Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 13 SÉRFRÆÐINGAR mæla með sameiningu nýsjálensku sjávarútvegsfyrirtækjanna San- ford og Sealord, enda myndi sameinað fyr- irtækja spjara sig vel í hörðum heimi fisk- iðnaðarins. Í nýjasta tölublaði nýsjálenska viðskipta- blaðsins The National Business Review er fjallað um fyrirhugaða sameiningu og meðal annars leitað álits Péturs Einarssonar, sér- fræðings hjá Íslandsbanka. Hann segir í blaðinu að fiskiðnaðinn í heiminum vanti sárlega sterkan leiðtoga. Ef Nýsjálendingar geti tekið það að sér væri það af hinu góða. Tekjur sameinaðs fyrirtækis yrðu um 1 milljarður nýsjálenskra dollara eða sem svarar nú um 47 milljörðum íslenskra króna. Pétur bendir á að sala sjávarafurða nemi ár- lega um 100 milljörðum bandaríkjadala og því yrði sameinað fyrirtæki tiltölulega smár keppinautur á alþjóðlegum markaði. Það yrði þannig aðeins litlu stærra en stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Bandaríkjanna, Am- erican Seafoods, sem velti á síðasta ári tæp- um 29 milljörðum króna. Jafnframt bendir Pétur á að heildar-hokinhalakvóti Nýsjá- lendinga sé um 200 þúsund tonn eða aðeins 2,8% af árlegum hvítfiskafla í heiminum. Pétur segir að sjávarafurðir eigi í dag í hörðum slag við aðrar próteinríkar afurðir um hylli neytenda. Fiskur sé þannig í dag orðinn dýrari en til dæmis kjúklingur en þar séu framleiðendur mun færri. Þá færist eldi á hvítfiski í vöxt. Pétur segir að sameiningar séu því nauðsynlegar fiskiðnaðinum, ætli fyrirtækin að halda markaðshlutdeild sinni. Breyta þyrfti lögum og reglum Dregið hefur úr hagnaði beggja fyrirtækj- anna að undanförnu, meðal annars vegna sterkrar stöðu nýsjálenska dollarans og lækkandi fiskverði. Sealord er nokkru stærra fyrirtæki en Sanford, a.m.k. á papp- írnum en eignir Sealord eru metnar á rúma 29 milljarða króna en skuldir félagsins eru um 8 milljarðar króna. Eignir Sanford eru hinsvegar um 25 milljarða króna en fyr- irtækið skuldar aftur á móti ekki neitt. Talið er að samlegð fyrirtækjanna sé veruleg, einkum með hagræðingu í fiskveiðiflota og framleiðslueiningum. Þá myndi markaðs- staða fyrirtækjanna styrkjast verulega með sameiningunni. Ljóst er að gera þarf verulegar breyt- ingar á lögum og reglugerðum til að af sam- runanum geti orðið. Samkvæmt lögum sem sett voru um stjórn fiskveiða í Nýja-Sjálandi árið 1996 er einum aðila heimilt að eiga að hámarki þriðjung aflaheimilda einstakra tegunda. Verði af samruna Sanford og Sea- lord myndi sameinað fyrirtæki ráða yfir meira en þriðjungi kvóta í 10 af þeim 14 fiskitegundum sem bundnar eru kvóta í Nýja-Sjálandi. Búist er við að fyrirtækin tvö geri kröfu um að þessum reglum verði breytt og beiti fyrir sig þjóðahagslegum rökum. Hvetja til risasamruna KYNNT hefur verið í ríkisstjórn frumvarp til breytinga á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Breytingarnar fela í sér heimild til sjávarútvegsráðuneytisins að leyfa frystiskipum að landa afla sínum erlendis, svo fremi sem eftirlit á löndunarstað sé í lagi. Þetta á fyrst og fremst við skip sem veiða og frysta síld um borð á fjarlægum miðum eins og við Noreg, svo þau geti landað þar sem stytzt er í land í stað þess að þurfa að siglan langa leið til löndunar á Íslandi. Jafn- framt heimilar frumvarpið ráðu- neytinu að leyfa það að undirmáls- karfi ísfiskskipa verði flokkaður frá við löndun, en ekki þurfi að gera það úti á sjó. Geta land- að erlendis FISKISTOFA svipti eitt skip veiðileyfi í tvígang í febrúarmán- uði vegna brota á lögum um um- gengni við nytjastofna sjávar. Guðrún HF var svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni þann 13. febrúar vegna veiða umfram aflaheimildir en fékk leyfið að nýju 16. febrúar þegar aflamarksstaða skipsins hafði verið lagfærð. Þann 27. febr- úar var Guðrún HF svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í þrjár vikur þar sem afli var ekki færður til vigtunar á hafnarvog við löndun. Sviptingin gilti frá 5. mars til og með 25. mars 2004. Fleiri skip voru ekki svipt veiðileyfi í febr- úarmánuði. Svipt tvisvar í sama mánuði ♦♦♦ Vi› hvetjum fyrirtæki til a› leggja landssöfnuninni li› me› flví a› kaupa Fjöregg eftir listafólki› Koggu og Magnús Kjartansson. Fjöreggin eru glæsilegir listgripir og eru engin tvö egg nákvæmlega eins. Stærra Fjöreggi› fæst gegn 40.000 króna framlagi en minna eggi› fyrir 20.000 krónur. Einnig seljum vi› fyrirtækjum sérmerkta penna fyrir 1.000 krónur stykki›. Vinsamlegast haf›u samband vi› Lionsklúbbinn á flínu heimasvæ›i og legg›u okkur li›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.