Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI RÚMLEGA 3.000 manns sáu söng- leikinn Grease á tveimur sýningum í Íþróttahöllinni á Akureyri sl. sunnu- dag. Unga fólkið var þar í miklum meirihluta og komu sýningargestir víða af Norður- og Austurlandi. Uppsetning sýningarinnar á Ak- ureyri var samstarfsverkefni knatt- spyrnudeildar Þórs og 3 Sagas Ent- ertainment. Að sögn Unnsteins Jónssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Þórs, voru bæði sýn- ingargestir, sem og leikarar og aðrir aðstandendur sýningarinnar mjög ánægðir með hvernig til tókst. Fyrir sýningarnar var byggt 310 fermetra svið í Höllinni og notað til verksins 800 vörubretti og 260 fiski- kör. Sviðsmyndin, ljósa- og hljóð- búnaður komu hins vegar að sunnan, þar sem verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í vetur. Unnsteinn sagði að mikill fjöldi sjálfboðaliða hefði komið að upp- setningunni, sem og að taka sviðið niður aftur og ganga frá. Sú vinna hófst strax að lokinni seinni sýningu á sunnudagskvöld og var verkinu lokið um kl. 4 í gærmorgun. „Við nutum stuðnings fjölmargra ein- staklinga og fyrirtækja og öðru vísi hefði þetta ekki verið framkvæm- anlegt,“ sagði Unnsteinn, sem vildi nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn. Eftir seinni sýninguna var að- standendum boðið í grillveislu í Hamri, félagsheimil Þórs og tóku gestirnir hraustlega til matar síns eftir vel heppnaðar sýningar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðstandendum sýningarinnar var boðið í grillveislu í Hamri að lokinni seinni sýningu á sunnudag og tóku þeir hraustlega til matar síns. Rúmlega 3.000 manns sáu Grease Sekt fyrir að landa framhjá vigt | Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í sekt til rík- issjóðs fyrir að hafa í júní 2002 landað 7.500 kg af þorski fram hjá vigt á Árskógssandi og fyrir brot á lögum um lögskráningu sjómanna með því að hafa ekki lögskráð tvo menn úr skiprúmi og síðan konu í skiprúm. Þá var maður á þrítugsaldri dæmdur til að greiða 100.000 króna sekt fyrir að hafa verið með- sekur með því að aka þorskaflan- um beint í kæligeymslur fiskverk- unarfyrirtækis. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norður- lands eystra. Fram kemur í dómnum að mennirnir tveir, sem eru feðgar, hafi játað brot sín. Ennfremur að sá eldri hafi hlotið dóm 1998 fyrir brot á sömu lögum, þ.e. lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. „Brot hans nú er stórfellt og fram- ið af ásetningi,“ segir í dómnum. Þá kemur fram að greiði hann ekki 800.000 króna sektina að liðnum fjórum vikum frá birtingu dómsins þurfi hann að afplána tveggja mán- aða fangelsisdóm. Í dómnum kemur einnig fram að sonur mannsins hafi alltoft sætt refsingum á undanförnum árum, m.a. fyrir brot á almennum hegn- ingarlögum og umferðarlögum. Greiði hann ekki 100.000 króna sektina á tilskildum tíma þarf hann að sitja hálfan mánuð í fangelsi. Nürnbergréttarhöldin| Lisa Kierans flytur fyrirlestur á Lög- fræðitorgi í dag kl. 16.30 í Þingvall- astræti 23, stofu 14. Hann nefnist: Nürn- bergréttarhöldin og alþjóðalög. Í er- indinu fjallar um sögulegt og rétt- arlegt mikilvægi réttarhaldanna og bera Nürnbergdómstólinn saman við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Hún mun einnig ræða um þá gagn- rýni sem Nürnbergréttarhöldin hafa orðið fyrir og leita svara við þeirri spurningu hvort réttarhöldin hafi tryggt réttláta málsmeðferð í hefð- bundnum skilningi. Lisa Kierans hefur starfað við sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík frá árinu 2002 sem ræðismaður og pólitískur ráðunautur. Málstofa um heilbrigðisþjón- ustu| Heilbrigðisþjónusta á kross- götum er yfirskrift málstofu sem heil- brigðisdeild Háskólans á Akureyri og Heilbrigðisvísindastofnun háskólans efna til í dag, þriðjudaginn 30. mars. Frummælendur verða: Anna Elís- abet Ólafsdóttir, forstjóri Lýð- heilsustöðvar, Elín Ebba Ásmunds- dóttir, lektor við heilbrigðisdeild HA, Geir Gunnlaugsson, formaður Félags um lýðheilsu, Hermann Óskarsson, dósent við heilbrigðisdeild HA, Jó- hann Ágúst Sigurðsson, prófessor við læknadeild HÍ, og Vilborg Ingólfs- dóttir yfirhjúkrunarfræðingur. Málstofan fer fram í stofu L201 á Sólborg og hefst kl. 13.15. Nýsköpun | Frumkvöðlasetur Norðurlands í samstarfi við Fram- farafélag Dalvíkurbyggðar efnir til fundar um atvinnumál og nýsköpun í kvöld kl. 20.30 á Kaffihúsinu Sogni á Dalvík. Ottó Biering Ottósson, for- stöðumaður og aðjúnkt við Háskól- ann á Akureyri, kynnir starfsemi setursins og hvernig það geti stutt við atvinnuuppbyggingu og nýsköp- un í Dalvíkurbyggð og þá fjallar Þórður Kristleifsson ferða- og at- vinnumálafulltrúi um stöðu atvinnu- mála í sveitarfélaginu. ÍBÚÐ í húsi við Skólastíg á Ak- ureyri stórskemmdist í eldsvoða sl. föstudag en ekki urðu slys á fólki. Samkvæmt upplýsingum frá rann- sóknardeild lögreglunnar á Ak- ureyri bendir allt til þess að kvikn- að hafi í sjónvarpi í svefnherbergi hússins. Íbúðin sem kviknaði í er á miðhæð hússins og er nánast allt ónýtt í henni eftir brunann. Á efri hæð var nýr eigandi að mála íbúð sína en var ekki fluttur inn. Í íbúð í kjallara urðu óverulegar skemmdir vegna vatns frá slökkvistarfinu. Kviknaði í sjónvarpi          Ægisíða | Mörgum borgarbúum brá eilítið í brún á sunnudag þegar vet- ur konungur mætti á svæðið með látum, en eflaust voru margir farn- ir að horfa löngunaraugum til sum- arsins sem greinilega bíður enn handan við hornið. Þessi hjólreiða- kappi lét þó éljaganginn ekki stoppa sig í heilbrigðri útivist, en göslaðist áfram gegnum veðrið. Nú vonast margir eftir því að þetta snemmbúna páskahret taki brátt enda svo hægt verði að halda upp á sumardaginn fyrsta með glans þeg- ar hann kemur. Morgunblaðið/Jim Smart Hjólað í éljaganginum Loftgæðamælingar | Styrkur köfnunarefnisoxíða (NOx) og kol- sýrlings (CO) í andrúmslofti í Reykjavík fer stundum yfir viðmið- unarmörk á álagstímum í umferð- inni, á morgnana og síðdegis. Þetta kemur fram í nýútkominni árs- skýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2003. Viðmiðunarmörk efnanna eru um 75 míkrógrömm á rúm- metra, en á toppunum á morgnana og síðdegis getur magnið farið yfir níutíu míkrógrömm á rúmmetra á mælingarstað við Grensásveg. Á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is, segir að vegna legu Reykjavíkur við hafið og hve vindasamt er í borginni, sé meðalstyrkur köfnunarefnidíox- íðs sjaldan meiri en 20 míkrógrömm á rúmmetra á veturna. Þegar logn er á veturna getur þó myndast mjög greinilegt slör af menguðu lofti yfir borginni, og þá fer magn köfn- unaerfnisdíoxíðs á sólarhring stund- um yfir viðmiðunarmörkin. Seltjarnarnes | Seltjarnarnesbær hefur gert samning við Hugsmiðj- una um hönnun og smíði nýs vefjar fyrir bæinn. Undanfarið hefur verið unnið að þarfagreiningu og stefnu- mörkun um vefmál innan Seltjarn- arnesbæjar og er samningurinn gerður á grundvelli þess. Með þessu er bærinn að leggja grunn að næstu skrefum í innleiðingu raf- rænnar stjórnsýslu. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri segir stærstu breytinguna felast í því að uppbygging vefjarins sé endurskoðuð frá grunni. Segir hann áhersluna á vefnum breytast þannig að hann verði þjónustumið- aðri en áður, en hingað til hefur hann fyrst og fremst þjónað hlut- verki upplýsingaveitu bæjarins. „Bærinn hefur markvisst verið að stíga skref í átt að rafrænni stjórnsýslu undanfarin ár. Við vor- um meðal fyrstu bæjarfélaga í inn- leiðingu Navision-bókhaldskerfis fyrir nokkrum árum og erum núna að ljúka við að taka GoPro skjala- stjórnunarkerfið í notkun. Þetta kerfi mun tengjast skjalastjórn- uninni strax og væntanlega bók- haldskerfinu á síðari stigum,“ segir Jónmundur. Með uppsetningu vefjarins segir Jónmundur verið að auðvelda að- gengi að opinberri þjónustu á þann hátt að notandinn þurfi ekki að vita fyrirfram hvaða stofnun bæjarins veitir þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Þetta segir hann í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið en hún gerir ráð fyrir að opinberar upplýs- ingar verði aðgengilegar almenn- ingi og fyrirtækjum með sem minnstum tilkostnaði. Hann bendir einnig á lagningu ljósleiðara í öll hús í bæjarfélaginu í þessu sam- hengi. Grunnur lagður að rafrænni stjórnsýslu Ljósmynd/Óskar J. Sandholt Þorsteinn Yngvi Guðmundsson hjá Eplica og Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri fagna samningnum um endurbætur og endurnýjun vefjarins. Borgarafundur | Opinn borg- arafundur um færslu Hringbrautar verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss- ins í dag klukkan 17:00. Framsögu munu hafa fulltrúar Reykjavíkurborgar, fulltrúar Land- spítala háskólasjúkrahúss og fulltrúi kjósenda. Þá verða að loknum fram- sögum og kaffihléi pallborðs- umræður þar sem fyrir svörum sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, fulltrú- ar LSH og fulltrúar átakshóps. Undir fundarmenn verður síðan borin ályktun þar sem skorað verður á stjórnvöld að efna til kosninga varðandi útfærslu nýrrar Hring- brautar. Hafnarfjörður| Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar afhenti á dögunum styrki til menn- ingarstarfsemi og lista. 36 umsóknir bárust og voru að þessu sinni veittir 16 styrkir, en upphæð þeirra nam 1.700.000 krónum. Fyrr á árinu hefur nefndin greitt út fasta styrki til 8 kóra, Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, Sveinssafns, og Kammersveitar Hafnarfjarðar að upphæð 4.300.000 krónur. Auk styrkveitinga og skemmti- atriða hlaut Egill Friðleifsson sér- staka viðurkenningu fyrir áratuga öt- ult starf í menningar og listalífi Hafnarfjarðar. Egill hefur verið kór- stjóri Kórs Öldutúnsskóla frá stofnun eða frá 1965 og undir hans leiðsögn hefur kórinn borið hróður Hafn- arfjarðar víða um lönd og álfur. Þá hefur Egill verið virkur í menningar- lífi bæjarins almennt og skipulagt marga fjölsótta viðburði. Styrkir og viðurkenning       ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir erindi Björgólfs Thors Björg- ólfssonar um að viðræður verði teknar upp um framtíð hússins að Fríkirkjuvegi 11 vera til skoðunar en að húsið sé ekki í söluferli að svo komnu. Borgarstjóri átti stuttan fund með Björgólfi Thor í gær þar sem hann skýrði honum frá því að húsið væri ekki til sölu í bili. „Þetta er hús er á sögufrægum stað og í almenningsgarði og ekki auðvelt um vik að afmarka lóð og hús frá almenningsgarðinum. Hann [Björgólfur] kom til mín í gær til að fylgja eftir þessu bréfi og við erum á því að við ætlum aðeins að skoða þetta því að í sjálfu sér er húsið ekki í söluferli eins og er.“ Borgarstjóri segir skiptar skoð- anir meðal fólks þegar falleg og góð hús á besta stað í bænum skipti um eigendur. Með bréfi Björgólfs hafi borgaryfirvöld í raun fengið formlegt erindi um áhuga hans á að halda minningu langafa síns á lofti í tengslum við húsið án þess þó að fastar hugmyndir um með hvaða hætti það yrði gert séu komnar fram. Fríkirkjuvegur 11 ekki enn í söluferli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.