Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 27
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 27
SKIPULAGSNEFND uppsveita Ár-
nessýslu hélt sinn fyrsta fund
fimmtudaginn 12. febrúar sl. á skrif-
stofu byggingarfulltrúa og skipulags-
fulltrúa að Laugarvatni. Nefndin er
samvinnunefnd Bláskógabyggðar,
Grímsnes- og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps og Skeiða- og
Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.
Nefndin tekur fyrir mál er lúta að
deiliskipulagi og gerir tillögur um af-
greiðslu til sveitarstjórna. Sveitar-
stjórnir fara hins vegar með gerð að-
alskipulagsáætlana og breytingar á
þeim í samvinnu við skipulagsfulltrúa
uppsveita, Arinbjörn Vilhjálmsson.
Í skipulagsnefnd uppsveita sitja
Sveinn Sæland fyrir hönd Bláskóga-
byggðar, Gunnar Þorgeirsson fyrir
hönd Grímsnes- og Grafningshrepps,
Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir hönd
Hrunamannahrepps og Aðalsteinn
Guðmundsson fyrir hönd Skeiða- og
Gnúpverjahrepps. Gunnar Þorgeirs-
son var kosinn formaður nefndarinn-
ar en Sveinn Sæland varaformaður.
Þess er vænst að með stofnun
nefndarinnar náist betri tök á skipu-
lagsmálum í uppsveitum sem eru vax-
andi málaflokkur. Sveitarstjórnir
geta þannig miðlað reynslu hver til
annarrar og mótað heildstæð vinnu-
brögð í samvinnu við sameiginlegan
skipulagsfulltrúa uppsveita. Á síðasta
ári voru lagðar 498 teikningar fyrir
byggingarnefnd uppsveita en voru
369 árið 2002. Skýrir það aðkallandi
þörf fyrir bættum tökum á skipulags-
málum. Samanlagðar uppsveitir Ár-
nessýslu eru 6.592 km2 að flatarmáli
sem nemur 6,4% af flatarmáli Íslands,
segir í fréttatilkynningu.
Vilja ná betri tökum á
skipulagi í uppsveitum
Skipulagsmálin rædd: Sveinn Sæland, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulags-
fulltrúi, Gunnar Þorgeirsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Aðalsteinn Guð-
mundsson og Hilmar Einarsson byggingarfulltrúi.
Hvammstangi | Björgunarsveitin
Káraborg á Hvammstanga hefur
á einu ári verið fengin sex sinn-
um til að bjarga verðmætum í
umferðaróhöppum, þegar vöru-
flutningabifreiðar hafa farið út af
þjóðvegi 1 og oltið.
Að sögn Gunnars Sveinssonar,
liðsmanns í Bs. Káraborg, var
síðast kallað til sveitarinnar, þeg-
ar flutningabifreið á leið til
Blönduóss fór út af vestast á
Hrútafjarðarhálsi í mikilli hálku
9. febrúar sl. Alls fóru tólf björg-
unarsveitarmenn á staðinn og tók
um fjóra tíma að flytja farminn á
aðra flutningabifreið. Í þessum
óhöppum er farmurinn oftast
heillegur, en í þetta sinn var lítið
nýtilegt, þar sem flutningskass-
inn var stórskemmdur og farm-
urinn dreifður. Bílstjórinn slapp
án meiðsla og sjálf bifreiðin lítið
skemmd.
Stundum skapast talsverð
hætta af umferðinni, á meðan
björgunarstörf standa yfir, en fé-
lagarnir reyna að lágmarka hana
og eru í skærlitum búningum,
með hjálma og á bifreiðum sveit-
arinnar eru blá blikkljós.
Borgarnes | Samkvæmt tilmælum
frá Miðtöð tannverndar hefur flúor-
skolun verið hafin að nýju í grunn-
skólum á svæði Heilsugæslustöðv-
arinnar í Borgarnesi. Rósa
Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur
framkvæmir skolunina annan hvern
fimmtudag í 1., 7. og 10. bekk. Nem-
endur þurfa að skola í tvær mínútur
og mega ekki kyngja flúorinu. Sitt
sýnist hverjum um bragðið en flestir
láta sig hafa það. Meðfylgjandi
mynd var tekin í Grunnskólanum í
Borgarnesi þegar 10. bekkingar
skoluðu sl. fimmtudag.
Ekki kyngja: Ingólfur Þórðarson
og Guðrún Selma Steinarsdóttir
vanda sig við skolunina.
Flúorskolun hafin
í grunnskólum
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Bifreiðin utan vegar: Aðstæður eru
oft erfiðar við björgun verðmæta.
Sex útköll vegna
óhappa á
þjóðveginum