Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÁMARK verður sett á mánaðar- legar greiðslur Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi sam- kvæmt frumvarpi til laga sem fé- lagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hyggst leggja fram á Alþingi á næstu dögum. Í frumvarpinu er lagt til að hámarkið miðist við meðaltals mánaðartekjur foreldra að fjárhæð 600 þúsund krónur þannig að mán- aðarleg útgreiðsla sjóðsins til for- eldris verði að hámarki 480 þúsund krónur. „Þetta gerir það að verkum að greiðslur til foreldra með lægri mánaðartekjur en 600 þúsund krón- ur að meðaltali verða 80% af með- altali heildarlauna á tilteknu viðmið- unartímabili eins og verið hefur,“ segir í athugasemdum frumvarps- ins. „Við ákvörðun á fjárhæð há- marksins var við það miðað að rösk- un á tekjuinnkomu allflestra heimila yrði áfram sem minnst þegar for- eldrar leggja niður störf vegna umönnunar nýs fjölskyldumeðlims,“ segir ennfremur í athugasemdun- um. Þar segir að líklegt hafi þótt að lægra viðmið myndi draga frekar úr áhuga karla til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs, þar sem enn væri tilhneiging til að þeir hefðu hærri laun en konur. „Slík þróun kæmi því til með að hægja á breytingum í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði á sama tíma og hún kæmi í veg fyrir að börn njóti samvista bæði við móður og föður á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Væri þannig megin- markmiðum laganna stefnt í tví- sýnu. Þótti því ekki forsvaranlegt að leggja til lægra viðmið.“ Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að reikna megi með því að þessar hámarksgreiðslur verði til þess að spara sjóðnum um 150 millj- ónir á ári miðað við núgildandi fyr- irkomulag. Samkvæmt öllum þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu, s.s. tilfærslum á tryggingagjöldum, batnar afkoma Fæðingarorlofssjóðs um 1,3 millj- arða á ári. Á móti er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs aukist um 400 milljónir. Lagt er til að lögin, verði þau samþykkt, öðlist gildi 1. janúar 2005 og að þau taki til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í var- anlegt fóstur 1. janúar 2005 eða síð- ar. Frumvarpið hefur verið kynnt og samþykkt í ríkisstjórn sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur sömuleiðis samþykkt frumvarpið en þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins er enn með það til skoðunar. Miðað verði við tvö ár í stað eins árs Með frumvarpinu er aðallega ver- ið að leggja til að breyta lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru samþykkt árið 2000. Eru í því lagðar til fleiri breytingar en þak á há- marksgreiðslur. Meðal annars er lagt til að greiðslu Fæðingarorlofs- sjóðs til starfsmanns í fæðingaror- lofi skuli miða við tvö tekjuár á und- an fæðingarári barnsins eða þess árs er barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur. Samkvæmt núgildandi lögum er miðað við laun foreldra á tólf mán- aða tímabili. „Með lengingu á við- miðunartímabilinu um 12 mánuði er talið að meðaltal heildarlauna for- eldra endurspegli betur rauntekjur foreldra enda fylgir því meiri fyrirhöfn að leiðrétta tekjur lengra aftur í tímann,“ segir í athugasemdum frum- varpsins. Er því bætt við að borið hafi á því að for- eldrar hafi kappkost- að að sýna fram á sem hæst laun á tólf mán- aða viðmiðunartíma- bilinu til að fá hærri greiðslur úr sjóðnum. Til dæmis hafi for- eldrar áætlað hærri tekjur á sig fyrir við- miðunartímabilið en þeir hafi í raun og veru haft eða að þeir hafi skilað inn til Trygginga- stofnunar ríkisins launaseðlum sem ekki hafi skilað sér til skattayfir- valda. Í frumvarpinu er því jafn- framt lagt til að Fæðingarorlofs- sjóður miði við sama tímabil og skattayfirvöld þannig að unnt verði að samkeyra kerfin þegar álagning skattayfirvalda liggur fyrir. „Sam- keyrsla kerfanna byggist aðallega á því að við álagningu skattayfirvalda ár hvert kemur fram hvort hlutað- eigandi einstaklingi hafi borið að greiða hærri fjárhæð til skattayfir- valda á tilteknu tekjuári og ber hon- um þá að greiða viðbótina. Á sama hátt getur einstaklingur átt rétt á endurgreiðslu frá skattayfirvöldum hafi hann greitt meira en endanlega álögðum sköttum og gjöldum nem- ur. Í fyrra tilvikinu getur sú staða verið að foreldri hafi átt rétt á hærri greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en í síðarnefnda tilvikinu hefur for- eldri getað fengið of háar greiðslur úr sjóðnum samanborið við raun- tekjur þess.“ Í frumvarpinu er lagt til að brot á lögum um fæðingar- og foreldraorlof varði sektum sem renna í ríkissjóð. Fjármögnun sjóðsins verði betur tryggð Í frumvarpinu eru aukinheldur lagðar til breytingar á lögum um tryggingagjald í því skyni að tryggja betur fjármögnun Fæðing- arorlofssjóðs. Samkvæmt núgild- andi lögum er sjóðurinn fjármagn- aður með tryggingagjöldum, en það er það gjald sem launagreiðendur inna af hendi af m.a. greiddum vinnulaunum. Tryggingagjaldið er samsett af tveimur gjöldum, almennu tryggingagjaldi annars vegar, en hluti þess hef- ur runnið í Fæðingaror- lofssjóð og atvinnu- tryggingagjaldi hins vegar, en það gjald rennur óskipt í At- vinnuleysistrygginga- sjóð. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tilfærsla verði gerð milli þessara gjalda þannig að al- menna tryggingagjald- ið verði hækkað úr 4,84% í 4,99% af gjald- stofni og að atvinnutryggingagjaldið verði lækkað úr 0,80% í 0,65% af gjaldstofni. „Þessi tilfærsla mun leiða til tekjuskerðingar hjá At- vinnuleysistryggingasjóði um 750 milljónir króna á ársgrundvelli,“ segir í athugasemdum frumvarps- ins. „Engu að síður er áætlað að geta sjóðsins til að greiða atvinnu- leysistryggingar muni ekki skerðast miðað við það atvinnuástand sem opinberar spár gera ráð fyrir á kom- andi árum.“ Samhliða þessari tilfærslu er lagt til að ráðstöfun almenna trygginga- gjaldsins til Fæðingarorlofssjóðs verði breytt þannig að 1,08% af gjaldstofni renni til sjóðsins í stað 0,85% sem nú er. „Svarar sú breyt- ing til millifærslunnar milli atvinnu- tryggingagjaldsins og almenna hlut- ans,“ segir í athugasemdum en auk þessa er lögð til breyting á fjár- mögnun Vinnueftirlits ríkisins, en Vinnueftirlitið hefur átt rétt á allt að 0,08% af almenna tryggingargjald- inu. „Lagt er til að fjárhagsrammi stofnunarinnar verði ákvarðaður í fjárlögum en stofnunin hafi ekki markaðan tekjustofn sem tengist gjaldstofni tryggingagjaldsins eins og verið hefur,“ segir í athugasemd- unum. Með þessu mun allur sá tekjustofn, sem hingað til hefur ver- ið markaður Vinnueftirlitinu, renna til Fæðingarorlofssjóðs. Eru það samtals um 400 milljónir á árs- grundvelli. Á móti mun ríkissjóður greiða samtals um 400 milljónir til Vinnueftirlits ríksins og Trygginga- stofnunar ríkisins, en síðarnefnda stofnunin hefur síðustu árin fengið hluta af mörkuðum tekjustofni Vinnueftirlitsins. Félagsmálaráðherra leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof Mánaðarleg greiðsla að hámarki 480 þúsund kr. Afkoma sjóðs- ins batnar um 1,3 milljarða Morgunblaðið/Kristinn Frumvarpið sem verður lagt fram á næstu dögum gerir ráð fyrir að þak verði sett á greiðslur úr sjóðnum. Árni Magnússon „ÞETTA fer að verða eins og farsi; þeir kasta selnum á milli sín eins og heitri kartöflu,“ sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að hún fékk að vita að fyrirspurn hennar um útselsstofninn við Ís- landsstrendur tilheyrði verksviði landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, en ekki Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Þetta er í annað sinn sem fyr- irirspurn Ástu er vísað á annað ráðuneyti því upphaflega lagði hún fyrirspurn sína fyrir um- hverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir. Umhverfisráðuneytið vís- aði henni hins vegar á sjávarútvegsráðuneytið. Og nú hefur sjávarútvegsráðuneytið vís- að henni á landbúnaðarráðu- neytið. Í fyrirspurninni óskar Ásta eft- ir upplýsingum um það hvernig íslensk stjórnvöld hyggist bregð- ast við áskorun 13. aðalfundar Norður-Atlantshafsspendýraráðs- ins, NAMMCO, um að Ísland setji skýr markmið um framtíð útsels- stofnsins við Íslandsstrendur. Þingmaðurinn vonast eftir svörum sem fyrst – ekki síst ef nú liggur ljóst fyrir að útsels- stofninn tilheyri „réttu“ ráðu- neyti, ráðuneyti landbún- aðarmála. Útselsstofn- inn tilheyri landbúnað- arráðherra LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp þess efnis að lög um stimp- ilgjöld verði afnumin. Margrét Frí- mannsdóttir og Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmenn Samfylkingar- innar, eru flutningsmenn frumvarpsins. Í greinargerð segja þær m.a. að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum hafi verið 3,3 millj- arðar árið 2003 og að samkvæmt fjárlögum þessa árs sé gert ráð fyrir því að tekjurnar verði um 3,5 millj- arðar. Þær segja að skattheimta á borð við innheimtu stimpilgjalda hafi verið á hröðu undanhaldi í OECD- ríkjum síðustu áratugi. „Slík skatt- heimta hefur neikvæð áhrif, t.d. mis- munar hún aðilum innan lands og veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum,“ segja þær m.a. í greinargerð frum- varpsins. Stimpilgjöld verði afnumin STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra hefur öðru sinni lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Að sögn Sturlu hafa nokkrar breytingar verið gerðar á frum- varpinu frá því sem áður var. Áfram er þó gert ráð fyrir því að úthluta eigi leyfum til að reka þriðju kynslóð farsíma með svo- kallaðri „fegurðarsamkeppni“. Í frumvarpinu er með öðrum orð- um lagt til að allt að fjórum bjóð- endum verði úthlutað tíðnum til rekstrar þriðju kynslóðar far- símaneta að undangengnu al- mennu útboði. Gildistími tíðniút- hlutunar verður 15 ár, skv. frumvarpinu, og er tíðnigjald ákveðið 190 milljónir króna. „Tíðnigjaldið mun þannig skila umtalsverðum tekjum í ríkissjóð, sem líta má á sem gjald fyrir afnot af þeim tak- mörkuðu gæðum sem til úthlut- unar eru,“ segir í skýringum með frumvarpinu. Sturla segir að í nýja frum- varpinu sé ekki gerð krafa um uppbyggingu eigin nets, eins og í því gamla. „Þess í stað er gert ráð fyrir því að heimilt verði að gera samninga við önnur fjar- skiptafyrirtæki um að nýta kerfi þeirra, eins og gert er í almenn- um fjarskiptalögum.“ Þá er m.a. lagt til í nýja frum- varpinu að rétthafar geti fengið afslátt af tíðnigjaldi ef þeir skuldbinda sig til víðtækari út- breiðslu en tilgreint er sem lág- markskrafa. „Afsláttur nemur 10 milljónum króna fyrir hvern hundraðshluta íbúa umfram 60% útbreiðslu utan höfuðborg- arsvæðisins,“ segir í athuga- semdum frumvarpsins. Leyfum úthlutað með feg- urðarsam- keppni FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Árni Magnússon, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að hámarks- bætur atvinnuleysistrygginga skuli nema 4.096 kr. á dag frá og með 1. mars 2004. „Er það í samræmi við þriðja tölulið yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar vegna kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Flóa- bandalagsins sem undirritaðir voru 7. mars sl.,“ segir í fylgiskjali með frumvarpinu. Í yfirlýsingunni segir m.a. að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki og verði frá 1. mars 2004 alls 88.767 kr. en hækki síðan um 3% 1. janúar 2005, 2,5% 1. janúar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007. „Fram- angreind hækkun felur í sér 11,3% hækkun á hámarksbótum atvinnu- leysistrygginga og eykur útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs um 330 milljónir króna á árinu 2004, en um 400 milljónir kr. miðað við heilt ár.“ Frumvarp um hækkun at- vinnuleysisbóta ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.