Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 6
VEGNA ágreinings um fyr- irkomulag flutnings og dreifingar raforku í nýjum raforkulögum var nítján manna nefndin svo- nefnda skipuð fyrir tæpu ári. Í skipunarbréfi iðnaðarráðherra sagði að nefndin skyldi gera til- lögu um fyrirkomulag flutnings raforku, þar með talið um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess og kerfisstjórn skyldi háttað þannig að öryggi, skil- virkni og hagkvæmni kerfisins yrði sem best háttað. Nefndinni var einnig ætlað að móta tillögur um með hvaða hætti ætti að jafna kostnaði vegna flutnings og dreif- ingar raforku. Formaður nefndarinnar var Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Aðrir skipaðir nefndarmenn voru Þorkell Helgason orkumálastjóri, Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Örn Haraldsson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, Svanfríður Jónasdóttir, fv. þingmaður Sam- fylkingarinnar, Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, Magn- ús Reynir Guðmundsson, bæj- arfulltrúi á Ísafirði, tilnefndur af Frjálslynda flokknum, Bjarni Bjarnason, Landsvirkjun, Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suð- urnesja, Kristján Jónsson, fv. for- stjóri RARIK, Kristján Haralds- son, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði, til- nefndur af Neytendasamtökunum, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarfulltrúi, Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, og Nökkvi Bragason, hagfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. Fljót- lega tók Óli Jón Gunnarsson, bæj- arstjóri í Stykkishólmi, sæti Kristjáns Þórs og áheyrn- arfulltrúar í nefndinni voru Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, og Þórður Guðmundsson frá flutn- ingssviði Landsvirkjunar. Hverjir voru í 19 manna nefndinni? FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Missið ekki af einstökum tónlistarviðburði! Samíska söngkonan Mari Boine hlaut tónlistarverðlaun Norður- landaráðs 2003 og heldur nú tónleika í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljómsveit sinni í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. febrúar kl. 20 Aðgangseyrir kr. 2.200 Forsala aðgöngumiða í Salnum Norræna húsið stendur fyrir tónleikunum. Styrktaraðilar: Norræni menningarsjóðurinn og Menningarmálaráðuneyti Noregs MARI BOINE SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins er talið að við jöfnun flutn- ingskostnaðar á raforku til lands- manna geti það kostað aukalega allt að 264 milljónir króna að mæta óarð- bærum einingum í dreifingunni, eink- um til dreifbýlis á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Eru skiptar skoð- anir meðal stjórnmálamanna og stjór- enda orkufyrirtækja um hvort taka eigi þennan kostnað af fjárlögum eða leggja sérstakt gjald á hverja selda kílóvattstund. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fengið í hendur álit meirihluta 19 manna nefndarinnar svonefndu, sem var falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi raforku- flutnings og hvernig jafna mætti út kostnað við dreifingu. Vegna nýrra raforkulaga þarf að stofna sérstakt hlutafélag um dreifingu og flutning raforkunnar en framleiðsla og sala verður í samkeppnisumhverfi. Form- lega hefur nefndin ekki lokið störfum en samkvæmt heimildum blaðsins leggur meirihlutinn til þrjá mismun- andi valkosti, allt eftir arðsemiskröf- um og spennu á raflínum, 30 eða 66 kV. Getur aukakostnaður við dreif- ingu orðið mestur 264 milljónir króna, sem fyrr segir, en samkvæmt einum valkosti er kostnaðurinn lægstur tæp- ar 200 milljónir. Gengur meirihluti nefndarinnar út frá því að við jöfnun kostnaðar í raf- orkudreifingu sé eitt og sama gjaldið tekið á hverju veitusvæði. Dreifiveit- ur geti þá haft tvær gjaldskrár og sótt um styrk til að hafa sérstaka dreif- býlisgjaldskrá. Niðurgreiðslan á þó aldrei að vera meiri en dýrasta al- menna gjaldskráin. Sérstök gjaldskrá er svo fyrir stórnotendur. Flutningskerfið, sem raforkulögin miða við að nýtt hlutafélag í eigu orkufyrirtækjanna byrji að reka um næstu áramót, nái frumvarp iðnaðar- ráðherra fram að ganga á vorþinginu, miðast við það kerfi sem Landsvirkj- un hefur átt og rekið ásamt tenging- um að virkjunum. Við bætast 66 kV kerfi Rarik, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tengingar við veitur Hitaveitu Suðurnesja, þ.m.t. Vestmannaeyjar, Orkuveitu Húsavíkur og Rafveitu Reyðarfjarð- ar. Á flutningskerfið að ná frá virkj- unum að fyrstu aðveitustöð á jöðrum þéttbýlis. Þannig tilheyra innanbæj- arlínur ekki flutningskerfinu, jafnvel þó að þær hafi ekki 66 kV spennu eða hærri. Allt að 30% rafmagns- hækkun á Suðurnesjum? Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, er líkt og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, óhress með meginnið- urstöðu nefndarinnar. Hann ætlar að skila séráliti og segist reikna með að það verði samhljóma áliti Guðmund- ar. Júlíus bendir á að Hitaveitan sé í dag með 10–15% lægri gjaldskrá en OR en með breytingu yfir í eitt sam- eiginlegt flutningskerfi geti raforku- reikningar Suðurnesjamanna hækk- að um 25 til 30% þegar fram líði stundir. Aðeins flutningskostnaður- inn muni hækka verðið um 12–15% og síðan bætist við arðsemiskrafa á flutningsvirkjum. Verið sé að bæta við línum frá Rarik inn á kerfið, sem Júlíus nefnir „félagslegar fram- kvæmdir“, og gera þær arðbærar. Hann segist nota orðið „félagslegar“ þegar umferðin um raflínurnar dekki ekki kostnaðinn við að reka þær. Arð- urinn muni ekki koma af flutningi um þær línur heldur af suðvesturhorninu þar sem raforkunotkun sé langmest. HS hefur rekið eigið flutningskerfi á Suðurnesjunum og Júlíus segir það einsýnt að með þátttöku í dreifingu orkunnar um allt land fari það út í verðið til kaupenda. Verið sé að bæta við um 1,40 kr. á hverja kílóvattstund í flutningskostnað. „Það er verið að taka inn línur frá Rarik og búa til 55 afhendingarstaði á raforku á Íslandi. Alls staðar er verð- ið hið sama og sem dæmi mun það kosta hið sama að flytja rafmagn frá Svartsengi til Grindavíkur og frá Svartsengi til Kópaskers. Enga sér- fræðinga þarf til að sjá að þetta eykur kostnaðinn við flutninginn,“ segir Júl- íus. Nýtt flutningsfyrirtæki átti að taka til starfa 1. júlí á þessu ári en sam- kvæmt fyrirhuguðu frumvarpi iðnað- arráðherra hefur gildistökunni verið frestað um hálft ár, til næstu áramóta. Gert er ráð fyrir að núverandi eig- endur orkufyrirtækja stofni með sér hlutafélag um reksturinn og leggi þá fram eignir sínar, leigi þær eða selji. Matsnefnd mun svo meta verðmæti flutningslína sem í boði eru. Spurður hvort HS muni taka þátt í stofnun hlutafélags segist Júlíus ekki reikna með að svo verði, heldur muni Hitaveitan leigja hlutafélaginu eigur sínar. Ákvarðanir í þeim efnum hafi þó ekki verið teknar. Bíður mið- stjórnar ASÍ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær óskaði ASÍ eftir fresti til að taka formlegrar afstöðu til álits meirihluta 19 manna nefndar, og að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, nær sá frestur fram yfir mið- stjórnarfund um miðja næstu viku. Gylfi segir ASÍ ekki geta tekið end- anlega afstöðu til málsins á meðan ekki liggi t.d. fyrir staðfestar upplýs- ingar um áhrif breytinganna á orku- verðið til neytenda. Allar forsendur hafi ekki verið gefnar upp, og hvorki iðnaðarráðuneytið né minnihluti nefndarinnar hafi sýnt fram á sitt mál. Minnir Gylfi á að ASÍ hafi varað við því að orkuverð geti hækkað töluvert þegar raforkumarkaðnum sé skipt upp í þrennt; framleiðslu, flutning og dreifingu, og síðan sé gerð sjálfstæð og há arðsemiskrafa á hvern hluta fyrir sig. Þetta mat sé óháð flutnings- jöfnun á orkunni. ASÍ hafi hins vegar talið það skynsamlegt og nauðsynlegt að jafna raforkukostnað landsmanna með einhverjum hætti. Raforka til dreifbýlis kostar allt að 264 milljónir aukalega Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dreifing raforku um landið er misdýr og mannvirkin eru oft viðamikil.                          !  "    #     $%& '(  )  !  *+& '  * ,(!  )  ,   '  - %. & ,(     /  "  %   %  -0  10 $0   . -0  . 2  %" -0  . 2 3 %" Meirihluti nítján manna nefndar leggur til þrjá valkosti við tilhögun á raforkuflutningi og raforkudreifingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.