Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEFÐBUNDIN ljóðadagskrá er ekki eitthvað sem kemur fyrst upp í hugann þegar litið er til baka til sunnudagskvöldsins. Að vísu er greinargóð úttekt Gérards Lem- arquis öðrum þræði fræðileg, en hún er umfram allt vel skrifuð og skemmtileg. Þessi kynning er á kjarnyrtu íslensku máli en borin fram á franska vísu og er ágætis dæmi um þá blöndu þessara tveggja menningarheima sem sýn- ingin er fyrst og fremst. Fyrir tæpum sautján árum kom út bókin Ljóð í mæltu máli sem hefur að geyma þýðingar Sigurðar Pálsson- ar á ljóðabókinni Paroles eftir franska ljóðskáldið Jacques Prév- ert. Ljóð í mæltu máli er löngu uppseld en Sigurður hefur haldið áfram að þýða önnur ljóð Préverts og nokkrar seinni tíma þýðingar eru hluti af þessari dagskrá ásamt úrvali úr bókinni margumtöluðu. Kolbrúnu Halldórsdóttur hefur tekist að búa til litla leik- og tón- listarsýningu úr efniviðnum, sýn- ingu sem tekst að kalla fram hinn hreina og tæra kjarna sem ein- kennir ljóð Jacques Préverts. Kannski er það vegna þess að rödd Jóhönnu Vigdísar fellur svo vel að efninu eða ef til vill vegna þess að efnið kallar á slíka rödd – a.m.k. er auðvelt að sannfærast um að einmitt svona eigi að syngja þessi ljóð í hvert sinn sem Jó- hanna Vigdís hefur upp raust sína í sýningunni. Túlkun og tilfinn- ingar eru orð sem koma upp í hug- ann þegar minnst er á hið franska „chanson“. Hvað þessi sönglög áhrærir skiptir hæfileikinn til að tjá textann og lifa sig inn í efnivið- inn meira máli en raddfegurð, hvað röddin nær yfir vítt tónsvið, eða jafnvel hve söngvarinn er lag- viss. Það þarf ekki að efast um sönghæfileika Jóhönnu Vigdísar, sem hefur alla þessa þætti á valdi sínu, en hér tekur hún túlkunina enn fastari tökum en áður og sýnir meiri breidd í tjáningunni. Auk gamalkunnra femme fatale-takta má sjá bregða fyrir meira sakleysi á köflum auk barnslegs fjörs þegar það á við. Innlifun hennar er svo sterk að undirritaður saknar þess að geta ekki hlustað á upptöku af söng hennar á lögum Kosmas við ljóð Préverts að vild. Je suis comme je suis, Les feuilles mortes og Les enfants qui s’aiment eru sennilega þekktust í flutningi Jul- iette Gréco en Jóhanna Vigdís nær að nálgast þau á ferskan hátt svo þau öðlast nýtt líf. Freistingin að mæta aftur á þessa sýningu verður því óyfirstíganleg. Felix býr yfir traustri söngrödd en bætir um betur með miklum innileika í söngnum. Framburður Jóhönnu Vigdísar á franskri tungu er það góður að henni veitist létt að túlka hvað sem er á hvern þann hátt sem nauðsyn ber til en Felixi tekst alltaf að vera vel skiljanlegur – sem er afrek út af fyrir sig ef borið er saman við ýmsa söngvara sem reyndari teljast í franskri tungu en hafa farið hált á því að reyna að syngja á málinu. Flutningur á þessum ljóðaþýð- ingum Sigurðar Pálssonar er með ýmsum hætti. Stundum er textinn sunginn – ýmist sem heild, eða brot í bland við franska frumtext- ann. Í fleiri tilfellum er þýðinga- textinn leikinn, ljóðlínum gjarnan skipt milli Jóhönnu Vigdísar og Felix Bergssonar og breytt í sam- tal eða á einhvern annan hátt reynt að leggja áherslu á leikræna möguleika ljóðanna. Þetta tekst mjög vel og leikararnir sleppa fram af sér beislinu í mun ríkari mæli í hinum stuttu leikatriðum en við hina hófstilltu túlkun sem ljóð- in kalla á. Dagskráin verður afar fjölbreytt því ekki einungis skiptast stöðugt á franska og ís- lenska, fjörið í leiknu ljóðunum og innhverf rólegheit söngvanna, heldur er ómögulegt að reikna út hverju má eiga von á næst – sem er gífurlegur kostur í sýningu sem þessari. Tíminn líður sem örskot og fyrr en varði hafa nær tveimur tugum ljóða verið gerð skil. Einfaldleikinn sem svífur hér yf- ir vötnum speglast í stílhreinum búningum og sviðsmynd. Þessi svart-hvíta sýn er svo brotin upp í textaflutningnum með myndum sem skáldið dregur upp úr hug- arfylgsnum sínum og sjónrænt með hreyfimyndaskotum sem Egill Ingibergsson ljósahönnuður og Gideon Kiers myndbandstækni- maður hafa unnið saman. Tónlistin er leikin á kontrabassa, gítar, pí- anó og harmoníku og rýmið í hinu Litla sviði Borgarleikhússins gefur kost á að bæði hljóðfærasláttur og söngur skili sér ómagnað og ómengað beint til áhorfenda. Áhorfandinn þarf ekki að setja sig í neinar stellingar heldur getur einbeitt sér að því að njóta þess að fylgjast með því sem fram fer. Þessi sýning hentar jafnt þeim sem hafa einhverja nasasjón af franskri ljóðlist og söngvum og þeim sem vilja kynna sér slíkt í fyrsta sinn. Hér er eins og maður hafi fest hendur á einhverju sönnu og tæru eftir að hafa vaðið enda- laust um í ótræðismýri falskra til- finninga og ofhlæðis. Hér finnst loks hinn eini sanni tónn eftir óra- langa leit. Hinn eini sanni tónn LEIKLIST Leikhópurinn Á senunni í Borgarleikhúsinu Ljóðskáldið: Jacques Prévert. Þýðandi: Sigurður Pálsson. Tónskáld: Joseph Kosma. Leikstjóri: Kolbrún Halldórs- dóttir. Hönnun leikmyndar og búninga: El- ín Edda Árnadóttir. Hönnun lýsingar: Egill Ingibergsson. Hönnun myndefnis með myndbandstækni: Gideon Kiers og Egill Ingibergsson. Tónlistarstjóri: Karl Ol- geirsson. Flytjendur tónlistar: Karl Ol- geirsson (píanó og harmoníka), Róbert Þórhallsson (kontrabassi) og Stefán Már Magnússon (gítar). Höfundur og flytjandi æviágrips ljóðskáldsins: Gérard Lem- arquis. Leikarar: Felix Bergsson og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. Sunnudagur 28. mars. PARIS AT NIGHT Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Ásdís „Hér er eins og maður hafi fest hendur á einhverju sönnu og tæru eftir að hafa vaðið endalaust um í ótræðismýri falskra tilfinninga og ofhlæðis.“ úrlega líka verk sem fólk nýtur þess að hlusta á. Fauré sjálfur mun hafa lýst verkinu sem vögguvísu um dauðann, þannig að það er ekki bara verið að syngja um dauða og tortím- ingu.“ Að sögn Harðar hefur Kór Graf- arvogskirkju starfað frá því sóknin var stofnuð 1989, en sjálfur hefur Hörður stjórnað kórnum sl. sjö ár. Auk þess að syngja við kirkju- athafnir í Grafarvogi hefur kórinn haldið fjölda tónleika og farið í tón- leikaferðir bæði hér- og erlendis, en sl. sumar fór kórinn til Englands og söng m.a. í dómkirkjunum í York og Lincoln. Hörður segir aðsóknina á KÓR og Unglingakór Grafarvogs- kirkju halda tónleika í kirkjunni ann- að kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir G. Fauré, W.A. Mozart, César Franck og G.B. Pergolesi, auk þess sem flutt verða tvö passíusál- malög eftir Hörð Bragason við sálma Hallgríms Péturssonar. Einsöngv- arar á tónleikunum eru Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Margrét Grét- arsdóttir, Sigurður Skagfjörð, Skúli Hakim Mechiat og Svava Ingólfs- dóttir. Konsertmeistari tíu manna hljómsveitar sem annast undirleik á tónleikunum er Hjörleifur Valsson. Stjórnandi Kórs Grafarvogskirkju er Hörður Bragason, en stjórnandi Unglingakórs Grafarvogskirkju er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Aðspurður segir Hörður Braga- son þetta vera í fyrsta sinn sem kór- ar Grafarvogskirkju halda tónleika á föstunni. „Í fyrra héldum við stóra tónleika á sumardaginn fyrsta með hljómsveit og einsöngvurum, en í ár ákváðum við að breyta til og hafa sérstaka föstutónleika og tekur pró- grammið eðlilega mið af því,“ segir Hörður og bætir við: „Það er til svo mikið af fallegri tónlist sem er eig- inlega bara hægt að syngja á föstu- tímanum.“ Fyrir hlé mun Unglingakór Graf- arvogskirkju flytja Panis angelicus eftir César Franck, Ave verum eftir Mozart, Ave verum og Messe Basse eftir Fauré, auk kafla úr Stabat Ma- ter eftir Pergolesi, en Svava Ingólfs- dóttir syngur einsöng í tveimur síð- asttöldu verkunum. Einnig syngja Skúli Hakim Mechiat og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, einsöngvarar úr Kór Grafarvogskirkju, tvö ný pass- íusálmalög eftir Hörð Bragason. Eft- ir hlé flytur Kór Grafarvogskirkju síðan Requiem eftir Fauré, þar sem Margrét Grétarsdóttir og Sigurður Skagfjörð syngja einsöng. Aðspurður segist Hörður njóta þess að takast á við sálumessu Fauré. „Þetta er afar söngvænt verk og óskaplega falleg tónlist þannig að það er einstaklega gaman fyrir kór- inn að syngja það. En þetta er nátt- tónleika kórsins sífellt vera að aukast og vonast til að föstutónleikar geti orðið að árlegum viðburði í framtíðinni. Framundan hjá kórum kirkjunnar eru uppskerutónleikar í maí, þar sem Kór Grafarvogskirkju, Unglingakórinn og Krakkakór kirkj- unnar syngja saman. Aðspurð segir Oddný J. Þorsteins- dóttir Unglingakórinn saman settan af tæplega þrjátíu stúlkum á aldr- inum 11–15 ára. „Unglingakórinn syngur að jafnaði einu sinni í mánuði við guðsþjónustur safnaðarins og hefur einnig sungið við ýmis tæki- færi utan kirkjunnar. Þannig fluttum við t.d. Messe basse eftir Fauré, sem við syngjum annað kvöld, á Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju ásamt Unglingakórum Hallgrímskirkju og Hafnarfjarðarkirkju sl. vor. Ung- lingakórinn hefur sótt kóramót bæði hér heima og erlendis og fór nýverið í söngferðalag til Skotlands þar sem hann hélt m.a. tónleika í St. Giles- dómkirkjunni í Edinborg.“ Spurð hvað sé framundan hjá kórnum nefnir Oddný að nk. sumar sé von á bandarískum drengjakór frá Minnesota sem halda muni tónleika í Grafarvogskirkju 30. júní ásamt Unglingakórnum, en sumarið 2005 er áætlað að Unglingakórinn endur- gjaldi heimsóknina. Kór Grafarvogskirkju ásamt stjórnanda sínum, Herði Bragasyni, á æfingu fyrir tónleikana annað kvöld. Ekki bara sungið um tortímingu PÍSLARSAGA krists er mörgum ofarlega í huga þessa dagana. Pásk- arnir nálgast auðvitað og svo er verið að sýna bíómynd Mel Gibsons um efn- ið sem eitthvað hefur hreyft við fólki. Satt að segja hef ég undirritaður aldr- ei skilið allt þetta havarí út af písl- arsögu krists umfram píslarsögu ým- issa annarra sem deyja til þess að aðrir fái lifað eða hefur verið fórnað á altari stríðs og annarra hörmunga. En hvað um það, mikil tónverk hafa verið samin um píslarsögu Jesú, passíur sem byggjast á frásögnum guðspjallanna þar sem guðspjalla- maðurinn segir/syngur söguna og kórinn túlkar ýmist fólkið eða her- mennina eða aðra hópa. Guðspjalla- maðurinn fer því með stærsta hlut- verkið í passíunni en önnur einsöngshlutverk eru Jesú sungið af bassa eða baríton, og nokkur fleiri sem fléttast inn í söguna. Matteusar- og Jóhannesarpassíur Bachs eru langmikilvægastar í tón- listarsögunni en Bach mun hafa sam- ið 3 aðrar passíur sem eru því miður týndar. Á þeim tíma voru þetta mikil verk fyrir kór einsöngvara og hljóm- sveit. Jóhannesarpassían er styttri en Matteusarpassían en tekur samt um 2 tíma í flutningi. Hún er mjög myrkt verk, en jafnframt spennuþrungin, íhugul og hjartnæm. Kórinn gegnir mikilvægu hlutverki bæði sem mann- fjöldinn, hermenn, prestar, og sem virkur hlustandi, hinn lúterski söfn- uður sem íhugar söguna ekki síst í frábærum og krefjandi útsetningum Bachs á lúterskum sálmalögum sem hann fléttar inn í verkið. Þessar útsetningar hafa tæplega verið á valdi almenns kirkjusafnaðar að syngja en Bach ætlaði verkið flutt við guðsþjónustu á föstudaginn langa. Kammerkór Austurlands, Kór Tónlistarskóla Austur-Héraðs ásamt hljómsveit og einsöngvurum réðst í það stórvirki að flytja Jóhannesar- passíuna í Egilsstaðakirkju síðastlið- inn laugardag. Stjórnandi var Keith Reed sem hefur unnið þrekvirki und- anfarin ár við uppsetningu á óperum fyrir austan. Einsöngvararnir voru úr kórnum en sá háttur mun hafa verið hafður á við frumflutning verksins í Leipzig 1724. Þeir og flestir kórfélag- anna koma úr Tónlistarskólanum eða hafa lært þar fyrrmeir. Hljómsveitin var skipuð fólki mikið til austanað en einnig voru þar kennarar og nemend- ur frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Jafnvægi innan hljómsveitarinnar var yfirleitt gott, óbó- in gegnumsneitt ekki of sterk þrátt fyrir litla strengjasveit og sembalhljóð úr rafhljómborði blönduðust vel inn í verkið. Verkið hefst á kórkafla, Herr, unser Herrscher og byrjaði vel þótt hljómsveitin hafi kannski ekki verið vel heit í upphaf- inu. Kórinn var þéttur og öflugur og vel samtaka í gegnum allt verkið. Stundum var bassinn reyndar dálítið veikur á móti hinum röddunum en annars var hæfilegt samræmi í styrk milli radda. Einhver hefði kosið að hafa kórinn stærri og voldugri til að skila mikilfengleika verksins enn bet- ur en þrátt fyrir það var hann oft kraftmikill og magnaður. Mikið mæddi á Þorbirni tenór Rúnarssyni guðspjallamanni og komst hann afar vel frá sínu. Hann var leikrænn og sannfærandi í túlkun, hefur bjarta ágæta rödd þótt einstöku sinnum hafi hann verið við það að ofgera sér. Al- mennt stóðu aðrir einsöngvarar sig líka mjög vel þrátt fyrir að aríurnar séu á köflum rosalega erfiðar. Þeir voru Keith Reed baríton, Muff Word- en alt, Pétur Þórarinsson bassi, Ragnhildur Indriðadóttir alt, Sunc- ana Slamnig sópran, Torvald Gjerde baríton, Vígþór Zophoníasarson ten- ór og Þóra Guðmannsdóttir sópran. Söngvararnir sungu sitt auðvitað misvel eins og gengur en sá annmarki var á efnisskrá að ekki var getið um hver einsöngvaranna var að syngja hvaða aríu fyrir utan hlutverk Jesú og Pílatusar þannig að þekkti fólk ekki söngvarann vissi það ekki alltaf hver var að syngja. Um leið hefði mátt koma fram yfirlit yfir þetta langa og samfellda tónverk í efnisskránni með t.d. upphafsvísuorðum á löngum arí- um, kórköflum og sálmalögum. Reyndar var textanum varpað á vegg sem var mjög fínt en veggurinn var hvítur, sólin sterk og stafirnir hvítir en hefðu án efa verið greinilegri dökk- ir. Annars var metnaðarfullur bragur yfir tónleikunum þegar á heildina er litið. Tónlistarflutningurinn náði á köflum í listrænar hæðir og vonandi halda austfirskir tónlistarmenn áfram á þessari braut. Austfirsk Jóhannesarpassía TÓNLIST Egilsstaðakirkja Jóhannesarpassía Bachs. Kammerkór Austurlands, Kór Tónlistarskóla Austur- Héraðs ásamt hljómsveit og einsöngv- urum. Stjórnandi Keith Reed. Laug- ardagur 27. mars. KÓRTÓNLEIKAR Ívar Aðalsteinsson Keith Reed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.