Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 59 DAGBÓK Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttakendu r út úr slíkum námskeiðu m? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Ath! Þeir, sem hafa áhuga á dagnámskeiði, hafi samband Námskeið í Reykjavík 23.-25. feb. 1. stig Kvöldnámskeið 28.-29. feb. 1. stig Helgarnámskeið 9.-11. mars. 2. stig Kvöldnámskeið STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert óvenju skemmtileg/ur og heillandi og fólk nýtur þess að vera með þér. Þú býrð einnig yfir einbeitingu, dugnaði og metnaði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnst þú vera sjálfstæð/ ur og öllum óháð/ur í dag. Reyndu að muna hvað það er gott að eiga góða vini. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir fundið til sjálfs- gagnrýni og vanmetakenndar í dag. Þetta mun líða hjá innan skamms og þá muntu finna stjálfstraust þitt á nýjan leik. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt eitthvað erfitt með að tengjast öðru fólki í dag og það getur leitt til sam- skiptaörðugleika . Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst yfirmenn þínir, for- eldrar eða aðrir yfirboðarar vera neikvæðir í þinn garð. Gerðu ekki of mikið veður úr því. Við getum ekki alltaf gert öllum til hæfis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu ekki áhyggjur þó að ferðaáætlanir þínar eða áætl- anir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Hlutirnir breytast til betri vegar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að biðja um lán eða hjálp. Það eru flestir eitthvað uppteknir af sjálfum sér í dag og eiga því erfitt með að setja sig í spor annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki vænta of mikils af maka þínum, vinum, yfirmönnum eða jafnvel foreldrum þínum í dag. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að vinna sem mest ein/n í dag. Þú getur ekki vænst aðstoðar frá samstarfs- fólki þínu en ættir engu að síð- ur að reyna að sýna því skiln- ing og þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hætt við að þér finnist ástarmálin standa verr en þau gera í raun og veru. Óþarfa óöryggi og efasemdir munu líklega setja svip á daginn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því að það eru takmörk fyrir þeim kröfum sem þú gerir til annarra og þá ekki síst fjölskyldu þinnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að hafa ekki of miklar áhyggjur í dag. Það er hætt við að þú finnir til vonleysis og svartsýni en það ristir sem betur fer ekki mjög djúpt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur skyndilega fjárhags- áhyggjur þó að fjárhagsstaða þín hafi ekkert breyst síðustu tvö árin. Þetta er fyrst og fremst spurning um viðhorf og að þér finnist þú ekki hafa nógu mikið á milli handanna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BÖRN AÐ LEIK Í hlæjandi sólskini sat ég og horfði á sólbrún andlit og nakta fætur. Minn hugur bar skugga horfinnar nætur, og hönd mín var köld og þung. Einu sinni var maður í ókunnu landi. Handfylli af sandi. Og síðan ekkert. Steinn Steinarr. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 16. febrúar nk. verður frú Þórhalla Jón- asdóttir, Sólbakka, Bakka- firði, áttræð. Af því tilefni mun hún taka á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sonar síns og tengdadóttur, í Búlandi 23 Reykjavík, sunnudaginn 15. febrúar, frá kl. 16.00–19.00. ÍSLANDSMÓT kvenna í sveitakeppni fór fram fyrir tveimur vikum. Ellefu sveitir tóku þátt í mótinu og var spiluð einföld umferð af 10 spila leikum. Sveit Esju Kjötvinnslu varð hlutskörp- ust, hlaut 205 stig, eða 18,7 stig að meðaltali úr leik. Í öðru sæti varð sveit Price- waterhouseCoopers með 202 stig, en sveit Fimm frækinna varð þriðja með 195 stig. Í sigursveitinni spiluðu Hjör- dís Sigurjónsdóttir, Ragn- heiður Nielsen, Jacqui McGreal og Mary Pat Frick. Þær Hjördís og Ragnheiður urðu efstar í fjölsveitaút- reikningi mótsins (butler) með +0,86 IMPa í spili að jafnaði. Tvær efstu sveitirnar mættust í síðustu umferð og þá kom þetta spil upp. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠10 ♥1084 ♦Á9753 ♣Á1094 Vestur Austur ♠DG865 ♠ÁK73 ♥9532 ♥D6 ♦G10 ♦KD8642 ♣K2 ♣7 Suður ♠942 ♥ÁKG7 ♦-- ♣DG8653 Vestur Norður Austur Suður Esther Ragnheiður Ljósbrá Hjördís -- Pass 1 tígull 2 lauf Pass 2 tíglar * 2 spaðar Pass 3 spaðar 4 lauf 4 spaðar 5 lauf Dobl Allir pass Það eru ekki margir punktar í NS, en spilið liggur upp í tólf slagi í laufum. Til að byrja með vekur Ljósbrá Baldursdóttir á einum tígli og Hjördís kemur inn á tveimur laufum. Esther Jak- obsdóttir passar á því stigi málsins, þótt sumir hefði teygt sig í neikvætt dobl. Ragnheiður sýnir góða lauf- hækkun með því að segja of- an í opnunarlit austurs og Ljósbrá kemur spaðanum á framfæri og segist óbeint eiga langan tígul. Hjördís setur málin í biðstöðu með passi, en læðist síðan í fimm lauf þegar það liggur fyrir að NS eigi góða spaðasamlegu. Dobl Estherar er kannski ekki sjálfsagt, en skiljanlegt. Hún býst við slag á laufkóng og reiknar með meiri spilum hjá makker. En niðurstaðan varð sú að vörnin fékk aðeins einn slag á spaða og NS tóku 950 fyrir spilið. Á hinu borð- inu spiluðu NS laufbút og unnu fimm, 150, svo sveit Esju vann 13 IMPa á spilinu. Þetta var mikilvægt spil, því sveit Pricewaterhouse vann leikinn 22-8 og önnur nið- urstaða úr þessu spili hefði getað breytt röðinni á toppn- um. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Bg5 Be7 6. Dc2 d5 7. Bxf6 Bxf6 8. cxd5 exd5 9. e3 O-O 10. O-O-O c5 11. dxc5 Bxc3 12. Dxc3 Rd7 13. c6 Bxc6 14. Kb1 Rc5 15. Bd3 De8 16. De5 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar. Terjas Bakre (2446) hafði svart gegn Chris Ward (2522). 16... d4! 17. Df5 hvítur hefði einnig staðið höllum fæti eftir 17. Dxe8 Hfxe8 18. Rxd4 Bxg2 19. Hhg1 Rxd3 20. Hxg2 Re1! og svartur vinnur skiptamun. Eftir textaleikinn tapar hvítur manni. 17...Rxd3 18. Rg5 g6 19. Dh3 h5 20. Hxd3 f6 21. Hxd4 fxg5 22. Hc1 Hc8 og hvítur gafst upp. Ís- landsmót barnaskólasveita hefst í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur í Faxa- feni 12 í dag. Nánari upplýs- ingar um mótið er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Jú, víst er komið að mér! MEÐ MORGUNKAFFINU BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá Svæðisskrifstofu Reykjaness vegna lokunar Endurhæfingardeild- ar LSH í Kópavogi: „Fundur forstöðumanna hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness hald- inn 6. febrúar 2004 lýsir yfir áhyggj- um vegna þess ástands sem er yf- irvofandi hjá fötluðum einstaklingum er njóta sjúkraþjálf- unar hjá Endurhæfingardeild LSH í Kópavogi. Verði áform um lokun sjúkraþjálf- unar að veruleika mun það hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem þjálfunar njóta. Fundurinn beinir þeirri eindregnu kröfu til yfirvalda að fallið verði frá þessum áformum.“ Fallið verði frá lokun endurhæf- ingardeildar FRÉTTIR RÁÐSTEFNA um litlar vatnsaflsvirkjanir verður haldin á Hótel Héraði á Eg- ilsstöðum í dag kl. 14.00. Ráðstefnan er haldin á veg- um Orkusjóðs, Þróunarstofu Austurlands, Landssamtaka raforkubænda og Félags áhugamanna um smávirkjan- ir. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, Benedikt Guð- mundsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, og fleiri verða með framsöguerindi á ráð- stefnunni. Ráðstefna um litlar vatns- aflsvirkjanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.