Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 65 Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil! Kringlukráin á góðri stund Hljómar á stórdansleik um helgina Sími 568 0878 - www.kringlukrain.is GAGNRÝNENDUR í Bandaríkj- unum hafa hrifist af Mávahlátri Ágústs Guðmundssonar en myndin var frumsýnd í New York í gær. Dave Kehr, gagnrýnandi The New York Times, segir hana „nota- lega gamanmynd“ sem á „látlausan og þægilega sjálfshæðinn skandin- avískan máta“ minni á hinar mark- verðlaunuðu og vinsælu Ítalska fyr- ir byrjendur eftir Lone Scherfig og Elling eftir Petter Naess. Kehr er greinilega heillaður af höf- uðpersónunni Freyju, dulúð hennar og styrk, sem hann segir Margréti Vilhjálmsdóttur túlka af „þrótti og útgeislun“ og að „tignarlegt bros“ hennar nái eitt og sér að bræða „ís- köld hjörtu þorpsbúanna“. Þá hælir gagnrýnandi New York Times Ágústi Guðmundssyni fyrir að hafa skapað „fágaða, léttleik- andi og skemmtilega“ kvikmynda- gerð af „vinsælli skáldsögu“ Krist- ínar Marju Baldursdóttur sem um leið lumar á andstæðum „dulúðar og dimmu“. Í anda vandaðra breskra mynda Gagnrýnandi The Village Voice Alexis Soloski er álíka hrifinn af Mávahlátri og segir að miðað við hana þá sé greinilegt að kvik- myndalistin hafi bæst við fiskinn og ullina sem helsta útflutningsvara Íslendinga. Soloski ber kvikmynd Ágústs saman við þau „vönduðu og listrænu drama“ sem Bretar hafi sérhæft sig í undanfarið. Reyndar segist Soloski hafa skynjað í mynd- inni ófullnægða löngun til að fara dýpra ofan í ýmis þungavigtarmál eins og þorpsmenninguna og kven- frelsisþreifingar eftirstríðsáranna. Myndin sé samt sem áður mjög áhugaverð, búi yfir einkar sterkum kvenrullum og tekin í heillandi um- hverfi. Skrýtin en ánægjuleg Í umsögn sinni fyrir The New York Post veltir V.A. Musetto því fyrir sér hvers vegna svo margar „skrýtnar“ myndir komi frá Ís- landi, dettur einna helst í hug „hrjóstrugt landslag og sól- arleysið“ sem orsakavalda. Máli sínu til stuðnings nefnir hann Á köldum klaka og Djöflaeyju Frið- riks Þórs Friðrikssonar og bætir Mávahlátri í þann góða flokk „óvenjulegra“ mynda og segir hana „ánægjulegt verk“. Musetto segir myndina „aðgengilega, tilfinn- inganæma og gráglettna. Svolítið þvinguð frásögn og staðlaðar per- sónur séu vegnar upp með „við- felldnum leikhópi“ og kynlegum skotum af stórskornu landslagi. Getur gagnrýnandi sérstaklega þáttar Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur í því sambandi. Ágúst Guðmunds- son var staddur í Bandaríkjunum er Morgunblaðið náði tali á honum en hann var viðstaddur frum- sýningu á myndinni í gær á Manhattan og Long Island í dag. Hann segist að von- um ánægður með viðtökur gagnrýn- enda og feginn því að þessu flókna ferli sem hefur verið að koma henni í sýningar vestra sé nú lokið. „ Það orsakast m.a. af því að erlendur meðframleiðandi myndarinnar fór á hausinn sem tafði mjög markaðs- setningu á myndinni. Hins vegar fengum við þónokkur tilboð en byrjuðum á röngum aðila.“ Ágúst segir nýjan dreifingaraðila búinn að bóka myndina víða um Bandaríkin og það veki í reynd undrun hans hversu áhuginn sé mikill. „Mest kom mér á óvart hversu Texas-búar eru spenntir fyrir myndinni – þar sem myndin verður sýndi í Dallas, Houston og Austin – því ég hélt að mestur áhuginn yrði í Mið-Vesturríkj- unum.“ Í sögunni er titilpersónan Freyja nýkomin úr vestri og hefur orðið fyrir greinilegum vestrænum áhrif- um. Ágúst segir Kanann hafa tekið eftir því og sjái í henni fjarskylda ættingja í kvenhetjum saka- málamynda Hollywood 5. áratug- arins. Til að byrja með verða þrjú eintök í gangi á myndinni í Banda- ríkjunum, „fleiri en á Íslandi“, bæt- ir Ágúst við og kímir. Hann segir myndina hafa selst vel til evrópskra sjónvarpsstöðva og vonar þessi já- kvæðu viðbrögð bandarískra gagn- rýnenda eigi eftir að vekja enn frekari áhuga. Um þessar mundir er Ágúst þó kominn með hugann við allt annað verkefni, sem er nýja Stuðmanna- myndin Í takt við tímann, framhald Með allt á hreinu. Ágúst mun leik- stýra myndinni og segir hann verk- inu miða vel. Nú sé legið yfir tón- listinni en tökur muni svo hefjast í vor og standa fram á sumar. Hann segist vonast til að Stuðmanna- myndin verði frumsýnd um jólin næstu. Mávahlátur fær mikið lof í Bandaríkjunum Fiskur, ull og kvikmyndalist Gagnrýnandi The New York Times segir frammi- stöðu Margrétar Vilhjálmsdóttur einkennast af þrótti og útgeislun. skarpi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.