Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 6
VEGNA ágreinings um fyr- irkomulag flutnings og dreifingar raforku í nýjum raforkulögum var nítján manna nefndin svo- nefnda skipuð fyrir tæpu ári. Í skipunarbréfi iðnaðarráðherra sagði að nefndin skyldi gera til- lögu um fyrirkomulag flutnings raforku, þar með talið um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess og kerfisstjórn skyldi háttað þannig að öryggi, skil- virkni og hagkvæmni kerfisins yrði sem best háttað. Nefndinni var einnig ætlað að móta tillögur um með hvaða hætti ætti að jafna kostnaði vegna flutnings og dreif- ingar raforku. Formaður nefndarinnar var Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Aðrir skipaðir nefndarmenn voru Þorkell Helgason orkumálastjóri, Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Örn Haraldsson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, Svanfríður Jónasdóttir, fv. þingmaður Sam- fylkingarinnar, Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, Magn- ús Reynir Guðmundsson, bæj- arfulltrúi á Ísafirði, tilnefndur af Frjálslynda flokknum, Bjarni Bjarnason, Landsvirkjun, Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suð- urnesja, Kristján Jónsson, fv. for- stjóri RARIK, Kristján Haralds- son, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði, til- nefndur af Neytendasamtökunum, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarfulltrúi, Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, og Nökkvi Bragason, hagfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. Fljót- lega tók Óli Jón Gunnarsson, bæj- arstjóri í Stykkishólmi, sæti Kristjáns Þórs og áheyrn- arfulltrúar í nefndinni voru Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, og Þórður Guðmundsson frá flutn- ingssviði Landsvirkjunar. Hverjir voru í 19 manna nefndinni? FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Missið ekki af einstökum tónlistarviðburði! Samíska söngkonan Mari Boine hlaut tónlistarverðlaun Norður- landaráðs 2003 og heldur nú tónleika í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljómsveit sinni í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. febrúar kl. 20 Aðgangseyrir kr. 2.200 Forsala aðgöngumiða í Salnum Norræna húsið stendur fyrir tónleikunum. Styrktaraðilar: Norræni menningarsjóðurinn og Menningarmálaráðuneyti Noregs MARI BOINE SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins er talið að við jöfnun flutn- ingskostnaðar á raforku til lands- manna geti það kostað aukalega allt að 264 milljónir króna að mæta óarð- bærum einingum í dreifingunni, eink- um til dreifbýlis á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Eru skiptar skoð- anir meðal stjórnmálamanna og stjór- enda orkufyrirtækja um hvort taka eigi þennan kostnað af fjárlögum eða leggja sérstakt gjald á hverja selda kílóvattstund. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fengið í hendur álit meirihluta 19 manna nefndarinnar svonefndu, sem var falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi raforku- flutnings og hvernig jafna mætti út kostnað við dreifingu. Vegna nýrra raforkulaga þarf að stofna sérstakt hlutafélag um dreifingu og flutning raforkunnar en framleiðsla og sala verður í samkeppnisumhverfi. Form- lega hefur nefndin ekki lokið störfum en samkvæmt heimildum blaðsins leggur meirihlutinn til þrjá mismun- andi valkosti, allt eftir arðsemiskröf- um og spennu á raflínum, 30 eða 66 kV. Getur aukakostnaður við dreif- ingu orðið mestur 264 milljónir króna, sem fyrr segir, en samkvæmt einum valkosti er kostnaðurinn lægstur tæp- ar 200 milljónir. Gengur meirihluti nefndarinnar út frá því að við jöfnun kostnaðar í raf- orkudreifingu sé eitt og sama gjaldið tekið á hverju veitusvæði. Dreifiveit- ur geti þá haft tvær gjaldskrár og sótt um styrk til að hafa sérstaka dreif- býlisgjaldskrá. Niðurgreiðslan á þó aldrei að vera meiri en dýrasta al- menna gjaldskráin. Sérstök gjaldskrá er svo fyrir stórnotendur. Flutningskerfið, sem raforkulögin miða við að nýtt hlutafélag í eigu orkufyrirtækjanna byrji að reka um næstu áramót, nái frumvarp iðnaðar- ráðherra fram að ganga á vorþinginu, miðast við það kerfi sem Landsvirkj- un hefur átt og rekið ásamt tenging- um að virkjunum. Við bætast 66 kV kerfi Rarik, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tengingar við veitur Hitaveitu Suðurnesja, þ.m.t. Vestmannaeyjar, Orkuveitu Húsavíkur og Rafveitu Reyðarfjarð- ar. Á flutningskerfið að ná frá virkj- unum að fyrstu aðveitustöð á jöðrum þéttbýlis. Þannig tilheyra innanbæj- arlínur ekki flutningskerfinu, jafnvel þó að þær hafi ekki 66 kV spennu eða hærri. Allt að 30% rafmagns- hækkun á Suðurnesjum? Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, er líkt og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, óhress með meginnið- urstöðu nefndarinnar. Hann ætlar að skila séráliti og segist reikna með að það verði samhljóma áliti Guðmund- ar. Júlíus bendir á að Hitaveitan sé í dag með 10–15% lægri gjaldskrá en OR en með breytingu yfir í eitt sam- eiginlegt flutningskerfi geti raforku- reikningar Suðurnesjamanna hækk- að um 25 til 30% þegar fram líði stundir. Aðeins flutningskostnaður- inn muni hækka verðið um 12–15% og síðan bætist við arðsemiskrafa á flutningsvirkjum. Verið sé að bæta við línum frá Rarik inn á kerfið, sem Júlíus nefnir „félagslegar fram- kvæmdir“, og gera þær arðbærar. Hann segist nota orðið „félagslegar“ þegar umferðin um raflínurnar dekki ekki kostnaðinn við að reka þær. Arð- urinn muni ekki koma af flutningi um þær línur heldur af suðvesturhorninu þar sem raforkunotkun sé langmest. HS hefur rekið eigið flutningskerfi á Suðurnesjunum og Júlíus segir það einsýnt að með þátttöku í dreifingu orkunnar um allt land fari það út í verðið til kaupenda. Verið sé að bæta við um 1,40 kr. á hverja kílóvattstund í flutningskostnað. „Það er verið að taka inn línur frá Rarik og búa til 55 afhendingarstaði á raforku á Íslandi. Alls staðar er verð- ið hið sama og sem dæmi mun það kosta hið sama að flytja rafmagn frá Svartsengi til Grindavíkur og frá Svartsengi til Kópaskers. Enga sér- fræðinga þarf til að sjá að þetta eykur kostnaðinn við flutninginn,“ segir Júl- íus. Nýtt flutningsfyrirtæki átti að taka til starfa 1. júlí á þessu ári en sam- kvæmt fyrirhuguðu frumvarpi iðnað- arráðherra hefur gildistökunni verið frestað um hálft ár, til næstu áramóta. Gert er ráð fyrir að núverandi eig- endur orkufyrirtækja stofni með sér hlutafélag um reksturinn og leggi þá fram eignir sínar, leigi þær eða selji. Matsnefnd mun svo meta verðmæti flutningslína sem í boði eru. Spurður hvort HS muni taka þátt í stofnun hlutafélags segist Júlíus ekki reikna með að svo verði, heldur muni Hitaveitan leigja hlutafélaginu eigur sínar. Ákvarðanir í þeim efnum hafi þó ekki verið teknar. Bíður mið- stjórnar ASÍ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær óskaði ASÍ eftir fresti til að taka formlegrar afstöðu til álits meirihluta 19 manna nefndar, og að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, nær sá frestur fram yfir mið- stjórnarfund um miðja næstu viku. Gylfi segir ASÍ ekki geta tekið end- anlega afstöðu til málsins á meðan ekki liggi t.d. fyrir staðfestar upplýs- ingar um áhrif breytinganna á orku- verðið til neytenda. Allar forsendur hafi ekki verið gefnar upp, og hvorki iðnaðarráðuneytið né minnihluti nefndarinnar hafi sýnt fram á sitt mál. Minnir Gylfi á að ASÍ hafi varað við því að orkuverð geti hækkað töluvert þegar raforkumarkaðnum sé skipt upp í þrennt; framleiðslu, flutning og dreifingu, og síðan sé gerð sjálfstæð og há arðsemiskrafa á hvern hluta fyrir sig. Þetta mat sé óháð flutnings- jöfnun á orkunni. ASÍ hafi hins vegar talið það skynsamlegt og nauðsynlegt að jafna raforkukostnað landsmanna með einhverjum hætti. Raforka til dreifbýlis kostar allt að 264 milljónir aukalega Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dreifing raforku um landið er misdýr og mannvirkin eru oft viðamikil.                          !  "    #     $%& '(  )  !  *+& '  * ,(!  )  ,   '  - %. & ,(     /  "  %   %  -0  10 $0   . -0  . 2  %" -0  . 2 3 %" Meirihluti nítján manna nefndar leggur til þrjá valkosti við tilhögun á raforkuflutningi og raforkudreifingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.