Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 25 Listasafn Íslands kl. 12.10– 12.40 Rakel Pétursdóttir, deild- arstjóri fræðsludeildar, verður með leiðsögn um sýninguna Ís- lensk myndlist 1900–1930. Sýn- ingin fjallar um þann gróskutíma í íslenskri myndlist sem hófst í byrj- un 20. aldar. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 kl. 20 Holly-Jane Rahlens les upp úr bók sinni „Prinz William, Max- imilian Minsky und ich“. Fyrir bókina hreppti hún Þýsku ung- lingabókaverðlaunin árið 2003. Áð- ur hafði Rahlens skrifað skáldsög- urnar „Becky Bernstein goes Berlin“ og „Mazel Tov in Las Vegas“. „Þetta er háalvarleg, bráðfyndin, afar vel sögð saga um það að verða fullorðinn – sem höfðar jafnt til þeirra sem eru orðnir fullorðnir og þeirra sem eiga eftir að verða það,“ segir í kynningu. Höfundur bókarinnar, Holly-Jane Rahlens, móðir átta ára sonar, fæddist og ólst upp í New York. Að loknu námi í leikhúsfræðum og bókmenntum flutti hún til Berl- ínar. Þar starfar hún sem leik- stjóri og rithöf- undur í lausa- mennsku og jafnframt sem þáttastjórnandi í sjónvarpi. Langholtskirkja kl. 20 Söng- sveitin Fílharm- ónía endurtekur tónleika sína frá því síðastliðinn sunnudag. Fyrra verkið sem flutt verður er Dixit Dominus. Verkið er fyrir fimmradda kór og fimm einsöngv- ara ásamt strengjasveit. Síðara verkið er Pákumessa, (Missa in tempore belli). Einsöngvarar eru Hlín Péturs- dóttir, sópran, Xu Wen, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, alt, Eyj- ólfur Eyjólfsson, tenór og Davíð Ólafsson, bassi. Stjórnandi er Óliver Kentish. Miðasala er í versluninni Tólf tón- um, Skólavörðustíg 15, hjá kór- félögum og við innganginn. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Davíð Ólafsson Á VEGUM Íþróttafræðamiðstöðv- arinnar í Árósarháskóla var haldin fyrir skemmstu málstofa með stuðn- ingi danska menningarmálaráðu- neytisins með yfirskriftinni Norræn- ar bókmenntir um íþróttir og líkamsmennt – þverfagleg sjónar- horn. Þátttakendur voru um 20 frá öllum Norðurlöndunum, auk eins frá Bandaríkjunum. Fyrir Íslands hönd voru Júlían M. D’Arcy frá Háskóla Íslands og Guðmundur Sæmundsson frá Kennaraháskóla Íslands á Laug- arvatni. Júlían fjallaði í erindi sínu m.a. um íþróttaupplifunina, þá al- sælu sem íþróttamaðurinn upplifir þegar honum tekst hvað best upp og hvernig þessi upplifun birtist í bók- menntum eða öðrum listformum og mannlegt, heimspekilegt og fagur- fræðilegt gildi hennar. Guðmundur flutti erindi um íþróttir í norrænum fornbókmennt- um og helstu álitamál þeirra fræða sem þörf væri að rannsaka betur, svo sem gildi hetjuhugsjónar fornmanna og áhrif hennar á íþróttaiðkun þeirra sjálfra og norræna íþróttahugsjón samtímans, þátttöku / þátttökuleysi kvenna og helstu íþróttagreinar til forna. Þeir vinna nú að grein sem fjallar um íþróttabókmenntir sem sérbók- menntagrein, bæði í víðari merkingu og í fornnorrænum og nútíma ís- lenskum bókmenntum. Íþróttabók- menntir á Norðurlöndum Frelsarinn hinn lifandi Jesús Kristur nefnist ný bók eftir Gunnar Dal. Bókin fjallar um starfsár Krists. Í frétta- tilkynningu segir að brugðið sé upp nýju ljósi á sögu- legar aðstæður hins andlega meistara og læri- sveina hans og róttækur boð- skapur Guðs son- ar dreginn upp. Í bókinni birtist m.a. í fyrsta sinn á Íslandi upphafleg þýðing Faðirvorsins. Útgefandi er Lafleur útgáfan. Bókin er 312 bls. Trú ♦♦♦ Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.