Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef tekið eftir því að maður er fljótur að byggja upp upp- handleggsvöðvana,“ segir Þóra Margrét Júlíusdóttir sem starfar við járnabindingar í Rannsókna- húsinu við Háskólann á Akureyri. Hún, maður hennar, Óli Páll Ein- arsson matreiðslumaður og eins árs gamall sonur þeirra Júlíus Páll fluttu til Akureyrar frá Reykjavík í síðasta mánuði og hafa hugsað sér að vera fram á vor. Þá liggur leiðin til Frakklands þar sem þau hyggja á frekara nám. Þóra Margrét lauk BA-prófi í sál- fræði frá Háskóla Íslands síðast- liðið. vor. Hún var heima með drenginn í hálft ár, en fór svo að líta í kringum sig varðandi atvinnu, „ég var að leita að dagvinnu, vel borgaðri dagvinnu, því Óli var í vaktavinnu,“ segir hún. Frændi hennar vinnur hjá ÁG-verktökum sem eru undirverktakar ÍAV við Rannsóknahúsið og hún hafði áður verið í sumarvinnu hjá fyrirtækinu. Þau létu það síður en svo á sig fá þó að starfið sem byðist væri fyrir norðan. „Okkur þótti það bara betra, það er fínt að vera á Ak- ureyri, stutt í vinnuna og ekki þessi erill og hávaði sem einkennir borg- arlífið,“ segir Þóra Margrét og nefndi að þau hefðu raunar haft áhuga fyrir að flytja norður í land. Afi og amma Óla búa á Húsavík og á liðnu hausti þegar unga fólkið heimsótti þau kom til tals að gaman væri að flytja sig um set og prófa að búa nyrðra. „Við ákváðum svo að slá til þegar mér bauðst vinna við járnabindingar í Rannsóknahús- inu,“ segir hún. Gott að vera þreyttur eftir daginn Þóra Margrét er vön járnabind- ingum, starfaði við þá iðju að sum- arlagi meðfram námi sínu. Unnið er í skorpum, tvær vikur í senn og er vinnudagurinn langur, 12 tímar, frá hálfátta á morgnana til hálfátta á kvöldin. „Jú, vissulega er þetta erfiðisvinna, en ég er vön. Þetta er ekkert erfiðara en þegar maður var í heyskap hér áður fyrr í sveitinni, þegar burðast var með þunga bagga og þeim hent til og frá,“ seg- ir hún. Bætir við að auðvitað sé gott að hvíla sig inni á milli, „en það er gott að vera þreyttur eftir daginn, að hafa tekið verulega á, manni líð- ur betur í skrokknum heldur en eft- ir þaulsetu við tölvu allan daginn.“ Svo sér hún líka annan kost við úti- veruna, „maður fær aldrei flensu eða aðrar umgangspestir, þetta gerir manni bara gott,“ segir hún. „En ég get alveg viðurkennt að þetta starf fer ekki vel með negl- urnar.“ Þó svo Þóra Margrét hafi lokið BA-prófi í sálfræði segist hún eng- an áhuga hafa fyrir að starfa á því sviði, segir samt að sálfræðikunn- áttan komi sér ágætlega við járna- bindingarnar, „ maður tekur kall- ana á taugum og bindur þá á bekkinn“ sagði hún. Þóra Margrét stefnir á að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands nú á komandi sumri, þar sem hún ætlar að byrja á að læra frönsku, „og ætli ég fari svo ekki í læknisfræði,“ segir hún og þar með er fokið út í veður og vind heit sem hún gaf sjálfri sér fyrir margt löngu; Hún ætlaði aldrei að verða læknir! „En á þeim tíma ætl- aði ég heldur aldrei að verða ung- lingur.“ Óli Páll lærði á Hótel Loftleiðum og starfaði þar, en hefur einnig unnið á ýmsum veitingastöðum í borginni. Hann er nú heima með strákinn og líkar það bara vel. „Það er ekki ónýtt að koma heim eftir erfiðan vinnudag, með matreiðslu- manninn heima í eldhúsi, ég þarf ekki að kvarta,“ segir Þóra Mar- grét. Verkinu við Rannsóknahúsið á að ljúka um páska „og vonandi verður Óli kominn með vinnu þá, hann er aðeins byrjaður að leita fyrir sér.“ Óli Páll sagði að þetta hlutverk væri alveg nýtt fyrir sér, „þetta eru auðvitað viðbrigði,“ sagði hann, en hann væri vanur vaktavinnu. „Það er vissulega gott að geta eytt svona miklum tíma með stráknum,“ sagði Óli Páll. Hann kvaðst ekki hafa geta nýtt sér feðraorlofið, þar sem reglur kveða á um að menn hafi starfað á sama vinnustað í minnst 6 mánuði áður en slíkt orlof er tekið, en hann hafði einungis verið búinn að starfa í 5 mánuði á sama stað. Hann fengi því ekkert feðraorlof. Óli Páll tók sér tveggja vikna launalaust frí eftir að drengurinn fæddist og þá hefði hann alltaf átt ágæt vaktafrí inn á milli til að vera heima. Þeir feðgar hafa ekki verið mikið á ferðinni utandyra enda veðrið ekki verið sérlega skemmtilegt. Nú væri daginn að lengja og snjórinn á hröðu undanhaldi svo búast mætti við að þeir tækju til við að viðra sig og skoða sig um í bænum. Sálfræðiprófið kemur sér ágætlega við járnabindingarnar Morgunblaðið/Kristján Liðtæk í járnabindingum. Þóra Margrét Júlíusdóttir við vinnu sína í rannsóknahúsinu við Háskólann á Akureyri. Feðgar í hádegismat. Óli Páll Einarsson gefur syni sínum Júlíusi Páli salt- fisk í hádegismat heima í Hamarstíg. Gott að taka verulega á Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Umsóknir um styrki Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá nefndum innan félagssviðs Akureyrarbæjar. Um er að ræða styrki á veg- um félagsmálaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði. Félagsmálaráð veitir m.a. styrki til félagasamtaka sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála. Sérstaklega verða veittir tveir styrkir á sviði heilbrigðis- og félags- mála á Akureyri, samtals að upphæð 850 þús. kr. til verkefna svo sem að: 1. Félagssamtök geri sig sýnilegri og öflugri með sérstöku átaki í kynningu og fræðslu á sínum markmiðum í því skyni að ná til fleiri einstaklinga. 2. Félagssamtökum eða einstaklingum verði gert kleift að koma fram með nýjungar í þjónustu eða fræðslu samborg urum sínum til góða. Leggja þarf fram aðgerðaráætlun og kostnaðaráætlun vegna verkefnanna sem óskað er eftir styrk til. Íþrótta- og tómstundaráð veitir rekstrarstyrki til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Úr Menningarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir til verkefna á menningarsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræði- manna. Úr Húsverndarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varðveislugildi. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og hjá viðkomandi deildum í Glerárgötu 26. Einnig er hægt að nálg- ast eyðublöðin á vefsíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar þurfa að fylgja styrkbeiðnum. Styrkjum er að mestu leyti úthlutað einu sinni á ári hjá hverri nefnd. Úr Menningarsjóði er þó úthlutað þrisvar á hverju ári, þ.e.a.s. í febrúar, júní og september og þar er umsóknarfrestur til næstu mánaðamóta á undan. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum skal skila í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9, eða til skrifstofu viðkomandi deildar í Glerárgötu 26. Sviðsstjóri félagssviðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.