Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 37 Á kveðið hefur verið að Ís- land taki að sér for- mennsku í Eystrasalts- ráðinu haustið 2005. Formennskan stendur í eitt ár og lýkur með fundi leiðtoga að- ildarríkjanna, sem haldinn verður á Íslandi væntanlega í júnímánuði 2006. Ísland gerðist aðili að Eystrasalts- ráðinu árið 1995, þremur árum eftir að það var stofnað. Ellefu ríki eiga að- ild að ráðinu en þau eru Norðurlöndin fimm, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Þýskaland og Rússland auk þess sem Evrópusambandið er full- gildur aðili að ráðinu þannig að aðild- arríkin eru í raun tólf að tölu. Öll eiga ríkin land að Eystrasaltinu að Íslandi og Noregi undanskildum. Rétt er að rifja upp tilurð Eystra- saltsráðsins en það var stofnað í mars 1992 að frumkvæði þáverandi utan- ríkisráðherra Þýskalands og Dan- merkur, þeirra Hans Dietrichs Genscher og Uffes Ellemann Jensen, í kjölfar hinna miklu umskipta í Evr- ópu eftir hrun Sovétríkjanna. Ráðinu var ætlað að vera svæðastofnun ríkjanna við Eystrasaltið, sem gegndi því hlutverki að sinna aðkallandi þörf á nánara samstarfi ríkjanna og var markmiðið að efla lýðræðislega þróun og einingu ríkjanna til að skapa hag- stætt umhverfi fyrir efnahagsþróun á svæðinu. Segja má að þetta hafi tekist eins og að var stefnt og hafa einkum nýju lýðræðisríkin notið góðs af þessu samstarfi Fjölgun fram undan Eystrasaltsráðið fagnaði tíu ára af- mæli á leiðtogafundi aðildarríkjanna, sem haldinn var í Sankti Pétursborg fyrir tveimur árum á formennskutíma Rússlands. Þar voru ráðherrarnir á einu máli um að samstarfið hefði skil- að góðum árangri og að Eystrasalts- ráðið ætti framtíð fyrir sér, þrátt fyrir stækkun Evrópusambandsins, en í maí á þessu ári gerast fjögur ríki Eystrasaltsráðsins aðilar að Evrópu- sambandinu, þ.e. Pólland, Eistland, Lettland og Litháen. Eðlilegt er að þá sé spurt hvort Eystrasalts- ráðið hafi ekki gengið sér til húðar. Því er til að svara að enda þótt jarðvegurinn sé vel plægður þá heldur þetta nána samstarf áfram þótt áhersl- urnar muni væntanlega breytast nokkuð. Því má held- ur ekki gleyma að þrjú ríki, Ísland, Noregur og Rússland, standa utan Evrópusambandsins en Ísland og Noregur eru aðilar að EES. Eftir stendur Rússland og gefur því auga leið að hlutverk Eystrasaltsráðs- ins sem samstarfsvettvangur við Rússland verður enn mikilvægara eft- ir stækkunina en áður var enda hefur samstarfið í auknum mæli dregið dám af samskiptunum við Rússland og þró- uninni þar í landi, m.a. á vettvangi hinnar sk. Norðlægu víddar Evrópu- sambandsins. Eitt af þeim málum sem koma til kasta Eystrasaltsráðsins er staða Kaliningrad-héraðsins í Rúss- landi eftir stækkun ESB. Að vísu eru einnig beinar viðræður milli Rússa og ESB um málið en Eystrasaltsráðið er einkar vel í stakk búið til að leggja þar hönd á plóginn þar sem starfsemi ráðsins hefur m.a. skilað góðum ár- angri hvað varðar landamæra- samstarf . Staðreyndin er sú að eftir stækkun Evrópusambandsins verður Kaliningrad nánast eins og eyland innan Evrópusambandsins en sam- göngur á landi liggja um Pólland eða Litháen. Áherslur Íslendinga Ísland hefur einkum látið til sín taka mannréttindamál og málefni er snúa að lýðræði og lýðræðisstofn- unum á vettvangi ráðsins og m.a. gegnt formennsku í nefnd um lýðræð- isstofnanir og nú nýlega í nefnd um málefni barna. Ísland hefur m.a. tekið virkan þátt í sk. EUROBALTIC verkefni um neyðarlínu (112) og jafn- framt notað tækifærið og kynnt þar íslenskan hugbúnað, sem þróaður hefur verið samkvæmt stöðlum Evr- ópusambandsins, þann sama og not- aður er hér á landi hjá Neyðarlínunni. Rússar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og standa vonir til þess Íslendingar geti komið á Neyðarlínukerfi þessu í Kaliningrad. Tekið við af Pólverjum Íslendingar taka við formennsku í Eystrasaltsráðinu af Pólverjum, en formennskan stendur í eitt ár. Þarf að vanda til hennar í hvívetna og kemur sér þá vel að við Íslendingar höfum í auknum mæli axlað ábyrgð í al- þjóðlegu samstarfi. Ísland tók að sér formennsku í fyrsta sinn í Evrópuráðinu 1999 og gegnir nú formennsku í Norð- urskautsráðinu eins og kunnugt er. Þetta er liður í virkara hlutverki Ís- lands á alþjóðavettvangi sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur beitt sér fyrir . Eftir því er tekið er- lendis að Ísland axlar í auknum mæli slíkar byrðar og hefur því vaxandi trúverðugleika á alþjóðavettvangi. Er þetta án efa gott veganesti fyrir fram- boð Íslands til Öryggisráðs Samein- uði þjóðanna. Formennska í Eystrasaltsráði Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Hlutverk Eystrasalts-ráðsins sem samstarfsvett- vangur við Rússland verður enn mikilvægara eftir stækkunina en áður var. ‘ Höfundur er varaþingmaður í Reykjavík og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. M örgum brá í brún þegar staðfesting fékkst á því í desem- ber sl. að hreinar skuldir Reykjavík- urborgar, þ.e. heildarskuldir að frá- dregnum peningalegum eignum og án lífeyrisskuldbindinga, væru komnar yfir 50 milljarða króna og stefndu í að verða um 60 milljarðar í árslok 2004. Ýmsir töldu þá að R- listinn myndi ekki treysta sér til að ganga lengra á braut skuldasöfnunar og brátt yrði tilkynnt um aðgerðir til að stemma stigu við henni. Þeim skjátlaðist. Í frumvarpi að þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar, sem lögð var fram í borgarstjórn sl. fimmtudag, kemur fram svo ekki verður um villst að R-listinn hyggst halda áfram að safna skuldum. Samkvæmt áætl- uninni munu hreinar skuldir borg- arinnar hækka um rúma 13 milljarða króna á tímabilinu 2005–2007 eða úr 60 milljörðum króna í 73 milljarða. Reykvíkingar dregnir lengra út í skuldafenið Hér er um svo háar upphæðir að ræða að margir eiga erfitt með að átta sig á þeim, a.m.k þeir sem eru ekki eru í milljarðaspekúlasjónum frá degi til dags. Tölurnar verða skiljanlegri þegar þeim er deilt niður á hvern íbúa borgarinnar en það eru auðvitað þeir sem munu þurfa að greiða þær á endanum. Þegar R-listinn tók við völdum ár- ið 1994 voru hreinar skuldir borg- arinnar vel innan við tíu milljarða króna. Þá skuldaði hver Reykvík- ingur minna en íbúar flestra annarra sveitarfélaga og skuldir á hvern íbúa voru lægri í Reykjavík en víðast hvar annars staðar. Þetta var árangur af ábyrgri fjármálastefnu Sjálfstæð- isflokksins um áratugaskeið. Hreinar skuldir á hvern íbúa án lífeyrisskuldbindinga voru aðeins 41 þúsund krónur árið 1993 en verða orðnar 593 þúsund krónur árið 2005. (Miðað við árslokaverðlag 2003.) Hefur R-listinn þá skuldsett hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni um rúmar 2,2 milljónir króna á tólf- árum. Mun R-listinn vafalaust óska reykvískum fjölskyldum til ham- ingju með það þegar líður að næstu kosningum. R-listinn slær skuldamet á hverju ári Ekki má gleyma því að frambjóð- endur R-listans sögðu fyrir kosning- arnar 1994 að þeir hefðu þungar áhyggjur af skuldabyrði Reykjavík- urborgar og hétu því að hefja taf- arlausar uppgreiðslur þeirra, kæm- ust þeir til valda. Þannig ætlaði R-listinn að sýna meira aðhald í fjár- málum en sjálfstæðismenn og það án þess að hækka skatta. Eins og kunn- ugt er hefur hinn tíu ára valdatími R- listans síðan einkennst af meiri skuldasöfnun og skattahækkunum en Reykvíkingar hafa áður reynt. Það versta við skuldir er að þær þarf fyrr eða síðar að borga. Stjórn- málamenn, sem safna skuldum, ættu um leið að gera þá lágmarkskröfu til sjálfra sín og sýna skattgreiðendum þá virðingu að greina frá hvenær og með hvaða hætti skuldirnar verða greiddar upp. Um leið og R-listinn slær hvert skuldametið á fætur öðru fást engar upplýsingar um slíkt. Framtíðarsýn borgarfulltrúa R- listans virðist felast í því að velta stórauknum skuldavanda borg- arinnar yfir á næstu kynslóðir skatt- greiðenda. Skuldir Reykjavíkurborgar stefna í 73 milljarða króna Eftir Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. #$% #$& #$' #$( #$) #$* #$$ #++ #+, #+- #+% #+& #+' #+( #+) *+ )+ (+ '+ &+ %+ -+ ,+ + !   "  %  6#%  .%4 % 7 5 80% 39 ,   ./ 0  "       ’ Framtíðarsýn R-listans virðist felast í því að velta stór- auknum skuldavanda borgarinnar yfir á næstu kynslóðir skattgreiðenda. ‘ úka. Hugvitið er mesta auðlindin. ing í því er ávísun á velsæld í fram- Skólagjöld á grunnnám unblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn inn um mikilvægi þess að taka upp ólagjöld á grunnnám í Háskóla Ís- ó að ráðherra menntamála hafi talað óskýrt um þessi mál. Fyrst gaf hún klega í skyn að hún vildi skólagjöld. ún í land í umræðum utan dagskrár i en gaf aftur í þegar hún var komin veggi þingsins og upp á Stöð 2 og með gjöldum. Þessa grundvall- u sína verður hún að skýra og það agðalaust. markmiðið með gjaldtökunni er að fir fjársvelti og metnaðarleysi rík- a Sjálfstæðis/Framsóknarflokksins í m háskólastigsins eða framsókn arinnar um samdrátt á samneyslu ði er erfitt að segja. Enda fylgja tlegar eða boðlegar skýringar. Skólagjöld og skólagjöld eru nefnilega ekki það sama. Um getur verið að ræða hóf- lega gjaldtöku til að stemma stigu við óá- byrgum skráningum, til að ýta á eftir eðli- legum námshraða eða til að auka lítillega þátttöku nemenda í rekstri skólans. Eða gjöld á ákveðið framhaldsnám, sem getur vel komið til greina. Enn eitt markmiðið er hins vegar að fjár- magna grunnnám að verulegu leyti með gjöldum á námsmenn. Þá verða menn líka að velta vel fyrir sér afleiðingunum fyrir skóla sem á að halda úti kennslu á öllu fræðasvið- inu. Hvað verður um málanámið, íslenskuna, heimspekina, bókmenntafræðina eða stærð- fræðina? Allt grundvallargreinar fyrir sjálf- stæða og framsækna þjóð en greinar sem bjóða ekki upp á öruggar hátekjur að námi loknu og blasir því við að nemendur myndu flestir ekki treysta sér til að innritast í þær gegn háum skólagjöldum. Hærri endurgreiðslubyrði? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að úthýsa þessum greinum og mörgum fleirum úr Há- skóla Íslands? Og þá í leiðinni að leggja Há- skólann af sem fjölþættan rannsókna- og fræðaskóla í fremstu röð? Þess utan koma efnaminni námsmenn út úr langskólanámi hlaðnir skuldum sem gera þeim verulega erfitt fyrir og heldur hefur verið rætt að létta endurgreiðslubyrðina í stað þess að drekkja fólki alveg í skuldum. Ofan í allt þá er það margsannað, m.a. með nýlegu dæmi frá Austurríki, að há skólagjöld á grunnnám draga verulega úr aðsókn í námið. Þar um heil 20%. Þvert gegn þeim markmiðum sem við hljótum að stefna að. Endurgreiðslubyrðin nemur nú mán- aðarlaunum á ári áratugum saman eftir út- skrift. Á sama tíma og barnabaslið og hús- byggingar standa yfir. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að auka byrðar þessa fólks? Einhvern veginn ætlar hann allavega að ná í gjöldin. Há skólagjöld á grunnnám gera út af við jafnrétti til náms og gera að engu hugmyndina um fjölbreyttan fræða- og rannsóknarskóla. Tekjumissir námsára og miklar lántökur til framfærslu eru nægj- anlegar gjaldtökur á námsmenn. óknin Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Kristinn. ja, segir greinarhöfundur. einstaklingsfrelsi, umburðarlyndi semi. Það er sögulegt hlutverk ðisflokksins að tryggja að sú sátt agsmunir almennings og atvinnulífs fara saman, ef í sundur skilur tapa Afstaða Samfylkingarinnar Athygli vekur áhugaleysi Samfylking- arinnar á þessum mikilvægu málum. Um nokkurt skeið töluðu leiðtogar þess flokks gleitt um nauðsyn þess að skýra og skerpa almennar leikreglur í íslensku viðskiptalífi, án þess að leggja fram neinar skýrar til- lögur þar að lútandi. Á óvart kemur hversu sinnulitlir þeir hinir sömu eru þessa dagana um þetta fyrrverandi baráttumál sitt. Er helst á þeim að skilja að engin ástæða sé fyrir stjórnvöld að íhuga þá stöðu sem nú er komin upp, einkum á fjölmiðlamarkaði en einnig í viðskiptalífinu almennt. Sér- staka athygli vöktu ummæli formanns Sam- fylkingarinnar í útvarpi nú á dögunum um að hann vildi bíða og sjá hvernig fjölmiðla- veldi Baugs reyndist áður en hann tæki af- stöðu til þess hvort þörf sé á lagasetningu. Reynist hverjum? Og hver á að meta þá reynslu? Afstaða manna í þessu máli verður að byggja á meginsjónarmiðum, málefna- legum sjónarmiðum, en ekki á því hvernig fyrirkomulagið reynist skamma stund eða hverjum það reynist vel þá stundina. Stjórnmál snúast um meginsjónarmið og Samfylkingin hefur í þessu máli ákveðið að forðast eins og heitan eldinn umræðu um þau. ekki hinna fáu Morgunblaðið/Golli taþingi fyrr í vikunni. ’ Atvinnulífið og umgjörðþess verður að vera í sátt við fólkið í landinu. Sú sátt er grundvölluð á einstak- lingsfrelsi, umburðarlyndi og tillitssemi. Það er sögu- legt hlutverk Sjálfstæð- isflokksins að tryggja að sú sátt haldi. ‘ Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.