Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR KB banka á síðasta ári nam 7.520 milljónum króna og jókst um 40% frá fyrra ári. Greiningar- deildir Íslandsbanka og Landsbanka höfðu að meðaltali spáð bankanum 7.657 milljóna króna hagnaði. Hagnaður fjórða fjórðungs nam 2.441 milljón króna, sem er rúmum 400 milljónum króna meiri hagnaður en á þriðja fjórðungi ársins og um 750 milljónum króna meiri hagnaður en á fyrstu þremur mánuðum ársins að meðaltali. Stóran hluta skýring- arinnar á þessum aukna hagnaði á síðasta fjórðungi ársins er að finna í Svíþjóð. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins sagði Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, að mikil jákvæð umskipti hefði orðið af rekstri dótturfélags bankans þar í landi, en tap var af rekstrinum þar framan af ári. Í Svíþjóð er lang- stærsta starfsstöð bankans utan Ís- lands. Hagnaður á Norðurlöndunum, þ.e. utan Íslands, var 691 milljón króna á fjórða ársfjórðungi, en á hin- um fjórðungunum þremur var sam- anlagt rúmlega 240 milljóna króna tap af rekstrinum á Norðurlöndun- um. Áform um áfram- haldandi útrás Hreiðar Már sagðist á kynningar- fundinum gera ráð fyrir meiri hagn- aði á þessu ári en á nýliðnu ári, en þó sé ekki hægt að gera ráð fyrir jafn miklum hagnaði í hverjum fjórðungi og hafi verið í síðasta fjórðungi. Af starfseminni hér á landi var minni hagnaður á fjórða fjórðungi ársins en að meðaltali á fyrri fjórð- ungunum þremur. Hagnaður af inn- lendri starfsemi var 1.199 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins, en að meðaltali rúmar 1.500 milljónir króna á fyrri fjórðungunum þremur. 51% af hagnaði fjórða fjórðung var vegna starfsstöðva bankans utan Ís- lands. Starfsemi KB banka í Bretlandi og á meginlandi Evrópu skilaði 926 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og starfsemin í Bandaríkjunum skil- aði 423 milljóna króna hagnaði. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að áfram sé stefnt að örum vexti hans, en þó ekki á kostnað arð- semi. Arðsemin var 23% á síðasta ári, en bankinn hefur sett sér markmið um 15% arðsemi. Í tilkynningunni segir að áform séu uppi um að auka í nánustu framtíð við starfsemina í Danmörku, Finnlandi, Noregi og á Englandi. Gengishagnaður og þjónustu- tekjur aukast mikið Hreinar vaxtatekjur bankans, þ.e. vaxtatekjur umfram vaxtagjöld, hækkuðu um 45% á síðasta ári og námu 10.124 milljónum króna. Vaxtamunur var 2,0% á síðasta ári. Aðrar rekstrartekjur jukust um 50% og þar munar mest um aukningu gengismunar af verðbréfum bankans og gjaldeyristengdum eignum og aukningu þjónustutekna. Gengis- hagnaður jókst um 70% og nam 10 milljörðum króna, og þjónustutekjur jukust um 57% og námu 11 milljörð- um króna, en aukningin skýrist að miklu leyti af stórum verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf og auknum um- svifum í miðlun, að því er segir í fréttatilkynningu. Gengishagnaður af hlutabréfum fór úr 1,9 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna og af skuldabréfum jókst gengishagnaður- inn um ríflega einn milljarð og nam 4,8 milljörðum króna. Launakostnaður jókst einnig mik- ið, eða um 55% og nam 10 milljörðum króna. Starfsmönnum bankans fækkaði engu að síður um rúmlega 130 milli ára, í 1.237. Á kynningar- fundinum sagði Hreiðar Már að hækkunina mætti rekja til þriggja þátta; kaupauka til starfsfólks vegna góðs árangurs við samruna Kaup- þings og Búnaðarbanka í maí í fyrra, kaupauka vegna góðrar afkomu bankans og kostnaðar vegna yfirtök- unnar á JP Nordiska, sem nú heitir Kaupthing Bank Sverige. Samanlagt hækkuðu rekstrargjöld bankans um 48% og námu rúmum 18 milljörðum króna. Kostnaðarhlutfall bankans, þ.e. hlutfall rekstrargjalda af hreinum rekstrartekjum, breyttist ekki milli ára og nam 58,2%. Ef litið er á móð- urfélagið eingöngu lækkaði þetta hlutfall hins vegar úr 51,6% í 45,4% milli ára. Framlag í afskriftareikning útlána jókst um 39% milli ára og nam í fyrra 3,9 milljörðum króna. Útlán aukast um 30% Eignir KB banka jukust um 29% og námu 559 milljörðum króna í lok síðasta árs. Aukning útlána var 30% en aukning innlána 11% og hlutur innlána í fjármögnun bankans minnkaði. Á kynningarfundinum kom fram hjá Hreiðari Má að nú væri meira notast við langtímafjármögn- un með lántöku en áður hefði verið og að mikið hefði verið dregið úr notkun endurhverfra lána Seðlabankans. Víkjandi lán lækkuðu nokkuð milli ára en eigið fé jókst um 38% og nam 46 milljörðum króna í árslok. Eigin- fjárhlutfall bankans á CAD-grunni var 14,2% um áramót, en 14,7% hjá Kaupþingi og 10,9% hjá Búnaðar- banka ári áður. A-þáttur eiginfjár- hlutfallsins er 12,1%. Hreiðar Már segir að markmið bankans sé að hafa CAD-eiginfjárhlutfallið 12%, en þar sem bankinn sé að vaxa sé talið mik- ilvægt að hafa hlutfallið hærra. Hærra hlutfall gefi bankanum aukið svigrúm til áframhaldandi ytri vaxt- ar. Hagnaður KB banka 7.520 milljónir króna í fyrra                                                      !"# $ %"   $!%!   $#" & &# "  '$"#! '&#(  )    ) *         %$!"+ "%    ,-     )     ./01           %#23 $"23 &2+3 $&( !$#% $ $#(  $""$"    $"%% ( "   '(!" '&!    & +&& &&&(   %#23 $#2(3 $&!+           !"#      Helmingur hagnaðar á fjórða ársfjórðungi kemur erlendis frá AFSKRIFTAREIKNINGUR útlána KB banka hækkaði um 44% milli ára, úr 5,8 í 8,3 milljarða króna. Sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum hækkaði reikningurinn úr 2,1% í 2,4%. Nettó framlag í afskriftareikning- inn nam 3,9 milljörðum króna, sem er 1,1 milljarði króna hærra fram- lag en árið áður. Framlagið var mest á þriðja fjórðungi ársins, rúmir 1,3 milljarðar króna, en lækkaði nokkuð á fjórða fjórðungi og nam tæpum 1,2 milljörðum króna. Sér- stakur afskriftareikningur útlána, sem er vegna útlána sem talin eru í sérstakri tapshættu, hækkaði um 50% og var 5,5 milljarðar króna um áramót. Á kynningarfundi sem bankinn hélt vegna uppgjörsins lagði Hreið- ar Már Sigurðsson, forstjóri bank- ans, áherslu á að framlagið væri of hátt og þyrfti að lækka. Um 95% framlagsins væri vegna innlendrar starfsemi og skýringin á því væri að- allega þrenns konar. Í fyrsta lagi lán til fyrirtækja án tryggingar, í öðru lagi lán til fyrirtækja sem verið hefðu í viðskiptum við bankann en hefðu þurft aukinn stuðning og í þriðja lagi væri um að ræða sjálf- skuldarábyrgðir einstaklinga. Hreiðar Már var spurður að því á fundinum hvort þetta væri vandi sem hefði komið frá Búnaðarbank- anum, en hann sagði ekki rétt að stilla málinu þannig upp. Skýringin á auknum framlögum á afskrift- areikning útlána eftir sameiningu bankanna í fyrra væri ekki sú að eitthvað kæmi á óvart, en þegar nýir stjórnendur kæmu að hlutunum fylgdu þeim ný viðhorf. Nettó framlög í afskriftareikning útlána hækkuðu mikið hjá öllum við- skiptabönkunum í fyrra. Aukningin var 29% hjá Íslandsbanka, 40% hjá KB banka og 63% hjá Landsbanka. Samanlagt námu framlögin 11,3 milljörðum króna í fyrra en 7,8 milljörðum króna árið 2002. Miklar af- skriftir útlána SAMÞYKKT var á aðalfundi Össur- ar hf. sem haldinn var á Nordica-hót- eli í gær, að lækka hlutafé félagsins um 10 milljónir króna eða úr kr. 328.441.000 í kr. 318.441.000. Lækk- unin verður framkvæmd með þeim hætti að eigin hlutir félagsins verða lækkaðir um ofangreinda fjárhæð. Við lækkunina eykst hlutfallslegur eignarhlutur hvers hluthafa í félag- inu og kemur honum þannig til hags- bóta. „Það var mat okkar núna að fara þá óvenjulegu leið að lækka hlutaféð, sem nam nokkurn veginn öllu sem félagið átti, og með því að auka verðmæti hluthafanna, á þeim hlutum sem eftir eru,“ sagði Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Á fundinum var svo aftur sam- þykkt tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin hlutabréf félagsins, en slíkar tillögur eru nánast fastur liður á aðalfundum hlutafélaga, enda má félag ekki kaupa eigin hluti nema með samþykki hluthafafundar, að sögn Péturs. Má Össur samkvæmt samþykktinni kaupa á næstu 18 mánuðum, allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem er ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaup- unum. Reiðubúið að fórna fjármunum Í ræðu sinni á aðalfundinum ræddi Pétur um kostnaðarsöm málaferli Össurar í Norður-Ameríku, sem höfðu talsverð áhrif á afkomu síðasta árs. Sagði hann að Össur þyrfti að standa fast á bakvið einkaleyfi sín og vörumerki „Össur hf. leggur mikla áherslu á vöruþróun og skráningu einkaleyfa þar sem það er mögulegt sem og að verja vörumerki félagsins. Einkaleyfi og vörumerki eru hins vegar einskis nýt ef félagið er ekki tilbúið að verja þau. Stjórnendur fé- lagsins líta svo á að með málaferlum þessum hafi félagið sent samkeppn- isaðilum og öðrum þeim sem hrapa að því óráði að ætla að hagnýta sér þær vörum félagsins sem varðar eru með einkaleyfum skýr skilaboð: Öss- ur hf. mun ekki láta það óátalið að einkaleyfin séu ekki virt og er reiðubúinn að fórna þeim fjármunum sem þarf til að verja þau,“ sagði Pét- ur. Hlutafé Össurar lækkað um 10 milljónir króna Morgunblaðið/Sverrir Stjórnarmenn Össurar hf. hlýða á Pétur Guðmundarson formann stjórnar á aðalfundi félagsins í gær. HAGNAÐUR Kaldbaks fjárfest- ingarfélags nam 2.262 milljónum króna á síðasta ári en árið á undan nam hagnaðurinn 824 milljónum króna. Innleystur hagnaður af verðbréf- um jókst úr 380 milljónum króna í 2.044 milljónir króna. Óinnleystur hagnaður af verðbréfum nam 684 milljónum króna á síðasta ári en var 307 milljónir króna árið 2002. Eig- infjárhlutfall félagsins var 60% í árslok 2003 en var 56% í árslok 2002. Eignir í skráðum hlutabréfum námu 10.620 milljónum króna í árs- lok en eignarhlutar í óskráðum hlutabréfum námu 692 milljónum króna. Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, segir í tilkynningu að síðasta ár hafi verið Kaldbaki afar hagstætt. „Eigna- markaðir voru sterkir og eignaverð hækkaði mikið á síðasta ári og hefur Kaldbakur notið góðs af því eins og önnur fjárfestingar- og fjármálafyr- irtæki. Unnið var að sölu þeirra fé- laga sem Kaldbakur hefur unnið að umbreytingu og þróun og er ég ánægður með hversu vel hefur tek- ist til með úrvinnslu þessara verk- efna,“ að því er segir í tilkynningu. Þar segir að síðasta ári hafi verið hagfellt í flestalla staði enda ytri skilyrði á fjármagnsmörkuðum hag- stæð. „Það sem af er þessu ári hefur lítil breyting orðið á, hlutabréfa- markaður hefur haldið áfarm að hækka. Ýmsar mælistikur benda þó til þess að hlutabréfaverð sé orðið nokkuð hátt. Horfur í efnahagsmál- um á Íslandi eru almennt jákvæðar fyrir árið 2004. Helstu áhrifaþættir á afkomu félagsins eru háðir inn- lendri efnahagsþróun, þróun fjár- málamarkaða, stjórnvaldsaðgerð- um og gengi íslensku krónunnar. Kaldbakur hf. hefur á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs selt allan eign- arhlut sinn í Íslandsbanka hf. og er söluhagnaður sem færist á núver- andi rekstrarár 440 mkr. fyrir reiknaða skatta.“      #$         4 4         5    !  6  7 8 9       -   5    +% !#  :&&! "" !#" + "( :$%       ) *          #" % %(!#  "( (  :"  &+( $$ :$# +    %$ $ "$+    #   # &$$    Hagnaður Kaldbaks 2.262 milljónir króna Innleystur hagnaður af verðbréfum 2.044 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.