. Víðir Sigurðsson skrifar  DENNIS Bergkamp, Hollending- urinn í liði Arsenal, jafnar í dag met danska markvarðarins Peters Schmeichels spili hann leikinn gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Schmeichel er sá út- lendingur sem leikið hefur flesta leiki fyrir eitt lið í ensku úrvalsdeild- inni – lék 252 leiki fyrir Manchester United á tímabilinu 1992-1999.  BERGKAMP hefur spilað 251 leik fyrir Arsenal og er næstur í röðinni á eftir Schmeichel, Daninn Claus Lun- dekvam er í þriðja sæti með 244 leiki fyrir Southampton, Frakkinn Pat- rick Vieira fjórði með 232 leiki fyrir Arsenal og Ítalinn Gianfranco Zola fimmti með 229 leiki fyrir Chelsea.  DWIGHT Yorke frá Trínidad og Tobaco er sá útlendingur sem á flesta leiki að baki í ensku úrvals- deildinni. Hann hefur spilað 327 leiki en fyrir þrjú félög, Aston Villa, Man- chester United og Blackburn þar sem hann leikur núna.  RYAN Giggs er sá breski leikmað- ur sem á flesta úrvalsdeildarleiki að baki fyrir eitt og sama liðið en Giggs hefur leikið 361 leik fyrir Manchest- er United. Ray Parlour kemur næst- ur með 328 leiki fyrir Arsenal.  ARSENAL sækir Wolves heim í dag í ensku úrvalsdeildinni og tapi Arsenal ekki leiknum verður þetta besta byrjun liðsins í úrvalsdeildinni. Arsenal hefur enn ekki tapað leik í deildinni á þessu tímabili en leikur- inn í dag er sá 24. í röðinni. Arsenal hefur ekki tapað nema tveimur af síðustu 44 leikjum sínum í úrvals- deildinni.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður á varamannabekk Úlfanna en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu á undanförnum vikum. Paul Ince er í leikbanni en stuðningsmenn Úlfanna vonast eftir því að þeirra menn velgi toppliði Arsenal undir uggum eins og þeir gerðu gegn Man- chester United og Liverpool. Wolv- es lagði United fyrir skömmu, 1:0, og gerði 1:1 jafntefli Liverpool.  ÍSLENDINGASLAGUR verður á Stamford Bridge á morgun þegar Chelsea tekur á móti Charlton. Ógerningur er að spá því hvaða framherjapari Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, stillir upp en Eiður Smári lék aðeins tvær síðustu mín- úturnar í sigri Chelsea á Blackburn um síðustu helgi. Hermann Hreið- arsson verður hins vegar á sínum stað í vörn Charlton sem hafði betur í rimmu liðanna á The Valley, 3:1.  ANNAR Íslendingaslagur er á dagskrá í ensku 1. deildinni í dag þegar Coventry og Nottingham Forest eigast við. Bjarni Guðjónsson verður nær örugglega í byrjunarliði Coventry en Brynjar Björn Gunn- arsson verður að öllum líkindum á bekknum hjá Forest. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.