Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Landverndar telur það eiga að vera almenna reglu að verndunar- lög standi óskert í meginatriðum og afar þung rök þurfi að vera fyrir und- anþágum frá þeim og öðrum frávik- um. Þetta eigi að gilda sérstaklega um svæði sem njóti verndar sam- kvæmt sérstökum lögum og séu al- þjóðlegt verndarsvæði eins og vatna- svæði Laxár og Mývatns. Eins og kunnugt er hefur umhverf- isráðherra lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um verndun Laxár og Mývatns en í því er bráðabirgða- ákvæði sem felur í sér heimild fyrir hækkun stíflu í Laxá í Aðaldal, að fengnu samþykki Umhverfisstofnun- ar og Landeigendafélags Laxár og Mývatns, sem og heimild til að hefja mat á umhverfisáhrifum vegna slíkr- ar hækkunar. Bráðabirgðaákvæðið verði dregið til baka Í frétt á vef Landverndar kemur fram að stjórn félagsins telji að huga þurfi betur að þessum hliðum málsins áður en farið verður að fjalla um hugsanlegar undanþágur eins og felst í tillögu að bráðabirgðaákvæði við lögin. Hún hvetur því umhverfisráð- herra til að draga tillögu að bráða- birgðaákvæði (ákvæði III) til baka. Stjórnin telur einnig að ekki séu næg- ar efnislegar forsendur fyrir því að gera tilslakanir af þessu tagi á núver- andi lögum um verndun Laxár og Mývatns. Öll umfjöllun um hugsan- legar tilslakanir eigi að bíða þar til verndaráætlun hafi verið gerð fyrir svæðið. Áformuð undanþága geti leitt til framkvæmdar sem feli í sér um- talsverð inngrip í náttúru svæðisins til viðbótar því sem orðið er. „Í tillögum sem kynntar hafa verið er ráðgert að hækka stífluna um 10 til 12 metra með inntakslóni er næði til 0,25 til 0,35 ferkílómetra til að draga úr sliti á vélum Laxárvirkjunar af völdum sandburðar með myndun sandgildru. Áformuð framkvæmd á einnig að bæta rekstur Laxárvirkjana með því að draga úr truflunum vegna ís- og krapastíflna. [–] Landverndar telur eðlilegt að leitað sé leiða til að draga úr rekstrartruflunum, bæta af- komu virkjunarinnar og auka öryggi í afhendingu raforku á svæðinu. En hafa verður í huga að verndarhags- munir svæðisins eru verulegir en virkjunarhagsmunir eru takmarkaðir þegar litið er til afls virkjana. Þá má líta á þann kostnað sem felst í núver- andi stöðu sem fórnarkostnað virkj- unarinnar við að vera í rekstri á vernduðu vatnasvæði. Gildir það enn frekar ef líkur eru á að draga megi úr sandburðinum í tímans rás með land- græðslu og öðrum aðgerðum, þannig að aðeins sé um tímabundinn kostnað að ræða. Þá ætti betri tenging svæð- isins við byggðalínu að draga úr óvissu um afhendingu á raforku,“ seg- ir í frétt Landverndar. Varað við bráðabirgðaákvæði um hækkun Laxárstíflu Morgunblaðið/Árni Sæberg Núverandi stíflugarður í Laxá er að stærstum hluta fjórir metrar á hæð, en sjö metrar hæst. Fyrirhugað er að hækka stífluna um tíu til tólf metra. óvíst, en þegar vorar, og leysingar hefjast er hugsanlegt að mjólkurlitaðir lækir og fossar eigi sér einmitt þær skýringar. Hjólreiðafólk og aðrir sem ferðast sér til heilsubótar um höfuðborgina eru þó sennilega grunlausir um hvaða stórkostlegu öfl eru að baki þessari tilkomumiklu fjalla- sýn. Á MEÐAN snjórinn sest í gil fjallanna svo engu er líkara en mjólk sé að renna niður fjallshlíðarnar, njóta menn- irnir útsýnisins í gegnum mistrið með ýmsum hætti. Hver veit nema tröllskessan Flumbra, sem Guðrún Helgadóttir skrifaði um í ævintýrinu Ástarsaga úr fjöll- unum, sé enn að gefa tröllastrákunum sínum brjóst og mjólkin streymi niður á láglendið? Það er auðvitað alls Margt býr í mistrinu Morgunblaðið/Sverrir FJÁRMÁLARÁÐHERRA áformar að framlengja undan- þágu vegna vörugjalda á gas- búnað í metangasknúna bíla. Fram kom í viðtali Morgun- blaðsins við Björn H. Halldórs- son, framkvæmdastjóra Met- ans ehf., að metangasknúnir bílar væru dýrari í innkaupum en bensínbílar af sömu gerð. Gasbúnaðurinn kostaði 200 til 300 þúsund krónur en að af- sláttur hefði fengist af vöru- gjaldi upp á 120 þúsund krónur og það hefði gilt fram að síðustu áramótum. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu hyggst ráðherra framlengja undan- þáguna en það þýði að laga- breyting þurfi að koma til. Því þurfi að kynna málið í ríkis- stjórn og í framhaldinu verði það síðan lagt fyrir Alþingi. Það muni væntanlega gerast innan fárra vikna. Vörugjald á gas- búnað í metangas- knúna bíla Undanþága á vöru- gjaldi framlengd Bergþóra vill ekkert fullyrða um tekjuaf- ganginn því hún segir ekki ljóst hvað sé fært sem útgjöld í rekstrinum. Ekki sé borgað fyrir rafmagn, ræstingu og þess háttar þjónustu. Hún spyr líka hvort inn í þessu séu kaup mötu- neytanna á eldhúsrúllum af skólunum sem dæmi. Hún getur ekki ímyndað sér annað en hægt sé að halda utan um þennan rekstur eins og annan. Í því felist nokkur vinna sem allir þurfi að gera upp við sig hvort ástæða sé að leggja í. Sundurgreining kemur til greina Í svari fræðsluráðs segir að sameiginlegir rekstrarþættir séu sjaldnast færðir sem kostn- REKSTUR mötuneyta nemenda í grunnskólum Reykjavíkur er ekki aðskilinn heildarrekstri skólanna. Í svari Fræðsluráðs Reykjavíkur til Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur (SAMFOK) segir að í mörgum tilvikum sé erfitt að greina á milli reksturs nemendamötuneyta og annars rekst- urs skólanna. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, segir foreldra eiga að greiða fyrir hráefni og kaup á minni háttar rekstrarvörum mötuneyta, þar með talinn smærri eldhúsbúnað. Sveitarfélögin leggi til starfsmenn og aðstöðu. Samkvæmt upplýsingum hennar hefur það verið álit þeirra sem hafa rekið nokkur þessara mötuneyta í Reykjavík að rekstrarafgangur þeirra sé verulegur. Hefur Bergþóra heyrt töl- una 1,5 milljónir króna nefnda í því sambandi, sem hún segir háa fjárhæð. Spurningin sé hvernig þessum peningum sé ráðstafað og eðli- legt að skólastjórar leggi áætlanir um það fyrir foreldraráð til umsagnar eins og lög mæli fyrir um. Það sama gildi ef það þurfi að vinna upp halla á rekstrinum. aður við mötuneytin sérstaklega heldur færðir með almennum rekstrarkostnaði. „Fram að þessu hefur ekki verið gerð krafa um að skól- arnir leggi mjög mikla vinnu í þessa sundur- greiningu, heldur nýti starfskraftana frekar í þjónustu við nemendur. Með auknum rekstr- arumsvifum mötuneytanna má vera að leggja þurfi meiri vinnu og fjármagn í að halda utan um slíka greiningu.“ Verð á hverjum matarskammti er yfirleitt á bilinu 200–250 krónur. Fræðsluráð segir erfitt að fullyrða um rekstrarafkomu mötuneytanna. Samkvæmt fjárhagsáætlun sé gert ráð fyrir að tekjur af matarsölu standi undir hráefniskostn- aði, minni háttar rekstrarvörum og endurnýjun og viðhaldi á smærri eldhúsáhöldum og búnaði. „Ef um tekjuafgang af mötuneytum er að ræða þá ráðstafa stjórnendur skólanna þeim af- gangi, enda bera þeir ábyrgð á rekstri skólanna. Stundum fer afgangur eins árs upp í hallarekst- ur frá fyrri árum eða keyptur er eldhúsbúnaður. Í einhverjum tilvikum er lagt fyrir til að eiga upp í hugsanlegan hallarekstur í framtíðinni,“ segir í svari fræðsluráðs. Mötuneytin ekki skilin frá öðrum rekstri Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekstur mötuneyta nemenda í skólum er ekki skilinn frá öðrum rekstri en Fræðsluráð Reykjavíkur segir það koma til greina. ÓMAR R. Valdimarsson, talsmaður Inpregilo á Íslandi, segir að margir af þeim starfsmönnum við Kára- hnjúka sem um ræðir séu alls ekki iðnaðarmenn sem slíkir heldur sér- hæfðir verkamenn og það sé á mis- skilningi byggt hjá verkalýðshreyf- ingunni að það sé verið að sækja um leyfi fyrir þessa menn að starfa á Íslandi sem iðnaðarmenn. Í Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram að í október síðastliðnum hefði Impregilo lofað að afla upp- lýsinga um starfsréttindi þeirra Portúgala og Ítala sem vinni við virkjunina á vegum fyrirtækisins. 6–8 ára starfsreynsla jafngild Ómar segir að á hinn bóginn séu nokkrir af þessum mönnum, líklega á bilinu 10–20 manns, hins vegar iðnaðarmenn, en mismunandi regl- ur gildi í þessum efnum á Evrópska efnahagssvæðinu. Sums staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi gildi þær reglur að menn verði að hafa sveinspróf til þess að geta starfað sem iðnaðarmenn, en í Mið- og Suð- ur-Evrópu gildi sú regla að eftir að hafa starfað að iðn í 6–8 ár geti menn kallað sig iðnaðarmenn í þeirri iðngrein. Til að samræma þessar reglur á Evrópska efnahags- svæðinu hafi Evrópusambandið úr- skurðað svo að 6–8 ára starfs- reynsla nægi sé stimpill frá viðkomandi fyrirtæki fyrir hendi. „Impregilo hefur einmitt vottað að starfsreynsla þessara 10–20 manna sé til staðar og þar af leið- andi eigi þeir að fá vottun sem iðn- aðarmenn á Íslandi,“ sagði Ómar enn fremur. Hann sagði að samkvæmt 3. grein þess samkomulags sem gert hefði verið við verkalýðshreyf- inguna 10. október sl. væri gert ráð fyrir að ekki væri amast við störf- um þeirra manna sem þegar hafi hafið störf á Íslandi sé umsókn- arferlið hafið sem eigi einmitt við í þessu tilfelli. Ómar R. Valdimarsson talsmaður Impregilo á Íslandi Ekki iðnaðarmenn heldur sérhæfðir verkamenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.