Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 65

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 65 Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil! Kringlukráin á góðri stund Hljómar á stórdansleik um helgina Sími 568 0878 - www.kringlukrain.is GAGNRÝNENDUR í Bandaríkj- unum hafa hrifist af Mávahlátri Ágústs Guðmundssonar en myndin var frumsýnd í New York í gær. Dave Kehr, gagnrýnandi The New York Times, segir hana „nota- lega gamanmynd“ sem á „látlausan og þægilega sjálfshæðinn skandin- avískan máta“ minni á hinar mark- verðlaunuðu og vinsælu Ítalska fyr- ir byrjendur eftir Lone Scherfig og Elling eftir Petter Naess. Kehr er greinilega heillaður af höf- uðpersónunni Freyju, dulúð hennar og styrk, sem hann segir Margréti Vilhjálmsdóttur túlka af „þrótti og útgeislun“ og að „tignarlegt bros“ hennar nái eitt og sér að bræða „ís- köld hjörtu þorpsbúanna“. Þá hælir gagnrýnandi New York Times Ágústi Guðmundssyni fyrir að hafa skapað „fágaða, léttleik- andi og skemmtilega“ kvikmynda- gerð af „vinsælli skáldsögu“ Krist- ínar Marju Baldursdóttur sem um leið lumar á andstæðum „dulúðar og dimmu“. Í anda vandaðra breskra mynda Gagnrýnandi The Village Voice Alexis Soloski er álíka hrifinn af Mávahlátri og segir að miðað við hana þá sé greinilegt að kvik- myndalistin hafi bæst við fiskinn og ullina sem helsta útflutningsvara Íslendinga. Soloski ber kvikmynd Ágústs saman við þau „vönduðu og listrænu drama“ sem Bretar hafi sérhæft sig í undanfarið. Reyndar segist Soloski hafa skynjað í mynd- inni ófullnægða löngun til að fara dýpra ofan í ýmis þungavigtarmál eins og þorpsmenninguna og kven- frelsisþreifingar eftirstríðsáranna. Myndin sé samt sem áður mjög áhugaverð, búi yfir einkar sterkum kvenrullum og tekin í heillandi um- hverfi. Skrýtin en ánægjuleg Í umsögn sinni fyrir The New York Post veltir V.A. Musetto því fyrir sér hvers vegna svo margar „skrýtnar“ myndir komi frá Ís- landi, dettur einna helst í hug „hrjóstrugt landslag og sól- arleysið“ sem orsakavalda. Máli sínu til stuðnings nefnir hann Á köldum klaka og Djöflaeyju Frið- riks Þórs Friðrikssonar og bætir Mávahlátri í þann góða flokk „óvenjulegra“ mynda og segir hana „ánægjulegt verk“. Musetto segir myndina „aðgengilega, tilfinn- inganæma og gráglettna. Svolítið þvinguð frásögn og staðlaðar per- sónur séu vegnar upp með „við- felldnum leikhópi“ og kynlegum skotum af stórskornu landslagi. Getur gagnrýnandi sérstaklega þáttar Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur í því sambandi. Ágúst Guðmunds- son var staddur í Bandaríkjunum er Morgunblaðið náði tali á honum en hann var viðstaddur frum- sýningu á myndinni í gær á Manhattan og Long Island í dag. Hann segist að von- um ánægður með viðtökur gagnrýn- enda og feginn því að þessu flókna ferli sem hefur verið að koma henni í sýningar vestra sé nú lokið. „ Það orsakast m.a. af því að erlendur meðframleiðandi myndarinnar fór á hausinn sem tafði mjög markaðs- setningu á myndinni. Hins vegar fengum við þónokkur tilboð en byrjuðum á röngum aðila.“ Ágúst segir nýjan dreifingaraðila búinn að bóka myndina víða um Bandaríkin og það veki í reynd undrun hans hversu áhuginn sé mikill. „Mest kom mér á óvart hversu Texas-búar eru spenntir fyrir myndinni – þar sem myndin verður sýndi í Dallas, Houston og Austin – því ég hélt að mestur áhuginn yrði í Mið-Vesturríkj- unum.“ Í sögunni er titilpersónan Freyja nýkomin úr vestri og hefur orðið fyrir greinilegum vestrænum áhrif- um. Ágúst segir Kanann hafa tekið eftir því og sjái í henni fjarskylda ættingja í kvenhetjum saka- málamynda Hollywood 5. áratug- arins. Til að byrja með verða þrjú eintök í gangi á myndinni í Banda- ríkjunum, „fleiri en á Íslandi“, bæt- ir Ágúst við og kímir. Hann segir myndina hafa selst vel til evrópskra sjónvarpsstöðva og vonar þessi já- kvæðu viðbrögð bandarískra gagn- rýnenda eigi eftir að vekja enn frekari áhuga. Um þessar mundir er Ágúst þó kominn með hugann við allt annað verkefni, sem er nýja Stuðmanna- myndin Í takt við tímann, framhald Með allt á hreinu. Ágúst mun leik- stýra myndinni og segir hann verk- inu miða vel. Nú sé legið yfir tón- listinni en tökur muni svo hefjast í vor og standa fram á sumar. Hann segist vonast til að Stuðmanna- myndin verði frumsýnd um jólin næstu. Mávahlátur fær mikið lof í Bandaríkjunum Fiskur, ull og kvikmyndalist Gagnrýnandi The New York Times segir frammi- stöðu Margrétar Vilhjálmsdóttur einkennast af þrótti og útgeislun. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.