Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra telur vel hægt að standa við markmiðin sem sett voru á fundi Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesar- borg í S-Afríku árið 2002 varðandi aðgang að vatni og bætta hreinlæt- isaðstöðu. Siv er nú stödd á fundi um- hverfisráðherra þjóða heims í Jeju í Suður-Kóreu, en þar eru ræddar leið- ir til þess að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Fundur- inn er haldinn á vegum Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Siv sagði að auk umræðna um vatnsskort og hreinlætismál hefði talsvert mikið verið rætt að undan- förnu um vandamál sem tengjast þéttbýlismyndun, en fólksstraumur til borganna væri gríðarlega mikill víða um heim. Á þessum nýju þétt- býlissvæðum væri byggð víða mjög óskipulögð og alla innviði skorti. Hreinlætisaðstaða væri mjög bág- borin, skortur væri á vatni og fátækt afar mikil. Veldur dauða á 10 sekúndna fresti „Á fundinum í Jóhannesarborg voru sett þau markmið að búið yrði að tryggja helmingi þeirra sem í dag búa við vatnsskort nægjanlegan að- gang að hreinu vatni fyrir árið 2015. Jafnframt á að tryggja helmingi þeirra sem nú búa við óviðunandi hreinlætisaðstöðu aðgang að henni fyrir 2015. Þessi vandamál valda gríðarlega miklu mannfalli. Á tíu sekúndna fresti verður dauðsfall af völdum sjúkdóma sem berast með spilltu vatni, eða eiga rætur að rekja til mengaðra strandsvæða og ófullnægj- andi hreinlætisaðbúnaðar. Í níu af hverjum tíu tilfellum er um börn und- ir fimm ára aldri að ræða. Ófullnægjandi hreinlætisaðbúnað- ur og skortur á hreinu vatni ógna heilsu og velferð um þriðjungs mann- kyns. Til að ná þessum markmiðum þarf að tryggja daglega í ellefu ár um 400 þúsund manns aðgang að hreinu vatni og um 500 þúsund manns að- gang að hreinlætisaðstöðu. Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni að ná þessum markmiðum, en menn telja að hægt sé að ná þeim. Það er lögð áhersla á það í umræðum á fundinum að gera þetta með eins ódýrum hætti og hægt er. Það sé betra en að byggja upp einhverjar dýrar og flottar lausnir. Mikil áhersla er einnig lögð á fræðslu,“ sagði Siv. Siv sagði að beita þyrfti ýmsum að- ferðum við að takast á við vatnsskort- inn. Það þyrfti að koma í veg fyrir að vatn mengaðist og yrði óhæft til drykkjar. Það þyrfti að hreinsa vatn. Þá þyrfti að grípa til aðgerða til að spara vatnsnotkun í landbúnaði, en um 70% af allri vatnsnotkun í heim- inum færi til landbúnaðar. Til að tak- ast á við þennan vanda þyrfti að koma til þróunaraðstoð því löndin réðu ekki við vandamálin án stuðn- ings. Lykilforsenda þess að uppræta megi fátækt Halldór Þorgeirsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, situr einnig ráðstefnuna í S-Kóreu. Hann sagði að viðfangsefni ráðstefnunnar væru lykilforsenda þess að uppræta mætti fátækt og bæta kjör hinna verst settu í heiminum. „Menn eru að átta sig æ betur á því að með því að taka á vatnsskorti og bæta hreinlætisaðstöðu er hægt að höggva að rótum fátæktarinnar á sama hátt og gerðist í okkar heims- hluta. Þegar menn náðu tökum á far- sóttum hófst þar efnahagsþróun fyrir alvöru.“ Í skýrslu sem kynnt var á fund- inum í gær kom m.a. fram að losun næringarefna frá landbúnaði og þétt- býli í strandsjó er vaxandi staðbund- in ógn við fiskveiðar á grunnslóð. Reglubundnir fundir umhverfis- ráðherra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna eru haldnir árlega. Fulltrú- ar 150 ríkja taka þátt í fundinum auk fulltrúa félagasamtaka og alþjóða- stofnana. Umhverfisráðherra á fundi um vatnsskort og hreinlætisaðstöðu í S-Kóreu Hægt að standa við mark- miðin frá Jóhannesarborg Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræddi meðal annars við Kyul-Ho Kwak, umhverfisráðherra S-Kóreu, við upphaf ráðherrafundar Umhverf- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Jeju í Suður-Kóreu í gær. SENDINEFND frá ráðgjafaþingi Sádi-Arabíu átti í gær fund með fulltrúum utanríkismálanefndar en markmið með heimsókninni var einkum að kynna sér lýðræðislega sjórnarhætti og afla upplýsinga um stjórnkerfið í heild sinni. Að sögn Sólveigar Pétursdóttur, formanns utanríkismálanefndar, voru nefndarmenn áhugasamir um lýðræðissögu Íslands. Stjórnkerfið í Sádi-Arabíu sé langt frá þeirri lýð- ræðishefð sem Íslendingar eigi að venjast og sem almennt tíðkist á Vesturlöndum. Stefna að því að halda sveit- arstjórnarkosningar á árinu Sádi-Arabía er konungdæmi og er ríkisstjórn landsins valin af kon- ungi auk þess sem hann velur ein- staklinga til setu í 120 manna ráð- gjafaþingi. Engar beinar kosningar eru í landinu en að sögn Sólveigar kom fram á fundinum að til stendur að halda sveitarstjórnakosningar fyrir lok þessa árs, gangi allt að ósk- um. Gert er ráð fyrir að helmingur sveitarstjórnamanna verði kosinn beint en hinn helmingurinn valinn af konungi. Formaður sendinefnd- arinnar upplýsti að kosningar til sveitarstjórna hefðu síðast verið áformaðar fyrir 30 árum en voru þá stöðvaðar af konungi á síðustu stundu. Litlar líkur séu hins vegar vegar taldar á að þingmenn verði kjörnir í lýðræðislegum kosningum. Á fundinum lýstu nefndarmenn yfir að landið væri vagga trúar- bragða múslima, önnur trúarbrögð væru ekki til staðar en væru þó ekki bönnuð. Aðkomufólki væri þannig frjálst að stunda sín trúarbrögð. Þá var að sögn Sólveigar talsvert rætt um réttindi kvenna. Mikil ásókn sé af hálfu kvenna í skóla í dag og ríf- lega helmingur þeirra sem útskrif- ast úr háskólum er konur. Sólveig segir að fram hafi komið á fund- inum að fáar lagalegar hindranir séu fyrir þátttöku kvenna í sam- félaginu, t.d. er varðar fjámunarétt- indi og önnur réttindi sem Vest- urlönd telji sjálfsögð, svo sem að aka bíl. „Hins vegar virðist sem þrýstingur frá bókstafstrúarmönn- um eða samfélaginu sem slíku, sem er mjög íhaldssamt, komi í veg fyrir að konur standi jafnfætis karl- mönnum.“ Að sögn Sólveigar kom fram í máli sendinefndarinnar að flestir íbúar landsins teldu lýðræði vera það skipulag sem þeir nytu í dag, þ.e. í gegnum ráðgjafaþingið. Bók- stafstrúarmenn væru hins vegar margir hverjir á móti vísindum og nýjungum. Ólæsi væri tiltölulega hátt, atvinnuleysi mikið og fólks- fjölgun mikil. Þá var á fundinum og rætt um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 og 11. mars sl. í Madríd. og kom fram að Sádi- Arabía hefði verið meðal fyrstu þjóða sem urðu fyrir barðinu á hryðjuverkum árið 1997. Fleiri hryðjuverk hefðu síðan verið fram- in innan konungsdæmisins, nú síð- ast í desember 2003. Kom fram að Sádi-Arabar vildu með öllum ráðum sporna við hryðjuverkum og ótt- uðust hryðjuverk. Morgunblaðið/Jim Smart Fjórar konur og fulltrúar úr utanríkismálanefnd: Sólveig Pétursdóttir, Jónína Bjartmarz, Rannveig Guðmunds- dóttir og Þuríður Backman hittu sendinefndina frá Sádi-Arabíu í gær. Nefndarmenn heilsuðu konunum úr utan- ríkismálanefnd virðulega með handabandi. Sagði einn fundarmanna á léttu nótunum að það væri til merkis um áhuga þeirra að þeir hefðu þagað og hlustað á konurnar tala á fundinum í gær. Fjallað um réttindi kvenna, hryðjuverkaógn og kosningar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann til að greiða 180.000 kr. í ríkissjóð en hann var dæmdur sekur um brot á fíkniefna- og umferðarlögum. Maðurinn var hins vegar sýkn- aður af ákæru um eignaspjöll fyr- ir að hafa valdið skemmdum á bensínslöngum með því að hoppa ofan á þeim. Í dómnum kemur fram að með því að hoppa ofan á bensínslöngu þrýstist loft inn í dæluna og samsvarandi magn eldsneytis renni frá henni en loftið verði eftir inni í dælunum. Við yf- irheyrslur neitaði maðurinn að hafa vitað að unnt væri að ná bensíni úr slöngunni á þennan hátt og kvaðst aðeins hafa verið að fíflast með uppátækinu. Hoppaði á bensínslöngu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri í 18 mánaða fangelsi og til að greiða fyrrverandi kærustu sinni 300.000 krónur í miskabætur fyrir að hafa stungið hana með hnífi í brjósthol á aðfangadagskvöld 2002. Í dómnum er greint frá áliti læknis sem taldi að áverkinn hefði getað verið banvænn. Maðurinn og konan voru bæði ölvuð og undir áhrifum sljóvgandi lyfja þegar atvikið átti sér stað. Önnur kona var stödd í íbúðinni og sagði kærasta mannsins að átökin hefðu hafist milli kvennanna eftir að hin konan hefði sagt sér að mað- urinn, sem hnífnum beitti, elskaði sig en ekki hana. Þá segist hún ekki hafa vitað af sér fyrr en sér hafi verið skellt í gólfið og hún stungin. Í dómnum segir að töluverðan kraft hafi þurft í stunguna þar sem hnífurinn lenti á rifi og braut það. Við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að maðurinn hafi beitt hættulegu vopni og hending hafi ráðið því að ekki hafi farið verr. Það sé þó manninum til refsilækk- unar að ekki hafi verið um sterkan ásetning að ræða við brotið. Konan fór fram á eina milljón króna í miskabætur og sagði afleið- ingar árásarinnar vera þær að hún hræddist að vera ein og sérstak- lega í íbúð sinni þar sem atburð- urinn átti sér stað. Dóminn kvað upp Ingveldur Ein- arsdóttir héraðsdómari. Í 18 mánaða fangelsi fyr- ir að stinga kærustuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.