Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 45 ✝ Jakobína Guð-laugsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 30. mars 1936. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja að morgni 4. febrúar síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru Guð- laugur Gíslason, bæj- arstjóri og alþingismaður í Vest- mannaeyjum, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1992, og kona hans Sigurlaug Jóns- dóttir, f. 28. janúar 1911, d. 22. september 1997. Jakobína var næstelst sex systkina. Eftirlifandi eru: Dóra, f. 1934, búsett í Vest- mannaeyjum, gift Bjarna Sighvats- syni; Ingibjörg Rannveig, f. 1939, búsett í Reykjavík, gift Valgarði Stefánssyni; Gísli Geir, f. 1940, bú- settur í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðlaugu A. Gunnólfsdóttur; Anna Þuríður, f. 1946, búsett í Reykjavík; og Jón Haukur, f. 1950, búsettur í Reykjavík, kvæntur Maríu Sigurð- ardóttur. Hinn 28. ágúst 1954 giftist Jak- obína eftirlifandi manni sínum, ur Þórunni Bolladóttur, synir þeirra eru Aron Fannar, f. 1998, og Ísak Andri, f. 2003; b) Einir, f. 1. febrúar 1984; c) Birkir, f. 1. febr- úar 1984. 3) Guðrún Kristín, mat- vælafræðingur, f. 16. júlí 1965, gift Berki Grímssyni, f. 19. júlí 1964. Dætur þeirra eru a) Eva Brá, f. 1987; b) Sædís Birta, f. 1992. Jakobína var einn fremsti kven- kylfingur landsins um langt árabil. Hún hóf að leika golf 1968, þá 32 ára, og varð Íslandsmeistari í kvennaflokki aðeins tveim árum síðar, sumarið 1970, og aftur 1972, 1973 og 1974. Síðar var hún tvisvar sinnum Íslandsmeistari í öldunga- flokki kvenna. Jakobína varð tutt- ugu og einu sinni meistari Golf- klúbbs Vestmannaeyja (GV) í kvennaflokki. Einnig sat hún í stjórn GV um árabil. Hún var heiðruð fyrir íþrótta- og fé- lagsstörf með gullmerki GV, gull- krossi ÍBV og silfurmerki ÍSÍ. Jak- obína starfaði frá árinu 1977 til 1988 á skrifstofu Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. Árið 1988 hóf hún störf á skrifstofu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja og vann þar uns Hraðfrystistöðin og Ísfélag Vestmannaeyja samein- uðust árið 1992. Jakobína var um- boðsmaður Morgunblaðsins í Vest- mannaeyjum frá gosárinu 1973 til dauðadags. Útför Jakobínu fer fram frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Sigurgeiri Jónassyni, ljósmyndara í Vest- mannaeyjum, f. 19. september 1934. Hann er sonur hjónanna frá Skuld í Vestmannaeyj- um, Jónasar Sigurðs- sonar, f. 29. mars 1907, d. 4. janúar 1980, og konu hans Guðrún- ar Kristínar Ingv- arsdóttur, f. 5. mars 1907. Jakobína og Sig- urgeir eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Sig- rún Inga, stöðvarstjóri Íslandspósts í Vest- mannaeyjum, f. 7. júlí 1954, gift Gunnari K. Gunnarssyni, forstöðu- manni Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, f. 21. febrúar 1950. Börn þeirra eru: a) María Kristín, f. 28. ágúst 1974, dóttir hennar er Eydís Rún, f. 1998; b) Gunnar Geir, f. 18. ágúst 1976, kvæntur Fríðu Björk Arnardóttur; c) Inga Lilý, f. 7. september 1977. 2) Guðlaugur, yfirmaður upplýsinga- kerfa Landsvirkjunar, búsettur í Garðabæ, f. 16. júlí 1956, kvæntur Sædísi Maríu Hilmarsdóttur, f. 5. febrúar 1960. Synir þeirra eru: a) Sigurgeir, f. 29. ágúst 1976, kvænt- Hetjan mín. Þvílíkur styrkur, þrek og barátta. Þú tókst þátt í þessari keppni eins og mörgum öðrum með því hugarfari að bera sigur úr býtum. Þú barðist eins og hetja en varðst að játa þig sigraða að lokum. Þú komst öllum á óvart með ótrúlegum dugn- aði, þolinmæði og æðruleysi. Þú þold- ir ekkert vol eða væl og kenndir okk- ur hinum að sýna styrk. Nú er þessari þrautagöngu lokið og vonandi færðu allar þínar óskir uppfylltar. Fyrst og fremst er það nú að fá að spila ótak- markað golf, en golf var órjúfanlegur hluti af þínu lífi. Ég var pínulítil þegar golfvöllurinn í Vestmannaeyjum var orðinn mitt aðalleiksvæði og seinna fylgdi ég þér í hinar ýmsu lands- keppnir sem kylfuberi. Á golfvellin- um naustu þín til hins ýtrasta og ekki var hægt að hugsa sér betri kennara. Ég var svo heppin að fá golfáhugann að erfðum eða þá að ég hafi drukkið hann með móðurmjólkinni og nú er um að gera að halda minningu þinni á loft og reyna að gera sitt besta. Ég var svo heppin að vera lang- yngst af okkur systkinum og hef því fengið óskipta athygli, verið hálfgerð dekurrófa. Sem dæmi um það eru ófáar utanlandsferðir sem ég hef far- ið með þér og pabba. Sérstaklega þegar við fórum tvær til Skotlands. Þarna kom kraftur þinn sterklega í ljós því það átti að leysa hin ýmsustu verkefni (verslun) á mjög skömmum tíma. Síðan er það sérstakur stuðningur þinn við flestar mínar ákvarðanir eins og að heimta það mjög ung að fara upp á fastalandið í skóla. Þá studdir þú mig heilshugar, kannski vegna þess að þú náðir aldrei að stunda það nám sem heillaði þig mest, sem var fornleifafræði. Á næstu árum tóku við hinar ýmsu ævintýraferðir um heim- inn og alltaf studdir þú mig og hvatt- ir. Ófáar minningar á ég um þig á þjóðhátíð þar sem öll fjölskyldan var sameinuð og naut sín vel við hin ýms- ustu uppátæki eins og eina þjóðhátíð- ina sem þú ákvaðst frekar að taka þátt í golfkeppni uppi á landi, að þá vorum við með stóra mynd af þér í tjaldinu og síma til þess að geta verið í stöðugu sambandi við þig. Við vildum endilega hafa þig hjá okkur því þú varst ómissandi hluti af þessari skemmtun. Sama hvað bjátaði á hjá þér þá barstu alltaf velferð barnanna þinna og barnabarna fyrst og fremst fyrir brjósti. Í öllum þessum veikindum hafðir þú miklu meiri áhyggjur af okkur sem eftir verðum heldur en nokkru sinni af þér sjálfri og aldrei heyrðist þú kvarta undan nokkrum hlut. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa getað fengið þennan tíma með þér þegar ljóst var orðið að hverju stefndi. Og ég vil þakka fyrir það sem þú gafst mér, fyrst og fremst að sýna styrk og dug og berjast fyrir því sem manni er kærast. Hvíl í friði. Þín dóttir Guðrún Kristín. Mig langar með fáeinum fátækleg- um orðum að minnast tengdamóður minnar og vinar Jakobínu Guðlaugs- dóttur. Það eru nú rúm 30 ár síðan við kynntumst, er ég fór að slá mér upp með frumburði hennar. Með okkur myndaðist fljótt góð vinátta, sérstak- lega á tímum eldgoss í Vestmanna- eyjum, er hún var í útlegð í Reykjavík frá eyjunni sem hún unni svo heitt, með yngstu dótturinni, meðan aðrir í fjölskyldunni voru við störf úti í Eyj- um. Þessi vinátta hélt alla tíð síðan og styrktist enn betur er við hjónin flutt- umst til Vestmannaeyja fyrir tæpum níu árum. Jagga hafði það á samviskunni að hafa leitt mig fyrstu sporin í golf- íþróttinni. Það var ótrúlegt hvað hún hafði mikla þolimæði til að segja mér og öðrum byrjendum til, þrátt fyrir að hún væri einn af fremstu kvenkylf- ingum sem Ísland hefur átt. Aldrei fann hún að því að spila með kylf- ingum sem styttra voru komnir í golf- íþróttinni og sýndi ætíð mikla þolin- mæði og jafnaðargeð á golfvellinum. Þeir einu sem hún vildi ekki leika golf með voru þeir sem hún taldi hafa rangt við. Þolinmæði var ef til vill ekki hennar helsti kostur en á golf- vellinum kvað við allt annan tón og var hún þar í essinu sínu, enda lék hún golf hvenær sem mögulegt var meðan heilsan leyfði. Það er margs að minnast frá þess- um 30 árum sem leiðir okkar lágu saman, bæði héðan úr Eyjum sem og frá ferðalögum saman hérlendis og erlendis. Uppúr stendur þó minning- in um góðan vin, heiðarlega og góða konu, sem sagði það sem hún meinti og meinti það sem hún sagði. Hún var ekki vön því að færa það sem hún sagði í silkiumbúðir heldur sagði hlut- ina umbúðalaust og ætlaðist til að aðrir gerðu það sama. Ég mun sakna Jöggu þegar fer að vora og hægt verður að spila golf seinnipart dags. Við höfðum það fyrir sið að leika sam- an á daginn eftir vinnu undanfarin ár og það er ljóst að fyrir mér verður golfið og golfvöllurinn ekki samur án hennar. Ég bið Guð að styrkja Sigurgeir og niðja í sorg þeirra, en verum þess minnug í sorginni hvernig hún hefði viljað að við meðhöndluðum hana. Gunnar. Hún Jakobína, tengdamóðir mín, er dáin. Hún lést eftir erfið veikindi þann 4. febrúar sl. Það varð gæfa mín þegar ég tengdist þeim hjónunum í Skuld fyrir tæpum átján árum þegar ég kynntist Guðrúnu dóttur þeirra sem síðar varð eiginkona mín. Hún Jagga var um margt merkileg kona. Hún var hæfileikarík á mörgum svið- um, bráðvel greind og hinn mesti skörungur svo ekki séu notuð sterk- ari orð. Hún kom alltaf hreint fram og sagði sína meiningu af heiðarleika og án nokkurrar tilgerðar. Fyrir þetta ávann hún sér líka virðingu samferða- manna sinna. Hún hafði munninn fyr- ir neðan nefið og lét stundum í sér heyra svo heljarmenni misstu hjartað niður í buxur. Ef í samræðum við Jöggu kom setning sem byrjaði á „ég skal nú bara láta þið vita það, að ...“ þá borgaði sig að samþykkja og beina talinu að öðru. En þetta voru meira eins og umbúðir eða hálfgerður prakkaraskapur því aldrei sýndi hún af sér ósanngirni eða lá illt orð til nokkurs manns. Minningarnar eru margar og góð- ar, frá þjóðhátíð, úr utanlandsferðum og ekki síst úr Skuldinni þar sem margt hefur verið spjallað. En minn- ingin frá síðustu jólum og áramótum er samt sú sem ég mun geyma með mér. Sérstaklega gamlárskvöld þar sem hún var glæsileg og vel til höfð, stjórnaði öllu af krafti og skammaðist í kallinum fyrir að fylla ísskápinn af filmum. Hún skutlaði okkur síðan í Herjólf 2. janúar og þegar við kvödd- umst hefur það eflaust flogið í gegn- um huga okkar beggja að við ættum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Svo var hún þotin í burtu á Súbarún- um, alltaf sami krafturinn. En minningarnar um merka konu standa eftir. Vertu sæl, Jakobína, hafðu þökk fyrir allt, minningin um þig er hlý og falleg. Þinn tengdasonur, Börkur. Elskuleg tengdamóðir mín er látin langt um aldur fram, aðeins 67 ára. Þessir síðustu dagar hafa liðið hálf- undarlega og að hún Jagga skuli vera farin frá þessu jarðneska lífi finnst mér mjög svo óraunverulegt. Jagga greindist með krabbamein árið 1999, sem lagði hana að velli snemma morguns 4. febrúar sl. Hvílíkur dugn- aður í einni konu. Ég gæti aldrei lýst nógu nákvæmlega hversu dugleg, yf- irveguð, áræðin og kjörkug hún var í þessu átakanlega sjúkdómsferli. Lyfjameðferðirnar voru á þriggja vikna fresti og þurfti Jagga þá ýmist að fljúga eða ferðast með Herjólfi til lands. Það má e.t.v. segja að þvæling- urinn á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hafi tekið helst til of mikið á, þar sem hún þráði ekkert heitara en að vera í Eyjum. Á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut kynntist Jagga alveg dásamlegu starfsfólki, sem annaðist hana af mikilli natni og stytti henni stundirnar með léttleika og ljúfri lund. Hnyttinn húmor og tilsvör þeirra á milli voru samskipti, sem voru henni mjög að skapi. Kunnum við fjölskyldan öllu þessu fólki, sem Jagga treysti og trúði á, miklar þakk- ir fyrir. Um og eftir síðustu áramót fór okkur síðan að gruna í hvað stefndi. Þessi elska vildi þó gera allt til að fá, þó ekki væri nema örlitla bót á meini sínu og lagðist því enn undir hnífinn, auðvitað með mikla von í hjarta. Allt kom fyrir ekki og fengum við þær öm- urlegu fréttir að ekkert væri hægt að gera. Með aðstoð góðra manna náðist að uppfylla ósk Jöggu að fá að liggja á sjúkrahúsinu í heimabæ sínum á Heimaey. Biðin eftir því óumflýjan- lega varð ekki löng, en hún var bæði erfið og sársaukafull fyrir hana sjálfa, fyrir Sigurgeir og okkur aðstandend- ur alla. Starfsfólk Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum var alveg einstakt í hennar garð og okkar á meðan á þess- um biðtíma stóð og gerði allt, sem hugsanlegt var að gera fyrir fólk á slíkum stundum. Ég vil einnig fyrir hönd fjölskyldunnar þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir einstakt viðmót, hlýju og mikinn náungakærleik. Án slíkrar velvildar væri lífið í heild sinni bæði snautt og ansi kuldalegt. Ég trúi því statt og stöðugt og hamra á því við strákana mína, að nú líði ömmu Jöggu ekki lengur illa og að veikindi séu ekki til, þar sem hún dvelur nú og bíður okkar hinna. Engu að síður verður tilveran ekki eins litrík eftir sem áður, þar sem hún tengda- mamma var svipmikil kona, sem sagði sína meiningu. Ég dáðist að hugrekki hennar og æðruleysi, sem vonandi verður okkur til eftirbreytni, þegar fram í sækir. Elsku hjartans Sigurgeir minn. Við höldum áfram að standa saman og taka utan um hvert annað, það er nefnilega þannig sem Jagga okkar vildi hafa það. Sigrún, Guðrún og fjöl- skyldur, Gulli minn, strákarnir okkar og yndislega amma Gunna, góð og hjartahlý kona er fallin frá, en minn- ingarnar eru svo ótal margar og þeim megum við aldrei gleyma. Algóður Guð styrki okkur og styðji á komandi tímum. Elsku Jagga mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Sædís María. Elsku amma Jagga. Þú ert fyrir- myndin mín í öllu en auðvitað sér- staklega í golfi. Þú varst besti kennari sem hægt var að fá af því að þú vissir allt um golf sem hægt er að vita. Og að sjálfsögðu reyni ég að feta í fótspor þín og standa mig í golfi. Þú kenndir mér að vera þolinmóð af því að fljót- færni og golf fara ekki saman. En til þess að verða góður í golfi eins og þú verður maður að æfa sig og eins og máltækið segir: Æfingin skapar meistarann og þú verður meistarinn minn að eilífu. Þegar þú kepptir í keppnum gerðir þú alltaf þitt besta og það dugði yfirleitt en í þetta skipti var það ekki nóg því það þurfti krafta- verk til að lækna þig og við fengum það af því að það var kraftaverk að þú gast verið á jólunum með okkur og ég bið ekki um meira. Guð ákvað að þinn tími væri kominn svo þú þyrftir ekki að þjást svona ofsalega mikið. Ég man t.d. eftir því þegar við fór- um til Manchester í fyrravor og þú fórst með þótt þú værir mikið veik af því þú vildir frekar gera eithvað fyrir okkur en fyrir þig og ég verð ævin- lega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Ég vona að þú hafir það betra þar sem þú ert núna en ég mun ætíð sakna þín og elska þig alveg ofsalega mikið. Þín dótturdóttir, Sædís Birta. Elsku amma Jagga er látin eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Sennilega verður ömmu best lýst með orðinu „hörkukerling“. Hún var engan veginn eins og flestir sjá ömm- ur fyrir sér, heldur ótrúlega hress, kjaftfor og röskleg. Á þjóðhátíðum var hún þekkt sem „hressa amman“ og fólk gerði sér jafnvel ferð sérstak- lega í tjaldið okkar til að berja þessa merku konu augum. Og þannig minn- umst við hennar – sem frábærrar ömmu sem fólk sóttist eftir að eyða stundum með. Sem börn eyddum við mörgum frí- um í Eyjum hjá ömmu og afa og þangað var alltaf gott að koma. Við eigum endalaust af minningum um góðar stundir í Skuldinni, gönguferð- ir um eyjuna, að hjálpa til í Mogg- anum, að draga kerruna á golfvell- inum og margt fleira. Amma var kannski ekki sú hlýjasta sem maður þekkti og lítið fyrir kjass og knús, en maður fann alltaf hversu vænt henni þótti um okkur barna- börnin og fjölskyldu sína alla. Hún vildi allt fyrir mann gera og manni leið alltaf vel að koma til hennar og spjalla við hana. Utanlandsferð stór- fjölskyldunnar árið 2000 sýndi vel hversu heppin við erum öll að ná svona vel saman og það er ekki síst vegna þess hversu frábær þau amma og afi hafa verið. Síðustu vikur hafa verið afskaplega erfiðar fyrir okkar samhentu fjöl- skyldu. Það var ákaflega erfitt að sjá ömmu hraka svona hratt og horfa upp á hana á spítala í Reykjavík þar sem henni leið aldrei vel. Vonandi líður ömmu nú betur á nýjum stað. Elsku afi, við vonum að þú finnir styrk í þínum söknuði og sorg til að halda áfram að lifa lífinu lifandi, því það er það sem hún vildi. Hvíl í friði, elsku amma. María Kristín, Gunnar Geir og Inga Lilý. Elsku amma Jagga, við trúum því vart að þú sért farin frá okkur, við sem héldum alltaf þegar við vorum litlir að þú myndir verða hundrað og fimmtíu ára. En eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm skiljast nú leiðir að sinni. Við höfum ekki aðeins misst yndislega ömmu, heldur líka skemmtikraft af guðs náð, frábæra konu sem öllum vildi vel, dugnaðar- fork og baráttumanneskju sem aldrei lét bilbug á sér finna, sama hvað á bjátaði. Þegar sorgin virðist oft á tíðum óbærileg, vitandi það að við munum aldrei sjá þig aftur heima í Skuldinni að bjástra við eldavélina, leggja kapal við eldhúsborðið, eða inni í dal að spila golf, finnst okkur svo óréttlátt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. En við trúum því að nú sért þú komin á betri stað, laus undan veikindum þínum, til að sinna mikilvægum verk- efnum af sömu eljusemi og þú gerðir í þínu daglega lífi. Þú varst okkur bræðrunum ætíð mikil og góð fyrir- mynd í íþróttinni sem var þér svo kær og héðan í frá sem hingað til munum við ávallt muna öll góðu ráðin sem þú gafst okkur á golfvellinum þegar við stigum þar okkar fyrstu spor. Þegar við lítum til baka er gatan minningum stráð. Fjölskylduferðin okkar til Spánar sumarið 2000 er of- arlega í huga, sem og allar þjóðhátíð- irnar þegar við nutum gestrisni ykk- ar afa í Skuldinni. Þó að við eigum ekki eftir að geta séð þig þegar næsta þjóðhátíð gengur í garð, erum við þess fullvissir að við munum finna fyrir návist þinni, sitjandi í stólnum þínum við borðsendann í hvíta tjald- inu fyrir ofan veg. Við vitum að þú munt halda áfram að fylgjast vel með fjölskyldunni og passa upp á að allt verði í lagi. Þú varst svo miklu meira en bara amman sem bakar smákökur og laumar hundraðkalli í lófa barnabarnanna, þú varst baráttukona með eindæmum, frábær vinur, sem hægt var að leita til með öll heimsins vandamál og nærri því alvitur um allt frá mannkynssögu til íþrótta. Það ber hugulsemi þinni einnig glöggt vitni þegar þú harðneit- aðir að ræða við fólk um líðan þína í stúdentsveislu okkar, Einis og Birkis, þann 20. desember síðastliðinn – svona degi mátti ekki spilla með slíku tali. Þegar þú varst orðin rúmföst, linntir þú heldur ekki látum, þó mjög væri af þér dregið, fyrr en pabbi var búinn að útvega fyrir ykkur afa tví- tugsafmælisgjafir handa okkur Eini og Birki. En svona varstu bara og villtir hestar hefðu ekki getað aftrað þér frá því að vera þú sjálf. Minningin um elskulega ömmu okkar mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Við kveðjum um sinn með trega í hjörtum og tár á kinnum, en JAKOBÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.