Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hulda Jónsdóttirfæddist á Freys- hólum í Vallahreppi 15. apríl 1931. Hún andaðist á Landspít- alanum 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hild- ur Stefánsdóttir frá Ketilsstöðum á Völl- um, f. 11. ágúst 1897, d. 30. desember 1965, og Jón Björgvin Guð- mundsson frá Hrygg- stekk í Skriðdal, f. 13. ágúst 1904, d. 18. júlí 1976. Hulda átti fjóra bræður. Þeir eru: Stefán, f. 28. apríl 1927; Guðmundur, f. 7. mars 1930, d. 2. september 1992, eftir- lifandi eiginkona hans er Heiðrún Valdimarsdóttir og eiga þau einn son, Jón Kristin; Baldur, f. 16. október 1933; og Bragi, f. 16. október 1933. Eiginmaður Huldu var Gunn- steinn Stefánsson frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá, f. 23. júní 1930, d. 10. janúar 1986. Hulda og Gunnsteinn bjuggu í Selási 5 á Egilsstöð- um. Foreldrar Gunnsteins voru Sigurborg Sigurðar- dóttir, f. 9. ágúst 1890, d. 4. október 1969, og Stefán Jónsson, f. 12. febr- úar 1893, d. 1. jan- úar 1968. Systur Gunnsteins voru: Aðalheiður Ásdís, f. 4. júlí 1920; Sigrún, f. 13. desember 1921, d. 16. júlí 1987; Jóna Sigþrúður, f. 19. desember 1925; og Gerður, f. 8. júlí 1927. Hulda var húsfreyja á Freyshól- um mestan hluta ævinnar, að und- anskildum þeim árum sem þau Gunnsteinn bjuggu á Egilsstöð- um. Einnig vann hún hjá prjóna- stofunni Dyngju og í Búnaðar- banka Íslands á Egilsstöðum. Útför Huldu fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Ljúfust minning lifir í hjörtum, lýsir leiðina mína. Þú blíðust í himninum björtum nú breiðir út vængina þína. (G. J.) Elsku Hulda frænka, eins og við kölluðum þig öll. Þú hefur kvatt okk- ur í hinsta sinn. Fréttin kom snöggt, og höggið var sárt, og tárin féllu. Við áttum ekki von á þessu. Hefðum öll viljað fá að hitta þig oftar, njóta nær- irfarandi sálmi, eiga því við á stundu sem þessari: Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum, minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá, og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (M. Joch.) Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu hennar Huldu okkar í hjörtum hennar nánustu skyld- menna, svo og okkar allra sem þekktu hana. Guðrún, Magnús, Stefán, Una, Helga,Guðmundur, Borgþór, og börn. Jæja, Hulda mín, ekki fór þetta nú alveg eins og við vorum búnar að ráð- gera. Þú ætlaðir bara að skreppa suð- ur í aðgerðina og koma svo eldspræk til baka. En eins og hendi væri veifað ertu horfin og söknuðurinn eftir þér er nánast óbærilegur. Ég sit hér með tár í augum og rifja upp mín fyrstu kynni af ykkur Freyshólasystkinum. Vorið 1998 var auglýst eftir manni til að sjá um sauðburð á Freyshólum. Og vegna þess að ég var alin upp við það að við konurnar værum líka menn og ég búin að ganga með bónda í maganum alla ævi snaraði ég mér eftir eina svefnlausa nótt til Jóns Snæ og sótti um djobbið og viti menn, ég var ráðin. Þá hófst kafli í mínu lífi sem ég verð ævinlega þakklát fyrir og mun aldrei gleyma. Þá kynntist ég þér og Stefáni bróður þínum, þið tók- uð mér strax svo vel og hafið verið mér og mínum alveg einstök. Margar stundirnar áttum við í eldhúsinu á Freyshólum þetta vorið við spjall um allt milli himins og jarðar. Og enn fleiri stundir höfum við svo átt saman í gegnum árin, hvort sem það hefur verið í sauðburði, heyskap, kartöflu- upptöku, smalamennsku, sláturtíð eða bara þegar ég hef komið til að gera ekki neitt, því alltaf var ég hjart- anlega velkomin með alla sem mér fylgdu, hvort sem það var öll fjöl- skyldan, hluti af henni eða jafnvel nokkur aukabörn. Stundum fannst þér nú við Stefán dálítið skrítin þegar við vorum að þrátta um það hvort okkar tæki næturvaktirnar í húsun- um. Oftar en ekki hristir þú hausinn og sagðir: „Þið eruð nú bæði jafn- þrjósk og ef þið haldið þessu áfram verður nú nóttin búin áður en þið náið samkomulagi.“ Ég kom alltaf með þau rök að ég væri í vinnu við að passa kindurnar en Stefán sagðist alltaf geta sofið allan daginn og yf- irleitt vann hann, en við þurftum nú samt alltaf að ræða þetta á hverju kvöldi. Vorið sem ég bjó hjá ykkur ásamt drengjunum mínum verður ætíð ofarlega í huga mínum og hjarta. Alltaf varst þú búin að elda graut fyr- ir mig á morgnana þegar ég kom inn frá því að gefa, klæða Atla Grétar og gefa honum að borða áður en þú lagð- ir af stað í þína vinnu, og á kvöldin var heitur matur á borð borinn, enda sagði ég þér oft að það yrðu nú meiri viðbrigðin að koma heim og þurfa hugsa um þetta allt aftur. Hreint út sagt fannst mér ég alltaf vera á fimm stjörnu hóteli þegar ég var hjá þér. Okkar kynni hafa ekki verið svo ýkja löng, en samt finnst mér að við séum búnar að þekkjast svo miklu lengur, kannski vegna þess að frá fyrstu kynnum gátum við rætt alla hluti þó svo að við værum nú ekki alltaf sam- mála. Mér fannst þú alltaf vera mjög hreinskiptin kona og einlæg í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku Hulda, þú varst alltaf að gera eitthvað fyrir aðra og hlutirnir voru aldrei neitt mál fyrir þig, þú varst einstök kona með alveg risa- stórt hjarta. Mér finnst erfitt að sætta mig við að geta aldrei aftur hringt eða hitt þig þegar mig langar, en sem betur fer var ég búin að segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Þó að ég sakni þín veit ég að þú ert á góð- um stað og hann Gunnsteinn þinn hefur tekið vel á móti þér. Ég kveð þig með þessari bæn: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Stefán, Baldur og Bragi, ykkar missir er mestur. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Anna A. Arnardóttir. HULDA JÓNSDÓTTIR veru þinnar og alúðar sem þú gafst ætíð af þér, og þá ekki síst smáfólk- inu okkar. En við fáum þar enguum ráðið. Hún Hulda frænka var kona sem enginn gleymir, persónuleiki hennar var slíkur. Við þökkum því bara fyrir öll árin sem við fengum tækifæri til að hafa þig. Við megum líka ekki gleyma því að hann Gunn- steinn frændi hefur víst beðið þín lengi, og hefur örugglega tekið vel á móti þér. Og þessi orð skáldsins, í eft- Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina ✝ Guðmundur Ó.Bjarnason fædd- ist í Keflavík 2. febr- úar 1942. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Tómas- son verkamaður, f. 17. júní 1915, d. 27. ágúst 1993, og Guð- rún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 17. des- ember 1914, d. 22. mars 1997. Systkini Guðmundar voru Tómas, f. 14. jan. 1939, d. 13. mars 1996, Óskar, f. 7. mars 1940, d. 31. desember 1961, Kristín, f. 29. júní 1943, d. 15. október 1993, Steinunn, f. 20. mars 1945, Haf- steinn, f. 20. ágúst 1950, Birgir, f. 15. júní 1953, Hildur, f. 15. júní 1953, d. 3. febrúar 2001, Guðrún, f. 14. júlí 1955, Kolbrún, f. 12. júlí 1958, og Björk, f. 12. júlí 1958. Árið 1965 kvæntist Guðmundur Margréti Hafliðadóttur, f. 25. des- ember 1946. Þau skildu. Dætur þeirra eru Guðrún Hafdís, f. 14. janúar 1964, maki Guðmundur Ingi Sigurvinsson, f. 25. október 1966. Dætur þeirra eru Sofia El- sie, f. 14. júlí 1999, og Heba Guð- rún, f. 8. nóvember 2000. Börn Hafdísar og Hólmars Björns Sig- þórssonar eru Margrét María, f. 11. júní 1986, og Hólmar Karl, f. 17. júní 1988. Lilja, f. 31. mars 1966, maki Hilmar Ólafsson, f. 16. febr- úar 1963. Börn þeirra eru Íris Ósk, f. 19. apríl 1989, og Ólöf Ýr, f. 5. desem- ber 1994. Erna, f. 24. nóvember 1971. Börn hennar og Arnars Albertssonar eru Bylgja Eybjörg, f. 27. nóvember 1991, og Sóley, f. 20. janúar 1994. Áður átti Guðmundur dótturina Kristjönu, móðir hennar er Björg Björnsdóttir. Kristjana var ættleidd af Kjartani Helgasyni. Kristjana er gift Oddi Má Gunn- arssyni, f. 1. desember 1959. Börn þeirra eru Björg María, f. 27 jan- úar 1989, Hrafn Valtýr, f. 28. febrúar 1991, og Bryndís Berg- mann, f. 7. desember 2002. Guðmundur ólst upp í Hvera- gerði, gekk í Iðnskólann á Sel- fossi og lærði bifreiðasmíði. Hann starfaði um hríð við þá iðn í Kópavogi en fluttist síðar í Þor- lákshöfn þar sem hann var m.a. verkstjóri hjá hreppnum. Fyrir nær 25 árum réðst Guðmundur á flutningaskip og var í millilanda- siglingum meðan honum entist heilsa til, lengst af hjá Eimskip- um. Útför Guðmundar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag þegar við kveðjum kæran bróður Guðmund Ó. Bjarnason, eða Mumma eins og við kölluðum hann ætíð, langar okkur til að minnast hans í örfáum orðum og þakka með því samfylgdina. Mummi ólst upp í stórum systk- inahópi heima í Hveragerði. Stund- um var þröng á þingi á Breiðumörk- inni, en samt alltaf pláss fyrir fleiri ef þess þurfti með. Þá var bara þjappað í hinum herbergjunum. Okkar fyrstu minningar um Mumma eru þegar hann og Magga fluttu heim á Breiðumörk, þá með Hafdísi nýfædda, Mummi kominn til klára Iðnskólann á Selfossi. Okk- ur litlu systrum, þá fimm og átta ára, þótti nóg um, komin lítil prins- essa með stór augu sem alla heillaði. Hún tók óneitanlega okkar pláss í þessu mannmarga samfélagi. Okk- ur fannst hún sofa allan hringinn í kringum húsið, við alls staðar fyrir. En auðvitað var það ekki svo, við vorum bara svo miklar skessur allar saman. Það fannst Mumma líka allt- af, við litlu stelpur svolitlar frekju- dósir. Hann alltaf stóri bróðir. En í dag er Hafdís miklu frekar eins og systir okkar en frænka, enda við nær henni í aldri. Síðan liðu árin, Mummi og Magga fluttu til Reykjavíkur og síðan til Þorlákshafnar. Þá var fjölskyldan orðin stærri, Lilja og Erna komnar til sögunnar fyrir nokkru síðan. Síðustu tuttugu og fimm árin hefur Mummi verið til sjós í millilandasigl- ingum á fraktskipum bæði hjá Eim- skipum og Samskipum. Þó samgangurinn hafi ekki alltaf verið mikill var ávallt eins og við hefðum hist í gær. Hann alltaf jafn einlægur og ljúfur, vafði öllum um fingur sér. Alveg einstaklega skap- góður maður eins og best sást í erf- iðum veikindum síðustu mánuði. Var alveg sama hvað á bjátaði, Mummi sá alltaf það spaugilega við alla hluti og gerði góðlátlegt grín að öllu sem í kringum hann var. Um leið og við þökkum Mumma samfylgdina, sendum við Hadísi, Lilju, Ernu og fjölskyldum þeirra okkar innlegustu samúðarkveðjur. Að lokum viljum við kveðja Mumma með eftirfarandi vísu: Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Guðrún, Kolbrún og Björk. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért dáinn. Við söknum þín mjög mikið og við vonum að þú hafir það gott hjá Guði. Þú varst besti afi í heimi og okkur þótti svo vænt um þig. Þú munt ávallt vera í huga okk- ar. Þú varst alltaf svo brosmildur og skemmtilegur og áttum við margar góðar stundir saman. Þegar við flutt- um til Danmerkur heyrðum við alltaf reglulega í þér í síma og þú sagðist alltaf vera á leiðinni til okkar í heim- sókn. Við erum mjög þakklátar fyrir góðu stundirnar sem við áttum sam- an í janúar þó svo að þú hafir verið orðinn svona veikur. Fyrirgefðu að við getum ekki verið hjá þér á laug- ardaginn en við munum minnast þín, elsku afi, með því að kveikja á kerti. Ólöf ætlar að passa mjög vel upp á gleraugun þín, afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við vonum að Guð passi þig vel og við biðjum til þín á hverju kvöldi. Þú munt vera í okkar draumum. Elsku besti Guð, viltu passa elsku afa fyrir okkur því hann er svo dýr- mætur og við viljum bara það besta fyrir hann! Elsku afi, við munum allt- af minnast þín.Við elskum þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ástarkveðjur. Íris Ósk og Ólöf Ýr. Fyrir rúmlega tuttugu árum fór undirritaður ásamt fleirum til Þor- lákshafnar til að hjálpa Mumma að setja þakjárn á hesthús sem hann var að byggja. Ég var þá nýbyrjaður með systur hans og vildi sanna mig fyrir honum, nýkominn inn í fjölskylduna og hann stóri bróðir kærustunnar. Smíðin gekk vel þar til upp kom vandamál sem þurfti að leysa. Tók- um við okkur hlé og hugsuðum um lausn á vandamálinu. Vorum við bún- ir að rökræða í einhverja stund er hann stóð upp og sagði: „Strákar, þetta er ekkert vandamál, þetta reddast,“ og auðvitað kláraðist verk- ið. Gaman var að hlusta á hann segja frá, hrynjandin skemmtileg og sann- færingin svo mikil, eins og þegar hann hann lýsti einhverjum bjart- sýnis hugmyndum var ekki annað hægt en að taka vel eftir og hafa gaman af. Glaðlyndi var eitt af því sem ein- kenndi Mumma, sama hvað gekk á og í veikindunum var stutt í húmor- inn hjá honum, eins og þegar hann missti sjónina tímabundið á sjúkra- húsinu, þá sagði hann að þetta væri ekki alslæmt því þær leiddu sig að minnsta kosti tvær. Eitt er ég viss um, að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur þarna hinum megin þá á það eftir að redd- ast. Morten. Elsku Gummi minn, nú ert þú far- inn langt um aldur fram en laus við allar þjáningarnar. Ég átti þig að góðum vini í tíu ár og margt gerðum við skemmtilegt saman. Margar voru siglingarnar sem ég fór með þér til Ameríku, og á Norðurlönd- in mörgum sinnum og síðast til Rotter- dam. Þegar þú varst að koma í land úr siglingu reyndi ég alltaf að sækja þig hvenær sólarhringsins sem þið komuð. Alltaf komstu færandi hendi, oft með fallega gjöf. Þú reyndist sonum mínum sem kær vinur og hjálpaðir til ef með þurfti. Þú vildir öllum svo vel og gafst þig allan. Hafðu þökk fyrir allt. Við vottum dætrum hans og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Hallfríður og synir. Okkur félagana langar að minnast Gumma Bjarna vélavarðar eins og hann var kallaður meðal okkar. Hann var einn af okkur sem tókum við Brú- arfossi þegar hann var afhentur í apríl 2001. Það leyndi sér ekki að þar fór stórhuga maður með miklar væntingar, bæði til sjálfs síns og ann- arra. Ný verkefni, aðrir menn, nýjar áherslur. Á þannig manni þurftum við svo sannarlega að halda. Hér þarf svo sannarlega verk að vinna var hans viðkvæði. Gerum þetta svona, annað hinsegin. Hann hreif okkur með krafti sínum og dugnaði. Í svona þröngu samfélagi verða tengslin nánari og oft ræddir hlutir sem ekki eru hafðir eftir. Tókum við þátt í þeirri umræðu. Guðmundur var einstaklega geðgóður og aldrei sáum við hann skipta skapi. Lífs- hlaup Gumma Bjarna var nokkuð flókið. Enda ræddi hann þau mál lít- ið. Þó fengum við að kynnast dætrum hans og barnabörnum, sem hann tal- aði oft um, þannig að við nánast þekktum þau. Gummi sinnti sínu starfi af trú- mennsku og taldi sitt happ að hafa ráðið sig til Eimskips á sínum tíma. Hér hefur einn fjölskyldumeðlimur um borð verið numinn á brott. Stórt skarð hefur verið höggvið í þetta litla samfélag okkar. Það verður enginn eins og Gummi Bjarna. Í erfiðum veikindum sýndi hann mikið æðru- leysi. Kvartaði aldrei. Það síðasta sem hann sagði þegar hann fór frá- okkur var: „Ég kem aftur.“ Okkar til- finning er sú að hann sé kominn til okkar aftur. Minningin um Gumma Bjarna mun lifa hér um borð um ókomna framtíð. Við sendum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur. Það er erfitt fyrir okkur að vera svo fjarri. Við kveðjum þig, okkar kæri vinur. Áhöfnin á Brúarfossi. GUÐMUNDUR Ó. BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.