Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 41 GUNNAR Sveinsson, reyndur fjárhagsnefndarmaður á kirkju- þingi þjóðkirkjunnar, skrifaði hér fyrir skömmu nokkur orð undir yfirskriftinni „Séra Hjörtur Magni og Þjóðkirkjan“. Fyrrverandi kirkjuþingsmaðurinn kvartar yfir gagnrýni á þjóðkirkjustofnunina og kynnir sig sem „venjulegan safnaðarmeðlim“ en kýs að gefa ekkert upp um setu sína á æðsta valdaþingi þjóðkirkjunnar. Nú er það svo að mín gagnrýni hefur alls ekki beinst að hinum al- menna safnaðarmeðlim heldur er hún sett fram í hans nafni og hún er knúin af kristinni réttlæt- iskennd. Þegar ég hef gagnrýnt mismunun kristinna trúfélaga hér á landi þá hefur sú gagnrýni beinst að þjóðkirkjustofnuninni, kirkjuþingi og biskupi Íslands. Þjóðkirkjan mismunar og úti- lokar Fyrir örfáum árum gekk þjóð- kirkjustofnunin til samninga við ríkið og gerði hún það fyrir hönd kristinnar kirkju eða að minnsta kosti fyrir hönd hinnar evangelísk lútersku kirkju. Samið var um kirkjusögulegan arf allra kristinna Íslendinga. „Eignir kirkjunnar sem ríkið hefur yfirtekið“ er arfur allra kristinna Íslendinga. Sögulega séð er ekki svo ýkja langt síðan allir Íslendingar voru skyldugir samkvæmt lögum til að játa kristna trú og gjalda kirkjustofnuninni háan skatt. Sá skatt- ur var oft hróplega ranglátur en samt var hann miskunn- arlaust innheimtur af kirkjustofnuninni, lögum samkvæmt. Og viðurlög gátu verið grimmileg. Fyrst íslenska rík- ið hefur ákveðið að greiða út hinn kirkjusögulega arf okkar formæðra og forfeðra þá skiptir það öllu máli að hann verði ekki notaður til að mismuna eða viðhalda hróplegum ójöfnuði. Fríkirkjan í Reykjavík hefur sótt um í þá sjóði sem grundvall- ast á þessum sameiginlega arfi en þjóðkirkjustofnunin hafnar þeim umsóknum. Þó byggir Fríkirkjan á nákvæmleg sama trúargrunni og þjóðkirkjan. Í 62. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins segir að hin evangelíska lút- erska kirkja skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins. Fríkirkj- an hefur í meira en öld, verið ev- angelísk lútersk og aldrei ætlað sér að vera neitt annað. Samt úti- lokar þjóðkirkjustofn- unin fríkirkjufólk frá sínum kirkjusögulega arfi. Ég hef mótmælt þessu bæði á grund- velli almennrar lýð- ræðis- og jafnræð- ishugsunar sem og á trúarlegum forsendum. Það var einmitt sá Lúther sem þjóð- kirkjustofnunin kennir sig við sem barðist fyr- ir jöfnu aðgengi allra að hinum trúarlega arfi. Biskupi Íslands er fullkunnugt um stöðu fríkirknanna. Fyrir einu ári og þrem mánuðum síðan fékk hann í hendur langt bréf frá for- svarsmönnum Fríkirkjunnar í Reykjavík þar sem hún lýsir sig reiðubúna til samræðna. Ekkert svar hefur borist frá biskupi. Ég hef gagnrýnt það að þjóð- kirkjan vill njóta forréttinda rík- iskirkju, hún hagar sér sem rík- iskirkja en vill ekki kannast við að vera ríkiskirkja og vill helst banna það orð. Þjóðkirkjan fær yfir 1,5 millj- arða króna árlega frá ríki, umfram trúfélagsgjöld og sinn lýðræð- islega hlut. Árlega veltir hún meira en 3 milljörðum króna. Hætt er við að þessi fjárhags- lega mismunun komi til með að valda því að óvirk trúfélagsskrán- ing margra muni mótast í æ ríkari mæli af fjármagns- og aðstöðumun en ekki af trúarlegum forsendum. Er þá ekki verið að afhelga og misnota bæði trúarlega afstöðu fólks og verið að hafa áhrif á þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk velji sjálft hvaða trúfélagi það til- heyrir? Sannarlega eru dæmi um að sumir þjóðkirkjuprestar í skjóli þessarar hróplegu fjármagns- og aðstöðu mismununar, hafa leitast við að þrýsta á fríkirkjufólk í þeim tilgangi að fá það til að skrá sig yfir í þjóðkirkjuna. Með því móti færast trúfélagsgjöld þess fólks frá litlu fríkirkjunum yfir í millj- arðasjóði þjóðkirkjustofnunar- innar. Eða eins og formaður Prestafélagsins sagði í hvatn- ingarávarpi sínu til þjóðkirkju- presta varðandi fermingarbörnin: „Við þurfum að vera vakandi yfir þessu ... og getum þannig án efa fjölgað enn hraðar í þjóðkirkjunni ... Börn þessara barna verða síðan skráð eftir trúfélagi þeirra, þetta er snjóbolti sem er fljótur að hlaða utan á sig.“ Gunnar telur að ofangreind mis- munun hafi engin áhrif á um- ræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar skjátlast honum. Meirihluti þjóðar/þjóðkirkjunnar hefur ítrekað lýst því yfir í skoð- anakönnunum að hann vill að- skilnað. Það sem vakir fyrir því kristna fólki er ekki óvild í garð kirkjunnar, heldur vill það afnema þessa hróplegu mismunun til þess að kirkjan verði aftur trúverðug og hagi sér í samræmi við þann boðskap sem henni er ætlað að boða. Gunnari Sveinssyni þakkað Á kirkjuþingi 2001 voru málefni fríkirkna rædd. Þar fór fram hreint ótrúleg umræða þar sem mjög var talað niður til fríkirkju- fólks og einn megintilgangurinn virðist hafa verið sá að finna leið til að koma í veg fyrir að fríkirkj- ur geti á eigin forsendum sótt í digra sjóði ríkiskirkjunnar. Þar talaði Gunnar Sveinsson um frí- kirkjurnar með mun jákvæðari hætti en flestir aðrir. Þar talaði kirkjuþingsmaðurinn sannarlega sem kristinn safnaðarmeðlimur. Fríkirkjan og safnaðar- meðlimurinn Hjörtur Magni Jóhannsson fjallar um gagnrýni á þjóðkirkjuna ’Sögulega séð er ekkisvo ýkja langt síðan allir Íslendingar voru skyld- ugir samkvæmt lögum til að játa kristna trú og gjalda kirkjustofnuninni háan skatt. ‘ Hjörtur Magni Jóhannsson Höfundur er prestur og forstöðu- maður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Í MORGUNBLAÐINU 7. febr- úar sl. skrifar Þorsteinn Baldur Friðriksson grein um jafnrétti til rannsókna í háskólum. Hann ber saman framlög til rannsókna í Há- skólanum í Reykjavík og í Háskólanum á Akureyri. Telur Þor- steinn að Háskólanum í Reykjavík sé gróf- lega mismunað, en að mulið hafi verið sér- staklega undir Há- skólann á Akureyri í samræmi við það sem Þorsteinn kallar „duttlunga ráðherra“. Þorsteinn fullyrðir að undirrituðum hafi á lokaári sínu í ráðu- neytinu tekist að hækka rannsóknarframlög til Há- skólans á Akureyri um 87% á með- an framlag til Háskólans í Reykja- vík hafi staðið í stað, og sé þar með framlag til Háskólans á Akureyri fjórfalt hærra framlag en Háskól- inn í Reykjavík njóti. Þorsteinn Baldursson er formað- ur Visku, félags stúdenta við Há- skólann í Reykjavík, og verður að gera ráð fyrir að hann ætlist til þess að skrif hans séu tekin alvar- lega. Hér með eru rangfærslur hans leið- réttar. Á árunum 2001 og 2002 var Háskólinn í Reykjavík styrktur af menntamálaráðuneyt- inu með 20 milljón króna árlegu framlagi til þróunar og upp- byggingar rannsókna- starfsemi. Þegar und- irritaður tók við embætti menntamálaráðherra, í marsbyrjun 2002, var Háskólanum í Reykjavík því ekki ætlað sérstakt rannsóknafé á fjárlögum. Í und- irbúningi fjárlaga ársins 2003 beitti ég mér fyrir því að skólinn fengi framlag á fjárlögum til rannsókna, að upphæð 30,6 milljónir króna, en þar af voru 20 milljónir hluti af tímabundinni fjárveitingu, sem ráðuneytið hafði til ráðstöfunar vegna sölu á svokölluðu Keldna- landi. Auk þessa veitti ráðuneytið skólanum 20 milljón króna styrk af 50 m. kr. fjárveitingu sem ráðu- neytið hafði til að styrkja rann- sóknir. Alls fékk því skólinn á árinu 2003 rúmlega 50 m. til rannsókna. Á árinu 2004, þegar tímabundin fjárveiting vegna Keldna er felld niður, var skólnum tilkynnt að ráðuneytið mundi styrkja skólann a.m.k. til jafns við árið á undan. Þannig er gert ráð fyrir að heildar- framlög til rannsókna við Háskól- ann í Reykjavík verði á árinu 2004 liðlega 50 m. kr. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég sat í menntamálaráðuneyt- inu hafa því framlög til rannsókna við Háskólann í Reykjavík hækkað úr 20 í 50 m. kr. Formaður Visku fullyrðir hins vegar að framlögin hafi staðið í stað. Það er mér hins vegar ljúft að viðurkenna að 50 milljónir til rannsókna er ekki mik- ið. Það er þó talsvert skref í rétta átt, sem ég vænti að þessi ágæta háskólastofnun kunni að meta, þótt hún hafi ekki séð ástæðu til að leið- rétta þessi skrif formanns Visku. Skólinn er ungur, var stofnaður 1998, og því um áratug yngri en Háskólinn á Akureyri. Báðar stofn- anir eru í hraðri uppbyggingu og vaxtarverkir miklir. Víkur nú sögunni norður. Þegar undirritaður settist í stól mennta- málaráðherra í mars 2002, voru Háskólanum á Akureyri ætlaðar í fjárlögum þess árs 107,3 m. kr. til rannsókna og annarra verkefna. Þar af voru 38 m. kr. svokölluð staðaruppbót, sem skólinn kýs að nýta að hluta til rannsókna, en þó einkum til að standa straum af ferðakostnaði og öðrum kostnaði, sem hlýst af því að reka starfsem- ina á landsbyggðinni. Í fjárlögum 2003 voru skólanum ætlaðar tæpar 119 m. kr. til rannsókna, auk þess sem skólinn fékk úthlutað 15 m. úr rannsóknasjóði ráðuneytisins. Í heild nemur hækkunin tæpum 25%. Árið 2003 var erfitt fjárlagaár og aðhald mikið. Í fjárlögum fyrir 2004 er því gengið út frá því að Há- skólinn á Akureyri fái á fjárlögum tæpar 116 m. kr. til rannsókna og annarra verkefna. Þegar stað- aruppbót og önnur verkefni hafa verið dregin frá, nema hrein rann- sóknaframlög á yfirstandandi ári 62,9 m. kr. Niðurstaðan er því þessi. Fram- lagið til rannsókna í Háskólanum á Akureyri í fjárlögun 2004 lækkar lítillega, þegar formaður Visku ætl- ar mér að hafa hækkað framlagið um 87%. Þegar hann fullyrðir að framlög til Háskólans í Reykjavík hafi staðið í stað, er það staðreynd að framlög til skólans í ráðherratíð minni hækkuðu úr 20 m. kr. í 50. Rannsóknarframlög til Háskólans í Reykjavík Tómas I. Olrich leiðéttir mis- sagnir um háskóla ’Formaður Visku, fé-lags stúdenta við Há- skólann í Reykjavík, verður að gera ráð fyrir að skrif hans séu tekin alvarlega.‘ Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.