Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á Nýtt kortatímabil Útsölulok um helgina Opið 10-18 í dag! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 32 30 0 1/ 20 04 KB BANKI skilaði í fyrra rúmlega 7,5 milljarða króna hagnaði, sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrir- tæki hefur náð á einu ári og 40% meiri hagnaður en Búnaðarbanki og Kaupþing náðu samanlagt árið 2002. Á aðalfundi KB banka hinn 27. mars næstkomandi mun stjórn bankans leggja til 1,3 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa, eða sem nemur 18% af hagnaði. Samanlagður hagnaður viðskipta- bankanna þriggja, Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka, nam í fyrra 16,3 milljörðum króna, sem er 51% eða 5,5 milljörðum króna meiri hagnaður en árið 2002. Hagnaðaraukning KB banka skýrist að miklu leyti af mikilli aukningu gengishagnaðar af hluta- bréfaeign bankans, en hagnaður af hlutabréfaeigninni jókst milli ára úr 1,9 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna. Þjónustutekjur jukust um rúma 4 milljarða króna og námu 11,1 milljarði króna, sem skýrist að miklu leyti af stórum verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf og auknum um- svifum í miðlun, meðal annars í Sví- þjóð. Afkoma bankans batnaði eftir því sem leið á árið og var síðasti árs- fjórðungurinn sá besti með rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað. Ástæða þessarar þróunar eftir því sem leið á árið er meðal annars sú að afkoma Kaupthing Bank Sverige, sem áður hét JP Nordiska, snerist úr tapi í hagnað. Sé litið á árið í heild skilaði starf- semi bankans á Íslandi 76% hagn- aðarins, en á fjórða fjórðungi ársins var hlutfall Íslands í hagnaðinum innan við helmingur, eða 49%. Framlag í afskriftareikning út- lána jókst um 40% milli ára og nam 3,9 milljörðum króna. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, sagði á kynningarfundi vegna upp- gjörsins að framlagið væri of hátt og mikilvægt væri að það lækkaði. Framlag á afskriftareikning lækk- aði milli fjórðunga og var tæpum 200 milljónum króna hærra á þriðja fjórðungi ársins en þeim fjórða, en á fyrstu tveimur fjórðungum ársins var það mun lægra. Milljón milljónir í stýringu og vörslu Fjármunir í vörslu bankans og eignir í stýringu hans námu sam- anlagt rúmlega eitt þúsund milljörð- um króna um áramót, sem er 38% aukning frá því ári áður. Markaðsviðskipti bankans skiluðu mestri framlegð fyrir sameiginlegan kostnað, eða 5,5 milljörðum króna. Það afkomusvið sem skilaði næst- mestri framlegð var fyrirtækjaráð- gjöfin, með 4,5 milljarða króna, og því næst var fjárstýringin, með 2,7 milljarða króna. Viðskiptabanka- starfsemin skilaði 2,2 milljarða króna framlegð fyrir sameiginlegan kostnað. Gengi hlutabréfa KB banka hækkaði um 3,5% í viðskiptum gær- dagsins og markaðsverð hans er nú 119 milljarðar króna. Mesti hagnaður Íslandssögunnar KB banki skilar 7,5 milljarða króna hagnaði  Hagnaður/16 UM 700 nemar í 5. og 6. bekk grunn- skólanna í Grafarvogi kynntu sér ýmsar íþróttir á Fjölnisdeginum í gær hjá Ungmennafélaginu Fjölni. Tilgangur dagsins var að bjóða nem- endunum að kynna sér íþróttir sem tómstundastarf. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, tjáði Morgunblaðinu að hugmyndin væri að börnin kynntust þeim sem sinntu æskulýðs- og tómstundamálum, kirkjunni, skólanum og íþróttafélag- inu, en kynningin fór fram í Egils- höll og íþróttahúsinu við Dalhús. Sagði hann börnin hafa verið hvött til þess að kynna sér greinar sem þau hefðu ekki lagt stund á til þessa. Kynntar voru boltaíþróttir, glíma, fimleikar, djassballett, skák og tenn- is, svo nokkuð sé nefnt. Morgunblaðið/Eggert Boltafimi á Fjölnis- deginum GAGNRÝNENDUR dagblað- anna The New York Times, The Village Voice og The New York Post eru hæstánægðir með kvikmyndina Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson. Myndin var frumsýnd í New York í gær og framundan eru sýningar á myndinni víða um Bandaríkin. Ágúst var viðstaddur frum- sýninguna í gær og er að von- um ánægður með viðbrögð gagnrýnenda og vonar að þau eigi eftir að glæða áhugann á myndinni. Gagnrýnandi The New York Times líkir myndinni við dönsku myndina Ítalska fyrir byrjendur og norsku myndina Elling en báðar gengu mjög vel í Bandaríkjunum. Í um- sögninni er Mávahlátur sögð „fáguð, léttleikandi og skemmtileg“ með hæfilegri „dimmu og dulúð“. Gagnrýnandi The Village Voice líkir myndinni við „vandað breskt drama“ en kollegi hans hjá The New York Post segir hana „skrítna“ en „ánægjulega“ líkt og myndir Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Margrét Vilhjálmsdóttir, Ugla Egilsdóttir og Edda Björg Eyj- ólfsdóttir leika í Mávahlátri. Skrítin og ánægjuleg Mávahlátur lofuð vestra  Fiskur/65 ALÞJÓÐADÝRAVERNDUNARSJÓÐURINN (International Fund for Animal Welfare) hefur sótt um leyfi til íslenzkra stjórnvalda að senda nýtt rannsóknaskip sitt, Song of the Whale, á Ís- landsmið næsta sumar. Markmiðið er að þróa áfram aðferðir til að rannsaka lífshætti hvala án þess að veiða þá, einkum hljóðsjárrannsóknir. „Skip, sem við höfum átt í sextán ár, hefur verið í fararbroddi í hljóðsjárrannsóknum á hvölum. Við höfum m.a. þróað baujur og hugbúnað til að vara skip við hvölum, telja hvali og átta okkur á dreif- ingu þeirra á hafsvæðum. Niðurstöður rannsókn- anna hafa verið birtar í vísindagreinum í al- þjóðlega viðurkenndum tímaritum,“ segir Christopher H. Tuite, næstæðsti yfirmaður IFAW, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að rannsóknatillaga og beiðni um leyfi til rannsókna hafi verið send utanríkisráðu- neytinu í lok janúar, en enn hafi ekki borizt svar frá íslenzkum stjórnvöldum. Song of the Whale er enn í smíðum, en verður formlega hleypt af stokk- unum í London í maí. Fram kemur í rannsóknatillögunni að íslenzk- um vísindamönnum og stúdentum verði boðin þátttaka í verkefninu og aðferðir IFAW kynntar íslenzkum vísindamönnum og almenningi. Spyr um niðurstöður fyrri rannsókna Tuite segist þeirrar skoðunar að ekki sé nauð- synlegt að veiða hvali til að átta sig á lífsháttum þeirra og mataræði; aðrar aðferðir gefi jafngóða raun án þess að drepa þurfi dýrin. Hann bendir á að hundruð hvala hafi verið veidd við Ísland í vís- indaskyni á árunum 1986–1989, án þess að merkar vísindaniðurstöður hafi orðið til úr vísindaveið- unum. „Ef niðurstöðurnar eru til hlýt ég að spyrja hvar þær niðurstöður hafi verið birtar. Við höfum ekki séð þær í alþjóðlega viðurkenndum vís- indaritum þar sem óháðir vísindamenn fara yfir þær áður en þær eru teknar til birtingar,“ segir Tuite. Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn vill senda hvalarannsóknaskip á Íslandsmið Vilja rannsaka hvali án þess að veiða þá Seglskipið, sem IFAW hyggst nota til hvalarann- sókna við Ísland næsta sumar. ÍSLENSKUM knatt- spyrnumönnum í Nor- egi hefur fækkað mikið í vetur. Aðeins fjórir eru eftir í herbúðum úr- valsdeildarliðanna en þeir hafa verið allt að fjórtán þar í senn á síð- ustu árum. Þetta helst í hendur við umtalsverða fækkun erlendra leik- manna í Noregi. Ástæð- urnar eru taldar marg- ar en ein sú helsta er að fjárhagur félaganna hefur farið versnandi, ekki síst vegna þess að þeim hefur ekki tekist að selja leikmenn til Englands að neinu marki./61 Aðeins fjórir íslenskir leikmenn eftir í Noregi Helgi Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu í norsku bikarkeppninni fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.