Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Risaeðlugrín
framhald ...
HEY ÞÚ!
SKILRÍKI!!
© DARGAUD
© DARGAUD
MÉR ER AFLVEG SAMA HVAÐ ÖÐRU FÓLKI FINNST! ÞETTA KEMURBLÓÐINU AF
STAÐ, HA! ...
MERGJAÐ FRÆNDI!
ÞAÐ ER GOTT AÐ
SJÁ AÐ ÞÚ ERT Í
GÓÐU FORMI!
ÉG LEYFI MÉR AÐ KOMA ÞÉR Á JÖRÐINA,
HEFUR ÞÚ LITIÐ Á KLUKKUNA?
HAMINGJAN!
EITTHVAÐ VANDAMÁL
HARALDUR FRÆNDI?
VERRA EN ÞAÐ! STÓR-
SLYS STUBBUR, ÞJÓÐAR-
HÖRMUNG! ...
STUTTU SÍÐAR ...
ÉG VAR HRÆDDUR UM ÞAÐ! ... STÓR-
SLYSIÐ BÍÐUR OKKAR! ... HÆTTULEGRA
EN KÓBRUKOSSINN!
ERTU EKKI AÐEINS
AÐ ÝKJA, HARALD-
UR FRÆNDI?
EN VARÐSTJÓRI ... MEÐ
LEYFI ... AF HVERJU ERTU AÐ
SPYRJA AF ÞVÍ? ÖÖÖ...
TJA, ÉG VEIT Í
RAUNINNI EKKI ...
LÁTUM
OKKUR SJÁ
VERTU KYRR ÉG ÞARF
AÐ SPYRJA STJÓRANN ... ÉG
KEM AFTUR
NÚ VEIT ÉG! HANN SAGÐI AÐ ÉG VÆRI
ALGJÖR ASNI ÞVÍ ÞETTA STENDUR Í
REGLUGERÐINNI EINS OG HANN HAFÐI BENT
MÉR OFT Á
HA...
OG TIL HVERS
ER ÞESSI
REGLUGERÐ
ÖÖ ...
ANDARTAK ÉG
KEM AFTUR
STJÓRINN SAGÐI, REGLUGERÐIN ER TIL
STAÐAR TIL AÐ HALDA LÖG OG REGLU,
HANN SAGÐI LIKA AULINN ÞINN EF ÞÚ
KEMUR AFTUR Á MEÐAN ÉG ER SOFANDI
VERÐUR ÞÚ REKINN
EN
FLOTT!!
STJÓRINN
ER ÚRÍLLUR!
ÚR ÞVÍ ÞETTA ER SVONA, SKAL
ÉG HLÝÐA. HVAÐ VARSTU ANNARS
AÐ BIÐJA MIG UM
ÖÖ..JÁ ÉG ER
ALVEG BÚIN AÐ
GLEYMA ÞVÍ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra er ákafur talsmaður þess að
gert verði mat á umhverfisáhrifum
þess að hækka
stíflu um í Laxá í
Suður-Þingeyjar-
sýslu um 10–12
metra. Þannig
reynir hún að
réttlæta bráða-
birgðaákvæði III
með frumvarpi til
laga sem hún hef-
ur lagt fram á Al-
þingi um breyt-
ingar á lögum um verndun Mývatns
og Laxár, bráðabirgðaákvæði sem
opnar fyrir hækkun stíflunnar.
Í viðtali við Morgunblaðið 10. febr-
úar segir hún „Að mínu mati er eðli-
legt að umhverfisáhrif af svona fram-
kvæmd séu skoðuð, að það sé ekki
útilokað fyrir fram að hægt sé að
skoða umhverfisáhrif á þessu svæði.“
Eitt sinn var sami ráðherra mót-
fallinn því að umhverfisáhrif Fljóts-
dalsvirkjunar og Eyjabakkalóns
yrðu metin. Þá snerist málið um nátt-
úruvernd og lýðræðislegan rétt al-
mennings. Nú snýst málið um að
vernda vélar Landsvirkjunar.
Rétt er að hafa hugfast að mat á
umhverfisáhrifum er á forræði fram-
kvæmdaraðila, í þessu tilviki Lands-
virkjunar. Ráðamenn hafa ítrekað
bent á að matsferlið sé til þess ætlað
að sníða helstu agnúa af fram-
kvæmdum, ekki til að koma í veg fyr-
ir þær.
Eftir úrskurð umhverfisráðherra
um Kárahnjúkavirkjun er nær
óhugsandi að Skipulagsstofnun hafni
framkvæmd, því síður umhverfisráð-
herra í kjölfar kæru. Fyrir Alþingi
liggur lagafrumvarp um mat á um-
hverfisáhrifum. Verði það að lögum
er kæruheimildin sjálf fokin út í veð-
ur og vind.
Trúir Siv umhverfisráðherra eigin
orðum? Trúir hún því að Landsvirkj-
un ætli bara að „skoða“ umhverfis-
áhrifin með aðstoð Skipulagsstofn-
unar og síðan setjast niður og ræða
hvort ráðast skuli í stífluhækkun?
Vitaskuld ekki. Markmið umhverfis-
ráðherra og Landsvirkjunar með
umræddu bráðabirgðaákvæði III er
að liðka fyrir hækkun stíflu í Laxá, að
gera það erfiðara fyrir heimamenn
að standa gegn framkvæmd eftir að
Skipulagsstofnun hefur fallist á
framkvæmdina.
Fyrst verndaráætlun
Framganga umhverfisráðherra er
óskiljanleg í ljósi þess að Laxár- og
Mývatnssvæðið er verndað sam-
kvæmt Ramsar-samningnum um
verndun votlendis. Samkvæmt þeim
samningi hefur Ísland skuldbundið
sig til að gera verndaráætlun fyrir
svæðið og það gegnir furðu að um-
hverfisráðherra skuli tönnlast á
nauðsyn umhverfismats á vegum
Landsvirkjunar áður en nokkur
verndaráætlun hefur verið gerð fyrir
svæðið á vegum umhverfisráðuneyt-
isins.
Slík verndaráætlun á að hafa for-
gang en ekki gerð matsskýrslu
Landsvirkjunar því matskýrsla er
fyrsta skref til að ráðast í fram-
kvæmd. Umhverfisráðherra væri
mestur sómi að að draga bráðabirga-
ákvæði III til baka og hefja gerð
verndaráætlunar í samræmi við al-
þjóðlegar skuldbindingar Íslands.
ÁRNI FINNSSON,
Náttúruverndarsamtökum
Íslands.
Verndaráætlun eða
umhverfismat?
Frá Árna Finnssyni hjá Nátt-
úruverndarsamtökunum
Árni Finnsson
ÞAU sem upplifðu tíma kalda-
stríðsins, kjarnorkukapphlaupið og
ógnina, sem alltaf var viðvarandi,
kalla ekki allt ömmu sína. Þetta voru
erfiðir tímar og miklar breytingar,
sem áttu sér stað. Fólk skiptist í
flokka, stefnur og skoðanaskipti
voru á mjög hvössum nótum og póli-
tíkin var harðvítug. Stundum vissum
við ekki okkar rjúkandi ráð. Upp úr
því komu svo
kvenfrelsishreyfingar, sem létu
öllum illum látum.Við karlarnir vor-
um best geymdir úti í horni. Þær lof-
uðu að leggjast í skurðgröfugröft og
að meðhöndla logsuðutæki væri hið
minnsta mál. Svona gekk þetta ár
eftir ár.
Mikið lifandi skelfing var þetta
þreytandi. Síðan hefur margt breyst
og vonandi til batnaðar. En alltaf er
þessi togstreita til staðar. Núna birt-
ist hún í nýrri og áður óþekktri
mynd. Alþjóðahyggja, auðsöfnun,
óbrúandi bil fátækra og snauðra. Og
unga fólkið upplifir þetta á annan
hátt. Áhrifin er jú alls staðar. Þau
dembast yfir gegnum miðlana, ekki
síst hið alþjóðavædda internet. Eng-
inn sá fyrir hversu sterkur sá miðill
gat orðið. Þetta er ekkert nýtt fyrir
okkur, sem eldri erum. Prentmiðl-
arnir voru jafnsterkir í gamla daga
og menn gátu verið hengdir upp á
þráð af einskærri togstreitu svo ár-
um skipti.
En svo gat maður huggað sig við
orð Halldórs Laxness, þegar hann
ræddi um línuna, sem lá þvert í
gegnum Evrópu, járntjaldið. Það
voru landamæri austurs og vesturs.
Frá Norðuríshafi um Þýskaland um
Mæri og til Miðjarðarhafs. Og ann-
ars staðar í heiminum voru líka eins
konar tjöld. Kommúnismi og kapítal-
ismi, það voru pólarnir í þá daga.
En Laxness sagði eitthvað á þá
leið að þetta strik (línan) lægi ekki
eftir löndunum, heldur fyrst og
fremst um mann sjálfan. Við Íslend-
ingar erum lukkunnar pamfílar,
örugglega ríkasta þjóð veraldar per
capita, og erum þar afleiðandi orðin
áhrifabitbein stóru þjóðanna og jafn-
vel stóru blokkanna, því að þær eru
enn til staðar, bara í breyttri mynd.
Þess vegna verðum við að fara að
öllu með gát og vona að þeim kjörnu
fulltrúum okkar farnist vel í að rata í
rétta átt í þeim efnum.
SIGURÐUR INGÓLFSSON,
Háaleitisbraut 26,
Reykjavík.
Ógnarafl
Frá Sigurði Ingólfssyni