Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 40
SKOÐUN 40 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ E inhvern veginn virðist þessari þjóð ekki ganga allt of vel að halda upp á afmæli helstu at- burða í þjóðarsögunni. 50 ára afmæli lýðveldisins breyttist í eitt mesta umferðaröngþveiti sem um getur í sögu þjóð- arinnar. Af einhverjum orsökum kaus þorri þjóðarinnar að hunsa boð um að mæta í afmælisveislu þegar þúsund ára kristni í land- inu var minnst. Og í ár var komið að því að minnast 100 ára afmælis heimastjórnar, en það afmæli virðist hafa leyst upp í hálfgerðan farsa. Ég var í hópi þeirra sem báru viss- an kvíðboga fyrir þessum merk- isviðburði. Það var eitthvað sem sagði mér að þetta myndi ekki ganga skammlaust fyrir sig. Ég óttaðist t.a.m. að hátíðin myndi snúast um að vegsama Hannes Hafstein fyrsta ráðherrann og að aðrir forystumenn í sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga myndu gleymast. Þessi ótti reyndist ekki ástæðulaus, en þó hafa nokkrir ágætir menn gert sitt besta til að halda því á lofti að það var ekki Hannesi einum að þakka að við fengum heima- stjórn árið 1904. En ég hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að forystumenn Ís- lendinga árið 2004 myndu breyta heimastjórnarafmælinu í hálfgerða stjórnlagakreppu. Í þessu máli öllu horfði þjóðin, sem var reyndar ætlað næsta lítið hlutverk í afmælishaldinu, á án þess að skilja almennilega hvað fór úrskeiðis. Sumir hafa reynt að skýra málið fyrir þjóðinni með því að kalla eftir viðhorfum okkar bestu lögfræðinga um það sem gerst hefur. En þetta mál snýst ekki um lögfræði heldur um mannasiði. Málið snýst um það að forystumenn þjóðarinnar tali saman og leysi þau mál sem upp koma. Það hafa mörg stór orð fallið af hálfu forsætisráð- herra, forseta Íslands og forseta Alþingis sem hefðu betur aldrei verið sögð. Enginn þeirra hefur haft neinn sóma af þessu máli. Allir vita að forseti Íslands og forsætisráðherra tókust oft fast á meðan báðir voru for- ystumenn í stjórnmálum, en ég hef alla tíð virt þá báða fyrir að hafa vikið fyrri væringum til hliðar eftir að þjóðin tók þá ákvörðun að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Fram undir þetta hafa þeir alltaf sýnt virðuleik í samskiptum embætt- anna, a.m.k. hefur þjóðin ekki orðið vör við annað. En nú hef- ur orðið breyting á og gera verður þá kröfu til þeirra að þeir jafni þennan ágreining og hlífi þjóðinni við frekari stór- yrðum. Öllum sem kynnt hafa sér stjórnmálaferil Hannesar Haf- stein ber saman um að hann hafi verið hæfileikaríkur og lag- inn stjórnmálamaður. Hann var hófsamur en fylgdi málum fast eftir. Einn af hans stærstu kost- um virðist hafa verið hversu lip- ur samningamaður hann var. Það skýrir kannski betur en margt annað hversu miklum ár- angri hann náði á tiltölulega skömmum valdaferli. Eft- irmaður hans, Björn Jónsson ritstjóri, var miklu harðari stjórnmálamaður og skorti þá samningalipurð sem Hannesi var gefin. Það urðu enda tals- verð umskipti þegar Björn tók við ráðherraembættinu af Hannesi. Ráðherraferill Björns einkenndist af átökum og ill- indum enda fór svo að lokum að hans eigin stuðningsmenn felldu hann úr ráðherraembætti. Hannes tapaði alþingiskosn- ingunum 1908 þegar kosið var um Uppkastið svokallaða, en Björn barðist harkalega gegn því. Þegar Hannes varð svo aft- ur ráðherra árið 1912 ákvað hann að leita eftir samstarfi við andstæðinga sína, m.a. Björn Jónsson, í þeim tilgangi að ná fram breytingum á stjórnskipan landsins. Hann ætlað ekki að láta mistökin frá 1908 end- urtaka sig. Svo langt gekk Hannes að hann stofnaði ásamt andstæðingaflokki sínum nýjan stjórnmálaflokk, Sam- bandsflokkinn. Danir voru hins vegar ekki tilbúnir til að fallast á tillögur Hannesar og því beið það enn um sinn að finna fram- tíðarlausn á sambandsmálum Íslands og Danmerkur. Þessi saga er rifjuð upp vegna þess að telja má fullvíst að Hannes Hafstein hefði aldrei notað þau stóru orð sem núver- andi forystumenn þjóðarinnar hafa látið falla á síðustu dögum. Hann hefði örugglega teygt sig til samkomulags við andstæðing sinn og tryggt að enginn skuggi félli á afmælishaldið. Það hefði því farið betur ef núverandi forystumenn þjóð- arinnar hefðu á síðustu dögum hugsað til Hannesar og velt fyr- ir sér hvernig hann hefði tekið á málum. Forsætisráðherra hefur ný- verið hvatt til þess að stjórn- arskráin verði tekin til endur- skoðunar. Hugmyndir hans lúta m.a. að því að skýra betur stöðu forsetaembættisins. Verði farið í þessa vinnu hlýtur sú spurning að koma upp hvort yfirleitt er ástæða til að vera með embætti forseta. Verkefni forsetans eru ekki mörg og kostnaður við embættið er allmikill eða rúm- lega 128 milljónir á þessu ári. Eitt kjörtímabil forseta kostar því um hálfan milljarð. Að ein- hverju leyti er þessi kostnaður óhjákvæmilegur, en það er örugglega hægt að draga veru- lega úr honum. Ef til þess kæmi að það yrðu forsetaskipti í sum- ar yrði þjóðin farin að greiða þremur forsetum laun. Hvað hefði Hannes gert? Þessi saga er rifjuð upp vegna þess að telja má fullvíst að Hannes Hafstein hefði aldrei notað þau stóru orð sem nú- verandi forystumenn þjóðarinnar hafa látið falla á síðustu dögum. Hann hefði örugglega teygt sig til samkomulags við andstæðing sinn og tryggt að enginn skuggi félli á afmælishaldið. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Inngangur GREIN mín um Hæstarétt og stjórnarskrána í Morgunblaðinu 13. janúar sl. hefur vakið nokkur viðbrögð. Hafa undirtektir verið misjafnar, eins og gengur. Þó er gaman að sjá að greinin hefur ver- ið lesin og enn betra að þar skuli hafa komið eitthvað fram sem menn sjá ástæðu til að hafa skoð- anir á. Verða nú nokkur atriði rædd. Hvaða dómar eiga við? Í viðtali við Björgu Thorarensen, prófessor við laga- deild H.Í. um efni greinarinnar telur hún að of mikið sé gert úr stjórn- skipulegri togstreitu í grein minni. Hún tel- ur dóma þar sem Hæstiréttur hefur vikið lögum til hliðar sem andstæðum stjórnarskrá færri, en grein mín gaf til kynna. Þessi munur stafar af álitamálum um það hvaða dómar ættu heima í slíkri upptalningu og hverjir ekki. Þeir dómar sem ég tel eðlilegt að fella að því málefni sem um var fjallað í greininni eru fleiri en Björg telur rétt, en meðal þeirra er dómurinn í gagnagrunns- málinu, enda leiðir af dóminum að lögin eru ekki framkvæmanleg nema þeim sé breytt. Svo er einnig um fleiri dóma þar sem framsal á valdi til framkvæmdarvaldshafa er byggt á ófullburða lagaákvæðum eða talið umfram stjórnskipulegar heimildir. Þessa dóma hef ég með í minni umfjöllun. Þá kemur raunar skýrt fram í greininni að ég á við alla dóma þar sem löggjöfin eða lagaframkvæmdin er talin að mati Hæstaréttar ósamrýmanleg stjórn- arskránni, einmitt vegna þess að skilin þarna á milli eru ekki alltaf glögg þegar einstaka dómar eru skoðaðir. Hvað um það, þótt menn kunni að greina á um hvaða dómar eiga að vera undir í umræðunni og hvaða ályktanir á að draga af þeim, eru þeir sjö dómar sem Björg telur að eigi örugglega við á umræddu tímabili miklu fleiri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd ein og sér er athyglisverð og var tilefni greinarinnar. Eðlilegt að spurt sé hverjar séu skýringarnar á sér- stöðu Íslands. Í heild er framlag Bjargar til þessarar umræðu, eins og það birtist í viðtalinu bæði þarft og málefnalegt, þótt við kunnum að hafa mismunandi viðhorf til þess hvaða dómar eigi nákvæm- lega við í umræðunni og hverjir ekki. Hverjar eru skýringarnar? Samkvæmt því sem fram er komið verður varla deilt um að Ísland hefur sérstöðu, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, og því rétt að leita skýringa á því. Er það óvandaður undirbúningur lög- gjafar, áhrif breytinga sem gerðar voru á stjórnarskránni 1995, gagn- rýni á íhaldssemi Hæstaréttar á níunda áratugnum eða sérstök við- horf dómara við Hæstarétt, sem eru önnur en kollega þeirra í ná- grannaríkjunum? Allir þessi skýr- ingarkostir eru nefndir í grein minni. Ef einstakir dómar eru skoðaðir er ekkert sem bendir til þess að óvönduð vinnubrögð á Al- þingi séu hér sérstakur orsaka- valdur, enda oftast um að ræða löggjöf (a.m.k. í stærstu málunum) sem fengið hefur ítarlega umræðu og meðferð á Alþingi. Vandinn er einfaldlega sá að meirihluti Alþing- is hefur, a.m.k. í mörgum tilvikum, metið stjórnskipulegar heimildir sínar og skyldur með öðrum hætti en reyndin verður síðan í Hæsta- rétti. Þegar þetta gerist aftur og aftur á nokkurra ára bili getur ekki verið neitt rangt við að kalla það vissa stjórnskipulega tog- streitu og er þá ekki á neinn hall- að. Þess vegna er það líka grund- vallarspurning í þessu sambandi, sem hver og einn verður að svara fyrir sig: Á matið að vera í hönd- um löggjafans eða hjá dómstólum? Svar sem öllum laganemum er kennt er, að viðurkenna beri vald dómstóla til að dæma um stjórnskipulegt gildi laga, en vegna þess að dómstólar sæta ekki pólitískri ábyrgð beri þeim að beita valdi sínu af var- færni og foraðst að endurskoða mat lög- gjafans sem er í eðli sínu pólitískt. Þetta er vissulega einföldun á máli sem er í í reynd flóknara, en þetta er engu að síður meg- insjónarmiðið. Ég tel að færa megi rök fyrir því að vafi leiki á að Hæstiréttur hafi alltaf í dómum hin síðari ár haldið sig innan þessa ramma og vissulega hafa þeir kallað fram neikvæð viðbrögð af hálfu annarra handahafa ríkisvalds. Bestu dæmin um það eru kvótadómurinn fyrri og öryrkjadómurinn fyrri. Færa má gild fræðileg rök fram fyrir því að í báðum þessum málum hafi Hæstiréttur hnekkt mati löggjaf- ans sem var í eðli sínu pólitískt. Það er í öllu falli fullkomnlega verðugt fræðilegt viðfangsefni að velta þessu fyrir sér sem mögu- legri tilgátu (svo notað sé orðalag sem ekki styggir neinn) og engin ástæða til að ætla annað en að þar að baki búi löngun til að vita hið sanna, hvort sem það kemur mönnum vel eða illa. Framlag Helga Hjörvar Helgi Hjörvar, alþingismaður, gagnrýnir grein mína hörðum orð- um í grein í Morgunblaðinu frá 20. janúar sl., sem hann nefnir Verra er þeirra réttlæti. Hann gerir mér upp ýmsar skoðanir sem ég kann- ast ekki við að hafa. Meginatriðið í málfutningi hans er að hann telur að gagnrýni á Hæstarétt, sem hann les út úr grein minni, séu af pólitískri rót sprottin. Ég hirði ekki um að svara Helga í ein- stökum atriðum. Með þessum hætti sannar Helgi þó að a.m.k. eitt mjög mikilvægt atriði greinar minnar var rétt. Sumir stjórnmálamenn taka af- stöðu til dóma Hæstaréttar út frá stjórnmálaskoðunum. Umræða of margra íslenskra stjórnmálamanna um Hæstarétt nú á dögum og ein- staka stjórnskipulega mikilvæga dóma fer sem sagt einatt þannig fram, að þeir kallast á úr pólitísk- um skotgröfum. Þetta er nákvæm- lega sú staða sem ég tel að sé óheppileg fyrir Hæstarétt og felli ég þá engan dóm um hverjum er um að kenna og hver hefur rétt fyrir sér. Og Helgi hrópar hátt því hann, eins og fleiri sem hafa tjáð sig um þetta mál, heldur að ég sé í skotgröfinni hinu megin víglín- unnar. Alþingi í gæslu Ragnars Aðalsteinssonar Ragnar Aðalsteinsson skrifar langa grein í Morgunblaðið sunnu- daginn 8. febrúar sl. Niðurlag greinarinnar ber með sér að til- efni hennar eru skrif mín. Leggur hann sig sérstaklega fram við að gera skrif mín tortryggileg með því að benda á afskipti mín af undirbúning gagnagrunnsmálsins. Hann kýs að skríða ofan í skot- gröfina hjá Helga Hjörvar. Ragnar hefur verið áberandi og skeleggur í lögmannsstörfum sín- um og náð á köflum óvæntum ár- angri. Þarf ekki annað en að minna á að Ragnar hefur verið lögmaður í nokkrum lykilmálum sem varða það málefni sem hér er til umræðu. Hann hefur því með atbeina Hæstaréttar haldið Al- þingi, lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, í gæslu, þótt íslensk stjórnskipun sé á því byggð að það sé fyrst og fremst hlutverk kjósenda. Fleiri hafa þar vissulega hlutverki að gegna, m.a. dómstólar. Ragnar rekur af mikilli kost- gæfni lykilhlutverk dómstóla í réttarríkinu og þá þróun sem hef- ur orðið. Og hversu sérkennileg sem það hljómar er ég sammála honum um grundvallaratriði máls- ins. Að sjálfsögðu viljum við öll efla sjálfstæða dómstóla sem brjóstvörn réttarríkisins. Ég skil ekki að Ragnar skuli ætla mér eitthvað annað. Þetta breytir að sjálfsögðu engu um að okkur get- ur greint fræðilega á um það hversu langt umboð dómstóla dregur þegar kemur að einstökum álitaefnum og hvar mörk dóms- valds og löggjafarvalds eiga liggja. Sigurðar þáttur Líndal Sigurður Líndal fer víða í viðtali í 1. tbl. Stúdentablaðsins á þessu ári. Hann er býsna stóryrtur á köflum, en annað mælir hann af lærdómi. Hann víkur þar m.a. að umræðu um Hæstarétt og stjórn- arskrána. Mestu skiptir að hann telur í viðtalinu að það kunni að vera rétt, að algengara sé á Ís- landi en í nágrannaríkjunum að kveðnir séu upp dómar þar sem lög víkja fyrir stjórnarskrá. Hann skýrir þetta með skírskotun til al- mennra vildarréttarviðhorfa (að löggjafinn setji lög) sem ríkjandi séu á Norðurlöndum. Hér notar hann önnur orð um skýringu sem var þegar að finna í grein minni, þ.e. þá að dómarar á Íslandi séu líklega ekki lengur í takt við koll- ega sína (pósitífistana!) á Norð- urlöndum. Þar með virðist mér sem Sigurður sé sammála tveimur af meginatriðum greinar minnar, þ.e. að dómar þar sem lög eru lýst andstæð stjórnarskrá séu al- gengari hér á landi og að skýr- inguna sé að finna í því að dóm- arar í nágrannaríkjunum hafa aðrar hugmyndir en íslenskir hæstaréttardómarar um svigrúm dómstóla í þessum efnum. Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi vekja athygli á með greininni og fá menn til að hugleiða. Meira um Hæstarétt og stjórnarskrána Eftir Davíð Þór Björgvinsson ’Vandinn er einfaldlegasá að meirihluti Alþingis hefur, a.m.k. í mörgum tilvikum, metið stjórn- skipulegar heimildir sínar og skyldur með öðrum hætti en reyndin verður síðan í Hæsta- rétti. ‘ Davíð Þór Björgvinsson Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.