Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 27 SKIPULAGSNEFND uppsveita Ár- nessýslu hélt sinn fyrsta fund fimmtudaginn 12. febrúar sl. á skrif- stofu byggingarfulltrúa og skipulags- fulltrúa að Laugarvatni. Nefndin er samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál. Nefndin tekur fyrir mál er lúta að deiliskipulagi og gerir tillögur um af- greiðslu til sveitarstjórna. Sveitar- stjórnir fara hins vegar með gerð að- alskipulagsáætlana og breytingar á þeim í samvinnu við skipulagsfulltrúa uppsveita, Arinbjörn Vilhjálmsson. Í skipulagsnefnd uppsveita sitja Sveinn Sæland fyrir hönd Bláskóga- byggðar, Gunnar Þorgeirsson fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps, Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir hönd Hrunamannahrepps og Aðalsteinn Guðmundsson fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Gunnar Þorgeirs- son var kosinn formaður nefndarinn- ar en Sveinn Sæland varaformaður. Þess er vænst að með stofnun nefndarinnar náist betri tök á skipu- lagsmálum í uppsveitum sem eru vax- andi málaflokkur. Sveitarstjórnir geta þannig miðlað reynslu hver til annarrar og mótað heildstæð vinnu- brögð í samvinnu við sameiginlegan skipulagsfulltrúa uppsveita. Á síðasta ári voru lagðar 498 teikningar fyrir byggingarnefnd uppsveita en voru 369 árið 2002. Skýrir það aðkallandi þörf fyrir bættum tökum á skipulags- málum. Samanlagðar uppsveitir Ár- nessýslu eru 6.592 km2 að flatarmáli sem nemur 6,4% af flatarmáli Íslands, segir í fréttatilkynningu. Vilja ná betri tökum á skipulagi í uppsveitum Skipulagsmálin rædd: Sveinn Sæland, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulags- fulltrúi, Gunnar Þorgeirsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Aðalsteinn Guð- mundsson og Hilmar Einarsson byggingarfulltrúi. Hvammstangi | Björgunarsveitin Káraborg á Hvammstanga hefur á einu ári verið fengin sex sinn- um til að bjarga verðmætum í umferðaróhöppum, þegar vöru- flutningabifreiðar hafa farið út af þjóðvegi 1 og oltið. Að sögn Gunnars Sveinssonar, liðsmanns í Bs. Káraborg, var síðast kallað til sveitarinnar, þeg- ar flutningabifreið á leið til Blönduóss fór út af vestast á Hrútafjarðarhálsi í mikilli hálku 9. febrúar sl. Alls fóru tólf björg- unarsveitarmenn á staðinn og tók um fjóra tíma að flytja farminn á aðra flutningabifreið. Í þessum óhöppum er farmurinn oftast heillegur, en í þetta sinn var lítið nýtilegt, þar sem flutningskass- inn var stórskemmdur og farm- urinn dreifður. Bílstjórinn slapp án meiðsla og sjálf bifreiðin lítið skemmd. Stundum skapast talsverð hætta af umferðinni, á meðan björgunarstörf standa yfir, en fé- lagarnir reyna að lágmarka hana og eru í skærlitum búningum, með hjálma og á bifreiðum sveit- arinnar eru blá blikkljós. Borgarnes | Samkvæmt tilmælum frá Miðtöð tannverndar hefur flúor- skolun verið hafin að nýju í grunn- skólum á svæði Heilsugæslustöðv- arinnar í Borgarnesi. Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur framkvæmir skolunina annan hvern fimmtudag í 1., 7. og 10. bekk. Nem- endur þurfa að skola í tvær mínútur og mega ekki kyngja flúorinu. Sitt sýnist hverjum um bragðið en flestir láta sig hafa það. Meðfylgjandi mynd var tekin í Grunnskólanum í Borgarnesi þegar 10. bekkingar skoluðu sl. fimmtudag. Ekki kyngja: Ingólfur Þórðarson og Guðrún Selma Steinarsdóttir vanda sig við skolunina. Flúorskolun hafin í grunnskólum Morgunblaðið/Guðrún Vala Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Bifreiðin utan vegar: Aðstæður eru oft erfiðar við björgun verðmæta. Sex útköll vegna óhappa á þjóðveginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.