Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild, undanúrslit - oddaleikur: Grindavík: Grindavík - Keflavík...........19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, neðri deild, B-riðill: Reykjaneshöll: Reynir S. - Númi............. 21 SKÍÐI FIS-mót í alpagreinum: Hlíðarfjall: Stórsvig kvenna......................10 Hlíðarfjall: Stórsvig karla ....................10.30 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – ÍS 85:56 Íþróttahúsið í Keflavík, þriðji úrslitaleikur Íslandsmóts kvenna, mánud. 29. mars 2004. Gangur leiksins: 2:0, 4:5, 12:11, 12:16, 15:17, 24:17, 27:23, 33:30, 39:32, 42:37, 54:42, 59:44, 66:44, 81:50, 85:56. Stig Keflavíkur: Svava Ó. Stefánsdóttir 19, Erla Þorsteinsdóttir 16, Birna Valgarðs- dóttir 14, Erla Reynisdóttir 11, Marín R. Karlsdóttir 10, María Erlingsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 5, Anna María Sveinsdóttir 4. Fráköst: 40 í vörn - 11 í sókn. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 11, Casie Lowman 11, Hafdís Helgadóttir 7, Lovís Guðmundsdóttir 6, Guðríður Svana Bjarnadóttir 5, Jófríður Halldórsdóttir 4, Hrafnhildur Kristjánsdóttir 3, Stella Rún Kristjánsdóttir 3, Guðrún Baldursdóttir 3, Svandís Sigurðardóttir 3. Fráköst: 26 í vörn - 12 í sókn. Villur: Keflavík 10 - ÍS 16. Dómarar: Erlingur Erlingsson og Georg Andersen, náðu vart að vera þokkalegir. Áhorfendur: Um 170.  Keflvíkingar Íslandsmeistarar, unnu 3:0. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Milwaukee – Houston ...................... 107:111  Eftir framlengingu. Indiana – Miami.................................... 87:80 Boston – Philadelphia .......................... 89:65 Sacramento – Washington ................ 100:92 Golden State – LA Clippers .............. 105:77 LA Lakers – Utah ................................ 91:84 HANDKNATTLEIKUR Frakkland – Ísland 27:21 Le Mans, Frakklandi, vináttulandsleikur í handknattleik karla, mánud. 29. mars 2004. Mörk Frakklands: Bertrand Gille 5, Franck Junillon 5, Joel Abati 4/2, Cedric, Burdet 3, Nikola Karabatic 3, Guéric Kervadec 2, Sébastien Mongin 2, Gregory Anquetil 2/1, Oliver Girault 1. Mörk Íslands: Guðjón V. Sigurðsson 5, Snorri St. Guðjónsson 4, Ásgeir Ö. Hall- grímsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Einar Hólmgeirsson 2, Einar Ö. Jónsson 1, Gylfi Gylfason 1, Ragnar Óskarsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Aðrir sem léku; Arnór Atla- son, Logi Geirsson, Róbert Sighvatsson, Rúnar Sigtryggsson og Vignir Svavarsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14. Björgvin Gústavsson kom ekkert við sögu. KNATTSPYRNA Canela-bikarinn Æfingamót í Canela á Spáni: FH – Valur.................................................1:4 Jónas Garðarssson 78. - Baldur Aðalsteins- son 52., Hálfdán Gísalason 56., Jóhann Hreiðarsson 69., Birkir Sævarsson 72. Fylkir – Fram............................................0:1 Andri Fannar Ottósson 65. SKÍÐI Alþjóðleg FIS-mót Haldin í Hlíðarfjalli við Akureyri: Svig karla, sunnudag: Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði .. 1.26,10 Björgvin Björgvinsson, Dalvík......... 1.27,12 Andreas Nilsen, Noregi .................... 1.27,40 Svig kvenna, sunnudag: Emma Furuvik, Ármanni ................. 1.38,10 Ásta Björg Ingadóttir, Akureyri ..... 1.40,56 Helga Björk Árnadóttir, Ármanni... 1.40,80 Stórsvig karla, mánudag: Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði .. 1.51,92 Aksel Lund-Svindal, Noregi............. 1.52,05 Björgvin Björgvinsson, Dalvík......... 1.52,84 Stórsvig kvenna, mánudag: Emma Furuvik, Ármanni ................. 1.59,56 Leah McLaughry, Bandaríkj ........... 2.01,42 Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 2.02,57 GOLF Bandaríska mótaröðin The Players Championship, Sawgrass par 72: Adam Scott, Ástr. ............................276 (-12) 65-72-69-70 Padraig Harrington, Írl. .................277 (-11) 68-70-73-66 Kenny Perry, Ban. ............................280 (-8) 69-71-69-71 Phil Mickelson, Ban...........................280 (-8) 70-69-70-71 FÓLK  BRYNJAR Geirsson, handknatt- leiksmaður úr FH, hefur verið úr- skurðaður í eins leiks bann vegna rauðs spjalds. Hann leikur ekki með FH gegn Þór í lokaumferð 1. deildar um næstu helgi.  JIMMY Floyd Hasselbaink varð 12. leikmaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn, en fyrsta mark hans af þremur fyrir Chelsea gegn Wolves var númer 100 í röðinni hjá honum. Hasselbaink, sem hefur gert 68 mörk fyrir Chelsea og 34 fyr- ir Leeds í deildinni, er jafnframt að- eins þriðji erlendi leikmaðurinn sem nær þessum áfanga, hinir eru Dwight Yorke og Thierry Henry.  DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagðist vonast til þess að Sven Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari, komi á sem flesta leiki liðsins. „Darius Vassell spilar alltaf vel þegar hann kemur,“ sagði O’Leary en Eriksson valdi J. Lloyd Samuel, bakvörð Villa, ásamt Vass- ell í landsliðið eftir leikinn gegn Charlton.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, leikur ekki með því í vináttulandsleiknum gegn Svíum í Gautaborg á annað kvöld. Beckham meiddist í kálfa í leik Real Madrid gegn Sevilla í fyrrakvöld og ákvað í dag að draga sig út úr hópnum til að fá sig góðan af meiðslunum í þessari viku. ÞAÐ ríkti mikil gleði í íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal á sunnudaginn þegar heimamenn í Drangi tryggðu sér sæti í 1. deild karla í körfuknattleik. Drang- ur sendi lið til keppni í 2. deild í fyrsta skipti í vetur, vann sinn riðil í und- ankeppninni, og sigraði síðan í öllum leikjum sínum í úrslitakeppninni sem fram fór í Vík og á Kirkjubæj- arklaustri um helgina. Drangsmenn sigruðu lið Grund- arfjarðar og Reynis frá Hellissandi, 95:80, í úrslitaleik um sæti í 1. deild, og unnu síðan ÍA frá Akranesi, 79:68, í úr- slitaleik deildarinnar en bæði liðin leika í 1. deild að ári. Á þriðja hundrað manns mætti á leikina og stemmningin var mikil, bæði hjá áhorfendum og leikmönnum. „Þetta er búinn að vera frábær vetur og aðsóknin á úrslitaleikina er ótrúleg miðað við hve sveitarfélagið er fá- mennt. Liðið er nánast alfarið skipað heimamönnum, við erum aðeins tveir sem komum annars staðar frá, og Drangur hefur sett stefnuna á að standa sig vel í 1. deildinni næsta vet- ur,“ sagði Björn Hjörleifsson, þjálfari og leikmaður liðsins, við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Meistaralið Drangs í 2. deild. Aftari röð frá vinstri: Ágúst Kristinsson, Sigurður Þór Þórhalls- son, Magnús Orri Sæmundsson, Björn Ægir Hjörleifsson þjálfari, Óðinn Gíslason, Oddsteinn Árnason, Björgvin Jóhannesson. Fremri röð frá vinstri: Lukkudýrið fýllinn, Steinar Orri Sig- urðsson, Þorbergur Atli Sigurgeirsson, Steinar Þórhallsson, Pálmi Kristjánsson, Davíð Agn- arsson, Jóhann Fannar Guðjónsson og liggjandi fyrir framan er Kjartan Kárason. Mikill fögn- uður í Vík Fyrri hálfleikurinn var góður hjáokkur, jafnt í vörn sem sókn og í raun má segja að sóknarleikurinn hafi verið framúrskarandi góður. Sömu sögu má segja af fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Þá kom að slæma kaflanum þar sem Frakkar fengu nokkur hraðaupphlaup sem þeir nýttu af öryggi og þar með skildu leiðir þjóðanna að þessu sinni,“ sagði Guðmundur sem taldi úrslitin ekki alveg gefa rétta mynd af því hvernig leikurinn hafi lengst- um verið. Einni mínútu fyrir leiks- lok var franska liðið fjórum mörkum yfir, 25:21, og þá hafi íslenska lands- liðið átt alla möguleika á að minnka forskotið aðeins en ekki lánast. Fimm sterka leikmenn vantaði í íslenska liðið í leiknum, þá Ólaf Stef- ánsson, Sigfús Sigurðsson, Patrek Jóhannesson, Jaliseky Garcia og Gunnar Berg Viktorsson. Svipaða sögu má segja um franska liðið sem var án þeirra Didier Dinard, Jack- sons Richardson og Jerome Fern- andez. Guðmundur segir að íslenska liðið hafi leikið sína 6/0 vörn nær allan leikinn og Frakkar hafi haldið sig fast við framliggjandi 3/2/1 vörn eins og þeirra er síður. „Í fyrri hálfleik tókst okkur að leika vörn Frakka sundur og saman og einnig um tíma í síðari hálfleik. Við vorum hinsveg- ar að fara illa að ráði okkar í opnum færum í síðari hálfleik,“ sagði Guð- mundur sem tefldi fram fimmtán af þeim sextán leikmönnum sem hann hafði úr að spila, aðeins Björgvin Páll Gústavsson markvörður kom ekki við sögu. „Hvað sem úrslitunum viðvíkur þá eru þessir leikir við Frakka kær- komið tækifæri fyrir yngri mennina í hópnum. Þeir fengu allir að spreyta sig að þessu sinni og sumir náðu sér vel á strik,“ sagði Guðmundur. „Ás- geir lék mjög stórt hlutverk í fjar- veru Ólafs og þá átti Einar Hólm- geirsson fína kafla í leiknum,“ sagði Guðmundur og lauk sérstöku lofs- orði á frammistöðu Snorra Steins. Byrjunarliðið var skipað Guð- mundi Hrafnkelssyni markverði, Guðjóni Val Sigurðssyni, Degi Sig- urðssyni, Snorra Steini Guðjóns- syni, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, Einari Erni Jónssyni og Róberti Sighvatssyni. Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson léku í um 20 mínútur, Logi Geirsson og Arnór Atlason spiluðu í um tíu mínútur. „Í heildina litið er ég nokkuð sátt- ur við leikinn þegar tekið er tillit til þess að Frakkar tefldu fram mikið eldra og reyndara liði en við. Það var margt jákvætt í þessu og við för- um alveg óhræddir í síðari leikinn,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðþjálfari í handknattleik. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu allan leikinn og varði 14 skot, 32% þeirra skota sem á markið kom sem er sama hlutfall og var hjá honum í leikjunum þremur á Evóp- umeistaramótinu í Slóveníu í bryjun ársins. Guðmundur sagði undirbúning leiksins hafa verið þokkalegan mið- að við aðstæður. „Ég var að fá leik- menn alveg fram undir það síðasta. Guðjón [Valur Sigurðsson] kom síð- astur til móts við hópinn í dag [í gær] vegna þess að hann lék með fé- lagsliði sínu í Þýskalandi á sunnu- dagskvöldið. Stærsti hluti hópsins var hins vegar saman frá því á laug- ardaginn og við fengum kærkominn tíma saman sem var yngri og óreyndari leikmönnunum mikilvæg- ur,“ sagði Guðmundur. Tíu mínútna kafli varð Íslandi að falli „EFTIR um fimm mínútur í síðari hálfleik kom slæmur kafli hjá okk- ur þar sem Frakkar náðu fjögurra marka forskoti sem okkur tókst aldrei að vinna upp,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að íslenska landsliðið tapaði fyrir Frökkum, 27:21, í vináttulandsleik í Le Mans í Frakklandi í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var jöfn, 12:12. Þetta var fyrri vin- áttulandsleikur þjóðanna að þessu sinni, þær eigast við á ný í Lorient annað kvöld. EMMA Furuvik úr Ármanni og Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði sigruðu í stórsvigi á alþjóðlega FIS-mótinu í Hlíð- arfjalli við Akureyri í gær. Þau fylgdu þar með bæði eftir sigrum á sunnudag- inn en þá unnu þau bæði í svigi. Aksel Lund-Svindal frá Noregi, sem er framarlega á heimslistanum, var fyrstur eftir fyrri ferð stórsvigsins en Kristján Uni skákaði honum í þeirri síð- ari og náði efsta sætinu af honum. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð þriðji. Emma bar sigurorð af Leah McLaughry frá Bandaríkjunum í kvennaflokki og fékk besta tímann í báð- um ferðum. Hrefna Dagbjartsdóttir frá Akureyri hafnaði í þriðja sæti. Þriðji og síðasti keppnisdagurinn í Hlíðarfjalli er í dag en þá er á ný keppt í stórsvigi kvenna og karla. Tvöfalt hjá Emmu og Kristjáni Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Emma Furuvik á fleygiferð í stórsviginu í gær. JACKIE Rogers verður með í leiknum í kvöld en ég veit ekki hvernig ástandið verður á honum þar sem hann á við meiðsli að stríða í mjöðm,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari körfuknattleiksliðs Grindavíkur í gær en í kvöld mætir liðið Keflvíkingum í oddaleik um sæti í úrslitum Ís- landsmóts karla í úrvalsdeild. Rogers er bandarískur miðherji og hefur skorað 16,3 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en hann meiddist í fjórða leiknum gegn Keflavík og hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara frá því að leiknum lauk. „Hinsvegar eru meiðslin þess eðlis að það er ekki auð- velt að meðhöndla slíkt á stuttum tíma. Við vonum auðvit- að það besta en ég á ekki von á því að Rogers verði heill heilsu í leiknum – en hann ætlar sér að spila,“ sagði Frið- rik Ingi. Viðureign liðanna í Grindavík í kvöld verður sú fimmta í rimmu þeirra um sæti í allt að fimm leikja glímu við Snæ- fell um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. Rogers er enn meiddur á mjöðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.