Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 44. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Aukadagur
fyrir ást
Bónda- og konudagur duga ekki
lengur fyrir þá ástföngnu | Daglegt líf
Lesbók | Rússneskur Booker-verðlaunahafi Íslenskir lista-
menn í Barcelona Sjöunda sinfónía Mahlers Börn | Vinnu-
morgunn í Húsdýragarðinum Risaeðlurnar Smáfólk
LEIÐTOGAR Grikkja og Tyrkja á
Kýpur komust í gær að tímamóta-
samkomulagi um að hefja viðræður
um endalok skiptingar eyjarinnar áð-
ur en hún gengur í Evrópusambandið
1. maí.
Samkvæmt samkomulaginu, sem
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, hafði milligöngu
um, hefjast viðræðurnar á fimmtu-
daginn á Kýpur. Nái Grikkir og Tyrk-
ir ekki endanlegu samkomulagi mun
Annan skera úr um deiluatriði, en
grískir og tyrkneskir Kýpurbúar
munu í almennri atkvæðagreiðslu
hafa lokaorðið um samkomulag.
Þáttaskil
á Kýpur
Sameinuðu þjóðunum. AP.
FLUGLEIÐIR keyptu í gær 10%
hlut í Eimskipafélaginu á genginu
9,20 krónur á hlut og nam kaupverð-
ið 4.085 milljónum króna. Eignar-
haldsfélagið Oddaflug á stærstan
hlut í Flugleiðum, 38,48%, en félagið
er í eigu Hannesar Smárasonar, að-
stoðarforstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar, og Jóns Helga Guð-
mundssonar, forstjóra Byko.
Hannes á ennfremur fjárfestingar-
félagið Primus sem á 3,14% í Eim-
skipafélaginu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur hópur fjárfesta með
Hannes Smárason innanborðs áhuga
á að koma að rekstri flutningafélags-
ins. Í hópnum eru að auki Þórður
Magnússon, stjórnarmaður í Eim-
skipafélaginu og stjórnarformaður
Eyris fjárfestingarfélags sem á
2,86%, Erlendur Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri Eimskips hf., faðir
hans Hjalti Geir Kristjánsson og að
lokum eignarhaldsfélagið Saxhóll
sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar
og á 1,91% hlut í Eimskipafélaginu.
Samanlagt nemur hlutur félaga í
eigu meðlima hópsins nærri fimmt-
ungi hlutafjár, eða 17,91%, sé hlutur
Flugleiða talinn með.
Aðalfundur Eimskipafélagsins
verður haldinn 19. mars. Stjórnar-
formaður félagsins, Magnús Gunn-
arsson, hefur sagt að ekki sé hægt að
selja flutningafélagið formlega fyrr
en eftir aðalfund, en þá verða kynnt-
ar breytingar á samstæðunni sem
fela í sér aðskilnað á flutningafélag-
inu Eimskip og fjárfestingarfélaginu
Burðarási. Kaup Flugleiða fóru fram
í gegnum KB banka en ekki er vitað
hvaða hluthafar seldu.
Landsbankinn fagnar áhuga
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir bankann
fagna áhuga á Eimskipafélaginu.
„Þetta er allrar athygli vert og
ánægjulegt að stór félög á markaði
deili því sjónarmiði með okkur að
þarna sé um góðan fjárfestingarkost
að ræða. Að öðru leyti er ekki eðli-
legt að bankinn tjái sig neitt efnis-
lega um viðskipti einstakra aðila á
markaði,“ segir Halldór.
Flugleiðir kaupa 10%
hlut í Eimskipafélaginu
Félög í eigu fjárfesta sem lýst hafa
áhuga á kaupum á flutningafélaginu
komin með tæpan fimmtungshlut
TALIÐ er að dánarorsök manns-
ins, sem fannst látinn í höfninni í
Neskaupstað, hafi ekki verið út-
vortis áverkar heldur hafi fíkniefni,
sem hann bar innvortis, valdið
dauða hans. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins kom þetta fram
við krufningu líksins í Reykjavík í
gær. Staðfest var að manninum
hefðu verið veittir áverkar, en talið
að þeir hefðu ekki valdið dauða
hans.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins hefur sú spurning vaknað,
hvort maðurinn hafi verið svokallað
burðardýr fyrir fíkniefni, en það
hefur ekkert fengizt staðfest.
Ekki borin kennsl á líkið
Enn hefur ekki tekizt að bera
kennsl á líkið. Mynd af líkinu var
send á allar lögreglustöðvar í land-
inu í gær til að kanna, hvort lög-
reglumenn annars staðar á landinu
hefðu haft af manninum afskipti.
Þá hefur aðstoðar kennslanefnd-
ar ríkislögreglustjóra verið leitað
við að bera kennsl á líkið. Óvíst er
hversu langur tími fer í rannsókn
nefndarinnar, enda er vinna henn-
ar mikið nákvæmnisverk.
Í gærkvöldi störfuðu níu lög-
reglumenn að því fyrir austan að
reyna að upplýsa málið, auk þeirra
sem vinna að rannsókninni annars
staðar á landinu.
Fólk, sem var á gráum Mitsu-
bishi-bíl sem lýst hafði verið eftir
vegna rannsóknar málsins, gaf sig
fram við lögreglu í gær. Jónas Vil-
helmsson, yfirlögregluþjónn á
Eskifirði, segir að fólkið hafi ekki
tengzt málinu á nokkurn hátt. Hins
vegar hefur enginn gefið sig fram
og sagzt hafa verið á ferð um
bryggjuna um klukkan þrjú aðfara-
nótt miðvikudags, en vitni sá þá bíl-
ljós á bryggjunni.
Fólkið/2
Líkið sem fannst í Neskaupstað krufið
Fíkniefni inn-
vortis talin
dánarorsök
AÐ sögn Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, er sterk lausa-
fjárstaða félagsins ástæða þess að
félagið fjárfesti í Eimskipafélaginu.
Hann segist telja Eimskipafélagið
áhugaverðan kost.
„Þetta ár lítur ágætlega út, bók-
anir eru mjög góðar þannig að
lausafjárstaða fyrirtækisins er
mjög sterk og hefur verið það und-
anfarin misseri. Við erum ekki með
nein stór áform um fjárfestingar í
hótelum eða flugvélum. Við fórum
því að hugleiða hvar við ættum
tækifæri og höfum verið að líta á
markaðinn und-
anfarnar vikur.
Okkur fannst
þetta mjög
áhugaverður
kostur. Þarna er
búið að gera
miklar breyt-
ingar og við telj-
um að það séu
tækifæri fram-
undan hjá Eim-
skipafélaginu.“ Hann segir engin
áform uppi um frekari kaup á
hlutabréfum í Eimskipafélaginu.
Telja tækifæri framundan
Sigurður
Helgason
Lesbók og börn í dag
KAUPMAÐUR mokar snjó frá söluturni sínum skammt
frá Bláu moskunni í Istanbúl í gær, og lætur kafaldsbyl-
inn ekki aftra sér. Mikið hríðarveður hefti samgöngur
á lofti, láði og legi í Tyrklandi í gær og einangruðust
þúsundir þorpa. Er þetta í annað sinn á einum mánuði
sem illviðri setur allt úr skorðum í landinu.
Reuters
Leiðindaveður í Istanbúl
ÓGERLEGT verður að skipuleggja
kosningar í Írak fyrir 30. júní, en
þann dag ætla Bandaríkjamenn að
afhenda heimamönnum völdin í land-
inu, að því er talsmaður Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) tjáði breska ríkisút-
varpinu, BBC, í gær.
Lakhdar Brahimi, sendimaður SÞ
í Írak, sagði við fréttamenn í Bag-
dad, að ekki væri ráðlegt að fastsetja
dag fyrir kosningarnar, heldur ætti
það að vera sveigjanlegt hvenær þær
færu fram. Ómögulegt væri að
tryggja að frjálsar kosningar gætu
farið fram með eðlilegum hætti fyrir
júnílok.
Kosningar í Írak
ógerlegar fyrir
valdaafsal
London, Karbala. AFP.
♦♦♦