Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 61
Stelpurnar okkar !
Meðal dagskrárliða:
● Staðan á Íslandi í dag● Dr. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ
● Íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi – Þættir sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku:
Heimilið – Hvatning fjölskyldunnar ● Anna Guðrún Steinsen
Skólinn – Íþróttakennsla í grunnskólum og viðhorfamótun nemenda ●Tómas Jónsson
Íþróttafélagið – Jafnir möguleikar til íþróttaiðkunnar? ● Petrún Bj. Jónsdóttir
Fjölmiðlar – Fjölmiðlar og kvennaíþróttir ● Þuríður Helga Þorsteinsdóttir
● “Only sport for the tough guys?” Gender, youth, culture and snowboarding ●
Dr. Mari Kristin Sisjord, dósent við Íþróttaháskólann í Osló
● Sjálfsmynd stúlkna og íþróttaiðkun ●
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar
● Are Physical Education classes for all girls and boys? ●
Dr. Fiona Dowling, dósent við Íþróttaháskólann í Osló
● Umræðuhópar – Hvernig framtíð viljum við búa stelpunum okkar ?
Ráðstefnugestir geta valið um þátttöku í eftirfarandi hópum:
Heimili – Skóli – Íþróttafélagið – Fjölmiðlar – Afreksíþróttir – Sjálfsmyndin
Ráðstefnustjórn ● Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, aðjunkt í tómstundafræðum við KHÍ
Sameiginleg ráðstefna KHÍ og ÍSÍ um Konur og íþróttir
Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 21. febrúar 2004 frá kl. 9:00 til 17:00
Þátttökugjald er kr. 1.500,- innfalið er ráðstefnugjald, kaffi og hádegisverður.
Hægt er að skrá sig á netfangið helga@isisport.is eða í síma 514 4000.
Frekari upplýsingar og tímasett dagskrá er á www.isisport.is
FÓLK
ALAN Curbishley, knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Charlton sem Hermann Hreiðars-
son leikur með, hefur framlengt
samning sinn við félagið til sumars-
ins 2007. Þar með lýkur vangavelt-
um um framtíð Curbishley hjá fé-
laginu en hann hefur verið orðaður
við starf knattspyrnustjóra hjá
Aston Villa, West Ham og nú síð-
asta hjá Tottenham. Hann hefur
verið stjórnvölinn hjá Charlton frá
1991 og hefur enginn knattspyrnu-
stjóri í ensku úrvaldeildinni lengri
starfsferil hjá sama félaginu að Sir
Alex Fergsuon hjá Manchester
United undanskildum.
MARTIN O’Neill, knattspyrnu-
stjóri skoska liðsins Celtic, var
ekki ánægður með að lið hans
skyldi þurfa að leika á gervigrasi í
4:1 sigri liðsins gegn Dunfermline í
skosku úrvalsdeildinni á miðviku-
dag. Celtic er með 11 stiga forskot
á Rangers sem er í öðru sæti en
O’Neill segir að völlurinn sé ekki
boðlegur og stefni heilsu leik-
manna í hættu.
„VÖLLURINN var eins og ís-
klumpur og Stevie Crawford var
heppinn að hálsbrjóta sig ekki er
hann rann á ísnum við enda vall-
arins. Það liggur fyrir að fleiri lið
munu setja upp slíka velli og ég
stend harður á því að slíkt mun
skaða ímynd skosku deildarinnar
enn frekar,“ segir O’Neill.
PORSTMOUTH verður án Pat-
rick Berger, Steve Stone og
Teddy Sheringham þegar það
sækir Liverpool heim í 5. umferð
ensku bikarkeppninnar á Anfield í
dag. Berger og Stone meiddur í
leik við Chelsea á miðvikudags-
kvöldið.
FORRÁÐAMENN NBA-liðsins
New Jersey Nets virðast hafa hitt
naglann á höfuðið er þeir létu By-
ron Scott, þjálfara liðsins, taka
poka sinn á dögunum og réðu í
hans stað fyrrum aðstoðarþjálfara
liðsins Lawrence Frank sem er að-
eins 33 ára gamall.
UNDIR stjórn Frank hafa Nets
unnið níu leiki í röð, og hefur hann
enn ekki upplifað að tapa sem
þjálfari. Hann hefur nú þegar jafn-
að met þeirra þjálfara sem hafa átt
góðu gengi að fagna í upphafi síns
ferils sem þjálfarar. Kurt Rambis
vann níu fyrstu leiki sína sem þjálf-
ari Los Angeles Lakers tímabilið
1998–99, og slíkt hið sama gerði
Buddy Jeannette sem þjálfaði
Baltimore Bullets, 1947–48.
JÓHANNES Harðarson, knatt-
spyrnumaður frá Akranesi, er
kominn til norska 1. deildarliðsins
Start og verður þar til reynslu
næstu daga. Jóhannes hefur verið í
röðum hollenska úrvalsdeildarliðs-
ins Groningen í hálft þriðja ár en
fengið fá tækifæri hjá félaginu.
Samkvæmt norska blaðinu
Fædrelandsvennen hafa for-
ráðamenn Start mikinn áhuga á að
fá Jóhannes í sínar raðir.
„Það leynir sér ekki að hann
hefur leikið knattspyrnu í háum
gæðaflokki. Hann er mjög góður
með boltann, flinkur og jafnframt
vinnusamur,“ sagði Erik Solér,
hinn kunni umboðsmaður og aðal-
eigandi Start, við blaðið.
Jóhannes er 27 ára miðjumaður
og lék með Skagamönnum þar til
hann fór til Hollands í ársbyrjun
2001. Þar spilaði hann fyrst í hálft
ár með Maastricht í 1. deild en
hefur síðan verið í herbúðum
Groningen. Hluta af síðasta tíma-
bili lék hann með Veendam í 1.
deild.
Jóhannes hjá Start
ÞRIÐJA og síðasta umferðin í Ís-
landsmótinu í glímu, Lepp-
inmótaröðinni, fer fram í íþrótta-
húsi Hagaskóla á morgun kl. 13.
Keppt verður í sjö flokkum og Ís-
landsmeistarar krýndir. Ólafur
Oddur Sigurðsson, HSK, hefur flest
stig í opnum flokki karla fyrir loka-
mótið, eða 12. Þá koma þeir Pétur
Eyþórsson, UV og Stefán Geirsson,
HSK, eru með 8 stig. Svana Hrönn
Jóhannsdóttir, GFD, er með 11 stig
í opnum flokki kvenna – á góða
möguleika á að verða tvöfaldur
meistari, þar sem hún er einnig
með flest stig í +65 kg flokki. Sól-
veig Rós Jóhannsdóttir, GFD, er
með 9 stig og Inga Gerða Péturs-
dóttir, HSÞ, 8,5 stig.
Sjö meist-
arar krýndir
Frá árinu 1999 hafa á bilinu 8–14íslenskir leikmenn komið við
sögu hjá norskum úrvalsdeildarlið-
um, og flestir voru þeir árið 2002.
Þessi þróun virðist vera í beinu
samhengi af því að í ár verða 46 er-
lendir leikmenn á samningi hjá
norskum úrvalsdeildarliðum en í
fyrra voru þeir alls 64. Það eru því
færri erlendir leikmenn í norsku
deildinni en áður. Framkvæmda-
stjóri Molde, Espen Silseth,
segir við Aftenposten að það séu
margar ástæður á bak við brotthvarf
erlendra leikmanna frá Noregi.
„Margir þeirra voru með lausa
samninga og vildu ekki taka þeim til-
boðum sem þeir voru með frá sínum
félögum. Launakröfur norskra leik-
manna eru ekki eins miklar og áður
og þess vegna eru þeir vinsælli en
áður. Við hjá Molde höfum einnig
rekið okkur á að það er erfitt að
„selja“ liðið ef það er skipað að
mestu erlendum leikmönnum. Við
ætlum því að leggja meiri rækt við
að nota okkar leikmenn og skapa
okkur betri ímynd,“ segir Silseth.
Tom Helge Rønning hjá Odd/
Grenland segir að leikmenn frá
Austur-Evrópu séu mun ódýrari en
þeir sem komi frá t.d. Svíþjóð en að
sama skapi sé mun meiri áhætta tek-
in með slíkum leikmönnum. Þeir nái
sér ekki á strik og þeim gengur illa
að aðlagast aðstæðum.
Alls hafa átta leikmenn sem voru
samningsbundnir norskum liðum
horfið á braut frá því í fyrra og þeir
eru:
Indriði Sigurðsson, Lilleström,
Helgi Sigurðsson, Lyn, Jóhann B.
Guðmundsson, Lyn, Bjarni Þor-
steinsson, Sverrir Garðarsson og
Andri Sigþórsson, allir Molde,
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk, og
Árni Gautur Arason, Rosenborg.
Forsvarsmenn norskra liða segja
ennfremur að fjárhagur liðanna hafi
ekki verið upp á það besta undanfar-
in misseri og sala á leikmönnum til
landa á borð við England hafi gefið
lítið af sér. Ensk lið hafi leitað á önn-
ur mið þar sem norsku liðin hafi
verðlagt sína leikmenn of hátt, og
engar tekjur hafi verið af leikmanna-
sölum eins og flest lið hafi gert ráð
fyrir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson í harðri baráttu við Miroslav Klose.
Indriði leikur nú í Belgíu, eftir að hafa leikið í Noregi.
Fjárhirslur Norð-
manna að tæmast
Á UNDANFÖRNUM árum hafa fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn
leikið í efstu deild í Noregi og látið mikið að sér kveða en í ár bregð-
ur svo við að aðeins fjórir íslenskir leikmenn verða í eldlínunni í
norsku úrvalsdeildinni. Þeir eru Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann,
Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson hjá Lyn og Hannes Þ. Sig-
urðsson hjá Viking.
Aðeins fjórir íslenskir knattspyrnumenn verða í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni
NORSKA meistaraliðið í knattspyrnu, Rosen-
borg, hefur skilað gríðarlegum hagnaði und-
anfarin ár, en á síðastliðnu ári var liðið ekki í
riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn
á sl. sjö árum. Samt sem áður skilaði félagið
hagnaði upp á um 150 milljónir króna og er eig-
ið fé félagsins nú um 1,2 milljarðar króna, sam-
kvæmt frétt norska staðarblaðsins Addresseav-
isen.
Á síðasta keppnistímabili mættu 15.800 áhorf-
endur á leiki liðsins að meðaltali og vonast for-
svarsmenn liðsins til þess að á næsta keppn-
istímabili sem hefst í apríl verði yfir 20.000 að
meðaltali á leikjum liðsins.
Gríðarlegur hagnaður
hjá Rosenborg